Ísafold - 24.01.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.01.1914, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 25 Bréf til Húnvetninga. Méð nýárspóstinum barst mér áskorun frá nokkrum góðum mönn- um í Húnavatnssýslu um að gefa kost á mér til þingmensku við næstu kosningar. Það er ekki í fyrsta sinn sem þessu hefir verið hreyft við mig bæði af Húnvetningum og mönnum úr öðr- um héruðum. Þessir menn hafa verið sannfærðir um að eg yrði góður þingmaður, en sjálfnr heii eg talið það vafasamt og viljað vera laus við veg þann og vanda. Eg hefi haft um nóg annað að hugsa og hvorki þing- mannsupphefðin né þingmannskaupið hefir verið mér hin minsta freisting. Mér er það full-ljóst að þingmenska hlyti að kosta mig mikla vinnu og tímatöf, að minsta kosti fyrstu árin. Eg hefi eitt sinn reynt að kyuna mér ýms landsmál til bráðabirgða og lýst stuttlega áliti mínu i »Norðurlandi« 1905 (Tveir fyrirlestrar um íslenzk stjórnmál) og auk þess í »Aftureld- ing«. Sjálfstæðismálið eitt kostaði mig lestur fjölda bóka bæði útlendra og islenzkra, ferð til útlanda og ferð til Reykjavíkur þó litt komi þetta fram i því sem eg ritaði, því þá hugsaði eg eingöngu um að skrifa svo einfalt og alþýðlega, að hver maður gæti skilið sem fyrirhafnar- minst. Árangur þessa varð sá, að sú skoðun á sjálfstæðismálinu sem eg stóð þá einn uppi með, svo telja mætti, varð á örstuttum tíma drotn- andi i landinu og fylgja henni nú að miklu leyti öll blöð og allir flokkar. — Eg get ekki neitað því að mér finst frjálslegast og mest að minu skapi, að vera öllum óháður, geta talað og skrifað hvað sem mér sýn- ist án þess að þurfa að taka tillit til »háttvirtra kjósenda«, samflokks- manna, andstæðinga og hver veit hvers. Eigi að síður hefi eg hugsað mér að verða við þessum tilmælum áskorenda minna og bjóða mig fram til þingmenskn i Húnavatnssýslu við næstu kosningar. — Mér þykir hálf- ódrengilegt að finna ýmislegtað gjörð um þingmanna vorra og þora hvergi að koma nærri sjálfur. Þá þykir mér ekki vonlaust um að eg kynni að geta hrundið nokkrum góðum málum áleiðis ef eg sæti á þingi eða orðið þrándur í götu annara sem var- hugaverð væru, þó engu skuli eg um það spá hvort mér tækist þetta fram- ar öðrum þingmannaefnum, sem i boði verða. Nokkru skiftir það og í þessu máli, að eg kysi fremur að vera fulltrúi Húnvetninga á þingi en flestra annara héraða. Eg er þar fæddur og uppalinn og helztu áhuga- mál min lúta að sveitalífi og sveita- búskap. En af því sem eg hefi drepið á hér að ofan vona eg að öllum sé það Ijóst, að eg er jafngóður vinur Hún- vetninga hvort sem þeir kjósa mig eða kjósa mig ekki. Hins vegar þakka eg áskorendum minum og stuðnings- mönnum traust þeirra og velvilja i minn garð. Því miður hittist nú svo illa á, að eg tel litlar líkur til þess að eg geti komið norður fyrir kosningar og átt tal við kjósendur. Eg er hér bund- inn í báða skó við skyldustörf mín, ekki sizt i þetta sinn er eg hefi á hendi kenslu á Háskólanum bæði fyrir mig sjálfan og að nokkru leyti fyrir Guðmund Magnússon. Eg hefi jafnvel sárlitlar tómstundir til ritstarfa svo mikils er ekki að vænta frá minni hendi fyrst um sinn. Eg verð að mestu leyti að láta mér nægja að vísa til þess sem eg hefi ritað und- anfarin ár um landsmál i »Norð- urlandi«, »ísafold«, »Iugólfi«, »Bún- aðarritinu* og »í afturelding«. Ajstaða mín til jlokkanna er í stuttu máli þessi: Eg vil ekki ganga að- uppkastinu 1908 þó í boði væri, þaðan afsiður »grútnum« svo nefnda. Fyrirhyggjulitlar stjórnarbreytingar eru mér móti skapi og sem stendur tel eg heppilegast að Hannes Haf- stein skipi ráðherrasætið, hvað sem síðar kann að verða. Þyki þetta tví- ræð afstaða, svara eg þvi, að það eru flokkarnir sem eru blendnir, en ekki eg. Hvað stjórnarskrárbuytinguna snert. ir, þá býst eg við að eg fylgist með fjöldanum og samþykki hana, þó ekki komi mér til hugar að nein gullöld renni upp við þennan kosn- ingarétt og kjörgengi allra manna. Þessi alda gengur nú viða yfir lönd og mun ekki veiða móti henni stað- ið, hvort sem hún leiðir til góðs eða ills, en úr því sker reynslan ein. Eigi að síður sé eg ekki að þing- ið geti samþykt stjórnarskrárbreyting- una fyrirvara- og athugasemdalaust. Því veldur konungsúrskurðurinn frá 20. okt. um ríkisráðssetu ráðherrans. Með honum er beint stefnt að því að festa sérmál vor öll til eilífs nóns í ríkisráðinu danska, og hvenær vér losnum þaðan er lagt algerlega á vald danska ríkisþingsins. Þetta stefnir glögt og ótvirætt í innlimunaráttina og sannast nú það sem landvarnar menn spáðu, að auðveldara yrði að koma ráðherra vorum inn í ríkisráð- ið en út úr því aftur. Eg tel það vafasamt að þessi huútur verði nokkru sinni leystur til fulls fyr en höggið er á hann. Nokkuð hefir verið um það rætt hvort vér ættum að leita frekari samn- inga við Dani um sjálfstæðismál vort eða hverfa algerlega frá þeim fyrst um sinn. Þetta er fánýt deila. Það eru vissulega engin líkindi til þess að samið verði um þetta mál næstu árin, en hvort vér viljum semja, ef til kæmi, fer eingöngu eftir því, sem í boði er. Vera mætti, að þeir sem ekki vilja semja um innlimun væru fúsir til að semja um fullan skilnað. Þó það sé bæði skylt og sjálfsagt að hafa ákveðna stefnu í sjálfstæðis- máli voru gagnvart Danmörku þá fer því fjærri að sjálfstæði vort og þjóðarþrif sé að mestu komin undir endalausu þrefi eða samningabraski um þau mál. Enn grúfir nakin fá- tæktin yfir landinu, enn býr fjöldi manna í lökum hreysum við lélegan kost, enn eru sveitir vorar að mestu í órækt og lítilli hirðingu, býlin strjál og sjórinn ekki notaður til hálfs. Ennþá er verzlunin að miklu leyti útlend og samgöngur við önnur lönd algerlega í höndum útlendinga. Þetta þyrfti að breytast til batnaðar ef mögulegt væri. Að pessu parj pjóð og ping að vinna; orðin nægja ekki. — Eg hef þá gömlu trú að af öll- um vorum velferðarmálum skifti sveitabúskapur mestu máli, þó gullið sé stundum fljótieknara úr sjónum. Eg hef lýst hugmyndum mínum um þetta mál ú »Noréurl.« 1910 (Rækt- unarmálið og framtíðarhorfur sveit- anna) og verð að vísa til þess, sem þar er sagt. Hvað fjármál vor snertir skal eg aðeins geta þessa: Eg vil ekki auka skatta og álögu- byrði fram úr því sem hún er nú Eg hygg hana fullháa. Eg vil, að þingið sníði sér svo stakk eftir vexti, að tekjur landsins nægi fyrst um sinn til allra' útgjalda án þess að nokkur tekjuhalli komi til mála. Lardslánum er eg yfirleitt mót- fallinn og álít að með þeim- getum vér hæglega snúið oss hengingaról úr dönsku eða erlendu skuldafé. Þó geta þau auðvitað verið réttmæt, sérstaklega til arðsamra fyrirtækja, ef einsjnn gróði er i aðra hönd. í stuttu bréfi verða ekkí landsmál vor rakin og nú brestur mig tima til þess að skrifa langt mál. Eg hef aðeins bent á örfá atriði, sem eg hélt að kjósendum i Húna- vatnssýslu yrði fyrst fyrir að spyrja um, í þeirri von að litið sé betra en ekki neitt. Með óskum góðs árs og allrar blessunar fyrir mína gömlu sýslu. Guðm. Hannesson. Eftirmæli. Þann 29. okt. uíðastl., andaftist að heimili sinu Diíki i Sæmundarhlið, hús- f reyjan Steinunn Steinsdóttir. Banamein hennar var krabbamein i lifr- inni. Steinnn sái var fædd að Stórn-gröf á Lsngbolti 29. des. 1857, dóttir Steins Yigfóssonar góðknnns hónda í Stórn-gröf. Steinnn sái. ólst npp í Stóru-Gröf hjá foreidrum sinnm, ásamt sex alsystrum sín- um, var hún yngst þeirra. Þann 20. febr. giftist hún Olafi Sæmundssyni, sem nú lif- ir konu sina, hálfbróðir cand. theol. Giunn- ars heit. Sæmundssonar. En Sæmuudur, faðir þeirra bræðra, var hróðir Magnúsar trésm. Arnasonar i Reykjavik. Þau Steinunn heit. og Ólafur byrjuðu búskap í Stóru-Gröf, en flnttust litln seinna að Dúki, og hjuggu þar siðan. Þeim hjónum varð auðið tlu barna. Sjö af þeim lifa — þrir drengir og fjór- ar stúlkur. Búskapurinn gekk nokkuð erfitt, lengst af. Ómegðin var mikil, en efnin líti). Og jörðin ekki kostamikií, en farBæl. Það duldist engum sem til þekti, að Steinun sál. hafði erft mikið af búhneigð og dugnaði foreldra sinna. Bústarfa gætti hún með mestu árvekni og kjarki. Lagði alt í 8Ölurnar fyrir hagsæld heimilisins. Og aldrei féll henni verk úr hendi. Þótt efnin væru ekki mikil, var henni það fagnaðarefni, að geta miðlað mörg- um þeim, sem þurfandi vorn, því gest- risni og greiðasemi margskonar sýndu þau hjón, langt yfir efni fram. Steinunn heitin var vel greind kona, frið sýnum, svipurinn hreinn og góðlegur. Ekki há vexti, en svaraði sér vel. Bjart- sýn var hún til hinstu stundar, lundhrein og hataði alla flærð og alt smjaður. Hins eama krafðist hún og af þeim, sem hún festi vináttu sina. Þeim sem þektu Steinunni sál. mun seint gleymast það starf, sem hún leysti af hendi. Og henni er það nóg, að vin- irnir minnast hennar með þeim hlýleik, og þeirri virðingu, sem hún öðlaðist í lifinu. Og öðrum ætti það að vera ljóst, hversu mikil áhyrgð hvilir á herðum þeirrar konu, sem er önnur aðalstoð und- ir efnasnauðu, en ómegðarriku heimili, og bjargar þvi, svo alt fer vei. Heiður sé þeim sem það gerir, því það starf verð- ur ekki metið til peninga. Og hörnum og manni hinnar látnu, mun aldrei gleym- ast ástriki móðurinnar og hin innilega hlutdeiid konunnar i heimilisstarfinu. Þau hafa mikið mist. Og þeim er sökn- uðurinn sárastur. M. J. ReykjaYíkpr-annálI. Aðkomumenn: Gisli Jónsson verzl. stj. og Þórður Pálsson læknir Borgarnesi, frú Anna Klemenzdóttir frá Hesti, Jón Snæbjörnsson og Björn Ólsen kaupmenn frá Patreksfirði. Bæjarstjórnarkosningin. A fundilðnaðar- mannafélagsins i gærkvóldi var samþykt að hafa engan sérstakan lista af félags- ins hálfu við bæjarstjórnarkosníngarnar með því að einn listi væri kominn fram, með Pétri Hjaltested úrsmið efstum. Eimskipafélagsfundurinn var einhver hin ánægjulegasta samkoma bér i hæ, sem sögur greina. Ahuginn svo óvenju mikill. alvara eigi siður. Aður en stofnfundi lauk sungu allir fundarmenn með undirspili frikirkju-organ- istans hr. Jóns Páissonar Eldgamla ísa- fold. Kvæði ti) Eimskipafélagsins var liaft yfir og margt annað lýsti þvi, hve djúptæk er samúðin með þessu mikla framsóknarspori voru. Eurðulegt þó hversu fá samfagnaðar- skeyti báruet ut.an úr sveitum lands. Þvi var og tekið eftir, að sumir kaup- manna gátu eigi fengið sig til þess að veifa fánum stofnfundardaginn, auk Lokk- nrra danskr.a verzlanna t. d, Geir gamli Zoega. Fisksalan. Ingólfur Arnarson hefir ný- lega sélt afla sinn fyrir 6000 kr. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónsson, kl. 5 sira Jóh. Þork. I frikirkjnnni kl, 5 (ekki kl. 12) sira Ól. Ólafsson Nielsen skipstjóri á Sterling er mælt, að verða muni útgerðarstjóri Eimskipafé- lags Islands. Öllum sem til Nielsens þekkja, mun lika vel að eiga von á svo hæfum manni i þá vandasömu stöðu. Sjálfstæðismenn halda fnnd i kvöld kl. 8‘/2 i húsi K. P. U. M. og ræða bæjarstjórnar- og alþingis-kosningar. Þangað ættu allir Sjálfstæðismeno að sækja, sem þvi geta komið við. Skipafregnir: Ceres kom hingað á þriðju- dagsmorgun 20. þ. m. Meðal farþega voru: Björn Guðmundsson kaupm., Guðm. Oddgeirsson hankaritari, Chouillou kaupm. með frú Binni. Ennfremur Helgi Helga- son tónskáld, er vestur fór til Ameríku fyrir 12 árum, og Páll Bergsson. Frá Yestmannaeyjum kom Gnnnar Egil- son cand. Sterling kom hingað snemma i morg- un. Meðal farþega voru : kaupm. Arent Claessen, Hallgr. Benediktsson og Þórður Bjarnason, Halldór Gunnlögsson verzlunar- maður, Bookles útgerðarm. o. fl. .... —■ ■ ■ Skitifaxi. Mánaðarrit U. M. F. I. Ritstjóri Jónas Jónson frá Hriflu. 16 stór- ar síður í senn. Flytur myndir. Verð 2 kr. Með þessu ári er Skinfaxi stækk aður um helming, verður 16 síður í stað 8, en kemur einu sinni eins og áður. Blaðinu fylgir árlega rit um eitt- hvert nytsamt og hugðnæmt efni. Þetta ár verður ritið Þjóðfélagsfræði eftir Einar prófessor Arnórsson, bók sem allir þurfa að eiga, og kosta mundi með bókhlöðuverði bróður partinn af verði Skinfaxa. Grenslast hefir verið um álit Skin faxa hjá nokkurum málsmetandi og nafnkunnum kaupendum hans, og birtist það hér til þess, að þeit er eigi þekkja hann af eigin reynd, megi fremur ráða í hvert blaðið er. Guðm. Bjórnsson landlæknir segir: Eg hefi lesið Skinfaxa að und- anförnu og álít, að hann sé í þann veginn að komast í tölu þörfustu blaða landsins. Það ungur nemur, gamall temur. Ef unglingarnir venjast allskonar samvinnu og samtökum, sér til gagns og gamans, temja sér fagrar og hollar íþróttir, leita sér frama í því, hver um sig, að halda uppi heiðri ættstöðva sinna, og setja sér allir það markmið, að meta jafnan sóma og gagn fósturjarðarinnar fram yfir sína stundarhagsmnni — ef æskulýðurinn snýr aliur á þessa leið, þá á þjóðin gott í vændum, meira en menn vita, því af> þá mun hán losast við sína verstu lesti, þau sjálf- skaparvítin, sem jafnan hafa staðið henni mest fyrir þrifum. Að þessu vinnur Skinfaxi. Og þess vegna á hann skilið að öðlast vinsældir allra ungra manna. Þess vil eg geta, að blaðið hefir ekki æfinlega — að minni hyggju — verið nógu fjörugt og fjölskrúð- ugt, oft greinalangt um of og frétta- fátt, og stundum ekki nógu hóg- vært og geðstilt. En alt stendur til bóta. Og nú á að stækka Skinfaxa, til þess að hann kornist betur yfir það, sem hann ætlar sér — að glæða alls- konar hollan unglingafélagsskap, efla hverskonar íþróttir og ireysta trygða- böndin milli æskulýðsins og ætt- jarðarinnar, svo að þess sjáist engin hörmuleg merki á komandi tímum, að þjóðin hafi bara matarást á land- inu, og flýi strax úr landi, ef eitt- hvað ber út af og alt gengur ekki að óskum. Þetta eru mín kynni af Skinfaxa, og þess vegna óska eg honum gæfu og gengis. Guðmundur prófessor Hannesson: Mér líkar Skinfaxi ágætlega, þó ekki sé eg samdómn öllu sem í hon- um stendur. Sitt litla rúm notar hann ef til vill betur en nokkurt hinna blaðanna til þess að flytja ný- mæli, vekja og fræða. Dr. phil. Guðm. Finnbogason: Eg les Skinfaxa altaf með ánægju, og það eins þegar eg er honum að einhverju leyti ósammála, því að hann fer sinna ferða, er vel ritaður og kemur viða við. Og hann er bjart- sýnn og heilbrigður. Skinfaxi vill ná sem mestri út- breiðslu, enda þarf þess með — jafn- ódýr! í þvi skyni heitir hann 5 verðlaunum þeim útsölumönnum, er útvega honum flesta nýja kaup- endur á árinu. Verðlaunin verða af- hent í Reykjavik lokadag leikmótsins (24. júní), og bundin því skilyrði, að útsölumaður sé þá skuldlaus. Verð- launin eru þessi: 1. íslendingasögurnar, í bandi. 2. Málverk eftir J. Kjarval, í ramma 3. Mynd Ásgríms af Öræfajöki, í ramma. 4. Hrannir, í skrautbandi. 5. Hnfblik í skrautbandi. Útsölumenn allir fá 40 aura (20%) af hverju eintaki sem þeir selja. Utanáskrift blaðsins: S k i n f a x i Reykjavik. Skinfaxi verður ekki verri hér eftir en hingað til. F. h. útgefanda.. Guðbrandur Magnússon. Olíuíatnaöur, áreiðanlega sá vandaðasti, sem völ er á, allar tegundir, þar á meðal „trawlara“-stiikkar, í verzlun G. Zoega. Þakkarorö. Innilegar hjartans þakkir votta eg hér með öllum þeim, sem sýndu dóttur minni, Guðnýju, hluttekningu og styrktu hatta með fégjöfum, er hún síðastliðið sumar snögglega misti heilsuna og varð að leita sér læknittga i sjúkrahúsi í Reykjavik. Vtl eg einkum beina þessu þakklæti mínu til allra þeirra er þá voru i Svendborg í Hafnar- firði, bæði yfirmanna og verkafólks, svo og til tveggja stúlkna hér í hreppi, er gengust fyrir samskotum handa dóttur minni. — Þessum og öllum öðrnm, er styrkt hafa okkur mæðgurnar i þessum raunnum okk- ar, bið eg góðan guð að launa veitt- ar velgjörðir þeirra. Lambhúsum í Garði, 20. jan. 1914. Agnes Eiríksdóttir. Skófatnaður fandaður og fallegur, ódýrastur í skóverzlun Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 öllum þeim, sem glöddu okkur og studdu á síðastliðnu ári, ekki sízt Kvenjélagi Lágajellssóknar, sem auk annars gjörði barnahópnum okkar jólin enn bjartari og áttægju- legri en ella hefði orðið, flytjum við okkar hugheilasta þakklæti. Veglyndi velgjörðatmanna okkar er eitt dæmi þess, að kristilegur kæileiksandi er ekki með öllu horfinn þjóð vorri. Láti hann sem víðast á sér bera1 Helgadal, 19. jan. 1914. tngibjórg Jónsdóttir. Jón Jónsson. Ensk vaðmáí oq cfömukfæði er áreiðanlega bezt að kaupa í verzlun G. Zoega. Jörð til sölu. Til kaups og ábúðarar fæst i næstu fardögum (1914) jörðin Hólar í Biskupstungum. í meðal ári er hey- skapur á jörð þessari 140 hestar af töðu og 300 hestar af kjarngóðu útheyi, mestmegnis í nánd við túnið. 2 innstæðukúgildi fylgja jörðinni. Jarðarhús í fremur góðu standi. Um kaup ber að semja við Þórð Þórðar- son í Hraunkoti í Hafnarfirði fyrir lok marzmánaðar n. k. Þessar prentvillur hafa slæðst inn í grein Gunnl. Kristmundssonar »Um sandfok«: Á bls. 13. í 3. dálki, 7. línu að ofan: Uppblásnir eða fyrir uppblásin, og í 5. dálki 28. 1. a. o. reykmökkur í stað ry/miökkur. Vatnsstígvél & Sjóstígvél kosta kr. 18.50. Trollarastígvél 35.00. Efni og vinna vönduð. Jón Stefánsson, Laugaveg 14. Stubbasirts fyrirtaks fallegt og vænt, sokkar, vetliugar, naukin og- moleskinn í verkmannaföt % og margt fleira nýtt í verzlun «§?. Zo'ácjG. Steinbítsriklingur er í óskil- um hjá lögreglunni. Þorv. Björns- son yfirlögregluþjónn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.