Ísafold


Ísafold - 14.10.1914, Qupperneq 3

Ísafold - 14.10.1914, Qupperneq 3
IS AFO LD 315 ReykjaYto-annftll. Ásnmndur Gnðmnndsson cand. theol. er n/lega konainn heim úr Vesturheimsför sinni — við prestsstörf fyrir Wynyard söfnuð. Skipafregn. C e r e s kom frá útlöndum á mánu- dasmorgun. Meðal farþega frá útlönd- um : Steindór Gunnarsson prentari og Guðrún Jónasson kaupm. Pollux er talsvert á eftir áœtlun, fór ekki frá Bergen fyr en máuudags- morgun. Háskólinn. Átján nyjir námsmenn hafa háskólanum bæzt f haust. Skift- ast þeir í deildirnar á þessa leið: I læknadeild: James Lave Nisbet. Knútur Kristinsson. Jón Jónsson (frá Þverá). Þórhallur Árnason. Árni Vilhjálmsson. Guðtn. Óskar Einarsson. Sveinn Sigurjón Sigurðsson. Jón Benediktsson. Jón Sveinsson. Snorri Halldórsson. í lögfræðisdeid: Sigurbjörn Jónsson. Bjarni Jósefsson. Gunnar Epsólín Benediktsson. Jón Sveinsson. í guðfræðisdeild: Þorsteinn Ástráðsson. Sigurður Óskar Lárusson. Eiríkur Helgason. Erlendur Karl Þórðarson. Yestnr-íslendmga-annáll. Ritstjóri Lögbergs hefir Sig. Júl. Jóhannesson verið síðastliðið hálft ár. En í byrjun septembermánaðar lét hann af því starfi og var ástæð- an sá, að hann hafði ritað nokkrar greinar um stríðið, sem þýddar höfðu verið í ensk blöð og þótt með þeim hætti á hæstu stöðum í Kanada, að kendar voru við »landráð« og varð hann því að fara frá blaðinu. En í greinum þessum mun þó eigi hafa annað eða meira staðið en hvatning til Kanadastjórnar um að láta Kanada- báa ekki fara í stríðið. Fer Sigurð- ur sjálfur um þetta svofeldum orð- um í síðasta blaðinu, sem hann gef- ur át: »En eitt sérstakt atvik hefir orðið því valdandi, að þetta verður sein- asta eintak Lögbergs, sem kemur át undir minni stjórn. íslendingar hér í Winnipeg hafa rægt rnig við það vald, sem í þessu landi ræður, á þann hátt að reyna að vinna blað- inu skaða og vega að mér persónu- lega með þvi vopni. Þannig er ná mál með vexti, að eg hafði ritað nokkur orð um stríð ið í 32. og 33. tölubl. Lögbergs; þær greinar eru öllum til sýnis og um þær þarf ekki að fara mörgum orðum. En þessar greinar hafa verið þýddar á ensku af þeim Islending- um hér, sem fanst að þeir ættu mér eitthvað grátt að gjalda í póli- tík; fanst að Lögberg hefði komið einhversstaðar illa víð pólitisk kaun; og þessir landar höfðu gert svo mikið veður ár þessum greinum, að þær eru kallaðar landráð og æsingar, eru settar af stað gegn blaðinu. Landar í Kaliforníu og Mexíkó. Eftir því sem Lögberg segir frá dvelur Islendingur einn í Mexikó, sem mörgum skólagengn- hm mönnum er kunnur. Það er Valdimar Friðfinnsson og býr hann 1 Tampico-berg. Lætur hann mjög vel af sér, kveðst vera að reyna að ná undir sig olíulöndum manna þar syðra og hafa góð von um, að takist. I Kaliforníu dvelja ná Jóhannes JóhanneSson cand. og Hermann Thorsteinson verzlunarm. Þ;ir eru í bænum Fellows. Gjafir og áheit til Heilsuhæiisfélagsins. Stúlka í Borgarf. 10.00, S. Seyðisf. 10.00, N. N. 1.25, N. N. 2.00, Sjótn. Rv. 10.00, G. S. 1.00, N. N. 5.00, Z. L. 5.00, Þ. J. 10.00, M. Þ. 5.00, M. Brynjólfsd. Akran. 2.00, N. N. 5.00, Unnur Ánsd. 10.00, N. N. Barðastr. 10.00, J. Svartdal 8.00, S. 1.50, Áuðuu- peningar 8.00, N. N. 5.00, J. Jónss. Hofi Yatnsdal 10.00, Kona í Rv. 2.00, C. F. Jensen kaupm. Rf. 25.00, Sjóm. í Rv. 3.00, J. Hj. Þ. 2.00, Úr Ögur- deild: Frú Þ. Bjarnard. Vigur 2.00, Presturinn í Vigur 10.00, H. Jóhannesd. Litlabæ 2.00, N.N. 2.00, Andr. Jóhanness. Ögurnesi 2.00, R. Jakobsd. Ögri 5.00, Jólagj. frá sjóm. í Ögurnesi og Ögur- vík 17.81, Jóu 10.00, N. N. Vatnseyri 5.00, A. Bjarnad. Hvítadal 5.00, H. Jónsd. Belgsdal 5.00, R. 10.00, Sjóm. í Rv. 10.00, G. G. skipstj. 100.00, Auðnupeningar 20.00, N. N. Árness. 6.00, Jónas Jónasson Winnip. 25.00, Skólab. á Gemluf. og Brekku i Mýrabr. 10.00, S. O. 10.00, N. N. 2.00, Ós- landshlíðarskóli 7.50, N. N. 1.00, Úr Ögurd.: Kolb. Elíasson Laugab. 5.00, M. Guðmundss. Kálfav. 5.00, G. Halld. Hf. 2.00, Garðar Guðmundss. 10.00, V. Helgason Gruud Mjóaf. 10.00, J. A. Jónsson ísaf. 15.00, Auðnupen. 10.00, U. M. F. Langnesinga 20.00, Sigurbj. Bjarnason 2.00, G. Thorgrímsson Van- couver 37.00, Ungur maður í Rvík 37.50, Stúlka í Hörgárdal 5.00, N. N. 2.00, Bj. Kristj. Næfran 2.00, Kristinn Guðlaugss. Mýri 5.00, Vestmaun Ing- jaldssandi 10.00, Kona í Rv. 2.00, Kona í Rv. 5.00, Kr. Sig. 5.00, Ekkja í Grímsnesi 3.00, A. S. 12.00, Kona á Miðnesi 25.00, Síra J. Finnss. 10.00, Frú J. F. 5.00, J. V. 10.00, Þingeysk kona 15.00, Úr Fáskrúðsf. (sent af G. Högnas.) 36.00, H. I. Hanson Grimsby 18.14, Þingeyingur 5.00, N. N. 4.00, Guðbj. Halldórsd. 5.00, Kona í Rv. 5.00, Eyfellingur 5.00. B. J. 5.00, N. N. 10.00, Kona í Miðf. 10.00, Einhv. 3.00, K. B. sjóm. 10.00, Stúlka í S.- M. sýslu 10.00, Fátæk ekkja Rv. 5.00, Trassi 5.00, Eg. Guttormsson 10.00, S. G. ísaf. 10.00, Úr Vatnsdal 5.00, Þ. B. 10.00, O. Guðmundss. Bolungar- vlk 5.00, Koua í Keflav. 1.00, Einhv. 10.00, Kona á Álftanesi 2.00, Kona í Rv. 2.00, K. E. 5.00, X. 5.00, N. N. I. 00, Bj. Bjarnason Skáney 15.00, Kosningaáh. frá J. 5.00, Áh. úr V,- Eyjafjd. 3.00, Vestfirðingur 10.00, Isf. borgari 100.00, Kvenf. Dís Sauðlauksd. II. 00, J. K. 9.00, Jak. Björndsd. Ein- arsst. 4.00, Erl. Vatnsl. 5.00, Stúlka í Laugard. 2.00, Guðr. Halldórsd. Búð- ardal 2.00, Kona á Eyrarb. 2.00, Norðl. kona 2.00, Úr Ögurd.: Frú Þ. Bjarnard. Vigur 5.00, Sig. Sigurðsson hreppstj. Halldorsst. 25.00, Úr Eydala- prestakalli (sent af síra Pótri Þorsteins- syni) 92.00, Sigurvin Hansson form. 10.00, Kona í Rv. 5.00, Bj. Pálss. Tví- skerjum 3.00, N. N. 2.00, G. Pálsd. Eyjaf. 2.00, N. N. Lundareykjadal 10.00, S + H 2.00, Marierlurnar 5.00, N. N. ísaf. 25.00, Áh. úr SvalbarðBd. 2.00, Kona í Garðahr. 3.00, Kona á Miðnesi 10.00, Síra Sig. Stefánsson Vigur 100.00, Kvenfól. Vidalínssafnað- ar N. Dakota 186.00, Skólabörn í A,- Landeyjum 3.50, Bj. Gíslad. Akran. 5.00, N. N. 10.00, K N. 5.00, Kona á ísaf. 2.00, Úr Ögurd.: Ragnh. Jakobsd. Ógri 5.00, Gisli Sæmundss. s. st. 1.00, Blótbindindisfól. s. st. 3.06. Þorbj. Ól. Ögurnes 1.00, Sama afmælis- gjöf 0.50, Stálka Hf. 3.00, Eriðjón Jensson læknir 15.00, Skólabörn undir Austur-Eyjafjöllum (sent af Ól. Eiriks- syni Eyvindarhólum) 10.00. í ártíðaskrána hafa frá árs- byrjun gefist rámar 2000 kr. Jón Rósenkranz. Pistlar ur sveit Skagafirði, 11. sept, 1914. Heil og sæl, Isafold! Mór finst eg þurfa að senda þór eina línu, þótt það verði lítið gjald fyrir allar fréttirnar af þingi og þjóð inni í sumar. Þótt litið beri hór við öðru nýrra upp til sveita á íslaudi, gerast þar samt afleiðingaríkir viðburð ir fyrir land og lýð. Árið þetta virð- ist ætla að hafa viðsjárverð áhrif á ís- lenzkan efnahag. Er skamt að minnast vorharðind- anna síðustu. Veturinn síðasti var og harður. Tveim vikum eftir nýár setti niður mikla fönn, og hólst óslitin harð- indatíð fram yfir páska, mundi vetur- inn sá hafa þótt annálsverður hór áð- ur. Um sumarmálin hlánaði. Vorið heilsaði vingjarnlega, og vonin um blíða tíð lifnaði hjá öllum. En hvernig fór? Síðasta harðindahretið var eftir. Það gekk í garð með fyrstu sumar- geislunum og háði þann hildarleik, sem bændum verður lengi minnis- stæður. Hór í sýslu munu allflestir hafa bjargast eftir vonum vel. Heyafli frá sumrinu áður var dágóður, ásetning gætileg hjá mörgum. Má eflaust þakka það ágætri haustkauptíð, að f jár- fellir varð hór nálega enginn síðastliðið vor. Því það er sannreynd, að ef illa er gefið fyrir íslenzku vöruna — kjötið — tregðast menn við að borga þau árin og setja þá ógætilega á heyin. — Þótt Skagfirðingar hafi átt fult í fangi með að verjast fjárfelli, má fullyrða það, að afkoma hefir þó orðið á g æ t, miðuð við aðrar sýslur landsins. Lambadauði var auðvitað mikill hjá mörgum, en ef höfuðstóllinn skerðist ekki í slíkum hallærum, þó rentunrar verði þeim að bráð, má kalla það hepni. Sumarið hefir verið blítt og strítt. Sláttur byrjaði ekki fyr en um þrett- ándu helgi. Sprettan varð ágæt á engi, lakari á túnum. Nýting mjög misjöfn, verið dágóð um lágsveitina, en afleit til fjalla, og kvarta bændur þar sáran. Nú eru stöðugar rigningar og útlitið ískyggilegt. Það sem verið hefir tilfinnanlegast, er kaupafólkseklan. Fyrir sárfáum árum komu heilir hópar af fólki norður í sveitir. Hver bóndi hafði þá þjón á hverjum fingri. Þetta hefir breyst svo, að naumast vill nokk- ur maður ráðast í sveit. En þó flykk- ist fólkið hundruðum saman norður, sem áður. Og hvert? Til Siglufjarð- ar! Siglufjörður dregur vinnuaflið úr höndum bænda. Næstu sveitirnar, Skagafjarðar og Eyjafjarðarsýsla, verða þó harðast úti. Afleiðingin af kaupa- fólksskortinum verður auðsjáanlega sú, að bændur verða að draga saman segl- in. Búin minka og gjaldstofninn rýrn- ar. Þetta er Btórkostlega ískyggilegt, enda orðið megnasta áhyggjuefni hór um Blóðir. Það væri nytja verk ef fundiu væru ráð við þessu og þau framkvæmd. Eg býst við, að margur segi: »Ef þið gjaldið eins hátt kaup og Norðmenn á Siglufirði, fáið þið nægan vinnukraft«. Það er nú svo. En engum, sem þekkir rekstur búanna, mun blandast hugur um, að það mundi snara bús- klyf junumum þverbak hjá flestum bænd- um. Nei. .Sveitirnar Norðanlands og Siglufjörður togast á um vinnuaflið; norska nýlendan sigrar í þeim kapp- drætti og landbúnaðinum er stórísjár- verð hætta fyrir dyrum. Hór eru góð ráð dýr og óskandi að hór yrði eitt- hvað gert fyr en síðar. Vilja ekki lög- gjafarnir íslenzku íhuga þetta mál, þvf auðsætt er að landið líður alt við vinnufólkstapið. Tíðindin af Heljarslóðarorustu stór- veldanna geisar sem eldur i sinu hór í sveit sem annarstaðar. Mór finst sem landið hafi nálgast ófriðarsvæðið þegar litið er á það feiknatjón sem íslenzka verzlunin hlýtur að líða við þetta. Matvaran hækkað stórkostlega um land alt, t. d. á Sauðárkrók er tn. af rúg- móli orðin á kr. 30,00 til 32,00, hafra- grjón kr. 52,00 tunnan og annað eftir þessu. Það er auðsætt, að fátækling- um er ofurefli að sæta þessum ókjör- um. Og efuamenn þola heldur ekki slíkan kostnað til langframa, sem fram- færsla búanna krefst, með þessu (ó)lagi. En þó tekur útyfir, ef íslenzka varan fellur í verði af því að flutningur á henni út er ef til vill ófáanlegur. Ef- laust er þó öll vara í háu verði er- lendis, og ekki sízt kjötið. Enda er það vant að vera svo á ófriðartímum. Fjáreigendur spyrja með kvíða: Selst kjötið okkar með viðunarlegu verði í haust? Kaupmenn heimta greiðslu á skuldunum, hvort sem kjötið selst eða ekki, svo það er eðlilegt að bændur séu með »böggum hildar«, um sinn hag. En er ekki hægt að selja kjötið í laudinu sjálfu? Getur Suðurland fullnægt kjöteyðslu kaupstaðahna syðra t. d. Reykjavík, eftir fjarfellinn í vor? Liggur ekki beinast við að bjargast við eigin landsafurðir í þessu ári, og Norð- lendingar og Sunnlendingar stofni við- skiftasamband nánara en verið hefir? Á þessa leið spyrja margir hór um slóðir, og ekki að ástæðulausu. Þá hefir og »Skúla fógeta« slysið vakið hjá mörgum óhug og vakið menn hér til vitundar um, að íslenzku þjóðinni er opinn voði vlðar en á viðskiftasvæð- inu. — Hér er fremur lítið minst á pólitík. Ófriðartíðindin og annir heyskaparins skiíta hugattum á milli sín. Þó eru hór töluvert margir, sem latið hafa í ljósi undrun sína yfir þvf; hve þingið í sumar hafi verið friðsamlegt, og vona að með því rísi bjartur dagur bróður- legra hagkvætnda og friðsamlegra starfa í lögrettu landsins. Þingið 1914 hefir þó verið óvenjulega umfangsmikið og afkastamikið eftir ástæðum. Naumast get eg hugsað mór, að neinn láti blekkj- ast af greinum Skallagríms í Lögróttu um Alþingi 1914, störf þess o. fl. Það væri fróðlegt að bera saman afrek »fjárveitingaþingsins þuuna«, (þegar helzta þrekvirkið var þingfararkaups bækkunin) og stört þessa þings. Stór- málin tvö, fánamálið og stjórnarskrár- málið, afgreidd til staðfestingar, ráð- herraskiftin (sem tekið hafa tíma stund- um áður), og óvænt verkaviðbót, bjarg- ráðaráðstafanir í tilefni af ófriðnum, auk um 40 afgreiddra laga. Þetta hefir þingið 1914 unuið. Nei, hvernig sem litið er á stðrf þessa þings, verð- ur það ekki borin sú sök með róttu, að það hafi verið afkastalitið. Ekki munu menn hér hafa talið gerð fánans aðalatriði, eu því get eg ekki neitað, að mór þykir miklu máli skifta hvort þjóðarfaninn islenzki er fagur eða ekki. Ef fáninn verður ein- hverntíma siglingafáni (út á við), sem allir vona að verði, á fagur fáni að tákna fagran hugsunarhátt viðkomandi þjóðar, jafnframt sjálfstæðismerking- unni sem i honum felst. Sórstaklega þykir mér gerð hvítbláa fánans (blár kross í hvítum feldi) vera h r e i n fögur. Þrátt íyrir það getur rauði lit- urinn ekki talist í danska ætt frekar en íslenzka. Það ættu allir að vita. — En vænt þótti mór og fleirum um fyrirvarann frá Bjarna alþm. Jónssyni, því hann er eindregin yfirlýsing þings- ins 1914, að fánasamþyktin feli enga takmörkun í sór á rótti til frekari lög- samþyktar á víðfeðmara sviði. — Tíðindi hóðan eru aunars fá að skrifa. Heilsufar allgott. Aflabrögð í lakara lagi við Skagafjörð. Menn bú- ast við góðum vetri nú eftir harðindin, sem var meira en »ól eitt og skyldi langt til annars eins«. Th- Rangárv.s. (Landhrepp) 27.sept. Hóðan er það til tíðinda, að svo hef- ir batnað úr bágri sumartíð, að allir hafa náð heim öllu heyi sinu hór og í nálægum sveitum, að örfáum undan- teknum. Eftir mánaðarrosa gerði eina rúma viku, frá 12.—20. þ. m., atkvæða góðan og hagstæðan þurk, og nægði það flestum, með miklu kappi fólks, til að bjarga öllu, sem úti var. Elzta heyið var eðlilega orðið mjög mætt, og jafnvel sumstaðar stórhrakið, en yfir- borðið var gott fóðttrhey, og hið yngsta ágætt hjá þeim, er altaf heldu áfram slætti hverju sem viðraði, og það gerðu allir hór í sveit og víst í öllum þur- lendissveitum. Verður því hór og ann- arstaðar, þar sem líkt hagar til, sú endalyktin á þessum útlitsljóta útliðna heyskapartíma, að heyfengur er með meira móti alment, sumstaðar með því semta að vöxtum, og gæði hans engu minni en oft endranær. Er því maklegt að segja, að vel hafi snúist og mildilega ráðist fram úr stórvandræðahorfum hér hjá okkur og nágrönnum flestum. En þegar bjargræðisútlitið og gleðin yfir því var eintia bezt og mest hjá okkur um miðja gæðavikuna, þá varð þó nokkuð á að skyggja og draga úr ánægjunni; því að nóttina h. 17. þ. m. brann allur bærinn á Galtalæk, stórt fbúðarhús, alveg nýtt, með skúr- um og frammi eldhúsi, til kaldra kola, og alt innanstokks: klæðnaður, rúm- fót, reiðtýgi, öll húsgögn og öll mat- væli, svo að heimilisfólk alt stóð hús- vilt, hálfnakið og albjargarlaust að morgni úti yfir öskuglæðum eiga sinna. Allir, ungir og gamlir komust þó lífs og lítt skemdir út úr eldinum, en engu öðru, sem teljandi só, varð bjargað og alt var óvátrygt. Er þvf hór rauna- lega mikill skaði skeður ; því auk þess sem hin brunnu hús voru öll ný og vönduð og mikilsvirði, þá mun það, sem innan húss var, varla fiafa verið miklu minna virði en húsin. Því hér var um eitt hið efnaðasta heimili að ræða, ríkulega útbúið að flestum hlut- um, auk fylsta ársforða af matvælum allskonar. Hluttekning hór, og víðar er, og verður væntanlega góð. Abúeudurnir, Finnbogi Kristófers^on og Margrót Jóns dóttir aikuimir góðir gestgjafar í fjol— farinni götu, hafa afráðið, að reyna nú þegar í haust að byggja aftur yfir grunninum, og er í ráði, að sveitungar þeirra, Landmenn, annist aðflutning til hússins. Er þegar byrjað að flytja með skjótum og drengilegum samtökum, er allir taka þátt í, hver eftir sinn beztu getu. Er ekki að efa, að þetta tekst og alt fer vel, því sigursæll er góður vilji, og mikils megnandi góður samhugur og einlæg samhjálp. En mikið er und- ir því komið, að haustið verði gott og flutningsvegir vel færir, þar sem og þegar svona stendur á. Til tíðinda má og telja það hóðan frá þessu sumri, að látist hefir hór í hreppi, 13. ágúst gömul og góð merkiskona: Sigurbjörg Sig- urðardóttir, tæpl. 83 ára, sfðast búandi í Hrólfsstaðahelli, fæðingar- og uppeldisheimili Guðm. skálds Guð- mundssonar. Landi. Málverkasýning Kjarvals í Vinaminni er opin frá kl 11 árd. til 4 síðd. Inngangur: 40 aurar. The Nortli British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínnr og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað.. Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við, og þá fáið þér það sem bezt er. ÍMaverksmiðjan Álafoss kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló- skér, pressar, litar, gagneimir (afdamp- ar) og býr til falleg tau. Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæðaverksmið- jum hér á landi. Alafoss-afgreiðslan, Laugavegi 34. Rvík. Sími 404. Bogi A. J. Þórðarson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.