Ísafold - 11.02.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.02.1914, Blaðsíða 2
44 I SAFOLD Gjaldkeramálinti lokið. Dómi yfirréttar ekki áfrýjað. Þá er því loks lokið hinu marg- rædda gjaldkeramáli, sem staðið hefir fullan tveggja ára tíma. Báðir málsaðilar, stjórnin og Hall- dór Jónsson hafa látið sér lynda yfir- réttardóminn, og var honum fullnægt síðastliðinn laugardag með þeim hætti, að gjaldkeri misti stöðu sína fyrir fult og alt, og greiddi Landsbankan- um skaðabæiur þær, er yfirdómur- inn dæmdi hann til að greiða, en þær VOru 10,267 kr. 82 aurar með 5 % vöxtum frá 13. des. 1911, eða alls 11,371 kr. 60 aurar. Hálfum launum og hálfu mistaln- ingarfé hefir gjaldkeri haldið allan tímann þangað til dómnum var full- nægt. Sú fúlga er sögð nema 8—9 þúsundum króna. ----------------------- Island erlendis. Landar í Khöfn efndu til kvöld- skemtunar þar í borginni í Grundt- vigshúsi þ. 25. jan. til ágóða fyrir ekkjur og börn Færeyinga, þeirra er druknuðu á Þorláksmessu. Karlasveit söng þar íslenzk lög undir stjórn einhvers Barbieri söng- stjóra, einsöngva sungu þeir Eggert Stefánsson og Einar Hjaltesteð. Synir Guðm. Jakobssonar, Eggert og Þór- arinn, léku á piano og fiðlu, skáldin Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guð- laugsson fóru með bundið mál og óbundið eftir sjálfa sig, og loks söng þar dansknr leikari, Carl Meyer, sá er mest hafði fengist vjð undirbún- ing þessarar skemtunar, ásamt form; íslend’ngafélagsins, Halldóri Krist- jánssyni stud. med. Vel er látið® af söng landanna í þeim blöðum, er vér höfum séð. Um stjórnmál Islands er talsvert ritað i dönsk blöð nú sem fyrri, en verður flest, nema það er blaðið Hovedstaden flytur, rakið til Knúts Beriin. Mun eitthvað frekar um þau skrif getið síðar. ReykjaYiknr-annáll. Skipafregn. B o t n i a kom frá út- löndum í fyrradag. Meðal farþega voru: Mr. Hobbs útgerðarmaður frá Bretlandi, Mr. Hadden, brezkur útgerð- armaður með konu og börn. Jón kaupm. Björnsson, frú Guðmundsson (bryggju- smiðs), franskur læknir. Frá Vest- mannaeyjum kom Gunnar cand. Egils- son með konu og börn, Karl Einars- son sýslumaður, Sigurður Lýðsson oand. jur. Sigg, Torfason kaupm., Ingimar Brynjólfsson, Guðm. Eiríkss. umboðs- sali o. fl. Eldur kviknaði í Hotel ísland í gser frá ofnpípu. Brunaliðið var kall- að til, en þurfti eigi að beita sér, því að búið var að slökkva eldinn áður en til þess kasta kæmi. Leikhúsið. Nú er Lónharði fógeta lokið. Hefir verið leikinn 18 kvöld frá jólum við mikla aðsókn og fögnuð áhorfenda. Stendur til að leika Æfin- týri á gönguför nokkur kvöld með sömu leikendum og í fyrra. Eiga þá bæjarbúar í vændum m. a. þá afbragðs- skemtun að sjá hr. Kr. Ó. Þorgríms- son í hlutverki Kranz birkidómara. Næst eftir Æfintjrinu verður leikið norska leikritið : >Astar augu«. Gallarnir á Áusturbrantinni. Eins og hvítt er ólikt svörtu, svo er það ólíkt að ferðast á Hellisheið- arveginum í sólskinsblíðunni á sumr- in og í dimmunni, ófærðinni og í byljatíðinni á veturna. Þeir einir geta þekt mismuninn, sem reyna hvorttveggja. Það er ómetanlegt gagn og þægindi, sem vegurinn veitir öllum ferðamönnum á sumrin og alt af þegar lítill snjór er á honum. í þessu skyni, fyrir sumar- ferðir, hefir vegurinn verið gerður, og haganlega lagður að eins jyrir pœr á ærið mörgum stöðum. En vetrarveginn vantar. Endirinn var ekki skoðaður í upphafi, og þess var ekki gætt að gera veginn frá byrjun hentugan til ferðalaga, bæði á sumrin og veturna. Sumstaðar hefði þó mátt sameina þetta með minni kostnaði. Ærnu fé hefir verið kostað til vegarins frá byrjun, og viðhalds- kostnaðurinn er ekki lítil) hluti þess. Þó eru á hverju einasta ári kaflar í veginum illfærir vögnum, ef ekki alveg ófærir, þegar klaka leysir eða tnikið rignir. Óhætt mun að full- yrða, að vegurinn hafi kostað mikið meira og viðhaldið margfalt meira fyrir það, að hann var lagður með stórum krók undir brúnir og brekk- ur, þar sem jarðvatnið sækir mest að honum og leysingarvatnið renn- ur eftir honum og flýtur yfir hann, eða skolar vegarköflum alveg burt (mörgum hundruðum faðma á Sand- skeiðinu). Meginhluti þess vatns er fallið getur um Hólmsá i Elliðaárn- ar, hefir verið brúaður þrisvar. En nokkuð mátti spara brýrnar m. m., ef vegurinn hefði verið lagður sem beinast frá vegarhorninu i Svína- hrauni, norðan við vötnin og mesta aðrenslið, um holtin og brúnirnar, ofanvið jarðvatnið, leysingavatnið og mestu snjóskaflana. — Bendi eg á þetta til athugunar þeim, er ný veg- arstæði ákveða. Ekki get eg látið vera að minnast á það, hve feikna mikið það hefði greitt fyrir ferðamönnum, létt póst- ferðirnar og aukið flutningana fram eftir haustum og á vetrum, ef veg- urinn hefði verið lagður á svo há- um stöðum, sem hallinn leyfði, forð- ast að fara með brúnum og háum hólum, en hlaðið yfir lægðir eða brúað svo hátt, að upp úr stæði smásköflunum. Þá mætti aka vögn- um og þeysa eftir veginum, þó all- mikill snjór væri kominn á lægri stöðum — langt fram á vetur í flest- um árum, frá Reykjavík að Kolvið- arhóli a. m. k. En eins og vegur- inn liggur nú, er hann venjulega ófær öllum vögnum frá fyrstu byl- gusu á haustin og alt þar til síð- ustu fannir leysir á vorin. Þó mikil þörf sé orðin fyrir nýja vegarkafla með Austurbrautinni, ein- kum hæst á Hellisheiði og neðan við Svinahfaun, þá ætla eg ekki sér- staklega i þetta sinn að mæla með þeim, nema tii undirbúnings og at- hugunar. Það er annað, sem ekki þarf mikinn undirbúning, er eg vildi mæla með að ekki yrði látið dragast lengur en til næsta sumars. Það kostar ekki mikið fé, en hefði átt að vera búið fyrir löngu: 1. Að hlaða upp vórðurnar, jrá Kamhahrúninni niður að Löqbergi. Arum saman hafa þær legið í hrúgu, sumar vörðurnar, og flestar rétt hjá Hólnum. Sagt er að sumar þeirra hafi verið teknar, þá er stminn var lagður, og jarðaðar með staurum. Þetta er ekki vansalaust og varla ábyrgðailaust fyrir landstjórnina og verkfræðinginn, sem sameiginlega á áð sjá um eftir- litið og annast viðhald þessa vegar. Sagt verður máske að simastaurarnir geri vörðurnar óþarfar. Svo er þó alls ekki. Sumstaðar liggur síminn svo langt frá veginum að vel geta menn mist sjónar á honum í dimmu eða byl, og vilzt burt frá veginum. Hestar vilja stundum halla sér að staurunum, í vörðu stað, en þeir eru ekki i vegarbrúninni, eins og vörðurnar — geta hestarnir þá velt vögnunum eða komist í ógöngur, þó auð sé jörð. En þegar sojórinn hylur veginn og ekkert sézt til hans, þá eiga vörðurnar, allar i sömu brún vegarins, að sýna hvar hann liggur. Getur þá einatt verið góð færð eða allvel slarkandi á veginum, þó ófært sé fyrir utan hann. Og oft er um- brota ófærð á blettum, af því einu, að hvergi getur myndast braut eða troðningur, þegar hvorki menn né hestar vita hvar vegurinn er, og um- ferðin verður öll á við og dreif. 2. Byqqja sceluhúskoja á Hellis- heiði. Af Hólnum er 3—4 stunda ferð yfir heiðina til bygða, i góðri færð. En í mikilli ófærð eru menn stundum 6—7, já, alt að 10 stundir að komast spöl þennan. Fá ár eru síðan að nokkrir göngumenn voru 26 stundir »yfir fjallið«. Og í fyrra- vetur var maður alla nóttina úti í vonzku byl, rétt við veginn. Þó menn leggi á heiðina i bærilegu veðri, skellur einatt á bylhryna á miðri leið. í ofveðri og ófærð verða unglingar og óhraustir menn fljótt örmagna af þreytu. Gætu menn þá hvílt sig og beðið þess að veður batnaði, ef kofi væri til skýlis á leið- inni, t. d. á Smiðjuhæðinni. 3. Gera vegarspotta heim á Hól- inn, jrá vegarhorninu á Völlunum. Þar á milli eru þó hundruð faðma. og er það bæði stór furða og stór skömm, að þar skuli enn veglaust vera. Nálega hver maður, sem ferð- ast á veturna á vegi þessum, verð- ur að koma heim á Hólinn, ef ekki vegna sjálfs sín, þá vegua hesta eða nautgripa. Og það er oft ótrúlega vont að komast þennan stutta spöl, þótt brúkleg færð sé á veginum. Vellirnir eru mishæðalausir og halla- litlir; af því leiðir, að snjór hleðst jafnt á þá, og verður hann sjaldan gripheldur, fyr en löngu síðar. En í byrjun leysinga og blotunum, sem þar eru tiðir, fyllast Vellirnir af krapa og vatni. Verður þá að ösla alla leiðina krapann og vatnið alt að því í kvið á hestum, eða brjóta vondan brota, og bleyta sig og grip- ina þó frost sé komið. Þegar dýpk- ar á klaka á vorin og í rigningum á haustin, er þarna líka illfært forar- endemi, þó snjólaust sé. 4. Brúa árnar í 0lfusinu. Land- stjórnarmenn og þeir aðrir, sem ekki sjá ársprænurnar óbrúuðu, Bakkár- holtsá og Gljúfurholtsá, nema þeg- ar þær eru tærar, á sléttum malar- botni, varla í hné á hestum, og einkar hentugar til að svala þorsta þeirra, þessir menn geta varla skil- ið að hér þurfi að brúa. En vetrarferðamennirnir, sem tepp- ast við árnar, eða tefja lengi við það að brjótast áfram gegnum ónýt- an ís — leggja t. d. sveitta reið- hestana í krapavatnið hálffrosið, alt að taglmarki á dýpt, og bleyta ef til vill sjálfa sig líka alt að beltisstað i frosti eða byl — þeir finna þörf- ina, þeir skamma landstjórniaa fýrir skeytingarleysið og slóðaskapinn, að hafa ekki enda fyrir löngu látið gera brýr þessar. Arnar renna í þröng, örskamt frá veginum. Þar geta brýrnar verið á fárra faðma hafi, milli stuttra stöpla, er þyrfti að steypa. Mölin er við hendina og hrauuið við veginn skamt frá. Það er ekkert þrekvirki að gera brýrnar, og ekki þarf til þess mjög stóra fjárveiting. Vitanlega kosta brýrnar meira en svo, að sýslusjóður Arnessýslu einn geti lagt nægilegt fé til þeirra. Lagaskyldan hvílir líka á landssjóði. Þeir hafa nóg á sinni könnu sýslu- sjóðirnir eystra, síðan smeygt var fram af landssjóði skyldunni til þess að viðhalds vegum sínum. Þetta hefir mér altaf sýnst ódrengileg að- ferð og hnefaréttur. Landssjóður kostar Austurbrautina að öllu leyti, og ráðsmenn hans leggja hana að eins á peim stóðurn og með peirri aðferð, er þeim sýnist. Svo þegar landssjóður hefir kostað viðhald braut- arinnar árum saman, þá koma ráðs- mennirnir, að öðrum óvörum, og fá þingið t<l að segja : Landssjóðurinn skiftir sér ekki framar af helmingi brautarinnar. Þið, sem hafið brautar- stúfana hjá ykkur, skuluð kosta þá hér eftir. Hins vegar finst mér sanngjarnt og eðlilegt, að sagt sé fyrir lands- sjóðs hönd: Þetta vil eg gera fyrir ykkur, og með ykkar ráði, ej þið viljið leggja eitthvað á móti. Vigfús Guðmundsson. Frá útlöndum. Áki Danaprinz, elzti sonur Valdemars Krisrjánssonar hins 9. og Maríu Orleansprinsessu (f 1910), hefir nýlega kvongast, svo sem eigi er í frásögur færandi. Hitt þykir miklum tíðindum sæta og hefir vak- ið athygli um alla Norðurálfu heims, að konu sína hefir hann sótt út fyr- ir vébönd konungborins fólks. Heit- ir hún Maria Calvi di Bergolo, ítölsk mær, dóttir Calvi greifa, er var sendi- herra ítala í Khöfn 191 o og árin næstu á undan. Er það mál manna, að þau hafi verið farin að draga sig saman þá, en Friðrik 8. tekið ráðahagnum svo fjarri, að greifinn taldi hyggileg- ast að segja af sér embætti og flytjast burt til að stía þeim sundur. En nú er ráðahagurinn kominn í kring með samþykki konungs og Valdemars prinz. Stóð brullaupið hjá föður brúðarinnar þ. 17. jan. með miklum veg, en eigi var þó neinn þar viðstaddur frænda brúðgumans. Það sem forvitni vekur, er, hvort Áki prinz missi tign og ríkiserfða- rétt fyrir að fylgja »köllun hjartans*. Hvort svo fer er alveg á valdi Krist- jáns konungs X., en enginn úrskurð- ur kveðinn upp enn. Bannlög í Danmörku. Bind- indisfélög í Danmörku gerðu nýlega menn á fund innanríkisráðherrans, Ove Rode til þess að inna hann eft- ir hvernig stjórnin danska tæki í að leiða í lög baan gegn innflutningi og tilbúningi áfengis þar i landi. Vildu bindindisfélögin fá nefnd skipaða til að íhuga málið. Ráðherrann tók sendimönnum hið bezta og lofaði að leggja málið fyrir hina ráðherrana með beztu meðmælum sinum. Yf- irráðherrann Zahle er bannmaður og fleiri ráðherranna. Arar þvi vel fyrir bannmálið í Danmörku. í Sviþjóð er það mjög á döfinni og í Noregi sömuleiðis. Er eigi að vita, nema öll Norðurlönd verði orðin bannlönd svona einum áratug eftir að íslend- ingar ruddu brautina. Róstur í Suður-Afríku-Iýð- veldi. Þar hefir verið ærið róstu- aamt meðal verkamanna, hvert verk- fallið rekið annað og af hlotist hið mesta tjón. Fékk stjórnin eigi við neitt ráðið. Tók þá stjórnarforset- inn Louis Botha hinn nafnkunni hershöfðingi úr Búa-styrjöldinni, til þess óyndisúrræðis að láta handsama foringja verkmanna og flytja þá með leynd út á skip, er hafði þá með sér til Englands. Þykir þetta athæfi Botha eiga við engin lög að styðj- ast, er talið óhæfa, sem hin göfga, brezka þjóð, geti eigi látið sér sæma, mennírnir séu án dóms og laga rekn^ ir t útlegð. Mun tiðinda von á næstunni þar syðra. Grikkir og störveldin. Með- an Georg konungur lifði var hann vanur að hætta sér sjálfur i gin stór- veldanna, ef hann þurfti að fá ein- hverju framgengt fyrir Grikki, enda gat varla liðvirkari samningamann, En hinn nýi konungur fer eigi í þessu að dæmi föður síns, heldur hef- ir hann sent yfirráðherra sinn Veni- zelos á stað til þess að tala máli Grikkja í Norðurálfu. Lagði Veni- zelos upp frá Aþenu um miðjan jan- úar, fór fyrst til Rómaborgar, og síð- an til París. Þar tókst honum að fá loforð um 250 miljón króna lán handa Grikkjum. Siðan héit hann til Berlín og var þar viðstaddur fæð- ingardagsveizlu keisara, síðan til Vin og ætlaði loks til Pétursborgar, Skifting egeisku eyjannaoglandamær- in við Albaniu eru helztu miskliðar- málin sem Venizelos er að reyna að fá útkljáð Grikkjum í hag. Alþyöufræðsla Stúdentafélagsins 1913. Hinn 9. janúar þ. á. á fundi Stú- dentafélagsins gerði forstö’Sunefnd fræðsl- unnar grein fyrir gjörðum sínum síð- astliðið ár. Styrkurinn til fræðslunnar úr landssjóði hafði verið 500 kr. eins og að undanförnu, en upphæð reiknings- ins var alls 861 kr. 46 a., og var fræðsl- an við reikningslok í 30 kr. 76 aur» skuld við reikningshaldara. 1913 hafði fræðslan látið halda sam- tals 34 fyrirlestra á þessum stöðum: 1. i Borgarnesi ............... 1 2. í Gerðum í Garði ............ 1 3. í Hafnarfirði ............... 1 4. á Hofstöðum í Miklaholtshr. 2 5. á Hvanneyri í Borgarfirði .. 6 6. á Kotvogi í Höfnum......... 1 7. í Mýrarhúsum á Seltjarnarn. 1 8. í Reykjavík ................ 17 9. á Snældubeinsstöðum í Reyk- holtsdal ..................... 1 10. á Staðastað ................. 1 11. á Stokkseyri ............... 2 Alls 34 Fyrirlestrar þessir voru margvíslegs efnis: 18 um heimspeki, bókmentir og almenn fræði, 7 úr sögu Islands, 5 um skólamál, 2 um forna fræði, 2 um félagsmál og því um líkt, 1 úr guð- fræði, 1 úr læknisfræðum. Alls höfðu 12 menn flutt erindi, og þeir voru þessir: Árni Pálsson 3, Bjarni Jónsson frá Vogi 7, Courmont 1, Guðbrandur Jónsson 1, Dr. Guðmund- ur Finnbogason 8, Guðmundur Hjalta- son 6, Dr. Helgi Póturss 1, Jón Jóns- son læknir Blönduósi 1, Jón Sigurðsson í Kallaðarnesi 2, Matthías þjóðmenja- vörður 2, síra Meulenberg 1, meistari Sigurður Guðmundsson 1.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.