Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 1
| iiiiiiniiiniiimiiiiiilniiinitininniiinimininii Kemur út tvisvar í viku. Yerð árg. 4kr., erlendisökr. eða dollar; borg- ist fyrir miðjan júll erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafuí Björnsson. Talsimi 48. Uppsögn (skrifl.) bundin vlð áramót, er óglld nema kom- in só til útgefanda fyrlr 1. oktbi. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XLI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 23. september 1914. 73. tölublað Erí. símfregnir. Frá Norðurálfu-ófriðnum. London 19. sept. kl. 6 síðd. Engin úrslit hafa enn orðið i orustunni við Aisnefljótið. Bandamenn hafa þó haldið áfram að sækja fram á vinstra iylkingararm óvinanna og hafa rekið af höndum sér mörg áköf mót-áhlaup. Miðfylking óvinanna, frá Rheims til Argonne, hefirjbúið um sig ramlega þar sem góð er aðstaða og gerir eigi annað en verja aig. — Einnig gerir hægri fylkingararmur Þjóðverja eigi annað en verjast, nálægt landamærunum. Rússar tilkynna að framsókn Þjóðverja á framfylking Rússa í Austur-Prússlandi, hafi verið algerlega stöðvuð á fimtudaginn af Rennenkampf yfirliðsforingja. Þjóðverjar hörfa undan á ýmsum stöðum. Rússar veita enn Austurríkismönnum i Galiciu eftirför, og hafa tekið margar fallbyssur og 5000 fanga í nánd við Jaworow. Brezkur blaðamaður tilkynnir að óhugur mikill sé í mönnum i Vínarborg, en fjöldi sé þó ennþá, sem trúi því fastlega að Þjóð- verjar muni að lokum koma Austurríkismönnum til hjálpar. Símskeyti frá Rómaborg segir að uppþot mikið hafi orðið í Vínarborg. Grjóti var kastað á glugga hermála- og utanríkisráðu- neytisins. Reuter. Jaworow er bær í vestanverðri Galiciu og hefir n þús. íbúa. London 20. sept. kl. 6. síðd. Orustan við Aisne gevsar enn og bandamönnum veitir betur. Vinstri fylkingararmur bandamanna hefir tekið marga fanga. Bandamenn vinna á miðfylkingu óvinanna. Her þýzka krónprinsins hægra megin heldur stöðugt áfram undanhaldi sínu. Það lítur út fyrir að Þjóðverjar séu að undirbúa að halda aftur til Ardennes, þar sem víggirtar aðstöður hafa verið gerðar. Rússar halda áfram að vinna á allsstaðar. Þeir hafa stöðvað framgang Þjóðverja í Austur-Prússlandi. Hafa Þjóðverjar hörfað undan á ýmsum stöðum. Með ágætri hernaðarlist hefir Rússum tekist að umkringja leif- arnar af Austurríska hernum og Rússar standa nú gegn aftur og hliðarfylkingum Austurríkismanna. Þeir virðast hafa afskorið Austurrikismenn frá sambandi við hin mjög áriðandi virki Przemysl og Krakau. R e u t e r. London 21. sept. kl. 6 siðd. Þýzka beitiskipið Kðnigsberg réðist á gamalt brezkt beiti- skip, Pegasus, þ. 20. sept. við Zanzibar, á meðan verið var að gera við vélar skipsins. Fallbyssurnar á Pegasus höfðu ekki við hinum nýju vopnum Königsbergs, og varð hann því algerlega óvígfær. 25 menn af skipshöfninni féllu og 80 særðust. Königsberg hélt eftir það suður á bóginn. Emden, þýzkt beitiskip, tók 6 brezk skip í BengalsflÖa 10.—14. þ. m., sökti 5 þeirra en sendi það sjötta til Calcutta með skipverja af hinum. Carmania, skip Cunardlínunnar, sem nú er notað sem aðstoðar- beitiskip, sökti vopnuðu þýzku kaupfari þ. 14. þ. m. við austur- strönd Suður-Ameriku. Halda menn að það hafi verið skipið Kap Trafalgar eða Berlín. Orusta stóð milli skipanna í 105 mínútur. Þeim, sem af komust, var bjargað af kolaskipi. Engin breyting hefir orðið á aðstöðu heranna í Frakklandi. R e u t e r. Beitiskipið Könitrsber$ var fullsmíðað 12.des.1905, oger 3400 smálestir að stærð; hraði skipsins er 24 sjómílur á klukkustund. Skipverjar eru 322. Begasus .var bygt 1897, er 2200 smálestir að stærð og hefir 224 hermenn innanborðs. Emden var bygt 1908, er 3650 smálestir að stærð og hraði skipsins er 24 sjómilur á kl.stundu. Skipshöfnin er 361 manns. Kaupfarið Carmania er bygt 1905, er 19.500 smálestir að stærð. Hraði skipsins er 19,5 sjómílur. Carmania er vanaiega í fóksflutnings- ferðum milli Liverpool og New York. ' ■ - ■ .... t ■ ■ ■■ . • i ‘ % Tjaidbúoarkitkja í Winnipeg. Þatta er vafalaust veglegasta guðshús íslenzkt. Kirkjan er 93 fet á lengd, 31 fet á breidd og turnarnir 76 feta háir. Kirkjan var vígð þann 2. ágúst af prestunum síra Fr. J. Bergmann, Jóni prófessori Helgasyni og síra Magnúsi Jónssyni. — Frá ferðalagi síra J. H. vestur verður sagt í næsta blaði og skýrt nánara frá sögu Tjaldbúðarkirkju í því sambandi. London 22. sept. kl. 5.25 síðd. Þuð ei' opinberlega tilkynt að þýzkir köfunarbátar hafi sökt þremur brezkum beitiskipum í Norðursjónum. Voru það skipin: Abukir, Hogue og Cressy. Miklum hluta skipshafnanna var bjargað af öðrum skipum. Bandamenn höggva sér smámsaman braut inn á varnarstöðvar Þjóðverja í Frakklandi, gegn dynjandi skothríð þýzka stórskota- liðsins; hafa ruðst inn á svæðið hjá Mashy, — en þar eru margir skurðir, sem hindra framgang fótgönguliðs bandamanna. Þeir bíða mikið tjón við hvern skotgarð, sem þeir taka. Ennfremur hefir yzti herarmur Þjóðverja haldið lítið eitt undan. Það, að Þjóðverjar hafa yflrgefið Peronne en tekið aftur Douai, bendir á það, að þeir óttist að verða umkringdir að vestan. R e u t e r. Brezku beitiskipin sem Þjóðverjar hafa sökt, voru öll af sömu stærð, 12200 smálestir og skipshafnirnar 755 manns á hverju þeirra. Cressy var smíðað árið 1899, en hin bæði aldamótaárið. Abukir hafði 31 fall- byssu, 2 tundurskeytabyssur og skreið 21.8 sjómílu á klukkustund. Cressy og Hogue höfðu 29 fallbyssur hvert, 2 tundurskeytabyssur og skriðu 22.5 og 22,1 sjómílu á klukkustund. Peronne er bær og smákastali á Somme-héraðinu í norðaustur hluta Frakklands. Stendur við ána Somme. Þar er járnbrautarstöð, fögur kirkja og höll frá 16. öld. íbúar 4600. Duai er bær i Frakklandi, norðan við ána Scarpe, umgirtur af göml- um múr. Þar eru garðar stórir og margar og merkar byggingar. Sér- staklega má nefna ráðhúsið, sem reist var á 15. öld i gotneskum stíl og síðan endurbætt 1857—68 og þá gerður á það 40 stikna hár klukkuturn. Þreföld vigjaröð var áður umhverfis bæinn, en á síðari árum hafa þau verið lögð niður. Ibúar eru 27 þús. og reka mest iðnað og verzlun. Þar er háskóli og stóvskotaliðsskóli, mörg merkileg söfn o. s. frv. Skrifstofa Eimskipafélags íslands. Landsbankanum (uppt). Opin daglega kl. 5—7. Talsími 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður, Bókhl.stíg 10. Simi 28. Venjul. heima 12xf2~2 og 4—51 /2. Alþýfmfél.bóhRsafn Templaras. 3 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifatofan opin virka daga H -8 og S—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1—7 Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og ö tslandsbanki opinn 10—2"/s og 6>/i—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8Ard,—10 libd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/« siðd. Landakotskirkja. Oubsþj, 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2*/«, 6*/«—6*/«. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 13—2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrngripasafnib opib 1 */*—2*/« á snnnnd. Pósthúsiö opið virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beykjavíknr Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahœlið. Heimsóknartími 12—1 Þjóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.