Ísafold - 09.09.1914, Page 3
I S A F 0 L D
273
Sjðl með I5d afsiætti I
verða seld fyrst um sinr hjá
Jóni Björnssyni & Co. I
Bankasíræíi 8.
þörfinni hér inn, [>á er fyrir oss,
sem hér erum, eina ráðið að útvega
oss sjálfir aukaskip til þess að flytj.i
bráðustu lífsnauðsynjar héraðsbúa.
Qg þetta höfum vér einnig reyní,
en það hefir einnig sína ókosti og
annmarka svo stóra, að alls eigi er
við búandi.
Þegar um slíkar ferðir er að ræða,
þá er fyrst það, að skip íást oft
ekki á þeim tímum, sem hentugast-
ur er oss hér, og í öðru Iagi sizt
nema með afarkostum.
Sem dæmi þess skal þess getið,
að í siðastl. aprilmán. fékk eg Skál-
holt til þess að koma hér inn, og
varð að greiða fyrir það sérstaklega
5 kr. af smálest hverri í tmhleðslu-
qjald, þrátt fyrir það þótt engin um-
hleðsla ætti sér stað og vörurnar
væru í Skálholti alla leið fiá K.höfn
hér inn á Hvammsfjörð. Ennfrem-
ur tóku þeir og farmgjaldsafslátt
þann, er venja er að gefa.
Fyrirspurnir um hvort þetta væri
leyfilegt, hefi eg tvívegis ritað stjórn-
arráði ísl., en ekkert svar fengið.
Síðastliðið haust höfðum vér hér
fengið skip tii þess að flytja hingað
salt og tunnur og aðrar haustvörur.'
Átti skipið samkv. skýlausum lof-
orðurn að vera hér f lok september.
En raunin varð sú, að það kom hér
ekki fyr en um 20. október. Af-
leiðingar af þessu urðu þær, að ekki
varð slátrað hér fé á venjulegum
tíma; urðu bændur að geyma það
mánuði lengur en venja er til, i
snjóum og hríðum, sér til ómetan
legs tjóns, auk þess sem öll störf
þessu lútandi urðu mun dýrari en
ella, og vöruflutningar langar leiðir
mjög óþægilegir fyrir menn á þeim
tima.
Enn fremur krafðist skip það er
loksins flutti haustvörur héðan 5 kr.
aukagjald fyrir hverja smálast, er það
tók.
Hefi eg nú talið nokkur dæmi
þess hve óþægilegt, óábyggilegt, og
dýrt það er að eiga undir aukaskip-
um, og reiða sig á þau til nauðsynja
flutninga.
Eitt af ósannindunum og röngu
dómunum er það, hversu innsigling-
unni hér inn á Hvammsfjörð hefir
verið hallmælt og löstuð. Hafa menn
býsnast yfir því hver geysihætta væri
að fara hér inn með skip, og ómögu-
legt væri að sigla skipi um »röst-
ina« nema um háflóð.
Þetta hafa þó smámsaman reynst
ósannindi og hafa skip mjög oft
farið inn og út um »röstina« um
háfjöru, og jafnvel með iit- og aðfalli.
Óhætt er að fullyrða, að engu
skipi af þeim skipum, er strandferðir
fara hér sé nokkur hætta búin, þótt
þau fari um »röstina« á fjöru.
Er það hcirt, og miður líðandi —
en hefir þó borið við — að skip-
stjóri vilji fara hér inn, »n leiðisögu-
maður neiti.
Ekki eiga menn hér þó óskilið
mál um innsiglinguna hingað; minn-
ist eg þess, að norskur skipstjóri
sagði eitt sinn við mig að faliegri
og skemtilegri innsiglingu hefði hann
hvergi séð, og þeir sem ekki þyrðu
að sigla hér inn, þyrftu að sigla
nokkrum sinnum með ströndum
Noregs.
Og þegar þess 0f nú gætt, að
leiðin hér inn frá Stykkishólmi er
að eins þriggja stunda sigling, virð-
ist óskiljjanlegt hvað valdið hafir því
að vér hér hingað til hcfum verið
svo mikil olnbogabörn í þessum
efnum.
Eigi bætir heldur um, að bera
þessa kosti vora saman við samgöng-
ur þairra héraða sem þegar hafa
miklum mun betri samgöngur á sjó;
akbrautir þvert og endilangt og þar
á ofan járnbraut á prjónunum.
Ókunnugum til skýringar vil eg
geta þess, að hingað til Búðardals
sækja 8 hreppar að miklu leyti allar
nauðsynjar sínar. Búa hér í sveit-
unum kringum Hvammsfjörð rúm
2000 manna eða nær V40 öllum
landsbúum.
Þess er enn að gæta hvað vöru-
flutningsmagn hingað snertir, að tölu-
verðu af þeim vörum, er hingað eiga
að fara er fyrst skipað í land í
Stykkishólmi, og talið með innflutt-
um vörum þangað. Eru því flutn-
ingarnir hingað í raun og veru mun
meiri en verzlunarskýrslurnar bera
með sér. —
Héruðin hér eiga ekki einungis
heimtingu á stórum bættum sam-
göngum, heldur eiga Búðardalur og
Borðeyri að verða miðstöðvar fyrir
fólksflutninga milli Norður og Suð-
urlands; hér er lang styzt gegnum
landið, að eins 4—5 tíma ferð; ætti
akvegur að vera hér á milli, og skip
að koma á báða þessa staði í sama
mund, norðan og sunnan, og fólk
gæti þannig haft skipaskifti 0g kom-
ist á 4—5 klst. þá leið, sem nú þarf
nær viku til að fara.
Myndi þetta einnig þykja miklum
mun betri ferðir, heldur en hinar
löngu og erfiðu landferðir til og frá
Borgarnesi, sem nú einnig eru mjög
tíðar af fólki norðan og vestan af
landi.
Vel veit eg, að Hvammsfjörð %etur
lagt af ís — og það getur Borgar-
fjörð einnig — en 12 árin síðustu
hefir það ekki komið fyrir, enda
mjög sjaldgæft.
En látum svo vera að ís máske
einhvern tíma hefti skipsferð hér
inn; sé eg engin vandræði úr þvi
þurfa að verða,' og myndu héraðs-
búar eigi um fást, þótt farið væri
fram hjá í slíkum tilfellum.
Af framanskrifuðu vona eg að
skynbærir og réttsýnir menn sjái að
ekki sé ofhermt, þar sem eg sagði hér-
uðin hér misrétti beitt í umgetnum
efnum.
Læt eg því línum þessum vera
lokið; með þeirri viðbót þó, að skora
alvarlega á þing og stjórn, sem og
væntanlegan þingmann þessa kjör-
dæmis, að láta eigi svo búið standa
hér framvegis.
Einnig vil eg beina sömu ósk til
stjórnar Eimskipafélags íslands, er
að þvf kemur, að hún hafi ráð á sigl-
ingum til landsins og kringum það.
Búðardal 28/a 1914.
Páll Ólafsson.
A t h s. Grein þessi hefir beðið
lengi birtingar af vangá, svo að sumt
í henni er nú orðið á eftir tímanum.
Ritstj.
LáMn
er i gærmorgun í Landakotsspítala
Guðrún Guðmundsdóttir húsfrú frá
Arnbjargarlæk i Þverárhlíð. Kom
hún hingað suður fyrir nokkrum
dögum til þess að láta skera úr sér
sull (í lifrinni), en sullurinn sprakk
áður en skurðinum varð við komið
og þá eigi um annað en daaðann að
gera. Guðrún sál. varð 74 ára (f.
7. apríl 1840) ættuð frá Sámsstöð-
um í Hvítársíðu, giftist 1868 Þor-
steini Daviðssyni og bjuggu þau
hjón hinu bezta búi á Arnbjargarlæk
40 ár.
Börn þeirra eru Þorsteinn oand.
jur., Davið sem nú býr á Arnbjarn-
arlæk og dætur tvær Guðrún og
Málfríður á Akranesi. — Guðrún sál.
var mesta ráðdefldar og myndarkona.
Lík hennar var flutc á Ingólfi upp
í Borgarnes i morgun.
Svar
til próf. Ágústs Bjarnason.
Eg slæ því föstu, að prófessorinn
hvorki gerir tilraun til þess að
verja ummæli sín um borðdansinn,
né heldur reynir að hrekja það, sem
eg sýndi fram á, að vísindamönn-
um kæmi alls ekki saman um að
miðilsgáfan væri veiklun. Og úr því
hann þannig viðurkennir að þetta
tvent, sem eg tók mér fyrir að
gagnrýna í Matthiasar-svari hans,
hafi verið ofmælt hjá sér, þá finst
mér að hann hefði getað verið enn
stuttorðari. Hvað gerði það þó að
sagan um Finney væri röng úr því
prófessorinn — sem von er — ekki
neitar staðhæfing minni um að í
Myers (og víðar) sé greint frá fjölda-
mörgum svipuðum sögum, vel vott-
uðum. Og það eitt að slík saga
stendur i Myers er miklar líkur fyr-
ir, að hún sé sönn, því þar er ekkert
tekið nema vel prófað og frá trú-
verðugu fólki.
Já, hvað ylti þá á því að hægt
væri að fetta fingur út í þetta dæmi
er eg valdi. Auðvitað ekkert. Því
að gildi borðdansins er ekki sannað
méð einu heldur ótal dæmum.
En auk þess er að minu áliti —
og Myers og sálarrannsóknarfélags-
ins — engin ástæða til að efa sögu
frú Finney. Prófessorinn gleymir að
geta þess að 10 árum áður en frú
Finney skrifaði Dr. Hodgson, skrif-
aði annar maður i Relýio Philo-
sophical Journal þessa hina sömu
sögu og hafði hana eftir presti úr
sama bæ og frú Finney bjó. Og
þetta sem hann hafði eftir prestin-
um er ndkvamlega samhljóða sögu-
sögn frú Finney. Hún er því alls
ekki ein til frásagnar, og að saga
prestsins var gerð að umtalsefni í
þessu merka tímariti sýnir líka að'
hér var ekki um neina kviksögu að
ræða.
Prófessorinn telur það rýra sönn-
unargildið að frú F. er spíritisti.
En eins og allir ættu að sjá er þetta
alveg rangt. Einmitt af þvi að frú
F. er sannfærð um að hér er um
»boðskap frá æðri heimum« að ræða
þá festist þetta í huga hennar. Hún
geymir það eins og helgidóm, það
mótar líf hennar og verður eitt af
því sem aldrei fyrnist. Það var í
hennar augum úrslitasönnum um að
bróðir hennar lifði, enda þótt hann
hefði dáið — og mun hætt við að
menn gleymi slíku ? Hið nákvæma
samræmi sögu frú F. og frásagnar
prestsins sýnir líka ótvírætt að
ekkert hefir skolast til í minni
hennar.
Eg sagði í grein minni að eg
vissi að próf. Bjarnason og aðrir
treysti sér til að bjóða aðra líklegri
skýringu. Hún er nú fram reidd.
Hávaða manna mun þykja hún
nokkuð vandræðaleg. En það yrði
oflangt mál að sýna fram á hér,
hve ómöguleg hún er. Enda kemur
ekki málinu við heldur hitt eitt
hvort skýring spíritista sé barna-]
skapur.
Eg vitnaði í orð Flournoy þar sem
þetta »autoritet« prófessorsins gefur
í skyn að hann sé alls ekki sann-
færður um, að miðilsgáfan sé veikl-
un og vottar að fjöldi þeirra manna
sem bezt vit hafa á telji svo ekki
vera. Hvernig mér átti að vera unt
að rífa jafn langa og skýra klausu
út úr samanhengi er mér hulið, og
ekki fæ eg skilið að hún hefði verið
mikið ljósari þó að eg hefði tekið
það með, sem er rétt á undan. En
ef til vill finst prófessornum það og
skal eg því láta það fylgja núna.
»Það eitt er áreiðnnlegt að í hóp
hinna lærðu prófessora eru þröng-
sýnir og mjög afmarkaðir andans
menn, sterkir á velli i sérfræðúm
sinum, en ávalt reiðubúnir til þess
að sannfæra alt sem brýtur bág við
skoðanir þær, sem þeir fyrirfram
hafa skapað sér, og til þess að telja
alt veiklulegt og brjálað, sem er
eitthvað öðruvísi en venjulegt manns-
eðlið, eins og þeir gera sér í hugar-
lund að það eigi að vera, notandi
sem mælikvarða kyrkingsvaxinn anda
sjálfra sín.......«
Þstta eru orð Flournoy, en ekki
mín. Forði mér allar góðar vættir
frá að segja slikt.
Kr. Linnet.
Laflgþynkan. Einn af lésendum
ísafoldar og Vísis, sem ofboðið hefir
ritmenska Vísis, hefir sent ísafold eftir-
farandi athugasemd. Þótt ísafold ætli
ekki að leggja í vana sinn að svara
langþynkunni í Vísi — eða taka svör
frá öðrum um þau efni — þykir oss
þó rótt að gera þessa undantekningu:
Hór er uppi ófriðaröld um þessar
mundir, eins og annarstaðar í heimin-
um. Hór er það í blaðaheiminum,
sem viðsjárnar eru mestar, og er ,nú
ekki annað fyrirsjáanlegt, en að innan
skamms sláá í allsherjar ófrið milli blað-
anna.
Fremstur í fylking annars liðsins
gengur hinn ungi og hrausti wtstjóri
Vfsis. Það er ekki meir en rúm vika
s/ðan hann tékst á hendur þann
vandasama starfa, að »redigera« sög-
um Vísis; en hann hefir ekki legið í
leti síðan. Hann er þegar búinn að
slíta öllu »diplomatisku« sambandi við
ísafold og Morgunblaðið, og ber sig
karlmannlega. Ef hann er að sama
skapi herskár sem hann lætur ófrið-
lega, þá má búast við ferlegum bar-
daga og bráðum úrslitum, og þá muu
það vera vafasamt, hvort vísirinn lifir
nokkurntíma það haust, að hann verði
að krækiberi.
Ritstjórinn lætur sór samt ekki alt
fyrir brjósti brenna; hann hefir nú
þegar sent út stórskotaliðið, og er
bæði hraðvirkur og -mikilvirkur.
I mánudagsblaði Vísis er hann að
tala ura ritstj. ísafoldar, og segir að
sór standi það »gersamlega á sama hvað
hann hjalar, þegar hann ekki fer út
fyrir þau svið markleysunnar og fá-
fræðinnar, sem honum virðist vera af-
mörkuð«.
Þe»tta er nú ekki ólaglegt högg af
ekki æfðari mannj. Á svföi markleys-
unnar og fáfræðineiar, þar er hinn
herskái ritstjóri Vísis hvergi smeikur,
þar þorir hann að mæta hverjum sem
er. En ef mótstöðumaðurinn ætlar að
fara út fyrir þann vígvöll, þá hættir
ritstjóra Vísis að standa »gersamlega
á sama«. Það kann nú að vera ekkl
nema eðlilegt; en furðanlega opinskátt
samt að segja frá því.
Svo heldur »Vísir« áfram: »en fari
hann aS pranga með skoðanir, sem
öðrum eruheilagar(sbr. fánakúvendlngu)
eða gerist thann um of glefsinn í fó
opinberra stofnana fyrir sig eða dilk
slnn, þá mun ritstjóri Vísis eftirleiðis
eins og hingað til ekki láta það af-
skiftalaust«.
Hór er líka karlmannlega reitt til
höggs. En eitt er þó nauðsynlegt að
vita nánar um til þess að geta dáðst
nógsamlega að vopnfiminni: Eru það
skoðanir ritstjóra ísafoldar, sem ritstjóra
Vísis eru heilagar? og hefir ritstj. ísa-
foldar prangað með þær svo að ritstj.
Vísis hafi sárnað það? Eða eru það
skoðanir ritstjóra Vísis, sem ritstjóri
ísafoldar hefir verið pranga með? Og
hverjum eru þá þær skoðanir heilag-
ar? Þetta mætti gjarnan vera dálítið
ljósara.
Aftur á móti er hitt alveg fullkom-
lega nógu ljóst, þar sem ritstj. Vísis
lysir því yfir, að hann ætli að hafa
vakandi auga á því, að ritstj. ísafold-
ar fái ekki of mikið af fé opinberra
stofnana. Það skuli hann, Vísir, ekki
láta afskiftalaust. — Þessu trúi eg vel,
enda hefir hann varla gert anuað síð-
an hann tók við ritstjóratign en að
berjast fyrir þessu göfuga takmarki; og
hanu hefir barist eins og hetja — til
þess að ná sjálfur í glefsu.
Loks fullvissar ritstjórinn menn um
það, að vandamenn sínir kunni að
meta pólitoískan ritstjóra að makleg-
leikum, sem hvorki hefir neina skoðun,
né er fær um að skrifa skammlausa
blaðagrein.
Þetta er náttúrlega dæmalaust fróð-
legt, og má vera gaman að eiga svona
gáfaða vandamenn. En mér dettur í
hug, hvort ekki hefði þá verið skemti-
legra fyrir vandamenn ritstjóra Vísis,
ef hann hefði valið sór annað lífsstarf,.
fyrst svona er. P a x.
Bókarfregn:
Frönsk-íslenzk orðabók
er nýkomin út. Höf. er Páll Þor-
kelsson gullsmiður, en útgef. Guðm.
Kr. Guðmundsson kauptn. Er hún
500 bls. í litlu broti (vasaútgáfa).
Segist höf. hafa í öndverðu ætlað
sér að hafa bókina miklu lengri, en
orðið að hverfa frá því áformi, svo
að bókin gæti orðið »létt og hand-
hæg vasaorðabók*. Það er víst um
það, að svo hefir löngunin til að
kynnast frönsku máli vaxið hér á
landi upp á siðkastið, að bók þessi
mun kærkominn gestur mjög mörg-
um og vafalanst mun hún og eiga
sinn þátt að því að gera miklu fleirum
kleift að kynnast frakknesku máli
en áður. En til þess að dæma um
smiði höfundarins skortir oss með
öllu nauðsynáega sérfræðisþekking
og leiðum því hest vorn frá því.
Væntum á hinn bóginn, að síðar
muni færi á að fá hana dæmda af
sérþekking.
1» jóð vinaf élagsbækurn ar
eru komnar fyrir nokkru, Almanak-
ið, fjölbreytt að vanda, Dýravinur-
inn upprisinn af náð hins nýja, en
en þó gamla, forseta félagsins Tr.
G. og loks Andvari með æfisögu
Steingríms Thorsteinsson, eftir Har-
ald prófessor Níelsson og ýmsum
fróðlegum ritgerðum. Einnig eru
þar birt bréf frá Baldvini Einarssyni,
frá Bjarna amtmanni Thorsteinson.
Misprentast hefir í grein Ág.
próf. Bjarnason í síðasta blaði í 3.
lið greinarinnar: »andatrúargátuna«
í stað »andatrúaríi7gátuna«, og »andar
geti alt« í stað »andar geti sett« o.
s. frv.