Ísafold - 25.03.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.03.1914, Blaðsíða 2
92 ISAFOLD Sjúkrasamlag Reykjavikur hefir skift um gjaldkera: Hr. Guðbjörn Guðbrandsson bókbindari hættir að gegna starfinu, og við því hefir tekið hr. Helgi Árnason dyra- vörður i Landsbókasajnshúsinu. Viðstaddur kl. 6l/2—8 síðd. á virkum dög- um. Samlagsmenn og aðrir, er hafa einhver viðskifti við sjiikrasamlagið, snúi sér því til hans um greiðslur allar úr samlaginu og innborganir í það. Reykjavík, 24. marz 1914 Jón Pálsson (p. t. form.) Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar ástkæra móðir, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, andaðist siðastl. föstudag, 20. þ. m. kl. 8 f. h. að heimili sfnu á Stokkseyri, fullra 84 ára gömul. Að forfallalausu fer jarðarför hennar fram að Stokkseyri 5. april næstkomandi. Reykjavlk, 25. marz 1914. F. h. aðstandendanna: Jón Pálsson. ísólfur Pálsson. Brl. símíregnir. London al/j kl. j síðd. Borgarastyrjöld í Irlandi. Ulsterbúar hejjast handa gegn heima- stjórnarlagafrumvarpinu. Borgarstyrj- öldt i veendum á hverju augnabliki. Stjórnin brezka hejir sent herlið til Irlands. London 23. marz kl. j síðd. Uppreisnin í Ulster. Margir enskir liðsforingjar og her- deildir, neita peirri skipun stjórnarinn- ar að berjast gegn Ulsterbúum. Hér rekur þá stjórnin sig á nýja og algerlega óvænta örðugleika í þessu máli. Eru þetta eins dæmi, að her- deildir Englendinga og fyrirliðar neiti að hlýðnast skipunum yfir- boðara siuna. Er það ekki ólik- legt að stærri tíðinda sé nú að vænta úr þessari átt en áður var bú- ist við, þótt þá þætti og all-óvæn- lega horfa. En þetta er talandi dæmi þess, hverrar samúðar Ulsterbúar hafa afl- að sér með einbeitni sinni. Fundir Sjálfstæðismanna. í fyrri viku héldu Sjálfstæðism*enn 2 fundi, er fóru mjög vel fram báðir. A fyrri fundinum töluðu m. a. þingmannaefni Sjálfstæðismanna hér i bæ, þeir Sigurður Jónsson og Sveinn Björnsson. Var gerður bezti róm- ur að máli þeirra. Er ágrip af ræð- unum birt hér í annari grein. Á síðari fundinum flutti Einar Arnórsson prófessor mjög ljóst er- indi um ríkisráðsúrskurðinn — en Bjarni frá Vogi saumaði að stjórn- inni fyrir fánaúrskurðinn og Jakob Möller bankaritari varaði fundarmenn rækilega við að kjósa Lárus H. Bjarna- son til þings. Sjálfstæðismenn eru nú að sjá það betur og hetur, að sameinaðir sigra þeir, en sundraðir falla þeir — og ryðja braut sambands-Jónunum báð- um. Landar erlendis. Hadda Padda hið nýja leikrit Guðm. Kambans er, eins og áður hefir verið getið, nýlega komíð út á dönsku og bráðlega er þess von á íslenzku. Einn ritdómur hefir þegar borist hingað eftir all-merkan ritdómara danskan, Júlíus Clausen bókavörð. Fer hann lofsamlegum orðum um leikritið og klykkir út með þessum orðum: »Hvað sem öðru líður, þá er óneitanlega meira varið i þetta leik- rit en alt hið lítilsverða og kæruleysis- lega, sem danskar leikrita-bókmentir hafa haft fram að bera yfirleitt á seinni árum. — Það er eigi lítið skáldlegra en dönsku bókmentirnar. Það er skáld sem hér stendur að baki. Skiðamenn. Svar tií G. M. í 14. tbl. »Lögréttuc þ. á. skrífar einhver G. M. all-langa grein með fyrirsögninni »Skíðamenn«, miður velviljaða í garð »Skiðafélags Reykja- víkurc. G. M. reynir að afsaka sig með því að segja að hann skrifi ekki þessar linur í þeim tilgangi að hnekkja gengi félagsins á nokkurn hátt, en greinin verður víst tekin eins og hún er skrifuð. Því næst segist G. M. ekki hafa til þessa séð skiðaferð hér á Suður- landi, sem hann geti orðið hrífinn af. En hvar hefir G. M. séð farið á skiðum hér á Suðurlandii Auð- vitað dæmir hann eftir því hvernig menn fara hér á hálum götunum. Einnig segist hann hafa séð í »Bíóc norska skiðamenn vera að spreyta sig á að stökkva fram af háum stalli, og flesta fara á hansinn. En má eg spyrja. Veit G. M. hversu mikill vandi er að stökkva fram af háum stalli ? Það gera þeir vlst ekki á »istappa«- bindingunum á Norðurlandi, þó þeir séu dýrlingar i augum G. M. sem skíðamenn. Ennfremur segir G. M., að hann kannist ekki við þessi tvö prik, sem menn gangi við hér á Suðurlandi. Það kemur af fáfræði hans í þessu efni, því þau eru notuð aistaðar í Noregi og er það næg sönnun fyrir þvi, að betra er að nota tvö en eitt eða getur G. M. neitað því að bezt skíði og skiðaútbúnaður komi frá Noregi ? Þvínæst fræðir G. M. skíðamenn um, að norðlenzkir skíðamenn noti einn staf, og stundum noti þeir hann til að hamla sér niður brekkur. Vill G. M. segja mér hvort hon- um finst eðlilegra að nota einn staf eða tvo þegar hendurOar eru tvær ? Svo hellir G. M. ósköpunum öll- um af fáfræði yfir alla skíðamenn, og segir, að það sé mest um vert að geta gengið á skiðum tábanda- laust, en hver getur það, eða hvern- ig á að gera það? Á að líma fæt- urna við skiðin, með fiskilími eða trélími? Manni verður á að spyrja kjánalega, þegar maður er fræddur um slikt. Þvi næst byrjar G. M. að fræða einu sinni enn á að á sinum uppvaxt- arárum hafi skíðaíþróttin stefnt að þvi, að gera menn færa til að nota skíðin á ferðalögum, og vera fljótir að ganga á þeim, o. s. frv. En stefnir norska skiðaiþróttin ekki að hinu sama? Það veit G. M. ekki og það játar hann óbeinlínis, en þá vil eg gefa G. M. þau hollráð, að næsta sinn er hann kynni að langa til að hreyta einhverju í eitthvert félag að kynna sér fyrst það er hann skrifar um. Enn segir hann, að það sé ekki nóg að geta glannast fram af stöll- um, en það sé vandinn að geta hlaupið af skíðunum, þegar maður kemur að þeim, það er náttúrlega verra að geta, farið fram af þeim? Það gefur að skilja 111 En svo seg- ir G. M., að þeir norðlenzku sneiði brekkurnar og ef til vill stanzi í þeim miðjum, ef á þurfi að halda, en eg vil fræða G. M. um, að það geta allir hér á Suðurlandi (Rvík), sem hafa nokkuð farið á skíðum. Því næst skýrir hann frá slysi sem orðið hafi af slönginni þeirra fyrir norðan (flaggstönginni ? mastr- inu?) að hún hafi banað pilti. Það eru þá líka meðmælil Þá fer G. M. að gylla sjálfan sig sem skíðamann og segist hafa farið á skíðum í 22 stiga frosti, og hann hafi kalið á báðum fótum. Þá hefir hann víst notað norðlenzku »ístappa« bindingarnar ? Og hann hefir víst kunnað að útbúa sig í skíðaferðalag, það kunna þeir víst allir fyrir norðan, en eg vil segja, að það sé glannaskapur að fara svo illa útbúinn í skíðaferðalag að láta sig kala, þvi ekki þrengja táböndin. G. M. segir að við eigum að halda okkur við ’gömlu íslenzku skíðaíþróttina, en þá vil eg benda G. M. á, að skíðaíþróttin er ekki upprunalega frá Islendingum og ef hann flettir upp í »íþróttir forn- mannac bls. 150 þá mun hann kom- ast að raun um, að íþróttin er kom- in frá Finnum. Þá segir G. M. að hr. Vigfús Sigurðsson hafi gengið yfir þvert Grænland með íslenzka göngulaginu Má eg spyrja G. M. hvort V. S. hafi notað norðlenzku klaka»tappana«? G. M. fer að tala um hr. verzlun- arstj. L. Möller, sem ekki vel heppi- legan kennara, en það get eg sagt G. M. að það getur hann ekki dæmt um, svo lengi sem hann ef til vill hefir ekki séð hann á skið- um, nema á götunum. Að endingu segir G. M. að norð- lenzku skiðagarparnir gerðu sig víst ekki ánægða með minni brekku en Esjuna. Eg voaa að mér veitist ein- hverju sinni sú ánægja að sjá norð- lenzku skíðadýrlingana ríða gandreið á flaggstöngum niður Esjuna. Rvik 15. marz 1914. Herluj Clausen. Handsamaðir botnYörpungar. Sýslumaður Vestmanneyinga, Karl Einarsson, hefir nýlega handsamað allmarga botnvörpunga, meðan Val- urinn lá hér inni á Reykjavíkurhöfn. Um það er símað svo úr Vestmanna- eyjum í fyrradag: I gær sáust margir botnvörpungar í landhelgi við Vestmannaeyjar, milli lands og Eyja. Sýslumaður sendi þegar tvo báta vel mannaða, til þess að reyna að handsama sökudólgana. Eftir töluverðan gauragang tókst þrem mönnum að komast um borð í þýzk- an botnvörpung »Biirgermeister Mönckebergc H. C. 2 frá Cuxhaven. Vildu þeir fá hann með til hafnar, en hann þverskallaðist. Var þá farið eftir sýslumannni og kom hann eftir hálfa aðra klukkustund. Þá var kl. 10 siðd. Sýslumaður og túlkur hans, Alex- ander Jóhannesson, réðu þegar til uppgöngu á skipið. Bauð þá sýslu- maður skipstjóra að sigla þegar með sig inn til Eyja, en hann aftók það með öllu og mæltist til þess að sýslu- maður færi þegar í land. Því neitaði sýslumaður harðlega. Sendi hann þá mótorbátana í land, og voru þeir þá tveir eftir, sýslu- maður og Alexander. Að lokum sá skipstjóri þó sitt óvænna og fór með þá inn á höfn kl. 3 í nótt. Réttarhöld hófust kl. 8 í morgun og sökudólgurinn sektaður um 1500 mörk en afli og veiðarfæri gert upp- tækt. Sex aðrir botnvörpungar hafa verið staðnir að ólöglegum veiðum og kærðir. Tveir þeirra eru islenzkir, Bragi og Snorri goði, báðir frá Reykja- vík. Enskur botnvörpungur, sem er einn á meðal hinna kærðu, liggur nú undir Hamrinum. Lárus og úrskurðurinn. ÞaS er sagt, að Lárus H', Bjarnason hafi á fundi í Þjóðreisn lýst ríkisráðs- úrskurðinn óalandi og óferjandi og tal- ið hina mestu nauðsýn á því, að mót- mæla honum kröftuglega á næsta þingi eins og stöðulögunum hafi verið mót- mælt á þingum 1871 og 1911. Hvernig var það — var Lárus einn af þeim, sem mótmælti stöðulögunum á þingi 1911? Hafa menn nokkurn tíma orðið þess varir, að h a n n teldi nauðsyn á að mótmæla þeim ? Mönnum hlýtur líka í þessu sam- bandi að detta í hug afdrif fánamáls- ins á síðasta þingi og öll framganga Lárusar í því. 12. júní kallaði hann saman almenn- an fund hór í Reykjavík og gaf fyrir- heit þar um öflugt fylgi við íslenzka fánann. En þegar á þing kemur, ber hann fram frumvarp um 1 a n d s fána, sem vér eftir hans eigin skrifum út af fánatökunni, þurfum engin lög til að geta notað. Fjallið tók jóðsótt með miklum skruðningum og gauragangi, en það fæddist — lítil mús! Sumir segja, að berserksgangurinn hafi farið að renna af Lárusi, þegar á þing kom, af því að honum hafi þótt of miklar líkur til þess að hann yrði ráðherra, og þess vegna hafi hann ekki viljað nema 1 a n d s fána — honum hafi ekki þótt eins glæsilegt að sigla inn í ríkisráð »hins safnaða danska ríkis« undir íslenzku flaggi og því heldur viljað skilja það eftir heims. á hólm- anum. í þiuglok er samt sagt, að hann hafi verið tilleiðanlegur að skella I a n d i ð framan af — rétt eins og ríkisráðið hafi þá verið fjær honum en í þing- byrjun 1 Hvað skyldu nú mótmæll Lárusar gegn ríkisráðsúrskurðinum verða kröft- ug, ef hann ætti sjálfur að bera þau fram í ríkisráðinu og fá stjórnarskrána staðfesta? Ætli það færi ekki líkt og fór um fánafrumvarpið, að Lárus gæti fundið einhverjar forsendur fyrir mót- mælunum, sem sannfærðu Dani um það, að hann væri jafngóður borgari hins safnaða danska ríkis og hann var 1908 — svo ekki verði gert til skamm- ar hinu fornkveðna : V i d a n s k e stemmer paa Larus Bjarna- s o n 1 Hrólfur. Jón bæjarfógeti Magnússon sem þingmaður. Eg heyrði því fleygt snemma í vet- ur, að Sambandsmenn ætluðu að bjóða okkur Reykvíkingum bæjarfógetann tii þingmensku. Þá var þetta talið ólík- legt af flestum og eg heyrði ýmsa, sem er hlýtt til bæjarfógetans, láta uppi, að þeir vonuðu að hann væri svo skynsamur og sjálfstæður m a ð u r, að láta ekki hafa sig til þessa. Maður sem var staddur á þingmáia- fundinum í Vestmanneyjum síðastliðið haust befir sagt mór, að hann hefði gefið þar sem ástæðu fyrir því að hann gæfi eigi kost á sór til þingmensku þar aftur, að hann gæti það ekki vegna embættisstöðn sinnar, bæðí vegna embættisanna og svo væri embætti sitt þess eðlis að hann yrði til þess að geta gegnt þvi fyllilega sem vera bæri, að vera laus við flokkadeilur. Þetta virðist mór ofur eðlilegt, furðaði á því að bæjarfógetinn skyldi eigi hafa sóð þetta fyr, en þótti gott, að hann var nú kominn að þessari niðurstöðu } betra seint en aldrei. En nú er bæjarfógetinn búinn að skifta um skoðun aftur. Haun, Bem var eftir mikla og rækilega umhugsun kominn að þeirri niðurstöðu, að honum bæri að meta meira embættisskyldu sína en þlngmenskuna, hefir nú kom- ist að þeirri niðurstöðu, að réttara sö að láta embættið víkja fyrir þingmensk- unni. Bvað veldur þ9ssum veðrabrigðum ? Að svo samvizkusamur maður sem bæjarfógetinn hafi látið hafa áhrif á sig »á s k o r a n a«-moldviðrið, sem hann v e i t, að þyrlað var upp með taumlausri smölun æstra Fram-smala, án þess að á bak við liggi nokkur kjósenda v i 1 j i og auk þess v e i t, að eru langt fráþví að vera bind- andi, er að kjörborðinu kemur, að það hafi ráðið — því trúir enginn. Það, sem ráðið hefir, er auðvitað skipun frá æðri stað, skipun þess vilja, sem sýnist hafa stýrt gerðum J. M, sem þingmanns lengst af, vilja H. Hafsteins. H. H. sá, að óvæniega horfð- ist hór í höfuðstaðnum um kosningu manns úr sínnm flokki. Þegar í öng- þveiti er komið leggur hann að J. M, og þá fer sem fyr, J. M. stenzt eigi fortölur þessa gamla foringja síns, Allar efasemdir og sú niðurstaða, sem J. M. er kominn að eftir rækilega um- hugsun, verður að þoka fyrir vilja H. H. Ef litið er yfir þingmenskuferil J, M., þá má leita með logandi ljósi að sjálfstæðri framkomu J. M. í nokkru máli, að bannmálinu máske undanskildu. Bannmálið mun því nær eina málið, sem J. M. hefir greitt atkv. i á annan hátt en H. H. Þessa vöntun á sjálfstæði í skoð- unum á landsmálum tel eg einna varhugaverðast um hvert þingmanns- efni. Því bversu samvizkusamur, sem maðurinn vill vera, kemst samvizku- semin ekki að, þegar annar stjórnar viljanum. Því er það og, að J. M. hefir aldrei átt frumkvæðið að nokkrum verulegum málum á þingi, heldur jafnan »fylgst með hinum«. Hann flutti að vísu járnbrautarinálið í þeirri mynd, sem það kom fyrir síðasta þing. En að sjálfs hans sögn gerði hann það ekki af sjálfsdáðum, heldur beint eftir ósk eða fyrlrmælum H. H. Vór Reykvíkingar megum ekki láta þann ósóma eftir oss liggja, að kjósa ekki sjálfstæða menn. Vór Sjálfstæðismenn eigum völ á tveim mönnum, sem eru algerlega sjálf- stæðir og öðrum óháðir. Kjósuni þá allir! Víkverji.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.