Ísafold - 25.03.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.03.1914, Blaðsíða 1
■............ ■ | Kemur út tvisvar | | í viku. Yerðárg. [ | 4 kr., erlendis 5 kr. | | eða l^dollar; borg- | | ist fyrir miðjan júli | | erlendis fyrirfram. j | Lausasala 5 a. eint. 1 XLI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 25. marz. 1914. 24. tölublað I, O. O F. 953279. Alþýðufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9 Augnlœkning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2 -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—3 og ■ -7 Eyrna-nef- hálslækn. ók. Anstnrstr52fstd. 8 íslandsbanki opinn 10—2*/* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 iidd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. önbsþj. 9 og 6 á helgcm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, B1/*—01/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 32—2 Landsféhirbir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypisrAnstnrstr.22 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á snnnnd. IPósthúsib opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og á—6 Stjórnarrábs8krifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Anstnrstr. 22 þrd. 2—8 Yífilstabahæli^. Heimsóknartími 12—1 l»jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Nýja Bíó: Hvítur ,Domino‘. Glæpamálasaga i 2 þáttum. Flóin. Gamanmynd leikin af dönskum leikurum. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Sig-fús Blöndahl Rödingsmarkt 67, Hambnrg 11. Umboðsverzlun. Sfmnefni: Blöndahl. — Hamburg. Skrifstofa Eimskipafélngs Islands. Austurstræti 7. Opin daglega kl. 4—7. Talsimi 409. Pingmannaefni Sjálfstæðismanna. Ágrip af ræðum þeirra á fundi i Sjálfstæðisfélaginu 17. marz. Sigurður Jónsson mintist fyrst á kviksöguruar í bænum um samband sem vera ætti við L. H. B. og hans menn. Kvað hann sér hafa verið flutt, að hann sjálfur hefði átt að vera á fundi með L. H. B. og fl. einn daginn, er hann vottan- lega hafi verið á alt öðrum stað. Svona væru sögnrnar. Horfur taldi hann nú góðar fyrir sjálfstæðisstefnuna. Þjóðin væri nú — eftir desemberviðburðina 1912 — farin að átta sig til fullnustu. Stjórn- arflokkurinn hefði að visu enga stefnu- skrá gefið út aðra en þá, er í nafn- inu felst: Sambandsflokkurinn, sem þýða mundi að tryggja sem bezt sambandið við Dani. Undir þvi nafni hefði flokkurinn ekki kafnað, en sæi hinsvegar, að eigi mundi sér farsælt að gefa stefnuskrána út í einni heild, því hún mundi ekki ganga í fólkið. Hann mintist þá á einstök mál. Stjórnarskrármálið segðust allir ætla að samþykkja, en þótt ekki væri hægt að þakka einum flokki allar bótabreytingar á stjórnarskránni, þá sé þó t. d. ákvæðið um sambands- sáttmála á þá leið, að Stjórnarflokk- urinn gæti ekki átt frumkvæði að þvi. Kvaðst ræðumaður vilja sam- þykkja stjórnarskrána, þótt ekki væri vegna neins annars en þess, að með henni væri loku fyrir það skotið, að sambandslögum yrði dembt yfir þjóðina. Ræðum. kvaðst hafa heyrt, að sum þingmannsefni hér í bæ væru ekki hðrð á að samþ. stjórnarskrána óbreytta, en það taldi hann sjálfsagt. Þvi næst mintist hann á stjórnar- skrárdilkinn, konungsúrskurðinn frá 20. okt., hótunarbréfið. Kvaðst hann hafa spurnir af, að Stjórnarfl. þætti ekkert ábótavant við það bréf, en Sjálfstæðismenn þar á alt annari skoðun. Fyrirvara yrði að hafa, því annars væri sértnálið, sem talið var 1903, orðið að sammáli. . Þeir, sem það vilja, kjósa á þing Stjórnarmenn. Þeir, sem ekki vilja, það kjósa á þing Sjálýstæðismenn. Fánamálið. Ræðum. kvaðst vilja spyrja kjósendur, hverjum þeir tryðu betur til að ráða því máli til far- sællegra lykta — þeim, sem verið hefðu svarnir óvinir ísl. fánans frá upphafi, eða hinum, sem jafnan hefðu erfiðað fyrir honum f Launamálið. Stjórnin boðaði á þingi í sumar, að það mál væri ekki dautt. Stjórnin hélt fram í sumar launahækkunum fjölda embættis- manna og þau tíðindi voru það ekki sízt, er óhug alþýðu vöktu á henni. Nú hefðu Reykvíkingar þó skor- að á þann þingmanninn, er lang- dyggilegast fylgdi stjórninni í launa- hækkunarmálinu, að verða í kjöri hér. Kvaðst ræðum. vilja láta rannsaka alt þetta launamál og einkum það, hvort ekki mundi unt að fækka em- bættum. Benti kjósendum á, að þeir af þeim, er hækka vildu laun embættis- manna, þeir ættu að kjósa Jónana báða. Járnbrautarmálið taldi ræðumaður altof illa undirbúið og mjög óráðlegt að samþykkja það í þeirri mynd, sem það kom fram í á síðasta þingi, en vera ekki »principielt« móti járn- braut. Sveinn Björnsson kvaðst alls eigi hafa ætlað sér að verða í kjöri að þessu sinni, en gert það að lok- um fyrir fortölur ýmsra vina sinna og kunningja, er hafi talið það all- nauðsynlegt Sjálfstæðisflokknum, að hann gæfi kost á sér. Um skoðanir sínar alment kvaðst hann geta skírskotað til ávarps Sjálf- stæðismanna, þess er birt var í haust og hann hefði ritað undir. Sambandsmálið vildi hann láta hvíla sig fyrst um sinn, en ef einhver breyting yrði á því þá að halda fram eigi minni kröfum en fólust í frv. frá 1909. Stjörnarskrána vildi hann sam- þykkja, en þann ýyrirvara um leið, að með konungsúrskurðinn frá 20. okt. yrði farið eins og hvern annan konungsúrskurð, gefinn af konungi á ábyrgð íslandsráðherra, þannig, að honum mætti breyta, en væri eng- inn samningur. Annars væri eigi á vitorði almennings hver mál myndu liggja fyrir aukaþinginu, stjórnin ekki látið uppi skoðun sína í neinu máli. Ekki hefðu einusinni fengist enn vit- neskja um það í stjórnarherbúðun- um, hverjum augum þar væri litið á konungsúrskurðinn í stjórnarskrár- málinu. Járnbrautarmálið. Mér hefir skil- ist, að Skalla-Grímur t. d. hafi viljað gera mig að einni aðalsprautunni i því máli. Sannleikurinn er sá, að eg er hlyntur járnbrautarhugmynd- inni, tel rétt að halda málinu vak- andi, vil verja fé til að rannsaka það betur, en hrapa ekki að neinu í því máli. En aðstaða mín til járnbrautarfrv. síðasta þings var þessi: Eg hafði hug á, að farið væri að ræða þetta mál. Að gefnu tilefni kynti eg mér það i fyrravetur. Síðastliðið vor var til mín komið og eg spurður hvort eg, ef til kæmi, vildi taka þátt í myndun hlutafélags til járnbrautar- lagningar. Því játti eg undir vissum kringumstæðum, þar á meðal þeim, að félagið yrði algerlega óháð og undir islenzkum yfirráðum. En frek- ar var svo eigi aðgert, engin félags- myndun varð. Skilyrðin lágu eigi fyrir. Og síðan hefi eg ekkert við það mál komið. Ymsum atriðum í sjálfu járnbraut- armálinu var eg ósamþykkur, taldi ýms skilyrði alveg óaðgengileg t. d. leyfistimalengdina, afhendingarkjörin til landssjóðs, auk þess að eigi voru nægilega trygð íslenzk yfirráð. Sjálft frv. samdi eg ekki, eins og gefið hefir verið í skyn, en eftir beiðni samdi eg verðhækkunarfrv., sem síð- ar var lagt til grundvallar verðhækk- unargjaldsfrumv. því, sem fylgdi járn- brautarfrv. Eftir rækilega umhugsun er eg þeirrar skoðunar, að ef járnbraut verð- ur lögð, eigi landið sjálýt að leggja hana, en ekki gefa félagi einstakra manna einkaleyfi til járnbrautarlagn- ingarinnar. Heyrt hefi eg að sumir menn séu að dreifa þeirri lygi út um bæinn, að eg væri við steinoliuýélagið riðinn — en það eru tilhæfulaus ósannindi, og skora eg á þá, er þetta bera út, að tilgreina sögumenn. Því hefir mig furðað á, að eg sé talinn líklegur til að styðja núverandi stjórn. Það er þó ekki einungis svo, að eg sé henni algerlega ósammála sambandsmálinu, heldur og í grund- vallarskoðunum vfirleitt. Núverandi ráðherra vill að við jör- um í öllu að vilja og ráðum Dana, og telur að vér eigum að nota hjálp þeirra (lán o. s. frv.) og verðum að gera það. Eg lít svo á, að hjá oss sé að hefjast efnalegt framsóknartímabil, og að við verðum þá að eiga innhlaup annarstaðar en hjá Dönum. Þeir gætu ekki, þótt þeir vildu, veitt oss )á hjálp eða þau lán er vér þurfum. Og þeir vilja það ekki, nema það sé beint í samræmi við hagsmuni þeirra, en það er sjaldan eða aldrei. Ræðumaður sagði sögu af því, að utanför sinni fyrir Eimskipafélagið aafi hann fengið það framan í sig í Þýzkalandi, að pangað ættu skip Eim- skipafélags íslands alls ekki að koma, heldur að eins til Englands og Dan- merkur. Þetta stæði í þýzkum blöð um, sem fregn ýrá Kaupmannahöýn. Og þar sem svona ætti að fara að, væri engin von til, að Þjóðverjar vildu sinna félaginu. En í Englandi heyrði hann að í blöðunum þar stæði, að skipin ættu ekki að koma við í Englandi, heldur að eins í Þýzkalandi og Khöfn. Þessi fregn stóð þar í blöðum og komin ýrá Kaupmannahöfn! Svona væru stundum afskifti Dana af vorum málum. Við yrðum því að læra að hjálpa okkur sjálfir. Muninn á sjálfstæðisstefnunni og stefnu stjórnarinnar taldi ræðumaður þenna: vér viljum sjálfir ákveða ýramtíð vora, en stjórnin (H. H.) vill láta Dani gera pað. Einkunnarorð ráðherra væru á þessa leið: Gerum ekkert nema með ráðum og hjálp Dana. Loks mintist ræðum. á afstöðu kjósenda til andstæðinga-þingmanna- efnanna á þá leið, sem frá var skýrt í siðasta blaði. -------------------- Þingmenskuframboðin í Gullbr,- og Kjósarsýslu. Út af framboði Magnúsar Th. Blöndahl hefir flokksstjórn Sjálfst.- flokksins gefið út svofelda yfirlýs- ingu: »Stjórn Sjálýstœðisflokksins finnur á- stæðu til pess að lýsa yfir pví, að ýramboð Magnúsar Blöndahl til ping- mensku í Gullbringu- og Kjósarsýslu er pvert á móti vilja og ráðstöfun flokksstjórnarinnar; skorar flokksstjórn- in pví eindreflð á alla Sjálýstæðiskjös- endur í Gullbr.- 0% Kjósarsýslu að kjósa pá Björn bankastjóra Kristjáns- son og síra Kristin Daníelsson, en v ar a st að kasta atkvæðum sinum á Magnús Blöndahl, með pví að slík atkvæðadreifing getur orðið hættulep ýyrir úrslit kosninganna. Reykjavík, 21. marz 1914. Olafur Björnsson. Skúli Thoroddsen. Olaýur Olaýsson. Sigurður Jónsson. Sveinn Björnsson. Druknun. Það hörmulega slys vildi til á Patreksfirði í fyrrakvöld, að bát hvolfdi þar úti á skipalægi með tveim mönnum á og druknuðu báð- ir. Það voru Sveinbjörn kaupm. Sveinsson og verzlunarmaður hjá honum. Sveinbjörn var einkar efnilegur maður, er rekið hafði verzlun nokk- ur undanfarin ár á Patreksfirði og látið sér vel hepnast. + Fríi Sofia Thorsteinsson landfógetafrú. Húu lézt síðastliðinn laugardag eftir langa og þunga legu mestallan veturinn. Frú Sofia varð 75 ára að aldri, f. 14. janúar 1839), dóttir Hannes- ar kaupmanns Johnsens, er var son- ur Steingrims biskups og konu hans Valgerðar Jónsdóttur, er áður átti Hannes biskup Finnsson; móðir frú Sofiu var Sigríður dóttir Símonar Hansen kaupm. í Reykjavík. En meðal systkina frú Sofiu voru: Steingrímur söngkennari, Ólafur f. yfirkennari í Óðinsvé í Danmörku og Símon kaupm. i Reykjavík. Árið 16. sept., giftist frú Sofia Árna landfógeta Thorsteinsson og voru þau saman í hjónabandi rúm 47 ár, þangað til hann lézt 29. nóv. 1907). Þau áttu 5 börn. Eitt þeirra er dáið, Sigriður fyrri kona Páls Einarssonar borgarstjóra, en 4 lifa: Hannes cand. juris., full- trúi í íslandsbanka, Þórunn kona Franz Siemsen f. sýslumanns, Árni tónskáld og Bjarni, sem verið hefir vanheill alla æfi. Höfuðstaðurinn á að sjá á bak einni af sinum mestu sæmdarkonum, þar sem frú Sofia Tnorsteinson var. Hún sameinaði svo í fari sínu ljúf- mensku og góðvild, að eigi mun hún átt hafa nokkurn óvin. Heimilis- forstaða hennar var jafnan annáluð. Var hún í senn hin bezta húsmóðir og fjölskyldumóðirin, er allir vanda- mennirnir hændust að, virtu og þótti vænt um. Frú Sofía ann mjög listum, eink- um sönglist. Það var því eigi ó- fyrirsynju, er stofnun einhvers helzta söngfélags, sem hér hefir starfað, var gerð í afmælisminnipg hennar (Söngfél. frá 14. jan.). Blómrækt var hin látna frú óvenjumikið gefin fyrir, enda landfógetagarðurinn ein- hver fegursti blómgarður í bænum. Út á við bar eigi mikið á frú Sofiu, en inn á við, í heimilislífinu var hennar óðal og í því efni átti hún fæsta sína lika. Vel væri bæ vorum og landi komið, ef marga ætti aðra eins prýði í húsmóður- sessi og frú Sofiu sál. Thorsteins- son. r-i. Vegna þrengsla bíður næsta blaðs m. a. járnbraut- argrein B. Kr. siðasti kafli.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.