Ísafold


Ísafold - 29.07.1914, Qupperneq 1

Ísafold - 29.07.1914, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar < viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l|dollar; borg- istfyrir miðjanjúll erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLI. árg. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík, miðvikudaginn 29. júlí 1914. Ritstjórl: Óiafur Björnsson Talsími 48 Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbi. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 58. tölublað Hljómleika heldur Gúnther Homann pianoleikari frá Berlin, fiöstiidaginn 3t. júlí kl. 9 í Gamla Bio. Aðgöngumiðar i bókaverzlunum ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar. Erí. stmfregnir. Evrópustrið í aðsigi. Khöfn 27. júlí, kl. 8.10 e. h. Stríðið er óumflýjanlegt. Stjórnarsetur Serba er flutt frá Belgrad suður til Kragujewitz. Serbar hafa sprengt Donárbrú. Fólk flýr írá Belgrad. I»ýzkalandskeisari, sem staddur var í Noregi held- Ur heim af mesta liraða. Poincaré Frakkaforseti, sem staddur var í heim- sókn í Stockhókni og ætlaði þaðan til Khafnar hætti við heimsóku í Danm. með tveggja kl.stunda fyrir- vara og hóit beint til París. Bússar hervæðast til stuðnings Serbum. Á I'ýzkalaudi er mikill ófriðarhugur. Bretar halda sér hlutlausum í bráð. Evrópu- stríð mjög sennilegt. Annnð skeyti barst hingað i gær svo hljóðandi: Prumorusta hóð. Serbar hafa ráðist á Austnr- ríkismenn á Donárbökkum. Kauphalla-markaður daufur alstaðar. í Berlín haldnir andmælafundir gegn Kússum, en í Pétursborg haldnir fundir til styrktar Serbum. EVrópustríð f undirbúningi. Seint í gærkveldi barst ennfremur svolátandi skeyti: Kaupmannahöfn 28. júlí. Vonlaust uin frið! Djóðverjar neita að taka þátt í málamiðlun þeirri ai stórvelda liálfu, sem Bretar hafa stungið upp á. Austurríkismenn sækja fram. Serbar hopa alstað- ar. »Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi*. — Svo virðist nú sem morð tveggja manna, ríkiserfingja Austurríkis og konu hans muni verða undir- rót hinnar mestu og ferlegustu styrjaldar, síðan á dögum Napoleons mikla. Hvert símskeytið sem berst hingað segir Norðurálfustrið sennilegra. Friðarslitin verja Aasturríkismenn með því, að ráðin um morðið á ríkiserfingja þeirra hafi verið lögð i Belgrad, að morðingjarnir hafi fengið sprengikúlur sínar hjá flotaliðsforingjum og ríkisþjónum í Serbíu og að serbnesk blöð hafi átt drjúgan þátt að því að koma morðinu í fram- kvæmd. Líklegt þykir, eins og simfregnir bera með sér, að Þjóðverjar muni veita Austurríkismönnum, en Rússar Serbum. Spá þvi margir, að þá muni og ítalir dragast inn i styrjöldina með bandamönnum sínum í þrí- veldasambandinu (Austurríki og Þýzkalandi). Og fari svo muni Frakkar eigi sitja hjá, heldur veita sínum vinum og babdamönnum, Rússum. Bretar hafa nú stungið upp á miðlun, og halda sér hlutlausnm i bráð, en veiti þeir einhverjum fulltingi — munn það fremur verða Rússar og Frakkar. Og þegar svo er komið má heita, að Norðurálfa sé komin í eitt ófriðarbál. En afleiðingarnar, sem af þvt geta orðið eru svo margbrotnar, að enginn fær metið — eða lýst. Næstu dagarnir eru lirslitadagar í sfjgu Norðurálfu og raunar alls heimsins. Fjáraukalög — heimildarlög. í síðasta blaði var þess getið, að f)áraukalagafrumvarpið hefði verið felt við framhald 1. umræðu í Nd., en að von mundi sérstakra frumvarpa um þær fjárveitingar, er þættu allra óhjákvæmilegastar. Fern þesskonar frumvörp voru á dagskrá neðri deildar í gær; hið fyrsta um að veita stjórn Heilsubæl- isins á Vífilsstöðum nauðsynlegan styrk úr landssjóði til reksturs hæl- isins — alt að 20.000 kr.; annað um að veita stjórninni heimild til að láta reisa hornvita á Grimsey i Steingrimsfirði; hið þriðja um að heimila stjórninni að veita 20.000 kr. styrk til hafnargerðar í Þorláks- höfn og alt að 40.000 kr. lán af viðlagasjóði til sama fyrirtækis, og hið síðasta um að heimila lands- stjórninni að flytja listaverk Einars fónssonar frá Galtafelli heirn til ís- lands og geyma þau á iandssjóðs- kostnað. Ekki vissu menn neitt um það fyrirfram hvernig heimildarlagafrumv. þessum myndi reiða af —eýtii þeirra. En hinu munu fæstir hafa við bú- ist, að framburður þeirra í sjálfu sér mundi velta á stað mestu þing- rimmunni, sem enn hefir orðið á þessu þingi. í forsetasæti sat varaforseti Pétur Jónsson, er fyrsta frumv. kom til umræðu. í stað þess að gefa flutn- ingsm. þess (fóni frá Hvanná) orðið, svo sem venja er jafnan til, nema ef ráðh. eða umboðsm. hans eiga í hlut — gaf forseti síra Eggerti Páls- syni orðið. Fór hann ekki einu orði um efni frv., en staðhæfði, að pað vœri stjórnarskrárbrot að taka petta frumv. og hin heimildarlagajrumv. til meðferðar á pingitm, brot gegn 24. gr. stjórnarskrárinnar og heimtaði úr- skurð forseta um, hvort leyfilegt væri að taka frv. til meðferðar. í kjölfar E. P. sigldi svo umboðs- maður ráðh., landritarinn, með sömu staðhæfinguna og bætti við, að heim- ildarlagafrv. kæmu í bága við 22. gr. núgildandi fjárlaga. Þessum staðhæfingum var öflug- lega andmælt af Bjarna frá Vogi, er minti á, að áður hefði verið látnar nægja einfaldar þingsályktunartillögur til fjárútláta úr landssjóði, hvað þá heldur heimildarlög. . Einar Arnórs- son minti á, að aukaþingið 1912 hefði samþykt heimildarlög um fjár- veitingu, án fjáraukalaga, t. d. yfir- setukvennaskólalögin. Hannes Hafstein hélt sömn skoð- un fram og E. P. og landritari. Björn Kristjánsson minti á, að mörg slík heimildarlög hefðu samþ. verið í sinni þingtíð. Gerðist úr þessu mikið hita-karp og flugu litt þing- leg orð eins og fjaðrafok um sal- inn. — En svo lauk, að vara- forseti tók öll heimildarlagafrv. út af dagskrá, — og færði til þau rök, Unglingaskólinn á Sauðárkróki. Skólaár frá 1. nóv.—1. mai. Kensla á dag 5 stundir. Námsgreinar slenzka (skrifleg og munnleg), náttúrufræði (eink. eðlisfræði og heilsu- fræði), reikningur, landafræði, saga, söngur, skrift, teiknun og leikfimi. Aukagreinar: danska og enska. Umsóknir frá þeim (piltum eða stúlkum), er gjörast vilja nemendur næstkomandi skólaár, sendist undirrituðum, er gefur nánari upplýsingar um skólann. Sauðárkróki, 19. júlí 1914. Jótt t>. Björnssoti. að réttara væri að bíða eftir hinum reglulega forseta og hinum reglu- lega ráðherra, um úrskurði viðvíkj- andi frumvörpunum. Enginn minsti vafi er á því, að umboðsmaður ráðherra og minni- hlutamenn þeir tveir, er vildu úr gera stjórnarskrárbrot og fjárlaga- brot — hafa algerlega rangt fyrir sér. Skýringar þeirra ná engri átt, enda verið margandmælt með reynsl- unni á sjálfu alþingi. Þarf eigi lengra að fara aftur í tímann en til þingsins 1912. Þar ern samþykt hver heimildarlögin á fætur öðrum, er veita landsstjórn- inni heimild til að verja fé úr lands- sjóði, sum þeirra stórfé. Þá er m. a. lagt fyrir þingið og samþ. stjórnarýrum- varp, er fer fram á að veita iands- stjórninni heimild til að kaupa Vestmanneyjasímann fyrir 45000 kr., þá er og samþykt frumpvarið sæla um hcekkun á pingfararkaupinu, þá er enn samþykt frumvarp um stojnun yfirsetukvennaskóla, þá er og til meðferðar frumvarp um að leggja landssjóði stóreflis fjárútlát á herðar til að taka hluti í væntanlegu eim- skipafélagi — þótt eigi næði fram að ganga. Sturla Þórðarson (29. júlí 1214 — 29. júlí 1914). í dag er sjö alda afmæli Sturlu Þórðarsonar. Hvarvetna í siðuðum og sögu- mentuðum heimi myndi slíks dags rainnst með viðhöfn, hátíðahöldum og minningargreinum í þjóðblöðum og tímaritum. Þetta rænuleysi — eða hvað eg á að kalla það —• staf- ar, ef til vill, að sumu leyti af fá- tækt vorri. En hvort mun það ekki að nokkru eiga rót sína að rekja til þess, að minningar verðleikamanna vorra sofa í hugum íslendinga? Það getur ekki komið til mála í stuttri blaðagrein að segjaæfisöguhans, enda má ætla, að miklum þorra lesend- antia sé hún nokkuð kunn. Hann var Sturlungaættar, eins og nafnið bendir á, bróðursonur Stiorra Sturlu- sonar, en bróðir Ólafs málfræðings hvítaskálds. Baldnir og blandnir voru Flest af þessu hafa sömu þing- mennirnir samþykt, sem nú hrópa af öllum mætti, að það sé stjórnar- skrárbrot og fjárlagabrot að sam- þykkja á aukaþinginu, að látinn sé eyrir úr landssjóði, nema gert sé i fjáraukalögum. í þessu er ekkert vit. Með þessu gefa þeir sjálfum sér — fyrir 2 árum — hinn þyngsta löðrung. Þessi meinvilla hlýtur að vera sprott- in af mestu fljótfærni og er afleitt til þess að vita, að haldið skuli fram af jafnmikilli ákefð, t. d. af umboðs- manni ráðherra og fyrv. ráðh., eins og raun bar vitni i gær. Hér skal eigi rætt um afleiðing- arnar af því, ef meinvilla þessi ætti meirihluta að fagna i þinginu, að eins mint á, að þá fengi Heilsuhælið á Vífilsstöðum eigi einn eyri — og yrði þá að loka í haust, eftir þvi sem haft er eftir stjórn þess. Þess er að vænta, að er mál þessi koma af nýju fyrir þingdeildina, verði meinvillu-þingnj^nnirnir heil- brigðir orðnir af þessari frámuna- legu firru sinni. þeir flestir, Sturlungarnir, þessir miklu mennta- og andans menn, sem unn- ið hafa næsta margt, bæði gott og illt, fyrir sögu vora, þjóðþrif og menn- ing. Er það heppilegt að kenna tímann við þá, en ekki Haukdæli né Oddaverja, því að þeir Sturlungar voru einna eigingjarnastir ófriðar- seggir um þær mundir. En það leikur enginn efi á, að Sturla Þórð- arson er þeirra frænda Þeztur mað- ur, þeirra er koma við meiri háttar tíðindi í árbókum landsins. Einhver syrgilegasti þátturinn i sögu þjóðar vorrar er Sturlungaöld- in, þá er útlent vald, bæði kirkjan og Noregskonungur, eru að brjóta undir sig landið, og íslenzkir stjórn- málamenn og leiðtogar drepa hvern annan, bæði með grimd og svikum, í stað þess að taka höndum saman og verjast voðanum, gerast meira að segja af fúSum vilja verkfæri í hendi þess, eins og Sturla Sighvats- son. Það virðist svo, sem allar mannlegar hvatir, tilhneigingar og ástriður séu nu leystar úr öllum

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.