Ísafold - 11.02.1914, Síða 1

Ísafold - 11.02.1914, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verö árg. 4kr., erlendis 5 kr. eða 1-J dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erieiidis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafui* Björnsson. Talsími 48. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus við blaðið. XLI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 11. febr. 1914. 12. tölublað Khöýn 7. febr. kl. 5 síðd. Gústaf Sviakonungur talaði í dag við bandur pd, er kómnir voru á ýund hans í Stokkhólmi. Raða konungs var sköruleg og vltti hann mjög hermálastejnu Staafs. Þykir sennilegast, að atburðir pessir dragi til pess að stjörnin segi aý sir. London 7. ýebr. kl. j1/^ síðd. Landslýður í Perú hefir risið öndverður gegn stjórninni og bylt henni úr sessi. Yfirráðgjafinn var myrtur en ýorseti ýiýði úr landi. I. O. O F. 952139. Álþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7— Augnlœkninpr ókeypis i Lækjarg. 2 myd. 3~8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og \ -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og j 7 Eyrna-nef-hálslækn. ók. Austurstrj22fstd 2—8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 ibd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á bel^ am Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Austurstr.22 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnnd, Samábyrgb Islands 10—12 og é—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglengt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypia Austurstr. 22 þrd. 2 8 Vífilstabahælib. Heimsókuartimi 12—1 Þjóbmenjasafnið opið sd, þd. fmd. 12—2. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið dt og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum i tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Skrifsfofa Eimskipaféíags Ísíands Austurstræti 7. Opin úaglega kl. 4—7. Talsími 409. Samningasóttin enn. Ekki getur lsaýold bundist þess að fara nokkrum orðum um samninga- sóttarkast hr. Skal’agríms hið síð- asta, þótl af sérstökum ástæðum verði stutt og að eins til bráða- birgða. En þetta »kast« hans er með þeim hætti, að fái hann margt slíkt kast — verður fljótlega úr: »Uppkast«. Skallagrímur ber sér á brjóst: Isa- ýold er að skamma mig, hún sem flutti greinina: Eigum við að semja, sem ritstjórnargrein í maí 19x2. Og E. H. prentar greinina upp i heild að heita má, og telur hana beztu rök fyrir sínu máli nú, þ. e. rétt- mæti samninga-umleitunarstefnunnar. Það er mikið rétt að þessi grein, sem Skallagrímur prentar upp i Lögréttu er ritstjórnargrein úr ísafold, sem núverandi ritstjóri ber á fulla ábyrgð. En hinu vonum vér að hr. E. H. reiðist eigi, þótt jafnframt sé þess látið getið, að hann hefir sjálfur rit- að greinina, eins og flestar stjórn- málagreinar ísafoldar um það leyti, með þvi að hann var ráðinn til þeirra starfa um hríð vorið 1912. En hvernig hr. E. H. lætur sér detta i hug, að sú grein megi til styrktar verða samningasóttarfarginu, sem nú er hann talsmaður fyrir — það fáum vér eigi skilið. Litum á 2. og 3. málsgrein í grein- inni: Eigum við að semja ? Þær hljóða svo : »Það er svo sem auðvitað, að þegar fullreynt er, að við getum ekki komist að neinum þeim samn- ingum við Dani, sem íslenzkri þjóð þykja sæmilegir, þá erum við til- neyddir að reyna að bjargast ein- hvernveginn án þeirra samninga. Ekki kemur oss til hugar, að við eigum að ganga að neinu, sem ís lenzk þjóð telur sér óboðlegt. Ekki kemur oss til hugar, að við eigum að ganga að neinum afarkostum, til þess eins, að fá samið*. Svo er því bætt við, að fjarri fari að full reynd sé komin á samninga- viðleitnina við Dani. Svo horfði málið við um vorið 1912. En breytingin, sem siðan hefir orðið er svo gagngerð, að eigi verður ástandið þá og nú borið saman. Þá var ekki komin á jull reynd um samninga fúsleik Dana. Til þess að fá þá reynd var »bræð- ingurinn* gerður. Hr. E. H. er það eins vel kuun ugt og oss, að sú var fyrirfram rdðin afstaða bræðingsmanna, að ef aðal- kröfurn bræðingsins fengist eigi fram- gengt skyldi málaleitunum um sam- bandsmálið vera lokið að svo stöddu aj vorri háiýu. Nýja Uppkastið eða »grúturinn« svo nefndi kom, var séður og féll í' desember 1912 — svo léttvægur fundinn, að ganga þótti skemur en Uppkastið, þótt aldrei nema orðin »frjálst og sjálfstætt ríki« stæðu þar. Þau voru eigi annað en villandi merki utan á. Með grútnum var sýnt, að »afarkostir« einir voru í boði — með honum var ýull reynd fengin á samningafúsleik Dana í náinni framtíð. Þegar svona var komið áttu for- göngumenn bræðingsins þá kröfu hver í annars garð, að peir allir styddu að pví að leggja samningaum- leitanir á hilluna. Allir vita að Isaýold hefir efnt það loforð dyggilega. Allir sjá, hvernig hr. Skallagrímur og stjórnarmenn eru að efna þetta loforð um þessar "mundir. Allir kjósendur ættu að gera sér glöggva grein fyrir þvi, hvernig fer, ef Sambandsflokkurinn, sem hefir Skallagrím að spámanni, sigrar við kosningarnar í dymbilvikunni. Það verður farið á stað til Dana með formálanum þeim, sem Skallagrímur hefir svo átakanlega verið að skýra frá í Lögréttu: þurftarneyð vorri, lánstraustsleysinu, fulltingisþörf vorri hjá Dönum. En hvaða samningar mundu haf- ast upp úr því? Grúturinn ? Nei, svo hátt verður ekki risið eftir það sem á undan er gengið. Það verður eitthvað enn lakara. Og ætlar nú íslenzk þjóð að láta þessa menn, sem eru orðnir svo ofsjúkir af sóttkveikju samningasargs- ins, sýkja sig þ. 11. april, ætlar hún að gera þessa samningasótt einstakra manna að landplágu, sem eigi ber annað i skauti sér en vonleysi um nokkurn bærilegan árangur út á við og vissu um óþarfan tvístring inn á við? Mundi eigi ólíku skynsamlegra fyrir þessa þjóð að hrista af sér þ. 11. apríl »samningasóttar-kindurnar«, sem blása til tvístrings þjóðarinnar með þessari ótimabæru, vanhugsuðu og árangurslausu samningasargs- kreddu? Mundi þjóðinni eigi hollara að fylkja sér um þá menn, er eigi vilja eyða kröftunum í óþarfa út á við, heldur sameina þá inn á við og vinna kappsamlega úr því vígi að sjálfstæðismálum vorum ? Það reynir á þjóðina i þessu efni þ. 11. apríl. ----------------- --- Fulltriíar Vestur-íslond- inga í stjórn Eimskipafélags- ins hefðu þeir J. J. Bildfell og Árni Eggertsson orðið, ef stjórnarmenn hefðu mátt vera búsettir í Vestur- heimi. Er eigi ólíklegt, að þeir verði þá sendir á næsta aðalfund fé- lagsins með umboð Vestur-íslend- in8a- Eimskipafélagið. Sterling kom til Leith i gærmorg- un. Héldu þeir Halldór Daníelsson og Sveinn Björnsson þegar áfram járnbrautarleið til Khafnar og munu að likindura þangað komnir í kvöld. Sparisjóðsbækur. Handveð. Tveir menn hafa snúið sér ti ísafoldar út af þeirri grein í næst- síðasta blaði, annar með »skýring«, hinn með »Fyrirspurn«, »hvort sé átt við sig«. ísafold mun nð þessu víkja næsta blaði. ’ingmensMramboð í Reykjavík. Reynslukosningar. Sjálfstæðismenn í Rvfk hafa undan- farið verið að leita fyrir sér um þing- mannaefni við kosningar í vor. Við tilraunakosningar, sem gerðar voru á Sjálfstæðisfél fundi fyrir nokkru, fengu þessir menn flest atkvæði: Sveinn Björnsson, Gísli Sveinsson, Magnús Blöndahl, Sigurður Jónsson og Jón Þorkelsson dr, Sveinn Björnsson færðist þá undan lingmenskuframboði, en síðan hefir stjórn sjálfstæðisfólagsins borist frá honum svolátandi bróf: Reykjavik 5. febr. 1914. Er eg á síðasta fundi í Sjálfstæð- isfélaginu tjáðist eigi mundi gefa rost á, að um mig væri kosið við iyrirhugaðar prófkosningar um þing- mannsefni fyrir Reykjavík við al- jingiskosningar þær, er nú fara í rönd, þá hafði eg þegar áður tekið iá ákvörðun og tilkynt hana með- stjórnendum mínum í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Meðal annara ástæða minna fyrir þessari ákvörð- un var of mikið annríki, ekki sizt eftir að eg var kosinn í stjórn Eim- skipafélags íslands. En það tel eg mér skylt, að leggja því félagi sem- mest eg má af starfskröftum mínum. Við það bættist, að eg einmitt nú verð að takast á hendur ferð til út- anda og kem máske ekki heim aftur fyr en í miðjum næsta mán- uði og gæti því eigi tekið þátt í kosningarundirbúningi þann tima. Síðan á síðasta fundi hafa ýmsir mætir menn úr flokki vorum lagt talsvert ríkt að mér um að leyfa prófkosningu um mig, sem þing- mannsefni. Telja þeir nokkrar líkur fyrir því, að talsverður meiri hluti flokksmanna vilji heldur kasta at- kvæðum sínum á mig en ýmsa aðra. Telja á hinn bóginn, að svo geti farið, að af hljótist vandræði, ef eg dragi mig í hlé, þau vandræði, að á þing kæmist einhver eða einhverjir, sem sízt skyldi og væri manna óþarfastir stefnu vor Sjálfstæðismanna og áhugamálum. Með því að eg teí líklegt, að við prófkosningu, þar sem eg væri með- al þeirra, er kjósa ætti um, muni koma í ljós, hvort þetta álit greindra flokksbræðra minna er á rökum bygt eða eigi, þá hefi eg, fyrir tilmæli vina minna í flokknum, ráðið það af að leyfa það, að eg sé meða þeirra, sem kosið sé um við próf- kosningarnar. Geri eg það af því, að eg tel mér skylt, þrátt fyrir þá örðugleika, sem eg tel vera á fyrir mig persónulega að gefa kost á mér til þingmensku, að bregðast eigi flokki mínum, er hann hefir min þörf. En samt vil eg jafnframt taka það fram, að i þessu felst eigi nein skuldbinding um að bjóða mig fram til þings, nema prófkosningin leiði það í ljós, að svo mikill hluti kjós- enda vilji kasta atkvæðum sinum á mig, að fram komi, að ástæður þær séu fyrir hendi, sem hafa ráðið þvi, að eg tek þessa ákvörðun. Út af orðasveiini, sem mér hefir borist til eyrna, um að eg mundi vilja styðja núverandi stjórn, finn eg ástæðu til að taka það fram, að mér cemur orðsveimur þessi mjög á óvart og veit eigi á hverju hann getur bygst, og, að eg tel svo mikið djúp staðfest á milli grundvallaskoð- ana núverandi stjórnar í þeim mál- um, sem flokkum skifta, og skoð- ana minna og annara Sjálfstæðis- manna, að eg get eigi talið á nokk- urn hátt samrýmanlegt skoðunum mínum að styðja stjórn þá, er nú situr við völd. Að öðru leyti vísa eg um lands- málaafstöðu mína til ávarps þess, sem miðstjórn flokksins birti lands- mönnum síðastliðið haust. Hefi eg ritað undir það og fylgi því í öll- um greinum. Virðingarfylst Sveinn Björnsson. Til stjórnar Sjálfstæðisfélagsins. Hinir 5 fyrgreindu menn verSa því í kjöri við tilraunakosningarnar. Þær kosningar fara fram þessa dag- ana. Verður lokið á föstu- dag. Os8 þykir líklegt, að Sjálfstæðismenn hér í bæ sóu eigi svo daufir og drunga- fullir, að þeir vilji eigi hafa flestir einhverja hönd í bagga með um það, hverir verði í kjöri af vorri hálfu við aðal-kosningarnar 11. apríl. Ráðið til þess er "að skreppa upp á Hverfisgötu nr. 3 C (hús Björns Rósen- kranz kaupm.) miili kl. 5 og 8 í kvöld, á morgun og á föstudag og velja ein- hverja 2 af ofangreindum 5 mönnum. Kosningin er leynileg. Látið verða úr því að k j ó s a, allir sem sjálfstæðisstefnunni fylgið, teljið eigi eftir yður sporin til tilrauna-kosn- ingastaðarins. Annars megið þið búast við, að þelr, sem þið helzt viljið, verði ekki í kjöri, heldur hinir, er þið sízt kjósið þessara 5-menninga. Síðustu forvöð á föstudag! Níu menn drukna af bát frá Ólafsvík. í gær fórst bátur með 9 mönnum á, frá Ólafsvík, hafði farið á beiti- fjöru, en kom eigi aftur. Þessir menn voru á bátnum: Formaður bátsins Þórarinn Þórðar- son, ungur maður nýlega kvæntur, en barnlaus. Jóhann Þórðarson, bróðir Þórarins, ungur og ókvæntur. Helgi Guðmundsson, kvæntur maður og margra barna faðir, um 50 ára að aldri. Gunnkiýur Þorsteinsson, ung- ur maður ókvæntur. Sigurður Arna- son frá Ósi, kvæntur maður, en barn- laus. Kristján Guðmundsson frá Stapa, bláfátækur barnamaður, um fertugt. Sigurjón Sigurðsson skipstjóri, kvænt- ur maður barnlaus, um þrítugt. Kjart- an Sigurðsson bróðir Sigurjóns, ung- ur maður ókvæntur. Sveinbjörn Guð- mundsson, mágur Sigurjóns, ungur og ókvæntur.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.