Ísafold - 11.03.1914, Side 2

Ísafold - 11.03.1914, Side 2
76 I SAFOLD að það mátti telja alveq á valdi hinna dönsku jjármálamanna, hvort landið fengi lán til pess, sem reyndar hefði eigi gert mikið til, því tæplega mundi landið, að fenginni reynslu, hafa sózt eftir þeim kaupum. Og ónákvæmni er það, að segja, að landssjóður gæti tekið brautina, »hvenær sem var«, því það gat hann þó ekki gert fyr en eftir io ár frá því rekstur brautarinnar var byrjaður, sem átti að byrja innan 5 ára. Fyrstu ij árin hafði landssjóður því enqan rétt til að kaupa (sbr. 4. gr.). Þá getur hr. }. Þ. ekki þess, að landssjóði var, eftir frumvarpinu, að eins œtlaður kaupréttur á braut- inni héðan austur að Þjórsá, en ekki á brautinni par fyrir austan, né á öðrum brautum í landinu, sem þessu »innlenda félagi* var einnig gefinn einkaréttur til að leggja, ef lands- sjóður vildi ekki gera það sjálfur, eða eigi væri hægt að þvinga hann til þess. Þá segir verkfr., að félagið hafi heldur ekki átt að hafa »neinn veg til að græða neitt á fyrirtækinu fram yfir rentur*. Þetta er nokkuð djarft sagt, því það er hvergi tekið fram i frum- varpinu, að stjórnarráðið hafi vald til að rannsaka alla reikninga félagsins, og alþingi er útilok- að frá því í 75 ár. Að vísu er stjórnarráðinu áskilinn réttur til þess »að það geti aflað sér nákvæmra upplýsinga um stofnkostnað járn- brautarinnar og hagnaðinn af rekstri hennarc. Þetta »að afla sér ná- kvæmra upplýsingac er mjög teygjan- legt og óákveðið, og er lagt undir að eins einn mann, ráðherrann, að leggja i þessi orð þann skilning, sem hann vill. Veltur því alt á því, í fyrsta lagi, hvort hann er far um að semja, i öðru lagi hvernig ráð- herra er sinnaður, sem gefur út einkaleyfisskjalið í byrjun, hvort hann ber meiri umhyggju fyrir land- inu eða Dönum og dansk-íslenzkuro gróðabrallsmönnum. Meiri gróði en 5 °/0 er þvi lagður upp íhendurnaráþeim, sem fyrir fyrir- tækinu gangast og féð leggja fram, þegar þá lika þess er gætt, að þessu »innlenda félagi« átti að veitta alls- konar undanpáqur, t. d. frá að bæta jarðspell á nokkurri jörð, frá að greiða alla tolla eða skatta, taka VaVo í endurnýjunar- og varasjóð á hverju ári, rétt til símatekna o. s. frv. Og siðast en ekki sizt vil eg end- urnýja þá umsögn mina um frum- varp þetta, að með pví voru Dónum gefin Jull yfirráð yfir öllum samgöng- um á járnbrautarsvceðinu i alt að 75 ár, eða að minsta kosti var engin trygging fyrir pví sett í frumvarpinu, að svo yrði ekki. Það gerir afsal réttar alþingig til þess, að hafa nokkur afskifti af því máli. En á ekkert af þessu minnist verk- fræðingur landsins, sem er þó skylt sem ráðinn embættismaður landsins, til þess að leiðbeina þingi og stjórn um slík mál, að skýra málin frá öllum hliðum, því á hans skýringum er ætlast til að löggjöf um slík mál sé bygð. Þegar menn nú hafa athugað þessa skýringu mina á þessum örstutta kafla í hinni löngu grein hr. J. Þ., þá gæti eg hugsað, að óvilhalla menn mundi furða á þvi, hvað mikilli óein- lcegni við almenning má þjappa sam- an i svo fáum linum. Það geta ekki nema miklir hæfileikamenn gert, svo vel fari á, og sem hafa góðan vilja á að beita þeim í þessa átt. Verðhækkunargjalds- frumvarpið. Þar næst segir hr. }. Þ.: Eftir verðhækkunargjaldsfrumv. »áttu menn að greiða i landssjóð 2% árlega af þeirri verðhækkan fasteigna á brautarsvæðinu, sem stafaði af brautar- lagninganni<. Átti þetta frumvarp að styðja að þvi, að fá þingmenn til þess að renna betur á vaðið í von um, að þaðan kæmu miklar tekjur. í nefndarálitinu gerði eg mér litl- ar vonir um tekjur úr þeirri átt, enda var aðal-flutningsmaðurinn (}. M.) mér samdóma um það, þar sem hann við 1. umræðu málsins, er rætt var um, hvort verðhækkunar- gjald þetta ætti að vera io°/0ístað- inn fyrir 2%, komst svo að orði: »En ef það væri 10%, þyrfti hann (jarðeigandinn) að borga 100 kr. (af 1000 kr. verðh.), bara fyrir það, að jörðin hefir hœkkað í verði að mati, án þess hún hafi hœkkað að afurðum*.1) Hér er sýnilegt, að hr. J. M. hefir áttað sig á því, að brátt mundi kom- ast braskara-\erð á jarðirnar með- fram brautinni, og að afurðirnar mundu lítið aukast fyrir þá verð- hækkun — eða við járnbrautina. Skýrslan. Herra f. Þ. kemur nú að því, að verja skýrslu sína; telur haon það fyrst og fremst ástæðulaust að eg efa, að snjómælingin hafi verið ábyggileg. Eg dró þá ályktun að nokkru leyti af orðum skýrslunnar sjálfrar, en pó einkum af hinni mjög svo undarlegu ráðstöfun, sem gerð var til að framkvæma hið alveg ófull- nægjandi eftirlit með flutningsmagn- inu að og frá Reykjavík, sem eg vík síðar að. En það er ekkert aðalatriði að fá að vita um, hversu djúpur lognsnjór eða jafnasnjór getur orðið hér. Það dettur víst engum í hug að halda, að hér falli dýpri snjór en t. d. í Noregi. Rannsóknin í pví tilliti er því vissulega þýðingarminst, kostn- aður og lítið annað. Hitt atriðið er meira um vert að vita um, það er hvernig sn jór- inn er gerður. Aðalatriðið er að vita um pað, er leggja skal járn- braut. En á það minnist verk- fræðingurinn ekki, hvorki í skýrslunni né í pessu svari sínu. Allir, sem kunnugir eru vetrarveðr- inu á Suðurlandi, þekkja það, að veðrið er afar-umhleypingasamt, pað frýs og snjóar annað dœgrið og rignir hitt dagrið, skiftist á snjófall, frost og þíða, og mjög sjaldan fellur logn- snjór, og þó hann falli, feykir storm- urinn honum i fannir. Af þessu leiðir, að snjór liggur sjaldan með jafnri dýpt á Suðurlandi, svo hægt sé að segja: »Svona var snjólagið djúpt í dag«, t. d. á Mosfellsheiði. Og enginn getur sagt um hvern- ig skaflarnir haga sér á hinu vænt- anlega járnbrauvarstæði, pví pað er ekki athugað, sem hefði þó mátt gera, úr því að leiðin var ákveðin. Og loksins getur enginn sagt um, hvað miklum erfiðleikum það muni valda að halda brautinni hreinni á vetrum, þar sem veðurlagið er svo, að skiftir um veður nálega daglega, sífeldir blotar. Snjórinn fyllir því bilið á milli teinanna, og berst að þeim í rokunum, svo blotnar snjór- inn og frýs, og teinarnir klambra á löngum svæðum. Svo snjóar aftur, blotnar á ný, og svo koll af kolli. Slíkt veðurlag hlýtur því á vetrum að valda járnbrautinni mestu örðug- leikum, því venjulegir snjöplógar við hœfi pessarar mjóu brautar munu • ') Leturbreytingin min. eiga erfitt með að þæta úr þessu. Dæmi eru til þess, að stærstu snjó- plógar í Noregi, sem vega 120 smá- lestir, með kolum og vatni, megna ekki að hreinsa snjóinn af brautinni þar, og er þó veðuráttufar ekki nærri eins óstöðugt þar eins og hér, nema allra nyrst í Noregi (á Finnmörku). Eins mundi það valda miklum örð- ugleikum, að ryðja fannir með snjó- plógum burtu af brautinni, sem hláka og frost á víxl er búið að herða, að minsta kosti mundi sá ruðningur verða dýrari en svo, að við gætum rönd við reist. Þá ætt- um við nú eins að hafa ráð á því, að ryðja snjóinn svo af Hellisheiði, með þar til gerðum snjóplóg, að al- mennum vögnum og bifreiðum væri hann fær. ísing mi og nefna í þessu sam- bandi, þó hún sé sjaldgæfari, en er þó ekki þýðingarlaus, því engin járn- brautarlest kemst áfram á meðan is- ing er á teinunum. Alt þetta leiðir verkfræðingurinn hjá sér að minnast á, bæði í skýrsF unni og nú í svarinu, en sem er þó alveg nauðsynlegt að athuga, — ef m'ónnum er cetlað að sjá málið frá öllurn hliðum. Af þessu á mönnum að vera það ljóst, að snjómælingar þær, sem verk- fræðingurinn nú er á ný að láta framkvæma, og sem síðast voru gerðar á þann hátt, að 50 stikuro var stungið niður á Mosfellsheiði milli Laxness og Kárastaða með 500 metra millibili, og snjódyptin við hverja stöng svo mæld, eru sannar- lega þýðingarlitlar, lítið annað en ryk í augu almennings og þeirra, sem minst skyn bera á þetta mál. Þess vegna fellur maður í stafi, þegar hr. }. Þ. segir í þessari grein,: >Snjóm»lingnm þessam er annars haldiíJ áfram i vetnr fyrir tilstilli ráðherra. Þær hafa þegar borið þann árangnr, að eng- inn skynbær maðar mun nú lengur efast nm, að járnbrautarferðnm megi venjnlega halda nppi á hinni nmræddn leið að vetr- innmc. Maður fellur í stafi yfir þessum fullyrðingum af tvennu. 1. að verkfræðingurinn skuli segja þetta, þar sem öll sú rannsókn er alveg ógerð, sem eg hefi bent á hér að framan að aðalatriðið sé að gera. 2. með hvað mikilli ró hr. J. Þ. segir frá því, að ráðherrann — sennilega eftir tillögum verkfræð- ingsins — hafi haldið áfram snjó mcelingunum í vetur, á kostnað landssjóðs auðvitað, eftir að alþingið síðasta var bú- ið að þverneita um öll fjárframlög í þessu skyni. Og verkfræðingurinn talar um þetta rétt eins og pað liggi í hlutar- ins eðli, að ráðherra og lancls- verkfræðingurinn takifjár- veitingavald þingsins í sina hönd, þegar þingið neitar um að veita fé í einhverja tvísýnuna, eins og eg hefi nú sýnt fram á að pessi snjómaling er. Frh. Björn Kristjánsson. Heiðursgjöf fluttu Stykkishólmsbúar Sterlings- skipstjóranum b. Nielsen, er Sterling var þar á ferðinni síðast. Það var silfurbikar mikill. Þar sem annar- staðar hefir Nielsen kynt sig hið bezta og mun það koma honum að góðu haldi, er hann byrjar hið nýja starf sitt í þarfir Eimskipafélags- ins. Leikhúsið. Augu ástarinnar. Sjónleik- nr í 4 þáttum eftir Johan Bojer. Höf. þessa leikrits, norska skáldið fohan Bojer, er sennilega bezti rit- höfundurinn, sem nú er á lífi með- al Norðmanna. Skáldsaga eftir hann: Iroens magt, sem út kom fyrir nokkrum árum, er með beztu bókum seinni ára. Það er snildarleg lýsing á því, hvernig maður einn fer smátt og smátt að trúa á, að það sé satt, sem hann hefir upphaf- lega logið vísvitandi. Fyrir 2 árum kom út önnur bók eftir Bojer, er heitir Liv. Það er líka fyrirtaks-bók, sem gerir hvorttveggja í senn, að rekja af hinni mestu natni og ein- lægni hulda þræði í sálarlífinu og bregða npp hinni glæsilegustu mynd af norsku vetrar-íþróttalífi, en inn í er vafið lundernislýsingum, svo ein- kennilegum og samúðarvekjandi, að enginn gleymir, sem bókina les. Ymsar aðrar skáldsögur og smásögur hefir Bojer ritað, sem flestai bera einkenni hins fædda skálds, en því miður mun hann helzt til ókunnug- ur fagurritalesendum hér á landi. Þakkir á Leikfélagið skildar fyrir að kynna oss þenna höfund, og þvi sjálfsagðari eiga þær þakkir að vera, sem kynningin er jafn-vel af hendi leyst og raun heflr á orðið um Augu ástarinnar. Þetta leikrit Bojers er skínandi falíegt, bæði i markmiði sínu og búningi. Leikritið er lofsöngur til fegurðar, æsku, bjartsýni, og góðmensku. »Er veröldin annað en spegill vors eigin vilja* ? — spyr aðalpersónan í leikritinu, þegar hún er búin að reyna hvorttveggja: að sjá veröldina sól- skinsbjarta meðan sólskin bjó í eigin sálu hennar og sjá veröldina þung- búna eins og þrumuloft, meðan sálarástandið var á þá lund. Sagan gerist í fiskiveri einu í Noregi. Fiskiverseigandinn, gamall jögunarseggur (Árni Eiríksson) á sér eina dóttur barna (Guðrún Indriða- dóttir), sem er lulltrúi æsku og gleði. Hún á töfrasprota þessarra eiginda og að auki hið þriðja einkennið, sem alla lnífur, svo að segja má, að alt er þá pað þrent er. Hún á einnig fegurðina. Og hvað stenzt fyrir þessum þrem stórveldum lifsins: feg- urð, cesku, lífsgleði? Ekkert! — Svo mundi höf. sennilega svara. En svo missir hún fegurð sina fyrir ægilegt óhapp. Húsið brennur. Hún bjargast að lífinu til, en örskemd á andliti af brunasárum. Fegurðin er farin og með henni fer lifsgleðin og æskutilfinningin. Og þá kemur afturkastið. Svört þoka læðist inn í sál hennar og byrgir fyrir alt sól- skinið, sem þar bjó áður. Og ver- öldin endurspeglar sig i þessari þoku. Áður spratt gott eitt upp úr sporum hinnar ungu stúlku. Nú tekur ill- gresi og ömurleiki við. Hún kemst út í kviksyndisforað tortrygni gagnvart þeim, sem hún á að sælda saman við, og sekkur í - hyldjúpt hatursfen, gagnvart veröld- inni. Svartsýni á hvatir og atburði kemur í stað bjartsýni og góðvildar. Alt umhverfist í hug hennar, og norn eigingirni og óvildar rís upp af þeirri bylting. Svo kemur endur-byltingin. Á sólskinstímunum hafði hún kynst manni og þau felt hugi saman. Hann hverfur burt í ófrið í fjarlægu landi. Óhappið elti hann líka, því að hann fær sár svo mikið í andlit- ið, að hann verður alblindur. Þau hittast eftir nokkur ár. Hann á sól- skinsendurminninguna um hana og ekkert annað í sínu hugskoti. Og hann verður til þess að túlka henni það. Þau orð svifta burt þokutjald- inu frá hugskoti hennar — þau hjúpa hana í brúðarskart þeirra eig- inleika, sem hún áður átti, en sofn- að höfðu útaf um stund í frosti því, sem freðið hafði alt gott í sál henn- ar, og stafaði af missi eins af hina þrenna máttuga, er áður var í fari hennar, fegurðarinnar. Og slík brúð- ur er hún orðin í leikslokin, er hjörtu þeirra mætast í samstiltri samúð. Eitthvað á þessa leið finst mér efniviðurinn vera í þessu leikriti, Meðferðin á þessu efni er svo lát- laus, svo blátt áfram og einlæg, að hrífa hlýtur hvern hugsandi mann og konu. Því segi eg það: Þökk sé forustumönnum Leikfélagsins fyr- ir að hafa kynt oss þenna höfund, Utan um þetta efni hefir höf, fylkt hverri persónunni á fætur ann- ari, sem eiga sérkennilegt einstakL ingseðli, en fara þó heildinni jafro vel og aukapersónur á vel málaðri hópmynd. En þetta leikrit er svo úr garði gert, að ekkert má áheyrandi úr því missa. Það eru setningarnar, lýsing- ar í orðum, fagrar skoðanir, sem hrífa. Viðburðaríkt er það ekki, Þess vegna er og vzndfarnara með það en flest það, er Leikfél. hefir áður fengist við. Leikfélaginu tóksf sú meðferð mjög sómasamlega, á köflum fyrirtaksvel. Fyrri hluti 1. þáttar fer svo einkarsmellið úr hendi, hver leikandi tekur svo vel við af öðrum í samtölunum, að heildin verður hin bezta. Aðalhlutverkið, Ovidlu, hina fögru og góðu í 1. þætti, hina ljótu og leiðu í 2. þætti, sem breytist aftuf í 3. þætti og sýnir í 4. þætti sína gömlu, góðu eiginleika, leikur frú Guðrún Indriðadóttir. Það er eitt- hvert vandasamasta kvenhlutverk og mest víðfeðma, sem fengist hefir ver-- ið við á leiksviði hér. En frú Guðrún komst þannig frá því, að stórmikið var í leik hennar varið. Hún var í leik sínum vel samkvæm breyting- unum, sem á Ovidiu verða — í fasi,- svip og máli, og er það þó ekki vandalitið. Munu flestir lita svo á, að hér hafi frú G. I. komist lengsf í leiklistinni. Elskhugi hennar, Röd höfuðsmað- ur, er leikinn af hr. Jens B. Waagét Mest reynir á leikandann i 3. þætti við endurfund hans og Ovidiu. Og þar var leikur hans borinn uppi af einkar næmum skilningi, er gerði alt samtalið milli hans og Ovidíu eðlilegt og ljúft. Hr. }. B. W. naut sín i þessu hlutverki, sem hann hefir raunar ekki gert fyrr á þessu leikári. Fiskiverseigandinn er sýndur af hr. Arna Eiríkssyni. Áhorfendur taka honum feginshendi, jafnan er hann kemur inn á leiksviðið, því að hann »lifgar upp« mest allra i leiknum. Er það ekki umtalsmál, að Árna fór vel úr hendi karl þessi, sem annað, er hann tekur að sér. Tvö meiriháttar hlutverk i leikn- um, önnur en þessi, eru: Brandt höfuðsmaður, vinur Röds og ráðs- konan hjá Beck fiskiverseiganda. Ráðskonuna leikur frú Þóra Möller, og mun það flestra mál, að sjaldan hafi henni eins upp tekist. Þetta var svo innilega eðlilegur leikur, en lát* laus jafnframt. Brandt lék hr. Ragn- ar E. Hjörleifsson. Hann er nýliði

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.