Ísafold - 25.07.1914, Blaðsíða 1
3
S
Kemnr út tvisvar
í viku. Verðárg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða I^dollar; borg-
ist. fyrir æiðjan jtili
pi’eiidis fyrirfram.
Lausasala ð a. eint.
Uppsögn (skrifl.)
bundin við aramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda
fyrir 1. oktbi. og
só kaupandi skuld-
laus við biaðið.
ísafoldarprentstniðja.
Ritstjójpi s Ólafui' Bjöínsson.
Talsími 48.
XLI. árg.
Revkjavik, laugardaginr. 25. júlí 1914.
5
tölublað
Aiytffiuíél.oókasafn Templaras. 8 hl. 7—9
©orgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 1 : -3
Brojarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og \ -7
Bæjarfrjaldkerinn LaufAsv. 5 kl. 12—8 og > -7
.íslandsbanki opinn 10—2l/a og 51/*—7.
X.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 öð.
Alm. fundir íid. og sd. 81/* sibd.
líandakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á heU . m
Landakot8spitali f. sjúkraviti. 11—1.
Landsbankinn H-21/*, 51/*—6'/*. Bankastj. 12*2
Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8
Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 2
'Landsféhirdir 10—2 og 6—6.
Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12*-2
Landssíminn opinn dnglangt (8—9) virka dtiga
helga daga 10—12 og 4—7.
Náttúrngripasafnib opib l1/*—2X/* á sunnr L
'Pósthúsið opib virka d. 9—7. sunnud. 9—1.
Samábyrgb Islands 10-12 og 4—6
'Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talslmi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt
8—10 virka daga. helga daga 10—9.
Vifilstabahælib. Heimsóknartlmi 12—1
3*jóðmenjasafnib opið sd., þd. fmd. 12—2,
Skrifstofa
Eimskipafélags Islands.
Austurstræti 7.
Opin daglega kl. 5—7.
Talsimi 409.
Hjörtur Hjartarson yfirdóms-
lögmaður, Bókhl.stíg 10. Sími 28.
Venjul. heima 12XI2—2 og 4—5>/2.
Heildsöluverzlun.
Magnús Th. S. Blöndahl
Reykjavík.
Kaupir aliar íslenzkar vörur.
Embættaskipun
og eftirlaun.
Isafold mintist á það i vor (þ. 27.
tnai) hverja nauðsyn bæri til þess að
rannsaka alla skipun á embættum
landsins, launakjörum embættismanna
Og eftirlaunamálið. Og þar var bent
á, að heillavænlegasta leiðin til þess
að koma þeirri rannsókn í fram-
kvæmd myndi sú að skipa milli-
þinganefnd til þeirra starfa, af öllum
flokkum. Með þvi móti fengist itar-
leg og alhliða rannsókn á þvi, hvað
tiltækilegast yrði til að koma þess-
um efnum í bezt horf, og með því
móti yrði þessum málum komið und-
an meira og minna órökstuddum
sleggjudómum stjórnmálaæsinganna.
Vér töldum sjálfsagt, að aukaþingið
tæki þetta til rækilegrar íhugunar og
réði fram úr vandanum.
Það er oss gleðiefni, að sú von
hefir eigi brugðist. Mál þetta hefir
verið rætt í báðum deildum alþingis.
í neðrideild bar Guðm. Hannesson
fram þingsályktun um að skora á
stjórnina að ihuga hvort eigi mundi
tnega fækka sýslumannaembættnm
°g við hana var gerð breytingartil-
haga þess efnis, að einnig yrði undir
íhugun tekið, hvort eigi mætti skilja
að upaboðsvaldið og dómsvaldið.
Þessar tillögur samþykti deildin.
í efri deild bar Hákou Kristófers-
son fram þingsályktunartillögu —
^skorun til stjórnarinnar — um
að íhuga eftirlaunamálið, afnám allra
cftirlauna.
Þriggja manna nefnd var kosin
til að íhuga það mál, þeir Hákon
Kristófersson, Magnús Pétursson
(skrifari) og jósef Björnsson. Frá
þessari nefnd er komið svofelt álit:
»Eftir að nefndin hafði íhugað mál
þetta vandlega, þá ko-mst hún að
þeirri niðurstöðu, að það væri of-
ætlun hverri stjórn að semja frum-
varp í þá átt, sem þingsályktunar-
tillagan ætlast til. Til þess er tím-
inn alt of naumur og málið of um-
fangsmikið.
En hitt er sannfæring nefndarinn-
ar, að ekki megi hafa að engu þær
óskir þjóðarinnar, sem altaf verða
háværari með ári hverju, um að eft-
irlaun séu alveg úr lögum numin.
Nefndin vill því koma hinni upp-
haflegu tillögu í það horf, að skipuð
verði milliþinganefnd til þess að taka
mál þetta til rækilegrar íhugunar.
En jafnframt telur nefndin það
sjálfsagt, að slik þingsályktunartillaga,
sem hefir í för með sér fjárútlát fyr-
ir landssjóðinn, sé einnig látin koma
til umsagnar og atkvæða í háttv.
neðri deild.
Eins og breytingartillagan ber með
sér, er það tilætlunin, að launakjör
embættismanna og annarra starfs-
manna landssjóðs verði einnig vand-
lega rannsökuð af þessari milliþinga-
nefnd.
Okkur dylst það eigi að slík nefnd-
arskipun hafi talsverðan kostnað i för
með sét, en þegar þess er gætt hve
mál þau, sem nefndin á um að fjalla
eru alt af ofarlega á baugi hjá þjóð-
inni og hversu ákaft er hrópað um
afnám eftirlauna, jöfuuð launanna og
þess konar, þá virðist okkur ekki
áhorfsmál að eitthvað sé leggjandi í
sölurnar til þess að verða við þess-
um óskum þjóðarinnar og fá ítar-
lega rannsókn á málum þessum.
Finst okkur, að allir málsaðilar,
hverja skoðun sem þeir hafa um af-
nám eftirlauna, megi verða fegnir
að bundinn verði einhver endir á
þessi deilumál.
Þetta mál er heldur ekkert ný-
mæli hér á þingi. Á. þingi 1911
samþykti neðri deild þingályktunar-
tillögu um, að skora á stjórnina að
taka til rækilegrar athugunar afnám
eftirlauna og koma fram með tillög-
ur um það. Þó þetta hafi engan
sýnilegan árangur haft, þá er það
góð bending i þá átt, að nái þessi
tiilaga ekki fram að ganga nú, sem
við hljótum að telja sjálfsagt að hún
geri, þá yrði það að eins til að herða
á kröfunum. Þær verða ekki niður-
bældar með slíku, að eins tafið fyrir
framgangi þeirra. Mikill meiri hluti
þjóðarinnar mun standa fast á þess-
um kröfum og bera þær fram ti
sigurs þó síðar verði.
Nefndin vill einnig láta þess getið,
að þar sem nú hefir verið afgreidc
til stjórnarinnar frá háttv. neðri deilc
þingsályktunartillaga um að athuga,
hvort unt sé að aðskilja umboðsvalc
cg dómsvald, þá finst oss eðlilegt
og sjálfsagt, að þessi sama milliþinga-
nefnd verði einnig látin taka það
mál til meðferðar. Mundi þá fengið
svo mikið verkefni fyrir hana að
flestum mun nóg þykja. Og ekki
væri sú nefnd til einskis skipuð, sem
leysti þessi verkefni sæmilega af
iendi«.
Eftir því sem ísafold hefir frétt,
mun til standa, að í neðri deild komi
og fram þingsályktunartillaga um
skipun milliþinganefndar í málinu og
jarf víst naumast að gera ráð fyrir
öðru en að alt þingið fallist á þessa
aðferð til að »leita sannleikans« í
þessu eldgamla og síkvika dcilumáli
þjóðarinnar.
Og veltur þá mikið á því, að vel
sé vandað til þeirrar nefndar.
Erlendar
símfregnir.
Ófriður milli Serba og
Austurríkismanua?
Khöf 24. júli 1914.
Milh ^Austurríkismanna oq Serba
haýa farið pau skeyti, að búast má
við ójriði milli pjóðanna pá 0% peqar.
Þótt símfregnin eigi geti um það, er
harla liklegt, að undirrót þessara ó-
friðarmála sé morðið á rikisertingjan-
um í Austurríki, Franzi Ferdinandi.
Það var að verða æ berara af síðustu
erlendum blöðum, sem bárust hing-
að, að banatilræði það væri undan
serbneskum rótum runnið og sjálft
konungsefni Serba meira að segja
við það bendlað.
Verbfall í Pétursborg.
Khöfn 24. júlí.
Óvenjumikið verkjall hefir nýles;a
%osið upp í Pétursboro. Taka 2jo
pús. manns pátt í pvi.
Ólgan í Albauiu.
Khöfn 24. júli.
Uppreisnin í Albaníu magnast stöð-
uqt. Uppreisnarmenn krejjast pess nú
einum rómi, að Vilhjálmur jursti verði
rekinn jrá völdum.
Eftir þessum fréttum að dæma
ætlar hún að verða skammvinn kon-
ungstign Vilhjálms Albanakonungs.
Skal hér rifjuð upp saga hans í
stuttum dráttum:
Þ. 28. nóv. 1913 var Albania lýst
sjálfstætt riki.
Þ. 21. febr. 1914 er Vilhjálmi
Wied-fursta boðinn konungdómur i
Albaníu af sérstakri sendinefnd undir
forustu Essad Pasha.
Þ. 7. marz heldur hinn nýi kon-
ungur innreið sina i Durazzo, höfuð-
borg Albaníu.
Þ. 2. maí er uppgötvað öflugt
samsæri, sem gert hefir verið ti
höfuðs Vilhjálmi.
Þ. 18. mai ná uppreisnartnenn á
sitt vald þorpinu Siak, sem er tvær
mílur frá Durazzo.
Þ. 19. maí lætur Vilhjálmur hand-
sama Essad Pasha og flytja til Ítalíu.
Þ. 24. maí setjast uppreisnarrnenn
um Durazzo, en Vilhjálmur flýr út
á ítalskt herskip, en snýr aftur ti
Durazzo næsta dag fyrir eindregin
tilmæli stjórnarinnar í Vinarborg.
Þ. 30. mai koma herskipaflotar
ítalskir og ansturriskir til Durazzo.
Þ. 5. júní er lýst opinberlega að
Ourazzo sé herumsetin borg.
Þ. 12. júni biður Vilhjálmur stór-
veldin senda flota til Durazzo.
Þ. 15. jliní gera uppreisnarmenn
árás á Durazzo og Vilhjálmur flýr
af nýju út á eitt af herskipum ítala.
Síðan hefir borgarastyrjöld geysað
landinu — og munu öll líkindi til
sess, að Vilhjálmur hröklist úr landi,
en hvað þá tekur við í þessu
yngsta fullvalda konungsríki heimsins
— er bágt að segja.
í»ýzkukennari við liáskól-
ann. Hingað kom síðast á Ceres
þýzkur fræðimaður, dr. Kurt Bnsse,
og verður hann kennari í þýzkum
fræðum við háskólann.
Gleðiefni hlýtur koma hans að
vera öllum íslendingum, eins og
frönskukennaranna tveggja, er hing-
að hafa komið. Það er eigi einung-
is þess vegna, að með þessu móti
gefst mönnum hér tækifæri til að
auka þekking sina á þýzku máli og
menning, heldur og hitt, að vænta
má þess, að hinir ungu fræðimenn
verði boðberar islenzkrar menning-
ar og flytji með sér sannfróðleik um
hagi vora og ástand heim til sín, er
þeir hverfa aftur héðan.
Slíkir menn eru oss aufúsugestir.
Heiðurssamsæti
var síra Eggerti Pálssyni haldið
af sóknarbörnum hans síðastliðinn
sunnudag i samkomuhúsi Fljótshlið-
armanna við Grjótá. Var samsætið
haldið i minning 25 ára prestsþjón-
ustu síra Eggerts og silfurbrúðkaups
þeirra hjóna. Gjafir voru þeim færð-
ar veglegar, og fluttar ræður og
kvæði.
Svar
til prófessors Jóns Helgasonar
frá síra Sigurði Stefánssyni i Vigur.
Eramh.
J. H. fullyrðir, að kenning kirkj-
unnar um guðdóm Krists sé ekki
bygð ú orðum hans af því að Krist-
ur nefni sig hvergi guð. |>að verður
að lesa vitnisburði Jesú um sjálfan
sig í guðspjöllunum á mjög einkenni-
legan hátt, til þess að komast að
þeirri niðurstöðu, að þau sauni ekk-
ert um guðdóm hans í þeim skiln-
ÍDgi, sem kirkjan hefir frá öndverðu
lagt í það hugtak. Hann vitnar um
sjálfan sig sem guðs son í alveg sór-
stökum skiluingi. Hann segir: Alt
er mér falið af föður mínum og eng-
inn gjör-þekkir soninn nema faðirinn
og engi hlutur gjörþekkir nokkur föð-
urinn nema sonurinn og sá, er són-
urinn vill opinbera hann, (Matt. 11,
27). f>egar Símon Pétur svaraði
spnrningu Jesús til lærisveinanua,
hvern þeir segðu hann vera: fm ert
Reykjavíkar-annáll.
Tannlækni danskan hefir Brynjólfur
Björnsson fengiS sér til aðstoðar. Heit-
ir hann Marius Hansen og hefir lokiS
fullnaðarpréfi með J. einkun í tann-
læknisfræði í Khöfn. Hann kom hing-
að á Ceres siðast.
Veikindi hafa verið með mesta móti
hér í bænum í vor, kíghósti, lungna-
bólga og aðrir kvillar. Nýlega misti
Jens B. Waage bankaritari ungbarn á
2. ári úr afleiðingum kíghósta.
Vilh. Bernhðft tannlæknir fer utan
um mánaðamótin til þess að kynna .sér
nýjustu aðferðir við tannlækningar.
Hann dvelur ytra 1 x/2—2 mánuði.
Messað á morgun:
I fríkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónss.
kl. 5 síra Har. Níelss.
Aðkomuntenn. Síra Sig. Jensson
prófastur frá Fiatey, Sigf. Daníelsson
verzlstj. frá ísafirði.
Nýkominn til bæjarins er og Björn
Þórðarson cand. jur., sem settur hefir
verið sýslum. Húnvetninga og sezt
hann að hér i bænum fyrst um sinn.
Hjálpræðislierinn. Yfirmaður hans
sem verið hefir síðustu 5 ár, Niels
Edelbo, fór héðan alfarinn ásamt frú
sinni í gær. Þau hjón hafa getið sór
bezta orð hér. Eftirmaður hans, sem
hingað er kominn, heitir Grauslund.
-----—».........................
Geðveikrahælið á Kleppi.
Eftir tilmælum stjórnar Kleppshæl-
is vill ísafold minna á, að í vetur
voru hreppsnefndir um land alt beðn-
ir að láta stjórninni í té vitneskju
um, hve margir sjúklingar myndu
þurfa vist á Kleppi, ef hælið væri
fært um taka móti þeim og þætti
hælisstjórninni vænt um að fá sem
fyrst þau svör, er enn vantar.
hinn smurði, Bonur hins lifanda guðs,
sagði Jesús: »Sæll ert þú Símou
Jónasson því að hold og blóð hefir
eigi opinberað þér það, heldur faðir
minn á himnum (Matt. 16, 16).
Aður en Abraham var til var eg.
Eg og faðirinn erum eitt. Sá sem
sér mig, sér þann, sem sendi mig.
Gjör mig nú dýrðlegan faðir með
þeirri dýrð, sem eg hjá þér áður en
heimurinn var til (Jóh. 8, 59, 10, 30,
12, 45, 17, 5 og víðar).
jpótt Jesús nefni sig ekki beinlínis
guð í þessum vitnisburðum, þá er
augljóst, að enginn dauðlegur
m a ð u r gat talnð um samband sitt
við guð eins og hann. En hér bæt-
ist og við kenning postulanna um
persónu frelsarans. JóhanDes segir
um hann : er hinn s a n n i
g u ð og eilífa lífið. Í uppihafi var
orðið og orðið var hjá guði og orðið
v a r g u ð og orðið varð hold og
hann bjó með oss fullur náðar og
sannleika og vér sáum dýrð hans,
dýrð sem eingetins sonar föður. (1.
Jóh. 5, 21, Jóh. 1, 1 og 14). Hann
sem er yfir öllum, g u ð blessaður
um aldir. (Róm 9, 5).
f>að verða engin skynsamlög rök
færð fyrir því, að bæði þessir og aðr-
ir vitnisburðir postulanDa um guð-
dóm Krists, séu ekki einmitt bygðir
á vitnisburðum hans um sjálfan sig,