Ísafold - 10.01.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.01.1914, Blaðsíða 3
ISAFO LD 11 Orðsending frá verzlun B. H. Bjarnason. Sökum atvinnuleysis almennings og þarafleiðandi peningavandræða, seljum vér allar vörur vorar, á meðan svo á stendur, með hinn lága, þekta jólaverði voru, t. d. kaffl, á 78 a. pd., sykur frá 25. a. pd., hveiti frá 13 a. pd. og alt annað þessu Iíkt. Til útlanda fóru n/lega (á botn vörpungnum A p r f 1) kaupmennirnir : Jón Björnsson, Tómas Jónsson, Jensen- Bjerg, Carl Ólsen, ennfremur Björn Ólafsson skipstj. með 8 manns til að sækja Maí hinn n/ja botnvörpung íslandBfólagsins, Bjarni Bjarnason klæð skeri o. fl. Þingræði. Björn Kristjánsson banka stjóri flutti i gærkveldi í Stúdentafó laginu erindi um: þingræði. Nokkrar umræður urðu á eftir. Jarðyrkjumaður. BúnaOarsamband Kjalarnessþings vill ráða mann til jarðyrkjustarfa og búnaðarleiðbeiningarásambandssvæð- inu, er leggi sér til 3 góða dráttar- hesta, aktýgi á þá og taugar, og helzt einnig hallamæli. — Búast má við vinnu 4 mánaða tíma. — Geta verður um hvers mánaðarkaups er krafist. — Skrifa til eða semja við undirritaðan form. sambandsins fyrir miðjan apríl næstk. Grafarholti, 8. jan. 1914. Björn Bjarnarson. Hérmeð tilkynnist, að móðir okkar, Guð- rún Jónsdóttir, andaðist ij Landakotsspitala föstudaginn 2. janúar s. 1. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 13. þ. m. frá heimili hinnar látnu, Laugaveg 27. — Húskveðjan byrjar kl. II1/, f- h. Börn hinnar látnu. S vartur hundur (Skuggi) hefir tapast. Skilist í Bergstaðastræti 9, til Eggerts Jónssonar. I haust var mér undirrituðum dregið hölsuflekkótt hrútlamb með mínu marki, sem er boðbildur aftan bæði. Lamb þetta á eg ekki. Get- ur því réttur eigandi vitjað andvirðis þess til mín og samið við mig um markið. Miðfelli í Hrunamannahreppi, 27. des. 1913. Ogmundur Jónsson. Hjartanlega þakka eg öllum þeím fjær og nær, sem hafa sýnt mér og börnum mínum hluttekningu í sorg okkar við frá- fall mannsins míns elskulegs, Ólafs Magn- ússonar. Reykjavik, 9. janúar J9I4. Helga Magnúsdóttir, frá ísafirði. 1 !!• iviiuar Dcziu nmii■ ingjuóskir um gleðilegt nýár flyt Það tilkynnist hér með vinum og vanda- mönnum, að fyrverandi skólastjóri Jón Jón- asson frá Hafnarfirði, andaðist á heilsu- hælinu á Vífilsstöðum þann 5. þ. mán. —• Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 12. jan- úar kl. Il'/a f. m. , glöddu mig á umliðnu ári, og bið guð að minnast þeirra þegar þeim kemur það bezt. Jóhanna Gndmundsdóttir, Vesturgötu 35. Hafnarfirði 7. jan. 1914. Valgerður Jensdóttir. Grasfræsala Eftir ráðstöfun Búnaðarfélags ís- lands hefi eg á hendi grasfræsölu nú í vor. Æskilegt væri að þeir, sem vilja fá hjá mér grasfræ að mun, sendi mér pöntun sína sem fyrst. Einar Helgason, garðyrkjumaður. Vátryggið fyrir tldavoöa í Genes'&l. Stofnsett 1885. — Varnarþing í Reykjavik. 8ig. Thoroddseu. Simi 227. Umboðsmenn óskast. Pað filRynnisf fiér með fieiéruðum viðsfiiffavinum, að vár fiœffum að seífa sfainoliu á Brúsum, þegar Jrá 1. Januar þeyar ver föfium við steinoííuverzlun- inni. %3teyfijavifi“ 31. ðesör. 1913. Hið íslenzka steinolíuhiutafélag. Þeir sem kynnu að eiga inni hjá „Det danske Petroieums- Aktieselskab, Isiand-Afdeling- en“ eru vinsamlega beðnir að senda reikninga sina til fram- kvæmdastjóra Holger Debeil innan 15 þ m. Reykjavík, 2. jan. 1914. Island-Áfdelingen. 1. kjördeild: jón Þorláksson bæjarfulltrúi. Laufey Vilhjálmsdóttir kenslukona. Kr. Linnet yfirdómslögmaður. 2. kjördeild: Sveinn Björnsson bæjarfulltrúi. Ingibjörg Sigurðardóttir kenslukona. Jörundur Brynjúlfsson kennari. 3. kjördeild: Hannes Hafliðason bæjarfulltrúi. Helga Torfason frú. Magnús Sigurðsson yfirdómslögm. 4. kjördeild: Arinbjörn Sveinbjarnarson bæjarfulltr. Guðm. Ólafsson yfirdómslögm. Ingibjörg Brands kenslukona. 5. kjördeild: Kristján Þorgrímsson bæjarfulltrúi. Ólafur Lárusson yfirdómslögm. Ragna Stephensen kenslukona. 6. kjördeild: Þorvarður Þorvarðarson bæjarfulltr. Guðm. Sveinbjörnsson cand. jur. Steinunn Bjartmarsdóttir. Fisksalan til Englands. S n o r r i goSi, seldi n/lega afla sinn á nærri 11.500 kr. Eggert Ólafsson fyrir 24.600 kr. Er það hæsta verð er sögur fara af fyrir afla. Talsvert af saltfiski var í honnm. Goodtemplarareglan er nú þrítug. Þessa afmælis ætlar Reglan að minnast á morgun, með því að beiðra minning Björns Jónssonar, þann veg, að ganga í skrúðgöngu suður í kirkj ugarð kl. 1O1/^ árd. og leggja blómsveig á leiði hans. Hafnargerðin. Nú fer að síga að því, að byrjað verði á Battaríisgarðin um. Eftir helgina verður gengið að því að fullgera járnbrautina frá Öskju- hlíð niður að Battaríi. Messur: í dómkirkjunni kl. 12 síra Bjarni Jóiisson, kl. 5 síra Jóh. Þorkelss. í fríkirkjunni kl. 12 sr. Ól. Ó). »Póstskipið« Marz, sem annars er óbreyttur botnvörpungur, kom hingað i fyrrakvöld með erlendan póst, og var aufúsugestur. Það væri vel, að póststjórnin reyndi að gera almenna samninga við botnvörpungana urn póst flutning. steypa handa sér nýja mynt bæði úr gömlu myntinni og þeim málmi, sem hann vinnur úr fjallinu. Með þessum hætti tekst að varðveita sam- bandið milli fagnaðarerindisins og hins andlega lifs á hverju tímabili, svo breytilegt sem það þó er. V. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir mótbárum gegn þeirri skoðun á málinu, sem hér hefir verið fylgt fram. Menn munu segja: Þú ofur- selur fagnaðarerindið guðfræðinni. Eftir þessu verður það alt komið undir hinum guðfræðilegu vísindum, sem á þeim og þeim tíma eru í mestu gengi, hvaða fagnaðarer- indi er haldið að kristnum söfnuði honum til líísviðurhalds. En reynsl- an sýnir, að það getur orðið magur kostur og jafnvel lítt meltandi, sem þá er á boðstólum. Kirkjan verður þvi að setja þeirri guðfræði ákveðin takmörk, sem hún á að geta viður- kent og leyft innan vébanda sinna. Og kirkjan verður að snúa baki við þeirri guðfræði, er fer útfyrir þessi takmörk. Mér dylst nú engan veginn, að hér er við erfiðleika að stríða. Þegar líkt stendur á og nú, að öll guð- fræði er í leysingu, þar sem jafn- vel það er gert að ágreiningsmáli, er áður var álitið óhagganlegt, og bæði einstaklings-sannfæring og ein- staklings-skoðanir fá að vaða uppi tálmanalaust, er aldrei loku fyrir það skotið, að einhvers staðar heyrist afskræmdur fagnaðarerindis-boðskap- ur, ef ekki bein afneitun fagnaðar- erindis Jesú Krists. Og þár fæ eg ekki betur séð en að hvort heldur er söfn- uðurinn í heild sinni eða minni hluti innan safnaðarins eða einstakir safn- aðarlimir eigi að geta losnað við prest, sem hneykslar þá með pré- dikun sinni. En jafnframt þessu verð eg að taka það skýrt fram, að þar sem svo stendur á, er bæði söfnuðinum og einhverjum minnihluta innan hans eða einstökum safnaðarlimum skylt að láta umburðarlyndið i té. Það tjón sem hlotist getur af ófull- kominni eða jafnvel rangri fagnaðar- erindisboðun, fær ekki komist í hálf- kvisti við það tjón, er af þvi mun hljótast, að frjáls rannsókn er gerí útlæg úr kirkjunni. Rannsóknarfrelsi er krafa, sem elskan til sannleikans ber fram. Vorir tímar eru sérstak- lega næmir fyrir þeirri kröfu. Vís- indaleg santileikselska er einmitt einn af höfuðdráttum hins andlega lífs þeirra. Fyrir því heimta þeir rann- sóknarfrelsi háværar en nokk- uru sinni áður hefir heyrst. En þess vegna getur kirkjan ekki heldur bund- ið hinar guðfraáðilegu rannsóknir við úrslit eldri tíma, án þess að hrinda bömum nálægs tíma frá sér og kippa fótunum undan sjálfri sér. Hið and- lega líf á vorum tímum lítur á hverja slíka tilraun svo sem vott veikrar trúar og veiklaðrar áannleikselsku. Við 'það verður gilið, sem er á milli »gömlu trúarjnnar* og »andlega lífs- ins á vorum tímíum« að hyldýpis- gjá, er gerir tímans börnum ókleyft að nálgast fagnaðarerindið. Enginn láti það glepja sér sýn, að fjöldi trúhneigðra manna sam- sinnir því, að kirkjan setji frelsi guð- fræðinnar takmörk, og meira að segja heimtar það. Þegar kirkjan vaknaði af svefui skynsemistrúar- tímabilsins, þá vaknaði hún fremur til afturhalds en framsóknar. Þess vegna hefir allmarga af trúhneigðum mönnum kirkju vorrar dagað uppi menningarlega. Tillit verður kirkj- an að takaj til þessara manna. Henni er skylt að umbera í kær- leika veikleika þeirra að svo miklu leyti sem því verðurjvið komið án þess að fagnaðarerindið biði tjónjBaf því. En fagnaðarerindinu er búið tjón ef kirkjan setur frjálsri rannsókn tak- mörk og hrindir með því tímans börnum, eins og andlegu lifi þeirra er farið, burt frá fagnaðarerindinu. Með því gerir kirkjan sjálfa sig að sértrúarflokk (sekt), er lifir kyrkings- legu lífi í sínu eigin þrönghýsi fjarri lífsins öldugangi fyrir utan. En kirkj- an verður að varast að verða sértrú- arflokkur, hún verður ávalt að starfa með það takmark fyrir augum að vinna hehninn fagnaðarerindinu til handa. Eg held þí líka að hræðsla kirkj- unnar við frjálsa rannsókn sé ástæðu- laus með öllu. í einstökum tilfell- um getur hún valdið glundroða, svo að kirkjan verður að taka til annara’ ráða. En yfirleitt er öll hræðsla hér ástæðulaus. Um þetta getum vér fyrst og fremst sannfærst af kirkjusögunni. Svo sem kunnugt er setti rétttrúarstefnan gamla hinni frjálsu rannsókn mjög þröng takmörk og vakti yfir því harðri hendi, að þessara takmarka væri gætt. Tókst henni nú að byrgja skyn- semistrúna úti? Braust hún ekki inn og flæddi yfir akurlendi kirkjunnar viðstöðulaust þrátt fyrir alla fyrir- stöðu ? Skynsemistrúin braut alla slagbranda. Hún veitti fullkomið rannsóknar- og kenningarfrelsi að minsta kosti öllum neikvæðum stefn- um. Tálmaði þetta frelsi því, að trúarlifið vaknaði aftur? Vaknaði það ekki aftur við framkomu þeirra Haug- es, Harms og Grundtvigs og flæmdi brott skynsemistrúna? Býst nokkur við, að þetta hefði gengið greiðar og betur ef kirkjan hefði hafið ofsókn gegn skynsemistrúnni ? Mundi hið vaknandi trúarlíf ekki hafa kafnað i ávaxtalausri baráttu um völdin ? Eða var það ekki því að þakka, hversu baráttan var háð með andans vopn- um, að sigurinn varð svo alger? Það vekur angurblíðar tilfinningar um þessar mundir, að sjá þá kirkju þar sem Grundtvig lifði og starfaði heita í eldmóði á dómstólana sér til fulltingis gegn skynsemistrúnni*). Það minnir oss á orð, sem einhvern- thna voru töluð: »Af sögunni lær- *) Höf. á hér við málaferlin gegn Arboe Rasmnssen prests. Þýð. um vér, að mennirnir læra aldrei neitt af sögunni«. En sérstaklega vildi eg þó vekja athygli manna á þessu: hve mik- il sem áhrif guðfræðinnar eru, þá hefir hún aldrei verið og mun al- drei verða það vald innan kirkjunn- ar, sem mestu ræður; því að það er annað vald, sem öllu ræður það. Menn tala alment um að kirkjan eigi að standa á grundvelli »jdtn- in$arinnar« og með játningu eiga þeir við játningamVm. Ennfremur tala menn um, að kirkjan eigi að standa á grundvelli heilagrar ritning- ar. Að vísu er þetta ekki talað al- veg út í bláinn. En nýja testament- ið nefnir hvorki játningarrit né ritn- ingu svo sem grundvöll kirkjunnar. Værn þau í sannleika grundvöllur kirkjunnar, pd yrði guðfræðin líka þaðijvald, sem öllu réði innan kirkj- unnar. Því að hvernig sem að er farið, verður það kirkjunni ókleyft verk að færa sér í nyt innihald játn- ingarritanna og ritningarinnar án að- stoðar gnðfræðinnar. En hvað segir nýja testamentið ? Þar er ritað: »Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem Iagður er, sem er Jesús Kristur«. Með öðrum orðum: Jesús Kristur, hann og enginn ann- ar, er grundvöllur kirkjunnar. Og hann er ekki skrinlagður í neinni bók og þá ekki heldur þeirri bók, sem skýrir frá lífsferli hans hér á jörðu á löngu liðinni tíð. Hann heyrir ekki til liðna tímanum einum. Hann er persóna, sem lifir enn á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.