Ísafold


Ísafold - 13.06.1914, Qupperneq 1

Ísafold - 13.06.1914, Qupperneq 1
I Kemur út tvisvar 1 | í viku. Verðárg. | f 4 kr., erlendis 5 kr. | | eða l^dollar; borg- | | istfyrirniiðjanjúlí | | eilendis fyrirfram. § | Lausasala 5 a. eint. | ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólnfur Björnsson. Talsími 48. XLI. árg. Reykjavík, laugardaginn 13 júní 1914. 45. tölublað GABLSBER8 ÖLGERÐAHHDS mæla með: Carlsberg skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúffengt, endingargott. Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastur allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum. áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. Skipfjónið mikía. Myndirnar sýna skipin, sem rákust á í Sct. Lawrence-fijótsmynninu þ. 29. maí síðastliðinn, Empress oý Ireland (efri myndin) og norska skipið. Myndin, þ. e. »model« af því skipinu, eins og það var sýnt á sýn- ingunni í Kristjaníu. Slysið varð í þnku. Sigldi Storstad beint á bóginn á Empress of Ireland og rifnaði skipshliðin líkt og á Titanic um árið. Skipið sökk innan 10 minútna, og mátti því mesta furða heita, að hægt var að bjarga svo mörgum (446 manns). t— Nánari fregnir af slysinu bíða næsta blaðs. Alþýðufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1)—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 —7 Bæjargrjaldkerinn Laufásv. B kí. 12—3 og > -7 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 iðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helj. um Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—01/*. Bankastj. 12 2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá '2—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12-2 Landsshninn opinn dagiangt (8—9) virka d&ga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunntd. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth.3 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vífilstabahælið. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið sd„ þd. fmd. 12—2, Skritstofa Eimskipafélags íslanils. Austurstræti 7. Opin daglega kl. 5;—7. Talsími 409. Eríencíar símfregnir. London 10. júní, kl. 4,4/. Ráðuneyti Frakka. Nýtt rdðuneyti er nú komið á laq%- irnar á Frakklandi. Ribot er yfir- ráðherra 0% dómstnálaráðherra, Leon Bourgeois utanríkisráðherra, Noulens hermálaráðkerra, Chauttemis jiotamála- ráðherra. Einnig er Delcassé í ráðu- neytinu. London, 12. júní. Landsþingið. Akvörðunin um pað, hvort rjúfa eigi landspingið, verður vœntanlega tehin á mánudaginn. Manntjón á Marz. Aðfaranótt miðvikudags varð árekst- ur milli botnvörpungsins Marz og og frakknesks togara, er Provence nefnist. Sökin talin öll á hlið frakk- neska skipsins, allir sofnaðir o. s. frv. 4 í þessum árekstri meiddust tveir skipverjar á Marz allmikið, en einn rotaðist til bana. Hét hann Sigur- björn Jónsson. Island erlendis. Ráðherraskiftin. Dönskum blöðum verður alltíðrætt um ráð- herralausn Hannesar Hafsteins. Eitt þeirra, Politiken, hefir liitt Hafstein að máli til að spyrja um tildrögin að þeim atburði. Segir ráðh. að kosningaúrslitin haii ráðið þessari ákvörðun sinni. — Það eru aðeins kosningaúrslit- in sem vaídið hafa, ekki aðrar ástæð- ur, stjórnmála- eða einka-eðlis? spyr blaðamnður. — Nei. En eg tel mig eigi hafa nægilegt fylgi eftir kosningarnar. Þá spyr blaðamaður um flokka- skiftinguna hér heima. — Um hana verður ekki neitt fullyrt, svarar ráðh., ellefu nýir menn, sem aldrei fyr hafa setið á þingi, eru nú kosnir og getur verið vafa- samt hvernig þeir skifta sér í flokka. En eg finn að eg hefi eigi þann meiri hluta, sem til þess þarf að gegna ráðhferraembættinu áfram. — Voruð þér búinn að ráða þetta við yður áður en þér fóruð að heim an ? . Því svarar ráðh. játandi. Svo spurði blaðamaður hvort ráð- herra hefði nokkura hugmynd um eftirmann sinn, en því neitaði ráðh. fastlega. í Hovedstaden ritar Holger Wiehe um ráðherra-afsögnina og telur Haf- stein »led og ked« af ráðherrastarf- inu. Knud Berlin hefir verið að »upp- lýsa« dönsk blöð um hverir helzt kæmu til mála sem ráðherraefni og lita nöfnin þau svona út; Björn Christiansen, Björn Jonsson, Guð- mundur Hannessoti, Einar Arnesson. Fánarnálið. í blaðinu Köben havn skýrir Knud Berlin frá grein um fánaúrskurðinn# í Ingólfi, eftir Gísla Sveinsson, og segir síðan; »Skyldi nokkur vera sá danskra manna, sem eftir þetta sé í vafa um að löggilding á sérstökum fána á landi og í landhelgi íslands leiði að heita má óhjákvæmilega til þess, að sami ýáninn verði viðurkendur sem fullkominn íslenzkur verzlunarfáni og að niðurlagning danska fánans sem hins eina löglega ríkisfána á íslandi og í landhelgi þess verði til þess á fárra ára fresti, að Dannebrog verði algerlega látin falla á íslandi og á öllum íslenxknm skipum og danskt ríkisvald yfir íslandi með því móti fullkomlega lagt niður«. 1 annari grein í sama blaði heimt- ar Berlin eun, að fánaúrskurðurinn verði lagður fyrir danska ríkisþingið og það látið um hann fjalla. Danahatrið euu! Svofelda klausu getur að líta i flestum dönsk- um blöðum í maílok; »íslendingar hafa á seinni timum sýnt það all greinilega, að þeir bera kala til Danmerkur. Nýverið sendu þeir símskeyti til Noregs á þjóðhátíð Norðmanna, og lá í símskeyt- inu, að þeir vildu komast undir Nor- eg. Ennfremur hefir lögfræðis-ptó- fessor við háskóla Islands, Bjarnason, komið með þá tillögu í íslenzka blaðinu »Antvari« (sic), að rétt sé að hætta alveg samneyti við (boycotte systematisk) þá íslendinga, sem, þrátt fyrir viðvaranir, sendi vörur sinar með dönskum skipum. Upp á sið- kastið hafa sem sé verið stofnuð mörg sérstaklega íslenzk gufuskipa- félög til að keppa við Danmörku.« í öllum blöðunum endar svo klaus- an á þessum orðum: »Svona talar árið 1914 prófessor í lögfræði við háskóla Islands«. Sex bréf frá Jóni Sigurðssyni til Steingríms Thorsteinsson. Þeir voru aldavinir Jón Sigurðs- son forseti og Stgr. heit. Thorsteins- son. En ekkert bréfa Jóns til Stgr. er í minningarritinu, sem gefið var út á aldarnfmæli Forseta. En Isaýold hefir nú fengið að taka afrit af og birta sex bréf, sem þeim hafa farið í milli, tvö rituð um þing- tímann 1871, héðan, til Stgr. er þá var í Khöfn, en 4 rituð frá Khöfn til Steingríms, eftir að hann gerðist kennari við latinuskólann. Bréfin eru birt í heild sinni, ekkert felt úr. Skýringa munu þau naumast þurfa. Rvík 15. júní 1871. Elskulegi vin. Þó ekki sé neitt sérlegt að skrifa þér, þá ætla eg samt að stinga nið- ur penna, til þess að narra út úr þér fróðlegt bréf aftur á móti. Ferð okkar gekk vel, en altaf höfðum við mótvind stöðugan, og munum við hafa komið svo sem einum eða tveim dögum síðar en við mundum hafa komið annars, ef við hefðum haft byr. Skútan öslar vel gegnum sjóinn, en er illgeng og völt fyrir þá, sem ekki eru skinnklæddir upp yfir höfuð. Hér er alt í góðu standi, fiskirí allgott og grasvöxtur í bezta lagi, blíðviðri daglega, og gróðrarskúrir Zeifs fylla alla dali. Við vorum hjá foreldrum þinum í fyrra dag, og líður þeim eftir vonum vel. Um pólitik er fremur þögult, en niðrí held eg menn séu á báðum áttum. Sumir eru stæltir og til í alt, en vita þó varla hvernig þeir vilja koma sér við; aðrir eru heldur á þvi, að taka því, sem í boði er, og draga ekki reip við hinn ramma, heldur leggjast fyrir í þeirri trú, að þeir geti ekkert, og sé því bezt að kyssa strax á vöndinn. Vestfirðingar heyri eg séu stæltir, og svo munu einnig Norðlendingar vera, svo að þaðan mun von snarpra bænarskráa til al- þingis. Það er gott, því nóg mun fara af veðrinu úr belg vorum þeg- ar til þings kemur, þó hann verði heldur vel »forsynaður« undir. Held- ur er eg á því, að við munum samt hafa meira hluta þingmanna á okkar máli, en ýmsir munu þar veikir til áreynslu, ef í skærist nokkuð, og þar af leiðir, að maður má fara skratti forsjálega og þreifa fyrir sér eins og í bæjardyrum.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.