Ísafold - 10.01.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.01.1914, Blaðsíða 1
g ......b 1 Kemnr út tvisvar | i í viku. Verð árg. 1 V 4 kr.. er’endis 5 kr. 1 ; eða l^doilar; borg- fi ist fyrir miðjan júlí | 1 evlendis fyrirfram. i Lausasala 5 a. eint. " ísafoldarprentsmiðja. HÍtstjÓTÍ: ÓI»fur Bjð?/»s@on. Talsími 48. XLI. árg. Reykjavík, laugardaginn 10. jan. 1914. 3 tölublað Hér með eru þeir, sem eiga ógreidd árgjöld til veðdeildar Landsbankans, ei féliu i gjalddaga 1. októbermán. síðastliðinn, ámintir um að greiða þau ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Stjórn Landsbankans Erlendar símiregnir Hllll London 7. jan. kl. 4 síðd. Sú Jreqn qenqur nú um Norðuráljn að Tyrkir o% Búlgarar muni segja Grikkjum stríð á hendur með vorinu. London 8. jan. kl. yx/a siðd. Englandshanki hefir i dag lakkað jorvoxlu sína niður i 4l/2 aj hundraði. I. O. O F. 951169. AlþýðuféLbókasafn Templaras. 8 kl. 7— Augnlæbmns: ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. ? ~3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 19—8 og ► -7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Austurstr.22 fstd i • -8 Islandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 iöd. Alm. fundir fid. og sd. 8albdk Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helj Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6'/t. Bankastj. ’.2'2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8, Útlán 1—8. Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá » 3 -2 Landsfébirbir 10—2 og 5—6. * Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 3'J 2 Landssimihn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—32 og 4—7. Lækning ókeypis'Ansturstr. 22 þd.ogfsd.12 1 Báttúrugripasafnib opiö l1/*—21/* á nunt Sam&byrgb Islands 10—12 og 4—6. StjórnHrráðsskrifstofurnar opnar 10—4 da&l. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglsngt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2 8 Vifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12- 2 Nýja BI6 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Heimför Odysseifs Eftir Odysseifskviöu Homers. Skemtileg og lærdómsrík mynd. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisverði eru Bostanjoclo cigarettur seldat í tóbaksverzlun R. P. Lt#ví. Verðið er langt fyrir neð- an það, sem áður hefir þekst. Magnús Th. 8. BlöDdahl. Skrifstofa og sýnishornasafn. Lækjargata 6 B (uppi). Selur að eins kaupmönnum og kaupfélögum. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr. 3. eru áreiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykir ekki annað upp frá þvi. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást í Levís tóbaksverzlunum. Sigfús Blöndahl Rödiugsmarkt 57, Hamburglll. Inn- & útflutnlngsverzlun. Umboðsverzlun. fAllar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Slmnefni: Blöndahl. — Hamburg. Island 1 blöðum Dana. Isajold lítur svo á, að það sé mjög mikilsvert fyrir oss að vita með ná- kvæmni hvað sagt er um mál vor hjá sambandsþjóð vorri, Dönum. — Fyrir þvi munum vér halda upp- teknum hætti, að flytja lesendum vorum ummæli danskra blaða um íslenzk mál, eftir því sem rúm leyfir. Heilmikil syrpa hefir Isafold bor- ist nú, eins og fyrri daginn, af dönskum blaðaúrklippum um mál vor, einkum fánamálið. Sumt af þvi, sem ritað er í dönsku blöðin, bendir til þess, að ýmsir Danir séu farnir að átta sig á vor- um málum, séu farnir að finna til þess, að prússneskt ofbeldi samir sér eigi. Um það bera vott, eigi sizt, greinar þeirra: Valdemars Rördam skálds og Aage Westenholz liðsfor- ingja, þær er skýrt er frá hér. Það blaðið danska, er mest virð- ist láta sig skifta islenzk mál um þess- ar mundir, er Khafnarblaðið Hoved- staden. Nýlega roru einu blaðinu hér símuð ummæii Bluhme flotafor- ingja í því blaði um fána vorn í sambandi við griska fánann. Isajold hefir borist eintak af þessu blaði frá 29. des., þar sem Bluhme minnist á gríska fánann. Farast honum orð á þessa leið: Ummæli Bluhme: »Ef þjóðfána Grikkja hefir eigi verið breytt á síðustu árum, virðist óskiljanlegt, að ísland megi eigi nota bláan dúk með hvítum krossi að sérfána. Þetta merki, sem fer svo vel á við hliðina á krossfánum hinna Norðurlandaríkjanna. Aður minsta kosti var það svo, að gríski fáninn var blá- og hvít- röndóttur og konungsfáninn einn blár dúkur með litlum hvítum krossi í miðju. En konungsfáni er eigi annað en skipunarmerki, en þjóðfán- inn er sýndur á aftara siglutrénu. Milli þessa griska konungsfána og íslenzka fánans er minsta kosti eins mikill munur og milli dannebrogs- fánans og svissneska fánans. Suðurjótar og ísland. Helzta blað Suðurjóta, Flenshorg Avis, fer þessum orðum um viðskifti Danmerkur og íslands — og mun tnargan furða á: »Afskifti Datimerkur af Islandi á síðari árum eiga ekkert skylt við ranglæti. Dönsk stjórn er yfirleitt ekki til á íslandi. Ef Prússar veittu oss það sjálfstæði, sem Danir unna íslendingum — hugsuain ein mundi stúta hverjum Prússa. Það sem nú er rætt í Danmörku og skoðanir eru skiftar um, er, hvern- ig Danir eigi að haga sér gagnvart óseðjanleik íslendinga, svo að eigi hljótist af virðingartjón. Danir ættu að bíða áíekta með ró og festu. Þegar tíminn er kominn, eiga Danir síðan að heimta þjóðar- atkvæði um sambandið með þeim skilmálum, er þeir setja — fyrir framhaldssambandi. Konungssam- bandi mun engum Dana geðjast að. Það mundi fremur vera Danmörku til tjóns, af því að staða konungs verður erfiðari. — Menn á íslandi ættu að láta sér skiljast, að samband í orði er engisnýtt. En vér vonum, að þræðir þeir, sem nú eru hálf- slitnir, grói saman af nýju — í skjóli gagnkvæms trausts*. Skilnaður eða samband. Það eru tveir Danir, er kastað hafa þessari spurningu fram í danska blað- inu »Hovedstaden«. Þessir tveir menn eru: skáldið Faldemar Rördam og landvarnarfrömuðurDanaeinhverhinn mesti Aage Westenholz, stórefn- aður maður, er lagt hefir auð fjár úr eigin vasa til þess að efla og styrkja landvarnir Danmerkur, Valdemar Rö’rdam ritar svo í blað- ið Hovedstaden þ. 20. des. »Þann dag, sem íslendingar láta í ljósi þá ósk að fá fullkomna sjálf- stjórn — einnig ríkislega (ogsaa stats- ligt) — verðum vér að verða við þeirri ósk . . .« Og hann heldur áfram: »Vér Danir verðun að vinda að því bráðan bug að fá að vita með þjóðaratkvæði, hvort íslendingar óska að vera f ríkissambandi við Dani eða eða ekki. Vér verðum í þessu efni að krefjast ®/4 atkvæða* Hann gerir ráð fyrir, að svarið kunni að verða á þá leið, að íslendr ingar vilji vera í sambandi áfram við Dani. Hann vill því láta setja skil- yrði á þessa leið: Á íslandi þarf að vera varakonungur eða jarl, sem hefir leyfi til að mæta á alþiugi, frestunarvald og leyfi til að skýra frá islenzkum málum í ríkisráðinu jafnhliða íslandsráðherra. Fæðingjaréttur á að vera sameig- inlegur. íslendingar eiga að taka þátt i sameiginlegum hervörnum. Danir eiga að hjálpa íslendingum til að notfæra sér auðsuppsprettur lands- ins. Rikisheildina á dannehrogsjáninn að merkja. En þjóðernissjálfstæði íslands verður sýnt í sérfána. Nafn íslands verður tekið upp í konungs- titilinn. Skjaldarmerki þess í rikis- merkið. Öll deiluatriði um sérmál og sameiginleg mál skulu útkljáð af konungi í rikisráðinu — eftir að ríkisþing og alþingi hafa látið í ljós sína skoðun o. s. frv. En ej Islendmgar óska skilnað! Þá vill höf. láta ganga frá honum með lögum, er alþingi og ríkisþing- ið samþykkir og konungur staðfestir með undirskrift Islandsráðherrans og yfirráðherrans. Höf. hefir eigi mikla trú á, að sú niðurstaða yrði oss til heilla. Hann hyggur, að vér mundum lenda í klóm Þjóðverja, Breta eða Banda- ríkjamanna og sjálfstæði voru lokið með öllu. Telur hann það vera sið- ferðisskyldu Dana að benda íslend- ingum á þessi hugsanlegu endalok, en að láta þá ráða að öðru leyti. Gömnl trú og andlegt líf á vorum tímum. Erindi fiutt á prestafundi f haust. Eftir Thv. Klaveness. IV. Frh. Eg geri ráð fyrir svohljóðandi mót- báru: Fagnaðarerindið eigum vér hreint og ómengað í heilagri ritningu. Þar eigum vér að leita þess í hjart- ans einlægni. Vér þurfum engrar guðfræði annarar en þeirrar, sem með trúmensku og vaímngalaust útleggur ritninguna fyrir oss. Nýtízku vis- inda gerist hér engin þörf. Gagnstætt þessu verð eg að fylgja því fram, að einmitt vegna ritning- arinnar sé alveg sérstök þörf á nýrri guðfræði. Skoðun gömlu lærifeðr- anna á ritningunni, er svo gersam- lega hruninn til grunna, að þar stend- ur ekki lengur steinn yfir steini. Og menn hafa enn ekki komið sér upp neinni nýrri skoðun á þeim efn- um, er komið geti í stað hinnar. Hér er því alt i óvissu og fálmi. Þetta er hættulegt fyrir kirkjuna og á því verður að ráða bót. En bót verður ekki á því ráðin án aðstoðar guðfræðinnar. Það er »gömul trúc, að guð hafi blásið rithöfundum ritningarinnar í brjóst bæði efni og orðalagi ritanna. Hvert orð í þessari bók sé því ritað eftir forsögn guðs og því sé það lika óskeikult. Að síðustu skulum vér tilfæra nokkur af ummælum landvarnapost- ulans Westenholz. Benda þau ásamt orðum Rördams á, að hjá ýmsum mætum mönnum í Danmörku sé ný skoðun á dansk-íslenzku viðskift- unum að ryðja sér rúms. Greinarhöf. segir, að Danir megi eigi láta kvartanir íslendinga um kúgun eins og vind um eyrun þjóta, og heldur svo áfram : »Vér, sem höldum fram, að hver þjóð eigi að ráða sér sjálf, höfum eigi ráð á því að iáta skoða oss i Norðurálfunni Prússa i smáum stfl. Það situr illa á smáþjóð að láta það á sannast, að hún beiti valdi í stað réttlætis. Vér verðum að jylgja sömu meginreglu qaqnvart Islendingum, eins og vir höldum jram í Suðuv-Jótlandi: Hver pjóð á að ráða sér sjálj*. í næsta blaði mun svo skýrt frá hinu »nýjasta nýjac, er Berlín hefir fram að flytja, oss til hnjóðs og óþurftar, og sömuleiðis sagt frá fleiri ummælum dönskum. (Nl.) Heimspekisstyrkuriim. Sigurður Nordal magister hefir að þessu sinni hlotið Hannesar Árna- sonar styrkinn, 2000 kr. árlega um 4 ár. Meðal þeirra, er um styrkinn sóttu, voru Halldór Jónasson, cand. frá Eiðum, Vernharður Þorsteinsson cand., sem nú er að því kominn að ljúka fagurfræðisprófi við Khafnar- háskólann og Ólafur Lárusson cand. juris. Það var háskólaráðið, sem veitti þennan styrk. Gerum ráð fyrir, að þessi »gamla trú«, sé á rökum bygð. Mundi nýrrar guðfræði síður þörf fyrir það? Fjarri fer því. Eins og ritningin er nú einu sinni á sig komin, verður sízt sagt, að fagnaðarerindið sé þar fyrir hendi þannig, að menn geti gengið rakleiðis að því þar og tekið það fram. Ritningin þarf útlistunar, til þess að menn fái komið auga á fagnaðarer- indið, sem hún hefir að flytja. Þótt ritningin sjálf væri i alla staði óskeik- ul, — þá hefir óskeikul útlistun henn- ar aldrei verið til. Útlistunin heimt- ar af oss að vér vinnum sjálfir. Og sú vinna hlýtur að vera vísindalegs eðlis. Fyrst verður að spyrja um hvað sé réttur texti. Þá hvað sé rétt þýðing textans. Því næst hvernig ritin séu sögulega til komin, af hvaða ástæðum og í hvaða tilgangi. Loks verður að skoða efni ritanna í réttu sambandi. Að vinna með þessum hætti, er að vinna vísindalega. Og þau vísindi, sem hér eiga að vera að verki, hljóta að veia »nýtizkulegc, þ. e. þau verða að viðhafa cll rann- sóknartæki nútímavísindanna og nota aðferð þeirra í öllu starfi sínu. Ást til sannleikans og lotning fyrir hon- um, er eitt af því, sem vísindi vorra tíma hafa sérstaklega gróðursett hjá mönnutium, og ef til vill á hærra stigi en nokkuru sinni áður. Þessi ást til sannleikans knýr oss til þess að gera oss alt far um að komast |að hinni réttu og sönnu hugsun, án til- lits til þess, hvort hún getur samrýmst trúarkenningum vorum eða fer í bág %

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.