Ísafold - 17.12.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.12.1913, Blaðsíða 3
ISAFOLD 393 <HBBQLdl=IEl> Jófabazarsalan stendur nú sem hæst hjá Jóni Björnssyni & Co. fiankastræti 8. Fjölbreytt úrval fyrir yngri og eldri. Eins og fyrr bezt kaup á Vefnaðarvörum, Prjónavörum, Smávörum. Yeggalmanak fá viðskiftamenn meöan endast. <|=J[=J1=]r=]1-d|-|r=]> Víða er nú pottur brotinn en hjá oss er hann heill. Hvergi betra að kaupa allskonar LeirYöru, Glervöru, Postulín, Búsáhöld en í V e r z 1 u n Jóns Pórðarsonar. Pappírs- og ritfangaverzlun V. B. H. selur mikið af smekk/egum og ócfýrum Jótagjöfum. Islenzku póstkortin fallegu á 5 aura fást par i mestu úrvali. Verzlunin Björn Jirisfjánsson. Fríkirkjan i Hafnarflrði. Það er fátitt, að svo skamt sé á voru landi milli orða og verka, eins og reynst hefir í fnkirkjumálinu hafnfirzka. Fríkirkjusöfnuður er sett- ur á stofn í vor undirbúningslítið þó, og nokkurum mánuðum síðar stendur ýríkirkjan fullbiiin, »hátt yfir sveiu. — Kirkjan stendur uppi á hamri norðarlega í firðinum. Eru tilbúin þrep upp á hamarinn, hin mestu, er vér höfurn séð hér á landi. Kirkjan var vigð á sunnudaginn af frikirkjupresti þeirra Hafnfirðinga, sem þeir eiga sameiginlegan við Reykvíkinga, síra Olafi Olaýssyni. Þrátt fyrir versta veður þá um dag- inn var kirkjan troðfull að heita máttiyi er tekið var til, kl. i ^/a- Flutti prest- ur fyrst vigsluerindi snjalt og fór siðan fram venjuleg guðsþjónusta. Við vigsluna voru um 500 manns. En síðar um daginn hafði söfnuð- urinn inni veizlu mikla, með 80 boðsgestum, m. a. bæjarfulltrúum úr Hafnarfirði, og þar að auki nokkur- um Reykvíkingnm. Ur blaðamanna- hóp var þar ritstjóri ísafoldar. Bisk- up hafði verið boðinn, en varð að synja boðinu vegna lasleika. Samsætið stóð í barnaskóla kaup- staðarins. Voru þar fluttar margar ræður og minni drukkin. Þessir töluðu: síra Ólafur, síra Janus Jóns- son, sýslumaður og læknir þeirra Hafnfirðinga, Jóh. Reykdal, form. safnaðarnefndar, Sigfús Bergmann — allir í sambandi við fríkirkjuna og söfnuðinn. Loks talaði Ól. Björns- ritstjóri fyrir minni Hafnarfjarðar. Hin nýja fríkirkja i Hafnarfirði er 27X16 álnir og 26 fet frá gólfi til hvelnngarlofts, járnyarin öll, raflýst, hvítmáluð- að innan og öll hin snotr- asta, þótt lítið sé í borið. Sæti munu vera í kirkjunni fyrir 500 manns. - Orgel er fhenni, sem'Jóh. Reykdal hefir gefið. Organistinn er Friðrik Bjamason. Klukkan í kirk- junni er steypt hér á landi (hjá Vald. Poulsen járnstcypara) og kirkjunni gefin af kvenfólki safnaðarins. Kven- fólkið hefir og gefið kirkjunni messu- skrúða, hvítan og bláan að lit. Kirkjan stendur allra húsa fegurst i Hafnarfirði. Má þaðan sjá um allan bæinn og miklu víðar. Yfirsmiður kirkjunnar hefir verið Guðm. Einarsson tiésmiður, en upp- drátt hennar gert Davíð Kristjánsson trésmiður. í safnaðarstjórn eru: Jóh. Reyk- dal (form.), Egill Eyólfsson kaupm., Jón Þórðarson frá Hliði og Oddur ívarsson skósmiður. I söfnuðinum eru um 400 manns. Eru það aðallega iðnaðarmenn og verkamann, nokkurir verzlunarmenn og einstaka kaupmenn. Deilum nokkurum innanbæjar hefir fríkirk]umálið valdið, en þó eigi ofsa- fengnum, nema meðal örfárra manna. Þjóðkirkjumenn eru einnig í þann veginn að reisa kirkjú úr steinsteypu. Má þá segja um Hafnarfjörð, að »það er annaðhvort of eða van«, 2 kirkjur í stað engrar. Mundi það með öllu óhugsandi fyrir báða söfnuði að notast við sama guðshúsið ? Og væri eigi þörf fyrir bæinn að hugsa einnig um ííkamans gæzlu, t. d. með því að reisa sér dálitla spítalaholuf r. í. Hvað skilur? Svo heitir grein ein, sem Jón Ól- afsson frá Kolfreyjustað ritar í þjóð- reisnarblað þeirra heimastjórnarmanna 12. des. 1913. í grein þessari er flest gamalt. Þar til tel eg það fyr- irheit, að menn þessir sé alráðnir í að samþykkja »uppkastið« 1908, hve nær sem Danir vilji við það standa, og fleira þar að liitandi. En í þess- ari grein er eitt allmerkilegt atriði, sem er alveg nýtt. Það er skifting Jóns Ólafssonar á sjálfslæðisflokkn- um. Hann skiftir honum í skýja- %lópa, og segir um þá, að »við þá menn eigum vér enga samsuðu«, og í aðra menn, sem hann segir um: »og þá ogossvirðistekkimikiðskilja*. Við þá vill hann eiga samsuðu. . Jón Ólafsson segist ekki vilja: vinna það fyrir vinskap manns að vikja af götu sannleikans. Þess vegna vil eg nú skora á hann að nafngreina þá sjálfsræðismenn, sem hann vill enga samsuðu eiga við og eigi síður hina, sem hann vill sjóða sig saman við. Vill hann ekki láta sannleikann koma í ljós um þetta ? Engar óvinsældir fær hann af því, þótt hann léti uppi hið sanna um þetta mál. Reykjavík 13. des. 1913. Bjarni Jónsson frá. Vogi. Rothe, skipstjóri á Valnum var á kon- ungsfundi skömmu eftir að Valurinn kom tii Khafnar, og áttu þeir kon- ungur og hann klukkustundarviðtal aðallega um fána-afrekið fræga, að því er danska stjómarblaðið Politiken segir. Fiskifél.-stöðurnar veittar Stjórn Fiskifélagsins átti fund með sér laugardaginn 13. þ. m. og veitti þá erindrekastarj félagsins innanlands hr. Matthíasi Ólaýssyni a!þm. Hauka- dal, en vélfrœðingsstörf félagsins Ólafi T. Sveinssyni vélfræðingi frá Flateyri — hvorttveggja frá 1. jan. næstk. Nýtt þingmenskuframboð. Símað er ísafold úr Vestmann- eyjum í gær, að þar sé nú Hjalti Jónsson skipstjóri staddur i þvi skyni að undirbúa þingmenskuframboð fyrir sig þar í Eyjum. Mun af þessum aðgerðum Hjalta mega ráða, að Jón Magnússon sé gerhættur að hugsa til þingmensku. Hjalti er stjórnarflokksmaður ein- dreginn. Óvíst enn hver i boði verður af Sjálfstæðismanna hálfu. Nýr Landsbankagæzlustj. Jón Ólafsson alþm. hefir sótt um lausn frá gæzlustjórastarfi Landsbank- ans og fengið. Á þriðjudag tók Jón Gunnarsson samábyrgðarst]óri, sem kosinn var gæzlustjóri í Efrideild í sumar, við þeim stórfum. Munið útsöluna i Austurstræti 1 Nýkomið Dömuklæðið frægn kr. 2.50. Einnig Dömukápur fóðraðar með skinni, nokkur stykki o. ff.. Ask. G. GunnlaMsson. itill agoli, Fljót skil. Melís höggvinn .... 0,25 a. pd. — óhöggvinn .... 0,23 - — Srausykur (Castor) bezti í borginni . , 0,23 - — Kandís, rauður .... 0,26 - — Hveiti nr. 1...... 0,12 - — Púðursykur...... 0,22 - — Kaffi Príma..... 0,90 - — — nr. 1...... 0,85 - - — nr. 2...... 0,80 - — Margaríne . . 0,60 og 0,55 - — Hvar eru þessi kostakjór fyrir jólin ? Hvergi — nema í Nýlenduvörudeild verzl. Edinborg. Eignin Sauöagerði í Reykjavík, nýbygt, stórt og vandað steinhús og nál. 10 dagsláttur af landi, veí ræktað tún og matjurtagarður, er til leigu frá 14. mai næstk. Lysthafeiidur snúi sér til konsúls Kristjáns Þorgrímssonar,. sem gefur ailar nauðsynlegar npplýsingar. Reykjavík, 16. desember 1913. Stjórn H/f Land. 21,550 viimingar og 8 verðlaun. Allir vinningar í peningum án nokkurrar gkerðingar. 1. flokks dráttur í hinu Danska rtkið ábyrgist að fjár- hæðirnar séu fyrir hendi. XY. danska Kolonial-Klasse Lotteri Iþegar Mnn 15.-16. jaiiúar 1914. ;|Stærsti vinningur i þessu lotterii er,?ef hepni fylgírj" |1,000,000 frankar i(ein miljón frankar) 1 1. flokki e. h. f. I í 2. flokki e. h. f. I í 3. flokki e. h. f. I i 4. flokki e. h. f. 100,000 fr. 100,000 fr. 100,000 fr. 100,000 fr. i peningum án nokkurrar skerðingar. í I. flokki kostar með burðargjaldi og dráttarskrá s/» hlutir kr. 22,60 ~9BI W Vs hluti kr. 11.40 jjSf- •/* h,uti kr- 5.80 Af þvi að eftirspurnin er mikil, ætti að senda|pantanir nú þegar." ESr Svar afgreitt skilvíslega þegar fjárhæðinger send.' W~ Nafn og heimili verður að^skrifalnákvæmlega og gréinilega. Jl +V. Endurnýjunargjald er hið sama fyrir alla"5;flokka, * rllil. en hækkar ekki úr einum flokki í annan. Rob. Th. Schröder, Köbenhavn. Nygade 7.^_ Stofnað 1870. Telegr.adr.: Schröderbank. Vinningafjárhœð: 5 milj. 175 þús. frankar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.