Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 289 Fólkstalan þar í árslok 1911 var 51,819,000. Koma þá á hvern mann kr. j,8o í óqulltryqðum seðlum. Ef ógulltrygðir seðlar eru útgefnir framyfir þessar 400 milj., verður bankinn að svara ríkissjóði 5% árs- vexti af viðbótinni, sem mun vera venjulegir útlánsvextir bankans, og hvötin því ekki nein að gefa meira út frá hagsmunahlið bankans skoðað. Minsta seðilstærðin er 50 krónur (austurr.) það er kr. 37,80. Samkv. því getur gnægð af gulli verið í umferð meðal almennings þar, þar sem minsti seðillinn er svona hár. Bankanum stjórnar bankaráð; velur keisarinn 5 menn í ráðið, en hlut- hafar 12 menn. Svona var seðlaútgáfuréttar fyrir- komulagið í þessum löndum 1910, en auðvitað hefir það getað breyzt eitthvað síðan, en tæplega í grund- vallaratriðunum. Af þessum má sjá, að öll ríkin sjá fyrir því að nægt gull sé í land- inu, bæði í bönkunum og í umferð, þó þau geri það sitt á hvern hátt. Það mun og vera regla flestra banka, að spyrja þann, sem tekur fé úr bankanum, hvort hann vilji heldur gull eða seðla. A Þýzkalandi og á Eng- landi er þetta venja. í Danmörku mun seðlunum vera otað fram í bönkunum. Þessu til samanburðar vil eg þegar taka fram að bankar íslands hafa nú leyfi til að gefa út 30 kr. á hvern mann í landinu í ógullmyntar- trygðum seðlum, sem eru í raun oq veru óinnleysanlegir, sem síðar mun skýrt verða. Framh. Slysför. „ í gærkveldi druknaði á Hjalteyri Jón Þórðarson skipstjóri, frá Ráðagerði. Var á leið frá skipí sínu, botnvörp- ungnum Skallagrími út í Snorra goða, er lá þar við bryggju, en hafði skrikað fótur á bryggjunni og féll útaf henni. Báti var þegar skotið út, en bátverjar gátu hvergi séð til Jóns. Eftir 11/2 klst. fanst likið — var slætt upp. Jón heit. var einn af dugmestu veiðiskipstjórum vorum, maður á bezta aldri og því að honum mikill mannskaði. Jón skilur eftir sig ekkju, Önnu Sigmundsdóttir, og eina dóttur. Likið verður flutt hingað suður. Eldsvoöi. Aðfaranótt 16. þ. m. brann íbúð- arhúsið á Galtalæk við Heklu til kaldra kola, með öllum innanstokks- nrunum. Þess er getið til, að kvikn- að hafi í öskukassa, sem stóð í eld- húsinu. Alt var óvátrygt. Tjónið tttetið á 16000 kr. Reykiavíknr-annáll. Valurinn handsamaði botnvörpung nálaegt Ólafsvík á sunnudag. Fór hann tneð hann til Stykkishólms og var hann sektaður þar. Forberg landsímastjóri meiddist tals- vert austur á hóraði fyrir skömmu. ®}ó hann hestur og á Forberg 3—4 v*kur í þessum meiðslum. Matthías Þórðarson þjóðmenjavörð- ar er nýkominn úr sumar-ferðalagi sínu ani Norðurlönd. Hefir hann kynt sór fornmenjarannsóknir og annað, er að starfi hans lýtur og lætur hið bezta yfir förinni. Aðkomumenn: Jón Proppó kaupm. frá Ólafsvík. Aðstoðarmaður í stjórnarráðinu (3. skrifstofu) er Björn Pálsson cand. jur. nýlega orðiun. Hjúskapur. Jón Þorsteinsson skósm. c8 jgfr. Steinunn Þorvarðsdóttir. ---------— I Om-------- Friðslit Breta og Þjóðverja. Síðasta samtal þýzka kanzlarans við sendiherra Breta í Berlin. í skýrslum sem sendiherra Breta í Berlin, Sir E. Goschen, sendi Grey utanríkisráðherra þ. 8. ágúst, segir hann frá síðustu dögum sínum í Berlín og brottför. Hann segir þar m. a. frá síðasta samtalinu sem hann átti við v. Bethmann Hollveg, eftir að friðslita-tilkynningin var komin frá Bretum. Farast honum svo orð : »Kanzlarinn var í mestu geðs- hræring er eg kom, og byrjaði þeg- ar á ávarpsræðu til mín, er stóð 20 mínútur. Hann sagði, að skref það er stjórn hans hátignar (Bretakon- ungs) hefði stigið, væri hræðilegt, borið saman við tilefnið; fyrir eitt einasta orð, »hlutleysic( orð, er svo mjög hefði verið að engu haft á ófriðartimum, fyrir dálitið pappírs- blað segði Bretland vinveittri þjóð stríð á hendur, þjóð sem eigi ætti hærri ósk en lifa í vináttu við Breta. Alt sem hann hefði verið að vinna í þessa átt yrði að engu gert með þessu hræðilega tiltæki, og stjórn- málastefna sú, er hann hefði helgað sig, eins og eg vissi, frá því hann tók við embætti, væri nú að hrynja eins óg spilahús. Það sem við hefð- um gert væri óheyrt;; það væri- líkt og að vega aftan að manni, sem væri að verja sig fyrir tveim tilræð- ismönnum. Hann teldi Stóra-Bret- landi að kenna alla þá hræðilegu at- burði, er kynni af þessu að leiða. Eg mótmælti þessari ræðu ein- dregið og sagði, að eins og þeir hr. v. Jagow (innanríkisiáðherrann) og kanzlannn væru að reyna að koma mér í skilning um, að vegna hern- aðarframkvæmda hefði verið spurn- ing um líf eða dauðac fyrir Þjóð- verja að fara yfir Belgíu og þar með brjóta hlutleysi hennar — þá vildi eg koma þeim í skilning um, að það sé líka »spurning um líf eða dauða« fyrir sæmd Bretlands að halda hátiðlega gerða samninga og gera alt sem í þess valdi stæði til að verja hlutleysi Belgíu, ef á það yrði ráðist. Þenna samning yrði Bretland að halda, því að hvaða traust mundi nokkur maður annars bera eftirleiðis til loforða, sem Bretar gæfu? Kanzlarinn svaraði: »En hvað mundi kosca að halda þenna samning? Hefir brezka stjórnin ihugað það ? Eg benti hinum há- göfga kanzlara eins skýrt og eg gat á að óttinn við afleiðingarnar mundi naumast vera talinn afsökun fyrir að brjóta hátíðlega gerða samninga, en hann var svo æstur, svo auðsjá- anlega yfirþyrmdur af fréttinni um fyrirætlanir vorar og svo illa fyrir- kallaður til að hlusta á nokkur rök, að eg stilti mig um að bera eldivið á bálið með því að færa fleiri rök fyr- ir minu máli. Þegar eg var að fara sagði hann, að þetta greidda högg Bretlands, að sameina sig óvinum Þjóðverja, væri því þyngra, sem þýzka stjórnin hefði fram í síðustu forvöð unnið 1 sambandi við Breta ogreyntað hjálpa þeim til að varðveita friðinn milli Austurrikis og Rúss- lands. Eg sagði, að þetta væri að eins einn þátturinn í sorgleik þeim, er nú væri að gerast, þar sem upp úr slitnaði milli tveggja þjóða einmitt þegar viðskiftin hefðu verið orðin meiri og betri en um margra ára skeið. Til allrar óhamingju hefði ekki, þrátt fyrir erfiðismuni frá okkar hálfu, verið hægt að vernda frið milli Rússa og Austurríkismanna og ófriður grafið um sig, svo að þar væri nú komið, að við gætum eigi setið hjá, ef við á annað borð stæð- um við gefin loforð, þótt því miður leiddi af því skilnað við fyrri sam- verkamenn. Og mundi hann skilja, að engum félli það eins þungt og sér«. Nýmæli. Frh. Hjá stórveldunum. Lesarinn verður ráðherra. Nú stendur ekki lítið til, lesari sæll! Eg ætla að gjöra þig að ráð- íerra! Náttúrlega ættir þú það margfald- ega skilið þú vitri og reyndi bóndi, )ú ungi áhugasami maður, þú elsku- ega ungfrú og prýði allrar sveitar- innar, að eg gerði þig að virkilegum ráðherra, að borðalagðri hágöfgi tr.eð bátslaga fjaðrahatt — en því miður er eg ekki svo fjölkunnugur. En eg get gjört annan galdur. Eg get gjört þig að ráðherra hérna á papp- írnum og ef þú vilt fylgjast með mér í huganum þá skaltu sanna að það er alveg eins skemtilegt og miklu ábyrgðarminna. Þessi er þá byrjunin: ráðherrann okkar er horfinn, algjörlega gleymdur, hefir blátt áfram aldrei verið til og pú ert orðinn ráðherra----- En þau umskifti! Það væri náttúrlega skemtilegt ef við töluðum um flokksfundinn þegar allir stóðu á öndinni og fleiri en einn vildu verða ráðherra, en þú einn varðst hlutskarpastur allra. Gaman væri það lika að minnasl á förina út yfir pollinn, er þú fórstað heimsækja kóng og drotningu og spjallaðir við hans hátign um fánann og stjórnar- skrána eða hvaða stjórnmál það nú voru, sem þú hafðir til meðferðar. í þetta sinni megum við ekki vera að þvi. Nú kallar margt að fyrst þú ert orðinn ráðherra svo við höfum ekki tíma til slíkra útúrdúra. — Þinginu er slitið og öllu því arga- þrasi. Nú átt þú að taka til starfa og leysa öll ráðherrastörf af hendi þér sjálfum til dýrðar og landinu til blessunar. Við skulum gjöra ráð fyrir að þú sleppir við allar áhyggjur af stríðinu, því fæstir ráðherrar lenda í því gjörningaveðri. Þú sleppur þá við alla þá fyrirhöfn að síma sifelt eftir skýrslum um vöruverð i öllum kaupstöðum, öll heilabrot um það hversu hefta megi óþarft gróðaprang kaupmanna, sem vilja græða á öllum vandræðunum, sem stríðinu fylgja, sleppur við ábyrgðarmikið kaup- menskubrask til þess að útvega land- inu vörur með sæmilegu verði, slepp- ur við margs konar áhyggjur, meðal annars þær, að mega búast við því, er minst varir, að eitthvert stórveldið hremmi Danmörku og siðan ísland — eða að Island skilji við Danmörku og verði frjálst ríki! Eg veit nú reyndar að þér þætti ekki margt að því að halda í stjórnartaumana ef siglt yrði á“þann sjó! Sögulegt væri það óneitanlega, en hræddur er eg um, að þér þætti efnin lítil til stórræðanna þegar ekki er úr öðru verulegu að spila en dönskum skuldum. Þingið okkar hefir ekki safnað i fjársjóði undanfarin ár. Það vill láta bændur koma sér upp forða- búrum eða fyrningum svo þeir séu ekki á hjarni staddir þó eitt harðinda- ár dynji yfir, en ekki dettur því það í hug að sjálfu landinu kunni að vera nauðsynlegt að komast líka í fyrningar svo þess gerist ekki ætíð nauðsyn að hlaupa til Danmerkur og biðja um nýtt lán, þó [eitthvað beri útaf1). :) Það var einu sinni sú tíðin, að þingið kom landinu í álitlegar fyrn- ingar er það dró satnan viðlagasjóð- inn. En honum er stjórnað svo, að féð er alt i útlánum og þvi að minstu handbært fé, sem grípa megi til í viðlögum. Nei, þvi þykir sjálfsagt að fátækir hændur séu forsjálir og leggur sektir á þá ef þeir freistast til þess að setja illa á, en sjálfir þingmennirnir vilja fiafa kaup sitt og engar refjar fyrir að eyða hverjum eyri sem reitist í landsjóðinn og þykjast miklir menn ef þeir ekki bæta nýrri skuld við þær sem áður voru. Þetta eru þeirra búhyggindi. Þú ert að vísu orðinn ráðherra, en rekur þig fljótlega á að í raun- inni ert þú orðinn ráðsmaður í íé- lausu, mér liggur við að segja — þrotabúi. Þú sleppur þá við alt siríðið og heldur, ef til vill, að þú getir nú átt góða daga í ráðherrasætinu og haft þér það til dægrastyttingar að kalla sjálfan þig hágöfgi, skoða nýja einkenningsbúninginn (sem reyndar er al-danskt innlimunareinkenni) og telja þúsundirnar, sem þjóðin geldur þér í kaup. Nei, þér verður naum- ast kápan úr því klæðinu. Nú verður þú að duga eða drepast. Það er ætlast til þess að þú leysir mörg störf af hendi, sért bæði mikilvirkur og velvirkur, að öðrum kosti hellir þingið þér óðara úr stólnum við lítinn orðstír. Við skulum nú lita á aðalatriðið. Hvað var það sem freistaði þín til að seilast eftir völdunutu í landinu? Mér dettur ekki í hug að það hafi verið eintóm hégómagirni eða löng- un til þess að græða fé. Nei, góðan dreng dregur það eitt að hann þyk ist eiga erindi í valdasessinn, þykist sjá ýms heillaráð þjóðinni til fram- fara og viðreisnar. Þú vildir ná i völdin til þess að geta hrundið þessum þínum áhugamálum í fram- kvæmd og greitt þannig lanðslýðnum götuna. Til hins tekur enginn þó þú vildir jafnframt hafa heiður og sóma fyrir það að hafa gerzt leiðtogi lýðsins og unnið honum gagn í hví- vetna. Þegar kyrðin er komin eftir þingið og þú situr einn í tómstundum þinum, þá koma þessar gömlu fram- tíðar og framfarahugsjónir til þín eins og gamlir kunningjar í heilum hópum. En sennilega hafa þær tekið kynlegri breytingu. Áður en þú varðst ráðherra voru allar þessar hug- myndir brosleitar og heillandi, en nú eru þær allar þungbúnar og með alvörusvip svo þér stendur nálega stuggur af þeim. Þú finnur það glögt að það er sitt hvað að láta hugann stjórna landi og lýð og alt ganga eins og í sögu og hins vegar að framkvæma hlutina í raun og veru. — — Þér hefir ef til vill dottið í hug að láta nú eitthvað verða úr því að veita á Flóann, það hefir hvort sem er lengi verið á döfinni. Þú hefir lesið það, sem um það hefir verið ritað og þér lízt vel á fyrir- tækið. Þú hefir séð í huganum alt láglendisflæmið verða að sífrjóu flæði- engi, séð frjóvgandi vatnið hverfa og koma eftir vild. Þú hefi séð stóreflis landflæmi utan áveitusvæðis- ins breytast í skrúðgræn tún, kartöflu og rófna-akra, nýbýli rísa upp hundr- uðum saman. En hvar er nú vissan, er á skal herða, um að ekki geti út af borið, að þetta dýra fyrirtæki geti ekki mishepnast og hvar eru peningarnir til þess að gjöra það með ? Eg býst við að lítið sé í landssjóðn- um til þeirra stórræða. Og hvernig er . svo pekking þín sjálfs á jarðrækt og áveitumálum ? Ætli að þér veitti af að auka hana dálítið til þess að þú ættir þó auðveldara með að dæma um málið? Þér virðist það einsætt að þú verðir á ný að athuga vandlega alt málið frá rótum og ekki sizt erfið- leikana. Þetta tekur alt tíma og nú eru ekki nema 10 mánuðir til mesta pings. Og hvernig taka svo landeigendur í Flóanum í málið? Vilja þeir ganga að sanngjörnum samningum við landið svo að það hafi sitt upp borið, eða á landið að taka allar jarð- irnar lögnámi eftir föstum reglum? Hvar er svo fé til þess ? Alt þyrfti þetta helzt að vera klappað og klárt á fám mánuðum. Hvernig er það lika með nýjustu mælingarnar þar eystra? Hefir það ekki komið upp úr kafinu að ýmis- legt sé að athuga við fyrri mæling- arnar? Skyldi þetta breyta málinu að mun ? Það er sannarlega margt að varast og hvernig áttu að fá alt þetta sam- vizkusamlega til lykta leitt á nokkr- um mánuðnm? — — — — — Þér höfðu komið ýms ráð til hugar til þess að bæta úr fjármál- um landsins, greiða fyrir ýmsum fyrirtækjum, verzlun o. fl. Gömlu hugmyndirnar standa þér að vísu skýrt fyrir huskotssjónum og þér finst að þær hljóti í aðalatriðunum að vera réttar. En hvað eru þær, er betur er að gáð? Ekkert annað en lauslegar hugsjónir manns, sem litla reynslu hefir í þessum efnum og litla þekkingu til þess að gjöra í Ef til vill reynast þær allar loft- castalar þegar þær eru athugaðar ofan í kjölinn og auk þess er ekki ílaupið að því. Hér ber að sama brunni og fyr: Það er ekki mögu- legt að framkvæma þessar hugsjónir nema að alt málið sé rannsakað vand- lega frá rótum og helzt þarft þú sjálfur að vera því starfi vaxinn, að minsta kosti geta glögglega dæmt um málið. Svo getur þú ekki einu sinni þetta, nema með því að læra sjálfur margt og mikið, tala við ýmsa menn hér og erlendis og hver veit hvað. Og það er örstutt til næsta þings! -----Þá var það ekki neitt smá- ræði sem þingið hafði falið þér að gjöra. Oiiu sem þingmennirnir treystust ekki til að ráða fram úr vísuðu þeir til sljórnarinnar, bókstaf- lega málum í tugatali. Alt átt þú að undirbúa þetta undir næsta þing og sum málin þurfa ítarlega rann- sókn, ef sá undirbúningur á að vera í nokkru lagi. Það verður óhjá- kvæmilegt fyrir þig að kaupa fræði- bækur í ýmsum greinum frá útlönd- um og alt tekur það tíma, að eg ekki tali um að lesa þær og hagnýta sér. -----Þá má ekki gleyma að þú ert þó sjálfsagður foringi flokks þíns. Það þarf að athuga alla stefnu hans svo hún verði eitthvað annað en loftkastalar og orðin tóm. Hvernig ætlar þú að bræða þetta svo öllum líki og að það verði jafnframt land- inu til heilla og velgengni? Hvernig ætlar þú að sjá hag og áliti flokks þíns borgið hjá kjósendunum, hvemig sjá við hælkrókum andstæðinganoa ? Það er engum blöðum um það að fletta að þú sér ekki fram úr því, sem þú hefir að gjöra. Meira að segja, þó þú værir afkastamaður og ynnir alla daga frá morgni til kvölds, þá kemur þú ekki öllu þessu f verk á rúmum 10 mánuðum, ekki svo að vel sé af hendi leyst. Þú vaknar upp úr öllum þessum hugleiðingum. Það er annað sem kallar að. Þú þarft að fara utan á konungsfund til þess að bera upp fyrir honum »lög og mikilsvarðandi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.