Ísafold - 24.12.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.12.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 401 ars af þvi, þegar svo stæði á, að þeir teldu sig ekki eiga neinn lík- legan afkomanda til að taka við jörð- inni eftir sinn dag, og þó ekki væri jafn augljós ástæða í vegi, þá er mjög hætt við að óvissan ein, um það, hver í raun og veru nyti verk- anna, er þeir ynnu á jörðinni, dragi lir framkvæmdum margra í þessu efni, með öðrum orðum: Sá hugs- unarháttur mundi ríkja hjá fjöldan- um, sem nú er all-almennur, að leggja sem minst fé í þau verk, er ekki gefa beinan og skjótan arð, þeg- ar þeir finna með sjálfum sér, að þeir verði að byggja á annara lóð, sem annaðhvort dauðinn eða rás viðburðanna geta svift þá eða þeirra afkomendur fyr en varir. Það er ef til vill þetta, sem veldur því að leiguliðar nú hýsa ver á ábúðarjörð- umsínumen sjálfseignarbændur. Sjálf- sagt þekkja flestir nóg dæmi, er sanna þetta. Kirkjujarðir, þjóðjarðir og yfir höfuð flestar leigujarðir virðast vera góð sönnunargögn þessu til stuðnings — sanna ótvírætt, að mínu áliti, að á þeim sé yfirleitt ver hýst en á sjálfseignarjörðunum. Það virðist ekki ólíklegt, að einn ávöxturinn af almennum eignarrétti landssjóðs yfir jarðeignum landsins yrði sá, að húsabæturnar yrði hæg- fara og lítil fyrirmynd. Eg get ekki betur séð, en að þessi fyrirhugaði leiguliðabúskapur gefi yfir- leitt fremur óglæsilegar vonir um framtíð landbúnaðarins. Að vísu heldur P. Z. því fram, að mér skilst, að bændum veitist léttara um fram- kvæmdír, þegar þeir hætta að leggja fé sitt í jarðakaup, því þá geti þeir varið þvi fé, sem til þess gengur nú hjá mörgum bændum, til framleiðslu á jörðunum o. s. frv. En eg hygg, að það mundi reynast nokkuð á ann- an veg. T. d. verður það ekki séð að leiglendingar safni fé á þessum dögum, er svari til þess, er óðals- bændur leggja í jarðakaup, þó ástæð- ur séu líkar hjá bvorumtveggju. Heldur er ekki að sjá, að þeir fram- kvæmi meira í jarðrækt eða húsa- bótum en hinir, Það er líka í raun og veru eðlilegt. Leiglendingur hef- ir áreiðanlega að jafnaði minni hvöt til að bæta þá jörð, sem hann á ekkert með, heldur en sjálfseignar- bóndinn. Eg ætla samt ekki að vé- fengja það, að ættar eða æfilöng á- búð mundi geta haft þau áhrif að leiglendingar ynnu meira á jörðum sínum en þeir gera nú með stuttri ábúð, en það yrði eins mikið að þakka breyttum hugsunarhætti eða framfaraþrá, sem altaf skapast smám- saman, eftir því sem tíminn líður. En þá, þegar svo væri komið, mundu óðálsbændur hafa eins mikil ráð til að jafnast á við leiglendinga í fram- takssemi engu síður en nú, jafnframt því sem þeir borga jarðir sínar. Alt virðist benda á það, að leigu- bændur fari fyrir alvöru að safna fé þegar þeir fá jörð keypta, safna jarðar- verðinu ekki fyrirfram. Þegar menn setja sér eitthvert markmið, er venju- legast, að þeir beiti meiri hagsýni og ráðdeild, að öðru jöfnu, í viðskiftum sinum bæði út á við og inn á við. Þeir fara þá að spara margt, sem þeim hefir ekki komið til hugar áð- ur, að vel mætti spara, og yfir höf- uð breyta þeir öllu sínu ráðlagi til bóta, til þess að geta betur náð markinu, sem þeir hafa sett sér. Og þannig hefir vafalaust margt óðalið myndast eða jörðin verið keypt. Þetta eru ekki blóðpeningar heldur sparipeningar atorkumannsins og ráð- deildarmannsins, en þeir peningar koma fram úr fylgsnum sparsem- innar þegar ráðdeildarmaðurinn kepp- ir að einhverju ákveðnu nytsemd- armarkmiði. Sumir kunna að gera litið úr því, að jarðakaup auki atorku og ráðdeild manna, en í mínum augum er þetta mikilsvert atriði. Það þarf enga af- burðaeftirtekt til þess að sjá það, að menn eins og færast í aukana þeg- ar þeir hafa fest kaup á jörð eða tekið lán til einhverra framkvæmda, og það væri beint að ráðast á og lama framkvæmdaþrek bænda að meira eða minna leyti, að taka frá þeim allar jarðeignir. Eitt af því sem, P. Z. telur ókost við núverandi óðalsstétt á jarðeignum er það, að jarðirnar skiftast við erfð, oft í marga parta. Til þess er því að svara, að svo hefir það gengið frá landnámstið, og eru þó jarðirnar yfirleitt í eignarheild þann dag í dag, þannig að þær komast í eigu eins manns bráðlega aftur, þó þeim hafi venð skift milli erfingja. Slík skift- ing er að eins bráðabirgðarástand, sem oftast gerir jöiðunum hvorki til né frá. Hitt getur oft verið miklu ískyggilegra, að sömu jörðinni sé skift milli margra ábúenda(leiguliða). Þó eg geti ekki verið herra P. Z. samdóma um sölu jarðeigna á landinu til landssjóðs, eins og hann hugsar sér þá sölu, þá er eg honum fylli- lega samdóma um það, að þörf sé á þvf að sporna við þeim ófögnuði. sem farinn er að tiðkast, að jarðir séu seldar út úr landinu, eða að hinir og þessir prangarar verzli með þær að eins til að græða á þeim. Slíkt er bæði skömm og skaði fyrir land- ið, og má ekki líðast ári lengur. En til þess að fyrirbyggja það, held eg betra að fara aðra leið en P. Z. stingur upp á. Það, sem mér hefir dottið í hug að gera mætti til að vernda jarðir og landsnytjar fyrir ásælni útlendinga og prangara, er í stuttu máli þetta, sem nú skal greina: 1. Að banna með lögum að jarð- ir og landsnytjar verði seldar út úr landinu. 2. Að engum manni sé leyft að eiga fleiri en eina jörð í einu. 3. Að enginn einstaklingur hafi rétt til að kaupa jörð, nema hann sé bóndi eða ætli að fara að búa sama ár og kaupin fara fram. Sé mönnum leyft að eiga að auki það í jörðu, sem þeir hafa hlotið að gjöf eða erfð. 4. Að ef enginn bóndi vill kaupa jörð, þá kaupir hreppurinn eða sýsl- an, sem jörðin liggur i, eða ef hrepp- urinn eða sýslan vill ekki kaupa jörðina, þá kaupir landssjóður hana, en þó mætti hreppurinn, sýslan eða landssjóður ekki eiga neina jörð lengur en þangað til að ábúandi henn- ar vill fá hana keypta. Með þessu eða líku fyrirkomulagi haldast jarðirnar í sjálfsábúð að svo miklu leyti, sem því verður við kom- ið, sem eg verð að álíta mikilsvert fyrir hag lands og þjóðar, og engum manni er ger óréttur með þessari tillögu. Útlendingar eiga enga heimt- ingu á að fá keyptar eignir hér á landi, eins og allir geta skilið. Líkt er að segja um alla aðra menn, sem ekki stunda landbúnað. Þeir hafa eng- an rétt á að eiga jarðir, og hafa oft- ast ekki annað með þær að gera en græða á þeim, annaðhvort á kostn- að jarðanna — ræna þær landsnytj- um — eða náungans. Eðlilegast er, að þeir, sem landbúnað stunda, eigi jarðirnar, en hitt] er óeðlilegt, að einn maður safni að sér heilum hóp af jörðum. Ef einhver er svo ve staddur, að hann hafi aflögu eitt eða fleiri jarðarverð, þá er réttara að íann ávaxti peninga sína á einhvern annan hátt. Oft getur það komið fyrir, að eng- inn bóndi vilji kaupa jörð, sem ekki verður komist hjá að selja. Þá eru engin önnur ráð fyrir höndum en að hið opinbera kaupi jörðina í bili, þangað tii kaupandi býðst. Það hef- ir þann kost á sér, að þegar svo stæði á mætti skifta stórum jörðum í tvo eða fleiri parta, ef það þætti hagfeldara, því að það liggur fyrir að gert verði, þegar fólkinu fjölgar í sveitunum í sambandi við bættar samgöngur og önnur stór-fyrirtæki. Það kann svo að virðast, sém ekki sé gott samræmi í því að mæla í móti jarðasölu i landssjóð, í fyrri- hluta ritgerðar þessarar, en mæla með henni í síðari hlutanum. En til þess er því að svara; að sú sala í lands- sjóð, sem eg geri ráð fyrir, er neyðar- úrræði, sem grípa verður til, til þess að sporna við öðru veira. En af þvi að jarðirnar verða eign landssjóðs að eins um stund, er varla að ótt- ast að eignarráð hans geti haft þau áhrif, sem hlytur að minni skoðun að verða, ef hann eignaðist allar jarðeignir landsins, bæði af þvi, að jarðirnar verða að eins örfáar, sem hann ræður yfir í einu, og þær kom- ast bráðlega í sjálfsábúð aftur. Að endingu óska eg, að hvorki þing eða þjóð leggi inn á þá braut að safna öllum jarðeignum í lands- sjóð, því þá fer að verða skamt til þess, að fleiri eignum sé þangað safn- að. Það gæti þá verið alveg eins rétt, að landið eignaðist öll iðnaðar- fyrirtæki, húseignir, sjávarútveg, o. s. frv. En það kann naumast góðri lukku að stýra, enn sem komið er. Jóh. Maqnússon. Alfred Russel Wallace er audaður 91 árs gamall — einhver mesti fræðimaður, sem England hefir alið, og jafningi þeirra Darwins og Spencers, ef eigi fremur. Blaðið Chr. Li fe tilfærir stutt viðtal, er hann skömmu fyrir andlát sitt átti við blaðamann einn. Wallace mælti á þassa leið um vin sinn Darwin : »Hann reiddist al- drei mótmælum, en kom á hann þeg ar eg sagði, að til væri kraftur i nátt úrunni auk hinna þektu hreyfilaga og hinna dásamlegu efnafræða (mechanical & chemical facts). I riti sínu »Des- cent of Man« (uppruni mannsins) reyn- ir Darwin með undraverðri kunnáttu að sanna, að eigi einungis sé líkami manna kominn af lægri tegundum dyra- ríkisins, heldur hafi sálin þróast á sama hátt eins og eik af fræi frá frumognum fyrstu vitundarsnefja. Þar skiftust leiðir okkar. Eg kenni að til bóu hlutir í sambandi við mannseðlið, er geti með engu móti hat'a þannig þróast, heldur hljóti þeir frum- partar að stafa frá æ ð r i s á 1. En ýmsir hafa þá svarað mór og sagt: þetta er ekki vísindi, þetta tal um yfirnáttúrlegt innstreymi. En eg segi aftur: Þór megið samanblanda eins lengi og þór viljið öllum þektum efn- um og þér skuluð ekkert líf framleiða, ekki einu sinni nokkurn líf grun. Þró- un, vöxtur gerir ráð fyrir svo fjöl- breyttum og furðulegum röðum af breytingum, eigi einnngis í s e 11 u n- u m, heldur og í frumögnum þeim, sem sellurnar innihalda, og í því, er ver nú nefnum e 1 e c t r ó n u r, að vór getum eigi hugsað oss, að slíku megi valda nokkur efnablöndun eða hreyfi- kraftar. Hvaðan mundi stafa sá kraft- ur, eða það 1 e i ð a n d i afl, sem lætur þá hluti tileinka sór svo flókið f o r m eins og lifandi vera hefir? Sú ályktun, sem eg hefi komist til að er, að materíu- tiigátan só óhugsandi. Því lengra, sem vór komumst, því meira, sem vór fræð umst, því leyndardómsfyilri verða oss allir hlutir, og þess meira finst oss að oss vauti að vita. Lítum á hvernig nú stendur á viðvíkjandi hugmyndum vorum um a t ó m i n (frumlurnar) og eðli og ásigkomulag efnisins eða mat- eríunnar, og berum saman skoðanir vorar nú og skoðanir vorar fyrir eigi mörgum árum«. M. J. Mimiiugarorð. Eg hafði hugsað mér að skrifa nokkur minningarorð um Regínu sál. frændkonu mína og mágkonu, en sökum þess að mig skorti ýmsar upplýsingar um hina látnu ágætis- konu, hafði það farist fyrir um sinn. En nú befir maður hennar orðið fyrri til og skrifað æfiminningu þá, er hér fer á eftir, og finst mér eg hafi þar engu við að bæta, en vil þó láta það um mælt, að Regína heitin var eitihver mesti og bezti kvenkostur, er eg hefi kynst, ástrík, umhyggjusöm og vönduð gæðakona. Reykjavík, 14. des. 1913. Jónas H. Jónsson. Hinn 11. þ. m. andaðist að heimili sinu hér i horg hnsfrú Regína, Sigríður Ind- riðadóttir FridriJcsson. Regína sál. var fædd 14 júlí 1858 á Marbæli t Óslands- hlið á Höfðaströnd í Skagafirði á íslandi. Foreldrar hennar vorn heiðurshjónin,bænda- öldungurinn lndriði Jónsson, sem enn býr búi sinu á eignarjörð sinni Ytri-Ey i Húnavatnssýslu, 82 ára, og kona hans, Súsanna Jóhannsdóttir, dáin 1874, mesta sóma- og myndarkona í hvivetna. Regína sál. ólst upp i föðurgarði til 20 ára ald- urs, en þá fór hún í vinnumensku i nokk- ur ár. Arið 1885 fór hún aftur heim til föður sins og tókst þá á hendur ráðskonn- störf fyrir hann til ársins 1889, að hún fluttist til Vesturheims ásamt systur sinni, Mrs. Rósu Gislason, nú i Grafton, N.-D. Aður voru flutt hingað tvö systkini henn- ar, Mrs. MetoDÍa Erlendsson, hér í borg, og bróðir þeirra Inlriði, dáinn 1904 hér i Winnipeg. í það skifti dvaldi Regina sál. hér i borginni 4 ár, þá í Duluth 3 ár og fiuttist þaðan til Gd&ucester í Mass. til Indriða sál. bróður sins, sem þar var þá heimilisfastur. Vorið 1897 fluttist hún svo þaðan heim til ^slands og fór þá enn sem ráðskona til föður sins, og dvaldi hjá honum til ársins 1900. Árið 1897 kyntist Regína sái. Guðjóni Sólberg Friðrikssyni frá Haukadal i Dýra- firði, er þá var og staddur í Gioucester, og urðu þau það ár samferða heim til xslands og trúlofuðust árið eftir 4. sept., en giftust 8. júli árið 1900 og dvöldu þá 4 ár i Haukadal og i Ólafsvík 2 ár, síð- an i Reykjavík til 1911 að þau Huttust hingað til Winnipeg og hafa dvalið hér siðan. Regina sál. var fríðleikskona, hvar sem á hana var litið, tiguleg og kurteis i allri framkomu, og elskuð og virt af öllum, sem henni kyntust, og það að verðleikum, því hún hafði alla þá kosti, sem konu geta prýtt, aðlaðandi viðmót, hjálpfýsi við alla, sem hún vissi að voru hjálparþurfi, hreinhjörtnð og tállaus, og trúkona mikil alla æfi. Mun hún hafa komist næst þvi, eftir þvi sem mannlegnm er hægt að upp- fylla þessi orð: »Elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan þig*. Hvað likamlega hæfileika snerti var hÚD enginn eftirbátur, því hún lagði gjörva hönd á flest, sem kvenfólk tíðkar í þeim efnum, en sérstaklega var henni sýnt nm útsaum og hekl, og liggur eftir hana töluvert bæói heima á Fróni og hér. Regína sál. var fremur heilsutæp alla æfi, iá þó sjaldan rúmföst, jafnvel þó hún þyrfti, þvi viljaþrek og skyldurækni að standa í stöðu sinni, bægði henni frá þvi. Sérstaklega var það hin síðnstu ár, sem hún þjáðist mikið af liðagigt, sem hún gat enga bót fengið á. En svo seint á vetri 1911 fann hún fyrst til sjúkdóms þess, er nú varð henni að bana, sem var krabbamein. Allan þenna sjúkdóm bar Regína sál. með svo framúrskarandi þolin- mæði og umburðarlyndi, að fá dæmi munu til vera, og sofnaði að síðustu i fullri trú um eilifa sælu annars heims. Hennar er sárt saknað af öllum, er hana þektu, en þó sárast af eiginmanni hennar og skyldfólki. Friðnr guðs hvili yfir moldum hennar. Winnipeg, 26. okt. 1913. Guðjón S. FriðriJcsson. ReykjaYíknr-annáll. Leikhúsið. Annan dag jóla hleypur Lénharður af stokkunum hjú Leikfélagi Reykjavikur. Er eftirvænting hin mesta hjá bæjarbúum. Fóstbræðrasöngur. Annan jóladag kl. 6 ætla þeir fjórmenningarnir: bræS- urnir Jón og Pótur Halldórssynir, Ein- ar IndriSison og Viggó Björnsson að syngja í Bárubúð. Það er nú orðið langt siðan að þeir hafa látið til sín heyra. Raddmenn eru þeir ágætir, allir fjórir og lögin, sem á söngskránni eru, smekklega valin. Skipafregn: V e s t a kom loks af Vestfjörðum á mánudag, og fór aftur héðan i fyrra kvöld til útlanda. Meðal farþega voru Brynjólfur Þorláksson (áleiðis til Vesturheims) og Richard Thors kaupm. H ó 1 a r komu frá Danmörku í fyrra- dag. Frú Kristín Benediktsdóttir var ein farþega. Hólar fara aftur í fyrra- málið. Veðrátta. í gær breytti um veður. I stað hlákunnar mestallan mánuðinn er nú komið frost og kólga. ísafold 1914. Nýir kaupendur að næsta árgangi ísafoldar (1914) fá í kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði ár- gangsins (4 kr.) 3 neðantaldar bækur: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Björns heit. Jónssonar. Auk þess fá nýir kaupendur blað- ið ókeypis til njárs frá þeim degi sem þeir borga árganginn. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða i burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitia kaupbætisins í afgreiðslunni. A11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismej’T blað Iandsins, pað hlaðið, sem c.± ... hœpt án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með í því, er gerist utan- lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmentum og listum. Talsími 48. Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið i frí- merkjum. ÍSAF0LD er blaða bezt. ÍSAF0LD er fréttaflest. ÍSAF0LD er lesin mest. Krystal Lampeglas med hosstaaende Mærke ere dobbelthærdede og derfor de mest holdbare. H. V. Christensen & Co. Lampefabrik. 3 Köbenhavn N. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 i kvöldin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.