Ísafold - 05.09.1914, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.09.1914, Blaðsíða 4
270 I SAFOLD Myndir frá öfriðnum. Fáein orð til hr. yfirdómslögm. Kr. Linnets. Hr. yfirdómslögtnanninum virðist hafa sárnað við mig ofurlítið fyrir það, að eg í niðurlagi greinar minn- ar til síra Matth. var að blaka eitt- livað við borðdansinum. Þetta var auðvitað óþarfi af mér, enda vegur nú hr. Linnet að mér í langri grein í síðustu ísafold. Eg get verið mun stuttorðari. Hr. Linnet bregður mér um, að eg hafi lesið Myers illa og bendir sérstaklega á eina sögu, er hann líkt og Myers telur því nær óræka sönn- un fyrir gildi borðdansins. En eg hygg, að hr. Linnet hafi ekki lesið sögu þessa ofan í kjölinn. Lítum samt á hana. Hana er að finna í n. bindi, bls. 183—85. Sagan er í stuttu máli þessi: Benja nokkur setur blekmerki báð- um megin á múrstein, brýtur hann 1 tvent, fær systur sinni annan mol- ann, en segist sjálfur ætla að fela hinn; svo skuli hann vísa henni á hann, ef hann geti, þegar hann sé dauður. Benja deyr; svo líða nokkr- ir mánuðir þannig, að móðir hans og systir verða einkis vísari; en þá fara þær að láta borð dansa. Er þá eins og Benja komi í borðfótinn og bangi til þeirra: »Þið munuð finna múrsteinsmolann í smástof- unni undir tóma hawknum. Benja«. Svona er sagan. En hvaða sönn- unargildi hefir hún nú? Lítum á veilurnar i henni. Þær eru margar og þessar helztar: 1., Sagan er ekki sögð fyrr en 2j árurn eða meira eftir atburðinn, sbr. orð systurinnar, frú Finney: ífyrir hér um bil tuttugu og fimm árum«. En margt getur skekst í minni manns á skemri tíma. 2. Frú Finney er ein til frásagn- ar um þetta, sbr. orð hennar: »Mamma er ekki á lifi; eg er sú eina af fjölskyldunni, sem erálifi«. 3. Frú Finney er sjálf trúaður spiritisti og getur ekki hugsað sér aðra skýringu en andatrúargátuna, sbr. orð hennar: »Okkur var það sannleikur, að andar geti alt og setji sig í raun og veru í samband við oss, óg ekkert nema áhrif og mátt- ur Benja gat gefið oss þessa sönnun«. Svo mörg eru þessi orð. En mundi nú hr. yfirdómslögm. t. d. þora að byggja dóm á framburði eins manns um atvik, sem skeð hefir fyrir 25 árum, og telja skýringu hans á atburðinum óræka, þótt önn- ur skýring væri hugsanleg og jafn- vel liklegri? Líklegasta skýringin í þessu falli er sú, að Benja hafi í lij- anda lífi, þegar hann fól steininn, hugsað svo ríkt til systur sinnar, að þetta hafi pá, á þvi augnabliki, smogið inn í undirvitund hennar og geymst þar, þangað til hún fór að knýja það fram með borðhreyfing- unum. Svona er þá þessu sönnunargagni farið, og sama má segja um bréfið. Öðrum dylgjum hr. Linnets þarf eg naumast að svara, t. d. þeirri, að eg hafi lika misskilið Flournoy. Rit- staður sá, er hr. Linnet vitnar til, er slitinn út úr samhengi, og á öðr- um stöðum i bókinni (í amerísku þýð. t. d. á bls. 193 o. v.) gefur Fl. berlega i skyn, að sálarlíf miðl- anna splundrist oft og einatt; en öll bókin í heild sinni ber þess ljóst vitni, að Fl. álítur miðlana ekki segja annað oftast nær en rugl og mark- leysur. Eg hygg þvi, að eg hafi lesið þá bók betur en hr. Linnet. Fleira í skrifi yfirdómslögm. get eg ekki verið að eltast við. Aqúst Bjarnason "i—r— 1 - 11 Albert Belqakonunour. Kitchener lávaröur hinn nýi hermálaráðherra Breta. Sir fohn French yfirforingi brezka hersins áFrakklandi. Stóraðmíráll von Tirpitz flotamálaráðherra Þjóðverja. j ^ Jellicoe aðmíráll yfirforingi brezka flotans. V. Ernmich yfirforingi Þjóðverjahers á Frakklandi. GARLSBERG ðLGERDARHÚS mæla með: Carlsberg M®rk skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, Ijúflengt, endingargott. Csrlsbérg skattefri Porter ekstraktríkastur allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum. áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. Þakpappavei JUL Herkúles-þakpappi Haldgó&ir þakpappalitir allsk. Ála rksmiðjan Do . ZACHARIAS & C Stofnað 1896. * Tals.: Miðst. 6617. gning með áby rtheasminde Triumph-þakpappi Tjörnlaus — lyktarlaus. rsrð. Gerisf haupendur ísafolaar nú þegar Dömu- Herra- Telpu- Drengja- Regnkápur | stórt úrval, nýjasta tízka. | I Brauns verzl. Rvlk u □i Aðalstræti 9. IIQQI! Hinar sameinuðu ulgerðir: cffirone JEagarol cJbrona <3?ilsoner cjfírona c3?orÍer Cæporí ^DoBGeítol Qantraí cMalíaætraRt eru beztu skattfriu ultegundirnar. ----Fást nú í hverri fjölbirgöaverzlun. —— 3 Dánarminning\ Hinn 16. ágúst í sumar andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri yngis- maður Guðjón Þorsteinsson, háseti á botnvörpungnum »Snorra goða«. Guðjón sáh var fæddur 21. maí 1893 og voru foreldrar hans Þor- steinn Þórðarson og Margrét Sig- urðardóttir hjón á Frostastöðum hér í bænum, og er Þorsteinn dáinn fyrir nærfelt 10 átum. Það var mannskaði mikill að þess- um unga manni, því hann var manns- efni hið mesta; lauk hann í vor fullnaðarprófi hinu meira á stýri- mannaskólanum með loflegum vitnis- burði. Öllum, sem þektu þenna unga mann, þótti vænt um hann; enda hefði hann orðið sér og sínum til gagns og sóma, hefði lífið orðið lengra. Hann lætur eftir aldraða og mædda móður og eina systur; var þeim, sem eðlilegt er, sár harmur í andláti hans. Það er þjóðarskaði í andláti hvers ungs og efnilegs manns, og með þessum unga manni, sem var hvers manns hugljúfi, dóu margar fagrar vonir. Það er ánægjulegt að sjá unga menn taka snemma þann ásetning, að verða nýtir menn, og svo var um þenna, og það er sár sjónarsviftir, þegar þeir deyja í æsku- blómanum. Vér minnumst allir, sem þektum, þessa unga góða manns með virðingu og trega. Vinir hins látna. Tapazt hefir jarpur hestur 5 vetra. Mark: fjöður aftan vinstra, merktur A á vinstri lend. Skilist að Kallaðarnesi eða til Asgrims Eyþórs- sonar, Reykjavík. Góð kýr, sem bera á viku fyrir vetur, er nú þegar til sölu. Semja má við Sigurð Sæmundsson, Hvassahrauni. Istetar Éríir. Eg undirritaður kaupi flestar ís- lenzkar afurðir, svo sem: smjör, tólg, kæfn, hangik,jöt, sauð- skinn, leður, trosfisk o. fl. — Þeim, sem eitthvað kynnu að skifta við mig, mun eg veita þær upplýs- ingar, er eg get í té látið um það, hvar þeir geti fengið ýmsar vörur vandaðastar og ódýrastar. Þorsteinn Þorgilsson. Kárastíg 14. H.Y. Christensen & Co. Kjöbenhavn, Metal-og Glaskroner etc. for Electricitet. og Gas. Störste danske Fabrik og Lager HJÓLHESTAR beztir og ódýratir hjá Bergi Einarssyni Vitastíg 7 B Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð: 1.50-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.