Ísafold - 13.06.1914, Page 3
I S A F 0 L D
177
ið hann en ekki leyft. Mér virðist
það þvi vera lífsspursmál fyrir fram-
tið þjóðarinnar að sleppa ekki rétt-
inum, og mótmæla óréttinum. En
hversvegna er þjóðin ekki samhuga
um þetta?
Sumir telja Dani hafa réttinn, ótt-
ast ofbeldi, eru ánægðir með að fá
lítið af réttinum, vilja frið o. s. frv.
Eg skil ekkert af þessum ástæðum,
nema það, að friður fengist að nafn-
inu, ef menn vilja sleppa réttinum,
svo i þessu sem öðrum málum, en
ætti það lögmál að gilda, þá gæti
órétturinn fljótlega orðið æðsta vald-
ið.
Að sleppa stóratriðum fyrir nokk-
ur smá finst mér órétt vegna eítir-
komendauna, því mér skilst hægt
að fá öll réttindin.
Ástæðulaust er tæplega, þó mér
komi til hugar, að þessir valdamenn
líti helzt til mikið á sinn hag, en aðrir
menn ýmist trúi þeim i athugaleysi,
eða vilji meta meira stundarvinning
en framtíðarrétt og frelsi þjóðar-
innar.
Á næsta þingi er hætta á ferðum
fyrir framtíð þjóðarinnar, vegna
framkomu ráðherra í rikisráðinu og
árangursins af henui, konungsúr-
skurðinum frá 20. okt. s. i. Sagan
mun geyma nöfn þeirra, sem þá
mótmæla, og hinna, sem vinna móti
sinni eigin þjóð, eftirkomendunum
til hins mesta meins.
Tii framtiðartakmarksins telst það,
að vara þjóð og þing við þvi að
taka stórlán hjá öðrum þjóðum, sér-
staklega þó hjá Dönum, svo þeir
geti ekki notað skuldakröggur íslend-
inga til þess að neyða þá inn á
sambandssamninga og réttindaafsal.
Þjóðin verður að geta losað sig
við Dani á ærlegan hátt hvenær
sem hún vill og auðgert mun það,
ef hún er samtaka, þá geta Danir
ekki haldið hér við iöglegri stjórn,
og þá virðist mér spilið unnið.
Haqsýni, réttlœti, frelsi, það eru
orðin, sem við þurfum að læra, og
láta bæði mentun og löggjöf stefna
að.
Aðra almenna fræðslu þarf þá ekki
nflkla né dýra. Mentun, sem geng-
ur i þá átt að sýnast en ekki vera,
má hverfa. Lögin mega þá vera
MEÐ þvi nð eg fer til útlandi með Botniu i dng, og verð að heim-
an 2 — 3 mánuði, hefi eg falið herra kennara Helga Salómonssyni að ann
ast fyrir mína hönd viðskifti mín og annað þess konar á meðan eg er
erlendis, og eru menn vinsamiega beðnir að snúa sér til hans með alt
slikt. Hann verður að hitta daglega á skrifstofu minni i Aðalstræti 18
(Uppsölum).
Rðykjavík 13. júní 1914
c3bfí. dóRannesson.
einíöld og ódýr, aðeins aðaldrætt-
irnir, sem ekki þarf að vera sífelt
að breyta. Löggæzla og stjórn yrði
réttlátari, minni og ódýrari og betur
við okkar hæfi.
Þetta mun öruggasti vegurinn til
almennrar hagsældar og skilyrði fyr-
ir því, að eining og friður geti haldist.
Þá væri eftirsóknarvert að vera
íslendingur.
Aðrar þjóðir mundu þá einnig
vilja keppa að þessu takmarki, en
þær eiga óhægra með það, vegna
staðháttanna og fólksfjöldans.
íslendingar geta verið brautryðj-
endur að hinu göfugasta takmarki,
ef þeir vilja.
Þessa leið mundi cg kjósa, en
fleiri leiðir er vert að athuga.
Selalæk 7/6 1914
5zg. Guðmundsson.
Heimkoma ráðherra.
Konuugur heldur fast við
hinn boðaða konungsúr-
skurð frá 20. okt.
Ráðherra kom úr utanföf
sinni í nótt.
Ritstjóri Isafoldar átti tal við
ráðherrann í dag og levfði
hann Isafold, að hafa eftir
sér, að í samtali, sem hann
átti við konung hafi hann lýst
yfir, að hann yrði að halda
tast við yfirlýsing sína í ríkis-
ráðinu 20. okt. f. á. um kon-
ungsboðskap þann um upp-
burð sérmála vorra í ríkisráð-
inu, sem þá var boðaður.
Fáuanefndarskýrslan.
er væntanleg i miðri næstu viku.
Nýr héraðslæknir.
Björn Jósefsson emd. med. er
settur til þess að gegna héraðslækn-
isembættinu i Axarfirði frá 1. júli
næstk.
ReykiaYÍknr-annáll.
Aðkomumenn: Magnús Torfason,
bæjafógeti á ísafirði, síra Ásgeir As
geirsson frá Hvammi, Sigurður Fjeld-
sted, bóndi í Ferjukoti, Gísli Jónsson,
Borgarnes-kaupmaður, Ólafur Isleifsson
læknir frá Þjórsártúni.
Skipafregn. S t e r 1 i n g kom í
nótt. Meðal farþega voru Hannes Haf-
stcin ráðherra, Einar Benediktsson,
skáld, Frú Thorsteinsson (kaupm.),
ETnar Hjaltested (sonur Póturs úr
smiðs) frá Vesturheimi, Tang jun. frá
ísafirði, Mr. Bookless með frú, Sig-
ríður Pétursdóotir og frændkona henn-
ar Jarþrúður, Ólafur konsúll Johnson,
margir Vestur íslendingar og fjöldi
enskra ferðamanna.
Botnía fer utan í dag með marga
farþega. Msðal auuara taka sér far:
frú Stefania Guðmundsdóttir leikkona,
Jóh. Jóhannesson kaupmaður með frú
(á nokkra mánaða skemtiferð erlendis),
Pétur Zophoníassoti (á hástúkuþing).
Látin er hér í bænurn vestur-íslenzk
kona Rannveig Guðmunds-
dóttir, u/komin að vestan til að
sjá ættfólk sitt hór. Hún var ættuð
úr Voptiafirði.
Messað á morgun:
í dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þork.
kl. 5 síra Bj. Jónss.
í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól.
kl. 5 síra Har. Níelss.
Ólafur Þ. Johnson konsúll
kom úr langri utanför í verzlunarer-
indum á Sterling í nótt. — Hefir hann
ferðast um Bretland, Spán og Ítalíu og
énnfremur vestur um haf til Boston.
íþróttavöllurinn. Á morg-
un stendur til að tyrfa íþróttavöllinn
að nokkuru leyti. Heitir stjórn vall-
arins á alla góða íþróttamenn að »leggja
hönd á plóginn« og koma suður á völl
og hjálpa til með tyrfinguna, sbr. augl.
hér í blaðinu.
Fánadagurinn.
Ársafmæli fánatökunnar sfræki-
legu« á Rvikurhöfn var í gær. í
tilefni dagsins voru frónskir fánar
dregnir á stöng hér í bænum.
tms tíðindi erlend.
Dönsk stjórnmál. Simað
vnr fyrir skömmu að hægrimenn í
danska landsþinginu hefðu gengið
af fundi og með því móti heft fram-
gang grundvallarlagafrv. — Hið sama
gerðu þeir þ. 3. júní, er kominga-
lögin, sem eru dilkur grundvallarlag-
anna, skyldu ganga til 3. umræðu i
landsþinginu. Þá gengu 31 alls út
úr salnum, eða allir andstæðingar
þessarra nýmæia, en eftir sátu 33
fylgismenn þeirra. En svo segir i
þingsköpum, að engin ályktun verði
gerð nema meira en helmingur
þingmanna (66) sé á fundi, nú vant-
aði 1 á þá tölu (34) og varð at-
kvæðatalan stöðvuð með þessu.
Sama leikinn hafa svo hægrimenn
leikið nokkurum dÖgum síðar, er
grundvallarlögin komu til sögunnar.
Þykir fylgismönnum grundvallar-
lagafrv. þetta, eins og við er að bú-
ast, hið mesta gerræði, að 31 manns
í landsþinginu skuli beita slíku ör-
þrifaráði til þess að stöðva fram-
gang máls, sem hefir fylgi fólks-
þingsins nær óskift og helmings
landsþingsins.
MalararðriiF
mest og bezt úrval.
Verzíuti
c3* c7C. cBjarnason.
Sveitamenn!
Tros er lang-ódýrast og bezt
í verzluninni
V O N
Laugaveg 55.
Jarðarför mannsins mins eál, Magnúsar
Einarssonar fer fram fimtudaginn 18. þ.
m. Húskveðjan byrjar kl. II1/, á heimili
mfnu, Smiðjustíg 10.
Guðrún Guðnadóttir.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að minn elskulegi eiginmaður og faðir,
Pétur Sigurðsson, lézt að heimili sinu
Þann 24. mai, eftir þunga legu.
Jarðarförin fór fram þ 3. júni.
Króki á Akranesi 3. júni 1914:
Þuríður Jónsdóttir. Una Pétursdðttir.
Jarðarför sonar mins, Sigurðar J. Stefáns-
sonar, er ákveðin þriðjudaginn 16. júni og
hefst með húskveðju kl. 12 á hád. frá
heimili hins látna, Strandgötu 53 i Hafnar-
firði.
Solveig Guðmundsdóttir.
Almanak Þjóðvinafélags-
ins frá byrjun, í ágætu bandi er
til sölu. — R. v. á.
Knattspyrnumenn
bæði yngri og eldri! Komið kl. 8
árd. á morgun að tyrfa Völlinn.
Komið allir íþróttamenn I
Stjórnin.
Ástar kveðjur til foreldra þinna
og vina.
Þinn einlægur trúr vinur
Jón Siqurðsson.
Heilsáðu Snorra dýralækni, og
segðu honum eg þakki honum bréf
og sendingu. Ritgjörð hans um
bráðapestina meina eg ætti að vera
populær, en ekki strembin vísinda-
leg, en biddu hann að varast að fara
inn í Hjaltalíns manér, að skamma
menn út og skensa, og sizt meira
hlutann (I). Eg viðurkenni enga villu
hjá okkur í því að setja upp pen-
ingakröfu móti Dönum, enda er mér
til efs, hann geti lofað okkur að
lækna svo hverja kind og bæta, að
það ynni upp árgjald Dana. — En
látum það nú vera; Danir eiga eins
að borga skuld sína hvort sem kind-
ur drepast eða læknast, hvort sem
við nauðsynlega þurfum gjalds við
eða við stöndum jafnréttir án þess.
Segðu honum það frá mér, og biddu
hann gá að því eftirleiðis að forðast
slíka Finsenska villulærdóma. Eg
vona annars ritgerðar hans núna
með skipinu, og kanuske þú ættir
ekki að gefa honum ofanígjöf fyr
en seinna. Útvegaðu mér Heilbrigð-
istíðindin annað ár, eða heilsaðu
lóni Borgfjörð og biddu hann um
Þau.
Khöfn 6. júlí 1874.
Elskulegi vin.
Eg get nú ekki launað þér sem
vert væri þitt skemtilega bréf með
skipinu núna, eins og mörg önnur
fyrri, en eg þakka þér innilega fyrir
það. Mér þykir það gott, að nú
kemur breyting á fólk, og eg held
það hafi viðlíka verkun eins og
harður sprettur undir þungum gumpi
á ungan fola, sem hefir sofið og
vaknar af draumi hálffælinn. Það
væri gaman að heyra Planið til að
eyða Þjóðvinafélaginu. Eg er nú að
korrigera Audvara. Við ætluðum
að hafa kvæðið Matthiasar fremst,
sem hann kallar núna Islandsvísur,
en þegar við sáum það í Þjóðólfi
núna, þá snerum við aftur. Til
allrar lukku var það ekki komið
lengra en í korrektúru svo við gát-
um tekið það upp. Hann var ann-
ars búinn að gefa okkur það í vetur.
Þá verður nú fremst ritgerð um
stjórnarskrána eftir mig, heillöng,
síðan koma kvæðin þín, þá líklega
ritgerð um túnasléttanir. Þá bréf
nokkur eftir Eggert Ólafsson, þá
Áradalsbragur og annað gamalt kvæði,
þá hæstaréttardómar. Svona held eg
verði hérumbil heftið, og spái eg
þvi það muni verða vel látið. Það
kemur einmitt eftir hátíðina til þess
að setja menn inn í Situationina á
ný.
Björn Jónsson fer nú heim, og það
gleður mig, af því eg ímynda mér
að hann verði góður liðsmaður til að
styrkja kröftuga adresse til konungs
frá Þingvallafundi, sem eg held helzt
að bændur ætti að bera fram. Þú
talar nú við Björn, og eg geri ráð
fyrir þú fáir hjá honum eða annars-
staðar svar mitt til Gísla Br. Hann
þegir nú, því hans verndargoð,
vinstrimenn, hafa látið honum í
Ijósi undrun sína og óvináttu, að
menn segja, af því að hann skíti í
sitt eigið hreiður, því í pólitísku til-
liti eru þeir heldur frjálslyndir við
okkur, og einkum ef við fengjum
af okkur að sleppa peningakröfum
vorum, en það mun okkur naumast
detta í hug.
Eg leyfi mér að fela þér til hins
bezta fjóra sendimenn Norðmanna.
þeir eru þrir frá Stúdentum í Xíu
og er einn Gustav Storm, sem þú
kannast við, eg held hann sé núna
orðinn Doctor Philos., annar er
Birgir Kildal, formaður stúdentafé-
lagsins í Kristianíu. Þriðji er Nor-
dahl Rolfsen, skáld og forstöðu-
maður stúlknaskóla í Xíu. Fjórði
er Kristoffer Janson, sem þú þekkir.
Hann er valinn frá norska Samlag-
inu í Xiania, Eg hefi skrifað Hall-
dóri um þá, því eg imynda mér
hann geti bezt séð um, að þeim
verði sýndur allur sómi við hátíðina,
en annars hugsaði eg kanske að
góður bústaður væri i Glasgow hjá
Egli, hestar góðir hjá Sigfúsi, póli-
tic hjá Jóni Guðm., Mattíasi og
Víkverja, skáldskapur hjá þér. En
án gamans, gerðu svo vel að greiða
þeim götu alt hvað þú getur.
Þú fær bréf frá Berner i Kristi-
aniu, eftir því sem hann segir mér,
og eg hefi lika til þín kæra kveðju
frá nonum, með bón um að fá frá
þér lýsing á hátíðarhöldunum i sumar.
Þú hefir nú góðan mann að ráðgast
við, þar sem Björn Jónsson er, og
ef þú skyldir vera ekki viðlátinn,
þá kann vera hann vili taka það að
sér. Hugsaðu til þessa, minn kæri;
Berner telur sig viljugan til að borga
Honorar.
Annars vildi eg biðja þig, ef þú
gætir, og það er að komast nákvæm-
lega eftir og segja mér, hvaða áform
landshöfðinginn og skrifari hans hafa
með útgáfu Stjórnartíðinda og Lands-
hagsskýrslna. Er það ætlun þeirra,
að sjá um útgáfuna og tilbúning
hennar sjálfir, ætla þeir að láta prenta
í Reykjavik? Ætla þeir að gefa rit-
laun og hve mikil etc. etc. ? Alt
sem þú getur uppgötvað. Ef þar
er nokkru að leyna skal eg hafa
stærstu Discretion. Mér er eipungis
um að gera að vita hvernig þeir
hugsa sér að haga þessu, því annars
gildir mig í rauninni einu hvað þeir
gera, og held sjálfsagt, að það sé
misráðið að láta Vikverja taka við
þessu starfi, því hann getur farið
þegar hver vill, en eg held réttara
að fá Bókmentafélagið til að annast
það og veita því styrk til þess, þó
hann væri meiri en nú; svo byrjuð-
um við nýja bindaröð frá 1. ágúst
þ. á.
Berðu ástarkveðjur foreldrum þín-
um og náungum og Páli okkar.
Þinn elskandi vin
Jón Siqurðsson.
Khöfn 26. septbr. 1874.
Elskulegi vin.
Kærar þakkir fyrir þitt að vanda
alúðlega bréf með skipinu seinast.
Eg heyrði þú hefðir »ruglað«, og
því vænti eg ekki bréfs frá þér nema
svo eða svo, en það var ilt, að
hvorki þú né Björn Jónsson skildu
skrifa »Dagbl.« i Xianiu, þvi fyrir
það sama hefir hann tekið stubb
eftir Kristoffer Janson, sem er hálf-
grundtvigskt slúður um koppa og
kyrnur, skotthúfur og kulda. Janson
er án efa góður drengur, en hann
er einn af þessum linu Norðmönn-
um, sem liggur í fomaldar sólskynt