Ísafold - 04.11.1914, Page 2

Ísafold - 04.11.1914, Page 2
338 ISAFOLD Erlendar simfregnir frá Norðurálfuofriðnum. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). London 31. okt. kl. 12. Miklar orustur ura alt fylkingarbrjóstið að vestanverðu. Banda- menn hafa unnið á. Emden hefir sökt rússnesku beitiskipi við Penang. London 2. nóv. kl. 12. Tyrkir skjóta á Odessa og rússneska flotann. Talið líklegt, að ný Balkanstyrjöld byrji. Þjóðverjar hörfa undan í Belgíu. London 3. nóv. kl. 12 á hád. Bandamenn. hafa sótt fram við miðjan Yser-skurðinn. Þýzkur kafbátur skaut sprengikúlum á gamalt brezkt beitiskip hjá Dunkirk. Tyrkneskt herlið hefir ráðist inn í Egyptaland. ítölsku stjórninni hefir verið veitt lausn. Uppreistarmenn i Suður-Afríku sigraðir. Eimskipafélagið. Félagsstjórnin hefir nú sent hlut- höfunum hlutabréf sín. Hefir þeim verið dreift um landið og hér um bæinn í síðastliðnum mánuði. Það er ánægja að sjá hve vel og smekk- legu er frá þeim gengið. Félags- stjórnin fór fram á það við lista- menn hér í bæ á síðastliðnu vori, að þeir gerðu uppdrætti af bréfunum og var heitið verðlaunum fyrir þann, er bezt félli í geð og notaður yrði. Uppdrætti gerðu þeir Einar Jónsson málari, Samúel Eggertsson og Stefán Eiríksson hinn skurðhagi. Stjórninni gazt bezt að uppdrætti Stefáns. Lét hún gera myndamót eftir honum á Þýzkalandi og voru bréfin svo prentuð í Gutenberg. Pappírinn er vandað- ur og sterkur enskur skjalapappír, sem stjórnin pantaði sérstaklega í hlutabréfin. Er það vel, að svo er til hlutabréfanna vandað. Því bæði er það, að »það skal vel vanda sem lengi á að standa* og auk þess spá- um vér því, að bréfin muni verða stofuprýði á mörgum heimilum. ísafold hefir gert sér far um að láta almenning vita sem bezt og oftast hvernig liði þessu óskabarni þjóðarinnar, Eimskipafélaginu. Þótti oss til hlýða að flytja nú einhverjar nýungar um félagið. Leituðum vér vitneskju hjá manni úr félagsstjórn- inni og voru þær greiðlega látnar í té. Þótt stundum líði langt á milli þess, að blöðin flytji fregnir af félag- inu, er stjórnin ekki aðgerðalaus. Mörgum muu þykja fróðlegt að heyra, að stjórnin heldui fund einu sinni í viku hverri og auk þess stundum aukafundi þess á milli. A skrifstofu félagsins hafa unnið að staðaldri 4 menn, aðaliega við að búa út og senda út hlutabréfin. Enda er þeim mjög vel í kerfi kom- ið. Þvi starfi er nú lokið. Við hlutaféð hefir bæzt smátt og smátt. í síðastliðinni viku bættist félaginu t. d. einn 2000 króna hlut- hafi og annar 500 króna hluthafi. Er hlutaféð hér á landi komið upp í 366 þús. krónur. Af því eru ógreiddai einar 3700 kr., sem þó má vænta að talsvert greiðist af. Má það heita mjög vel að verið. Vantar nú einar 19.000 kr. á að safnað sé hér á landi það sem gert var ráð fyrir í fyrstu að hægt væri að safna alls, hér og í Vesturheimi. Stjórnin mun eigi úrkula vonar um að fjárhæðin safnist öll áður en skipin koma. Þótt eigi geri hún ráð fyrir að allur almenningur eigi hægt með hlutakaup eins og nú er áran í landi, þykist hún eiga hauka í horni meðal kaupmannastéttarinnar sem taka muni drjúgan skerf; var til nefndur einn stærstu kaupmann- anna hér i bæ og nok^rir annars staðar á landinu, sem enga hluti hafa tekið í félaginu. Auk þessara 366 þús. króna, hafa Vestur-íslendingar lofað um 190.000 krónum. En nokkuð stirðar hefir gengið með innborganir þar vestra. Hlutaféð í Vesturheimi átti að greið- ast í 4 greiðslum samkvæmt ákvörð- un hlutafjársöfnunarnefndainnar í Winnipeg; J/4 hluti fyrir þ. 1. janúar þ. á., næsti x/4 hlutinn fyrir 1. júlí þ. á., þá V4 fyrir 1. janúar 1915 og siðasti Yí fyrir i- júlí 1913. Alls eru nú komnar hingað um 62 þús. krónur og auk þess mun nú innborgað í Winnipeg um 20 þús. krónur. En með því að sumir hafa greitt sina hluti að fullu, þá skortir talsvert á að allir hafi staðið í skil- um. Stjórnin þykist þess fullviss að á þessu verði ráðin bót áður en borga á út skipin. Enda hefir hún bygt áætlanir sínar um stærð og dýrleika skipanna og samninga um borgun á þeim á því að rétt greið- ist hlutaféð að vestan. Vér vitum að forvígismenn þessa máls vestra gera sér far um að svo verði. Ög ástæðulaust virðist oss með öllu alt tal um það, að stofnfundurinn í vetur og síðan alþingi í sumar hafi verið of Iiðugt í snúningum að verða við óskum Vestur-íslendinga um réttindi þeirra í félaginu, eins og vér höfum heyrt úr einni eða tveim áttum. Það var eigi nema sjálfsagt að verða við þeim óskum svo drengilega sem Vestur-Islend- ingar tóku í Eimskipafélagsmálið, en auðvitað er, að þau réttindi hafa verið veitt með þeirri vissu von að hið lofaða hlutafé greiðist. Marga höfum vér heyrt hreyfa þvi, að stöðvuð mundi nú skipasmíðin vegna ófriðarins. En oss var sagt, að svo væri eigi. Að vísu hefir ófriðurinn valdið því, að seinkað hefir efni til skipanna, svo nú lítur út fyrir að smíði á Suðurlandsskip- inu muni eigi lokið fyr en í miðj marzmánuði í stað janúarloka næst- korrundi. En Norðurlandsskipið mun verða búið á tilsettum tíma í maí- byrgður inni í myrkrinu — fær »asklok fyrir himin«. Að kveðast úr kútnum er að komast út í ljósið og víðsýnið. Skáldin kveða þjóðirnar úr kútn- um. Þeirra hefir það verið á öllum öldum að «deila orðspeki« við til- veruna og snúa ómálga reynslu mannanna í mynt málsins svo að hún verði gjaldgeng hjá öldum og óbornum. Við heiðrum hér í kvöld eitt af kraftaskáldum þessarar þjóðar. Að vísu hefir hann ekki, svo kunnugt sé, kveðið neinn ref dauðan, og ekki hefir hann kveðið holdsveiki á menn eða gjarðir af brennivíns- tunnum. Hann hefir beint andríki sínu að æðri efnum. Hann hefir viljað kveða drenglund, þrótt og framtak í þjóð sína, hann hefir viljað kveða hana heilbrigða og hamingju- sama og hann hefir lagt sinn skerf til þess að hún yrði ekki kveðin í kútinn. Það hefir munað um hann. Aldrei hefir neinn borið honum á brýn það sem sagt var um eitt fornskáld- ið og oft verður í kvæðakappi, »að hann kynni ekki yrkja né kveða það er eigi var áður kveðið». Þó hann yrki um eitthvert efni sem mánaðarbyrjun, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Lánið út á skipin er tekið í Hol- landi og standa samningarnir um það óbreyttir af stríðinu. Þrátt fyrir vaxtahækkunina um heim allan geld- ur félagið að eins 5 °/o vexti af því láni. Munaði minstu, að lánið yrði tekið í banka í Brussel í Belgíu og hefði þá ver farið eins og nú er komið. Heppilegt er það að skipin skuli smíðuð í Danmörku og lánið tekið í Hollandi; þessi tvö lönd eru meðal hina fáu Evrópu-landa, sem enn eru ósnorfin af ófiiðnum. Til þess að vera við öllu búin hefir þó stjórnin vátrygt gegn ófrið- arhættu eign félagsins í skipunum, en hún nemur því, sem félagið hef- ir borgað í þeim hvenær sem er. Er sú vátrygging í hinu heims- kunna Lloyd-félagi, svo telja má víst að félaginu sé borgið, hvernig sem alt fer. Ófriðurinn getur orðið þess vald- andi að eigi fáist loftskeytatæki á skipin í byrjun. En á því má vænta að verði ráðin bót þegar eftir að stríðinu er lokið. Gert hefir verð ráð fyrir þvi, að félagið taki að sér strandferðir árið 1916 með tveim nýgerðum skipum. Ef til vill kemst truflun á það vegna ófriðarins, af því smíði á skipum hefir hækkað geysilega í verði. Fróðlegt er og gaman að frétta að sama hreyfingin gengur nú um Bandaríkin, sem átti drjúgan þátt í stofnun Eimskipafélagsins hér. Banda- menn eiga að vísu allmikinn skipa- stól. En hann hafa þeir aðallega í förum með ströndum fram heima fyrir og á ám og vötnum í Banda- ríkjunum. Að eins eitt af þeim mörgu félögum, sem annast sigl- ingar milli Bandaríkjanna og Norður- álfu er ameríkst. Út af ófriðnum hefir nú vaknað í Bandaríkjunum öflug hreyfing i þá átt að Banda- menn sjálfir hafi ráð í farkosti til siglinga til annara landa. Er sú hreyfing studd þar af þingi og stjórn. Má vænta þess að Bandamenn eign- ist bráðlega eitt Eimskipafélag eða sín Eimskipafélög. önnnr skáld vor hafa áður kveðið stórvel um, þá opnast nýir heimar undir eins og hann snertir við þvi. Hann nemur ný og auðug lönd andans, þar sem menn hugðu albygt áður eða óbyggilegt, allar götur inn í álfheima. Menn hlusta öðruvísi á svaninn, hoifa öðruvísi á norður- ljósin, hugsa annað um snjóinn og hafísinn og teiga fjallaloftið með öðru geði eftir að Einar Benedikts- son hefir kveðið þeim kvæðin sín um það en áður. Þó það sé nú aðdáunarvert að ryðjast þannig til landa á þeim svæð- um sem islenzk skáld hafa slegið tjöldum sínum alt frá landnámstíð, þá er hitt þó stórmannlegra að fara víkingsferðir út um lönd og gera þau skattskyld íslenzkum anda. Það hefir Einar Benediktsson gert. Hann hefir fundið að íslenzkan var ekki fullreynd meðan henni var aðeins beitt við íslenzk yrkisefni. Útlendu efnin kveða við annan tón, og þá reynir á hvort íslendingurinn getur botnað það sem þau ljóða á hann. Skyldi heimsmenningin með öllu sínu státi og stórmerkjum ekki kveða hann í kútinn ? Við vitum hvernig sú viðureign hefir farið. Einar Benediktsson hefir Skipafregn: S t e r 1 i n g fór til útlanda á laug- ardag. Meðal farþega var Ditlev Thomsen konsúll. B o t n i a fór héðan á mánudag. Meðal farþega: Árni Riis kaupm. Innbrotsþj óf naður. Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í skrifstofu Jes Zimsens konsúls. Innbrotsmaður var svo óvarfærinn, að hann kveikti á ljósi, meðan hann var þar inni og sá næturvörður kaupmanna, Hafliði Hafliðason, ljósinu bregða fyrir og fekk aðra næturverði í lið með sér. Náðu þeir svo manninum inni á skrifstof- unni með nær 200 kr. í vösunum, sem hann hafði náð í. Þegar á hann var gengið, kvaðst hann heita Jón Tomasson og vera af Hornströnd- um, hvergi eiga heima í bænum, en hafa legið ýmist úti eða í gistihæli Hjálpræðishersins. Hjónaefni: Helgi Guðmundsson verzlunarm. í Skógarnesi og ym. Kristín Óladóttir frá Stakkhamri. Látin er hór í bænum í nótt húsfrú Þuríður Guðmundsdóttir, kona Kristins Jónssonar trósm. Frakka- stíg, en uppeldisd. Guðm. Guðmunds- sonar bóksala á Eyrarbakka, ung kona og myndarleg. Veðrátta. Síðustu dagana hefir verið frost og stillur. Ágætur ís er kominn á Tjörnina og var þar í gær- kveldi mikið um skautaferðir, enda veður til þess, glaða tunglskin og blæjalogn. ÁsgFÍmnr Jónsson hefir gert hvert málverkið öðru fallegra f sumar, bæðí úr Fljótshlíðinni og Þórsmörk. Bæjarstjórnarkosningar tveggja eða þriggja fulltrúa fer fram bráðlega. Pótur G. Guðmundsson hefir sagt af sór bæjarstj.starfi, Jóh. Jóhannesson er látinn og um það rætt, að hinn nýi borgarstjóri muni og segja af sór bæjarfulltrúastarfi. Ákvörðun um þessar kosningar verð- ur senniiega tekin á morgun. sent okkur kvæði sitt úr hverri höf- uðborginni út um alla Evrópu og lýst því sem bar honum þar fyrir augu og eyru og hugskotssjónir. Það ber ekki á því að málið bregð- ist honum: »Þess orð fellu ýmist sem hamars- högg, eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg, — eða þau liðu sem lagar vogar, lyftust til himins með dragaudi ómir eða hrundu svo tær eins og drjúp- andi dögg og dýr eins og guilsins logar«. Aldrei hefi eg verið sannfærðari um það að lindir Islenzkunnar væru óþrjótandi en eftir lestur sumra kvæða Einars Benediktssonar um útlendu efnin. Mér fanst eg sjá þar á veg vega: Vegur var undir og vegur yfir og vegur á alla vega. Eg held við höfum aldrei átt skáld sem betur kunni að lýsa því sem ber fyrir augu og eyru eða var eins auðugur af samlíkingum til að gefa því sjálfstaklingslíf og and- ardrátt. »Þegar eg les hans beztu kvæði, hleypur mér kapp í kinn og eg lofa guð fyrir að vera fæddur Ræða fyrir minni Einars Benediktssonar í heiðurssamsæti á Hótel Reykjavík 31. október 1914. Skáldskapur og líf hefir jafnan verið samgróið hjá íslendingum og eitt orð yfir hvorttveggja, að vinna og semja ljóð. Það heitir að yrkja. Skáldskapurinn hefir komið alstaðar við, jafnvel við utanríkismálin: Þeg- ar íslendingar forðum lentu í ófriði við Haraid Gormsson Danakonung út af skipreika virðist hafa verið al- ment útboð — af skáldum. »Þat var í lögum haft á íslandi, at yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert er á var landinu*, segir Snorri. Og þegar Hákon Hlaðajarl rændi skip Þorleifs jarla- skálds, greip hann til sömu vopna og orti Jarlsníð, sem heldur þótti kraftur fylgja. Hann mun vera fyrsta islenzka kraftaskáldið sem getið er um, en sögurnar um kraftaskáldin sýna hve vel þjóð vor hefir fundið og trúað á mátt andríkisins. En merkilegastar og djúpúðugastar eru sögurnar um kvæðakappið. Sá einn þótti andlega fullveðja, sem alt af gat svarað þeim sem ljóðuðu á hann að fyrra bragði, hvort heldur voru djöflar eða menn. Við munum hvernig Sæmundur kvaðst á við kölska, bæði á íslenzku og latínu. Og þegar kölski og Kolbeinn sitja saman vestur á Þúfubjargi um nótt, er brim gekk sem hæst og tungl óð í skýjum, en höfðu gert samn- ing um, að hvor þeirra sem ekki gæti botnað vísu hins skyldi steyp- ast ofan af bjarginu og vera þaðan í frá í valdi hins — þá hefir þjóðin í ódauðlegri mynd brugðið upp sann- leik, sem ekki má fyrnast, og hann er sá, að skáldskapurinn er ekki leikur einn og fánýtt glingur, heldur barátta upp á líf og dauða um vald- ið yfir andríkinu og þar með yfir öðrum. Umheimurinn ljóðar alt af á okk- ur að fyrra bragði. Öll áhrif sem okkur berast eru einskonar upphöf, sem okkur er ætlað að hafa rétt eftir og botna. Við finnum öll hvötina til þess, en verður orðfall flestum, þegar til kemur, og erum kveðnir í kútinn. Og þar sætum við öll, ef ekki væru skáldin. Hugmyndin um »að kveða í kút- inn« er einkennileg. í henni er fólgið að sá sem þrýtur erindið, sá sem ekki hefir lengur ný ljóð á takteinum til svara, hann verður /

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.