Ísafold - 25.10.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.10.1913, Blaðsíða 2
336 ISAFOLD að nA til i o skip.i, sem öli komu til hjálpar, meðal þeirra Grosser Kur- ýiirst, sem allir hér kannast við. En vegna storms gekk mjög seint að bjarga farþegunum. Ymsir lögð- ust til sunds frá skipinu, en drukn- uðu allir. Alls fórust, eins og ísa- fold var símað, 136 manns. Ókunnugt um upptök eldsins. Skipið átti Uranium-gufuskipafélagið í Rotterdam. Loftskip ferst. Stærsta Zeppilíns- skip Þjóðverja sprakk nálægt Berlín þann. 17. okt. Skipið var í 300 stiku hæð, er slysið bar að. Alls biðu 26 manns bana. Námubruni voðalegur varð í kola námu í Cardiíf á Engiandi þ. 15. okt. Búist við að 382 nárr.umenn hafi farist. Grændlandsieiðangur Kochs. Koch höfuðsmaður hinn danski kom ásamt félögum sínum til Khafnar 18. þ. m. á Grænlandsfarinu Ivigtut. Balkanhorfur. Svo má heita, að yfir sé gengin ófriðarblikan, sem á bólaði um daginn. Tyrkir hafa gef- ið upp fyrri kröfur sínar til eyjanna í Egeahafi og falið það mál stórveld- unum. Er nú sem óðast verið að senda alt herlið heim og má af því ráða, að horfur muni sem stendur friðvænlegar, hversu lengi sem bað varir. Flugslys í Danmörku. Fyrsta flug- slysið í Danmörku, sem kostað hefir mannslíf, varð snemma í þessum mánuði. Einhver kunnasti flugmað- ur Dana, Ulrich Birch, var á flugi yfir flugvelli Khafnar, þegar hreyfi- vélin bilaði alt í einu. Flugvélin féll til jarðar og brotnaði Ulrich Birch á báðum fótum og öðrum handlegg. Lá hann svo í sjúkrahúsi nokkra daga við miklar þjáningar og dó að lokum af meiðslunum. Afmælishátíð norska stúdentafélagsins. Viðtal við Matth. Þórðarson. Sendimaður islenzka stúdentafé- lagsins á aldarafmæli norska stúdenta- félagsins, hr. Matthlas Þórðarson þjóð- menjavörður, kom heim aftur úr þeirri för á Botníu núna í vikunni. Isajold fann hann að máli í gær til þess að fá fréttir af sendiför hans. Matthías kom nokkuð seint til hátíðarnaldsins vegna þess, hve Sterl- ing seinkaði héðan og ennfremur skipi því, er hann tók sér far á frá Skotlandi til Kristjaníu. Frá Edin- borg varð hann því að síma fyrstu hamingjuóskirnar og afsaka um leið óstundvísina. Hann fór svo á skip- inu Norway frá Grangemouth til Kristjaníu og kom þangað þ. 4. okt. Hafði þá afmælishátíðin staðiðá^. dag. En um kvöldið þann dag stóð til 1. fundur stúdentafélagsins á 2. öld þess og var til hans stofnað með mikilli viðhöfn í einum af stærstu sölum Kristjaníu, Cirkus-salnum sem rúmar 2000 manns. Vildi svo vel til, að þar átti hvort eð var að flytja ávarp frá öðrum stúdentafélögum. Flutti Matthías þar stutta árnaðar- óska ræðu til norska stúdentafélags- ins, sem birtist í næsta blaði í þýð- ingu. Las í ræðulok upp hið stefj- aða ávarp frá stúdentafélaginu hér og afhenti rúnakeflið. Segja norsk blöð, sem vér höfum séð, að eftir ræðu Matthíasar hafi fagnaðarlátunum aldrei ætlað að linna. Varð Matthias hvað eftir annað að standa upp og þakka viðtökurnar. En á eftir stóð upp formaður stu- dentafélagsins, dr. Wallem, og þakk- aði kveðjusending íslendinga með stórsnjallri tölu og ágætri i vorn garð. Segir í norskum blöðum, að oft hafi honum vel mælst í hinum mörgu ræðum, sem hann hélt vegna formenskunnar, en þetta sinni hafi honum sagst langbezt. Af hálfu íslenzka stúdentafélags- ins í Khöfn var viðstaddur hátíðar- haldið Guðm. Kamban rithöf., og var hinum islenzku sendimönnum í hvivetna sýndur hinn mesti sómi. Rak hver veizlan aðra. M. a. gerði formaður norska stúdentafé- lagsins sérstakt boð fyrir sendimann vorn. Dansveizla mikil var haldin síð- asta hátíðarkvöldið. Þar mælti Guðm. Kamban fyrir skál kvenna. Stjórn norska félagsins bað Matt- hías Þórðarson að flytja erindi um ísland, laugardaginn næstan eftir há- tiðakvöldin, þar í félaginu. En því sæmdarboði varð Matthias að neita, vegna tíma-naumleika. Norðmenn vildu í öllu gera sóma vorn íslendinga sem mestan, segir Matthías, og kom fram í hvívetna, að hinar hlýju viðtökur voru meira en ofan á. Þær voru einlægar og hjartaniegar. í Kristjaniu dvaldist Matthías 5 daga, en hélt þá til Khafnar og tók Botniu þar. Staðfest lög. Á ríkisráðsfundi þ. 20, okt. stað- festi konungur 23 af iagafrv. alþingis. Þessi frv. voru : Lög um samþykt á landsreikningum fyrir árin 1910 og 1911. Fjáraukalög fyrir árin 1910 og 1911. Fjáraukaiög fyrir árin 1912 og 1913. Lög um breyting á lögum nr. 32, 20. október 1905, um málaflutnings- menn við landsyfirdóminn í Reykjavík. Lög um breyting á lögum nr. 18, 3. október 1903, um leynilegar kosn- ingar til alþingis. Lög um breyting á lögum nr. 39, 10. nóv. 1903, um leynilegar kosning- ar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum. Lög um breyting á tollögum fyrir ísland nr. 54, 11. júlí 1911, 1. gr. 15. Lög um breyting á lögum um vöru- toll, 22. okt. 1912. Lög um viðauka við breyting á lög- um um aðflutningsbann á áfengi, nr. 44, 30. júlí 1909. Lög um hagstofu íslands. Lög um breyting á lögum nr. 30, 16. nóv. 1907, um lán úr landssjóði til byggingar ibúðarhúsa á prestsset- rum landsins. Lög um breyting á lögum nr. 18, 9, júlí 1909, um styrktarsjóð handa barnakennurum. Lög um lögreglusamþykt og bygg- ingarsamþykt fyrir Vestmannáayjar. Lög um rafmagnsveitu í kaupstöð um og kauptúnum. Lög um gjafasjóð Jóns Sigurðsson- ar handa fátækum í Eyjafjarðars/slu. Lög um umboð þjóðjarða. Lög um bæjanöfn. Lög um sölu á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði. Lög um bréyting á fátækralögum 10, nóv. 1905. Lög um breyting á lögum 22. okt. 1912, um ritsíma og talsímakerfi ís- lands. Lög um breyting á lögum nr. 26, 11, júlí 1911, um skoðun á síld. Lög um að selja prestinum að Rol- freyjustað landspildu i Innri-Skálavík. Lög um löggilding verzlunarstaða í Karlseyjarvík, við Reykhóla og í Haga- bót í Barðastrandarsýslu. Bimskipafélagið utan við flokkadeilur. Vegna þess, að eg hefi orðið þess var, að sumir líta svo á, sem ísaf. vilji halda því fram í greininni Nýjar kosningar V. í síðasta tbl. blaðsins, að það séu í raun og veru Sjálf- stæðismenn, sem borið hafi uppi stofnun Eimskipafélagsins, en aðal- iega menn úr mótstöðuflokknum hald- ið sér aftur í þvi máli, eða jafnvel unnið á móti þvi, leyfi eg mér að biðja blaðið fyrir eftirfarandi athuga- semd : Þegar frá byrjun hafa menn af öllum flokkum stutt málið og unnið að framkvæmd þess. Er nóg i því efni að benda á hvernig bráðabirgða- stjórnin er skipuð Með því að mér eru nákunnar allar framkvæmdir í þessu máli, get eg borið um það, að merm, sem standa framarlega í andstöðuflokk Sjálfstæðismanna hafa gengið mjög ötullega fram í máli þessu, bæði með framlögum og öðr- um framkvæmdum; enda hefir ísa- fold minst sérstaklega á ötula fram- göngu sumra þeirra manna. Rétt tel eg og að geta þess, að Hannes Hafstein ráðherra, sem sumir hafa talið andstæðan málinu, er einn með- al þeirra, sem lofað hafa hlutum til félagsins. Eg lít svo á sem hvorugur stjórn- málaflokkanna, eða enginn þeirra geti borið hinum á brýn slælega fram- göngu eða jafnvel andróður gegn félagsstofnuninni, heldur hafi ein- mitt það, að málið hefir verið utan við allar flokkadeilur, orðið þvi til lífs. Og það er málinu lífs- skilyrði, að svo verði einn- ig framvegis, ef vel á að ganga. Þá er heill og hag landsins vel borgið, ef vér getum lært af þessu máli að haldast allir i hendur til nytsamlegra framkvæmda. Og Eim- skipafélagsstofnunnin sýnir að það er hægt. Það er réttara að hvetja hvor annan til að halda áfram þeirri stefnu, og varast að draga slík mál á nokk- urn hátt inn í flokkadeilur. Landinu er það betra. Og enginn flokkur græðir neitt á þvi, að slík mál séu dregin inn í deilurnar um stjórnmál. Rvik, 23. október 1913. Sveinn Björnsson. Aths. Það er misskilningur, að Isajold hafi viljað gera stofnun Eim skipafélagsins að flokksmáli, heldurvar i greininni sérstaklega tekið fram, að allir flokkar hefðu að henni unnið. Hinu hélt Isajold fram, að einstakir menn hefðu verið áhugalitlir í mál- inu og að þessir áhugaleysismenn um að gera allar samgöngur innlendar, mundu að mestu eða öllu leyti vera fyrir utan hóp Sjálfstæðismanna. — Þetta hyggjum vér réttmæli, því að enginn sá getur i raun réttri talist Sjálfstæðismaður, sem eigi hefir opin augu fyrir því, hver sjálfstæðisnauð- syn það er, að koma öllum samgöng- um í vorar eigin hendur. En á hinn bóginn skal þetta alls eigi að kappsmáli gert. Ritstj. Fimta heftið Alþingistíðindanna er komið út. Meiri hraði á prentun þeirra nú en nokkuru sinni áður. Landar erlendis. Alexander Jóhannesson (sýslumanns Ólafssonar) tók 14. þ. m. magister- próf i þýzku við Khafnar háskóla. Yestur-Islendinga-aDDáll. Islenzkir listamenn. Theodór Árna- son hðluleikari, sonur Árnajóhanns- sonar bankaritara fór héðan vestur um haf i sumar, og ætlar að ílend- ast vestra. Nýlega efndi hann til hljómleika í Winnipeg og fara bæði íslenzku blöðin Heimskringla og Lög- berg hinum lofsamlegustu orðum um fiðluleik hans. Endar Lögberg dóm sinn á þessa leið: Þar er sannarlegt gleðiefni fyrir oss Vestur-íslendinga, að fá jafn list- fengan tónfræðing í hóp vorn, sem þessi ungi og efnilegi landi vor er. Vér bjóðum hann velkominn og óskum honum góðs gengis á braut listarinnar í hinu nýja heimkynni hans. En Heimskringla segir: Concert þetta var stórum betra, en landar hér eiga alment að ven- jast, og munu allir hafa farið ánægð- ir heim. Var það illa farið, að ekki var fult hús, því sannarlega verð- skuldaði hinn ungi listamaður að svo hefði verið. Theodór er nú ráðinn fiðluleikari í helzta kvikmyndahúsi Wmnipeg- borgar, varð þar hlutskarpastur um- sækjenda, þótt samkepni væri mikil. Einar Hjaltested, sonur Péturs úr- smiðs aðstoðaði Theodór við hljóm- leikana og fær hann og lof mikið í vestur ísl. blöðunum fyrir sönghæfi- leika. ReykjaYíkar-annáll. Aðkomumenn: Veatmanneyingarn- ir Jón Einarsson frá Hrauni og Jóhann Jósefsson kaupm. Bjarni frá Vogi talar í Bárubúð á morgun, fiytur 2. kafia erindis síns sem hann rtefnir: Brot úr sögu í s 1 a n d s. Dánir: Húsfr. Sigríður Rósa Krist jánsdóttir Framnesveg 27, 28 ára. Dó 19. okt. Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 sr. Bj. J. (ferming). kl. 5 sr. Jóh. Þork. í fríkirkjunni kl. 12 sr. Ól. Ól. (missiraskifti). Hjúskapur : Þorgeir Guðjónsson og ym. Jódís Ámundadóttir, Suðurg. 6. Gift 18. okt. Helgi Sæmundsson Suðurg. 6 og ym. Guðbjörg Guðjónsd. s. st. Gift s. d. Siggeir Helgason og Guðbjörg Jóns- dóttir Njálsg. 34. Gift s. d. Árni Þorsteinn Grímsson frá Þóru- koti í Keflavíkurhr. og ym. Bjarnveig Vigfúsdóttir frá Vatnsnesi. Gift s. d. Páll Magnús Pálsson frá Keflavík og ym. Guðríður Ingibjörg Jónsdóttir s. st. Gift 23. okt. Einar Hermannsson prentari og ym. Helga Helgadóttir Laugav. 3. Giftast í dag. Nýja Bio. Stúlkan frá Rauðumyllu heitir mynd, sem sýnd verður í kvöld og næstu kvöld í Nýja Bio. Blaða mönnum var boöið að sjá þessa mynd fyrir skömmu og þótti myndin mjög góð. — Skipafregn: Botnia kom frá útlöndum á fimtudagsmorgun. Meðal farþega: Elin Sveinsson biskupsfrú, Mattbías Þórðarson þjóðmenjav. með konu og börn, Gunnar Hafstein banka- stjóri frá Færeyjum, Magnús Th. Blön- dahl kaupm. o. fl. Til góðra vina. Haustið hefir flutt sig til Reykja- víkur fyrir nokkru, og Tombólurn- ar komu um sama leytið. í dag heldur veturinn innreið sína í bæinn, og félögin keppast hvort við annað um að safna fé í sjóðina, sem allir eru þurfandi. A morgun halda Templarar Tombólu í Good-Templ- arhúsinu frá kl. 3 e. h. og síðar fram eftir kvöldinu. Ágóðinn af henni á á að ganga til þess að höggva skarð í skuldina, sem félagið komst í fyrir atkvæðagreiðslu kjós- enda um bannmálið 1908. Sú skuld var upphaflega 15000 kr. svo mikið kostaði það að vaða snjóinn hér á landi, áður en barist væri til sigurs fyrir bannmálinu. Nú eru liðugar 8000 kr. eftir óborgaðar af þeirri skuld. Templarreglan þóttist hafa varið þessu fé til almannaheilla,. fremur en í sinar þarfir og leitaði alþingis síðastliðið sumar, og bað um 2000 kr. 1915. en þingið, sem hefir styrkt Regluna vel og lengi, gat ekki orðið við beiðninni. Þess vegna heitum við á hurðir Reykvíkinga á morgun og vonum að þeir sýni okkur samhug eins og þeir hafa gert margsinnis áður. Skuld- ina verður Reglan að borga áður en langt um líður, og það þess fremur,. sem fyrir henni standa í ábyrgð 60—70 manns, sem flestir eru lítt aflögu færir. Templarreglan hefir haft meira hugsjónastarf fyrir hönd- um, en venjulegt er, og alt hefir það verið unnið fyrir almenna heill. Félagsfólkið hefir ekki verið eigin^ gjarnt, og er það heldur ekki þann dag I dag. Það hefir lagt á sig ómak og stríð fyrir málefni, sem ekki bætti hag þess fremur en ann- ara, sem hvorki hreyfðu hönd eða fót. Templarreglan hefir viljað auka lánið og farsældina í landinu með- því að útrýma áfengum drykkjum, og það sýnist eiga skamt í land. Ef menn gera sér í hugarlund að þá leggist Reglan niður, og að hún sé orðin óþörf, þegar bannlögin eru alveg gengin í gildi, þá er það röng ímyndun. Þegar sú hugsjónin hefir fengið hold og blóð, þá bíða Reglunnar aðrar hugsjónir, sem snerta almanna heill, og hún verður að taka eitthvað af þeim upp, og gera þær að verkefni fyrir sig. Fyrir komulag Templarreglunnar er svo ágætt, að við sem lengi höfum stað- ið undir hvíta fánanum með rauða krossinum, álítum það óhugsandi, að hún geti dáið, eða jafnvel að eins sofnað. Svo heitum við á alla vini okkar í bænum, að koma og sýna okkur velvild þó það sé líklegast í þús- undasta skiftið, sem sumir þeirra gera það annaðhvort í orði eða verki. Rvík 25. okt. 1913. Indr. Einarsson. -------------------- Hannesar-styrkurinn. ' Styrkinn úr sjóði Hannesar Árna- sonar á að veita nú til fjögurra ára. Háskólaráðið ræður hver fær. Meðal umsækjenda höfum vér heyrt nefnda: Halldór Jónasson cand. phil., Vernharð Þorsteinsson, sem nú' er um það leyti að ljúka fullnaðar- prófi í »heimspeki« við Khafnarhá- kóla, Sigurð Norðdal magister og Ólaf Lárusson cand. juris. Prestsembætti veitt. Bjarnanesprestakall er veitt síra Þórði Oddgeirssyni samkv. kosningrr. safnaðarins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.