Ísafold - 18.11.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.11.1914, Blaðsíða 1
■ ............... B | Kemur út tvisvar | | í viku. Verð árg. | j 4 kr., eriendis 5 kr. | | eða l^dollar; borg- - f ist fyrir rniðjau júll 1 | eiiendis fyrirfram. I 1 Lausasala 5 a. eint. I UppBÖgn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbi. og só kaupandi skuld- laus við blaðlð. i iniiii»iitniiii«iiiH)iiniiiniiii«iiiiiiiiniiii»imin | XLI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 18. nóvember 1914. 89. tölublað Hjartans þakklæti mitt votta eg öilum þeim, sem við fráfall og jarð- arför föður míns hafa heiðrað minn- ingu hans og auðsýnt mér hluttekn- ingu í sorg minni. Reykjavik 18. növember 1914. Óskar Jóhannsson. Allir spyrja — Naumast hittir svo maður mann á götu þessa dagana, að eigi sé fyrst spurt um »hvert nokkuð hafi frézt frá ráðherra.« Sðmu fyrir- spurnunum rignir á ísafold daglega, bæði héðan úr bænum og utan af landi. Stjórnarskráin og fáninn eru auð- vitað þau málin, sem menn í raun og veru eru að spyrja um, þegar þeir tala um fréttir af ráðherra. Mönnum þykir seinka afgreiðslu þeirra og álykta að meira en lítil tregða muni við Eyrarsund að fara í þessum málum að vilja þings og þjóðar. Hvort svo sé, að þessari seinkun valdi staðfestingar-ófúsíeiki, skal ósagt látið. Eti benda má á, að fánaúrskurð- uriun í fyrra var eigi útgefinn fyr en 22. nóv. og þá um leið staðfest ýms lög, ef oss minnir rétt. Var þó ráðherrann þáverandi búinn að vera lengur ytra en Sigurður Eggerz að þessu sinni. Það ýarý því eigi að stafa af öðru en eðlilegum ástæðum, að enn er stjórnarskrárstaðfestingar- fréttin ókomin. Um fánann er það að segja, að óhugsandi er annað en að það mál komist í höfn, þar sem svo er i haginn búið, að konungur er fyrir fram búinn að lofa að staðfesta aðra af gerðum þeim, sem alþingi lagði til í sumar, þrílitu gerð nefnd- arinnar. Svo að þótt alt sé gert af hálfu »vinar« vors Knúts Berlin til þess að spilla framgangi fánamálsins — fáum vér eigi hugsað oss, að fánann dagi uppi í Kaupmannahöfn. Um stiórnarskrána er að vísu óðru máli að gegna. En trauðla fá- um vér trúað því, að þeir menn meðal Dana, sem með nærsýni og af litlu hyggjuviti, hafa hingað tii alið á smámunalegri stifni og lipurð arleysi í vorn garð, megi sín svo mikils hjá staðfestingarvaldinu, að í bág verði brotið við yfirlýstan vilja nær alls þingsins og þjóðar- innar og þar með stofnað til ófyrir- sjáanlega viðtækrar stjórnmála deilu milli vor og Dana. Manni virðist óhugsandi, að þessi stefna verði ofan á og allir vona það í lengstu lög að svo verði eigi. í síðasta lagi í vikulokin þykir oss líklegt, að stjórnarskrár-forlögin fréttist, þótt eigi verði neitt um það fullyrt. --------------------------------- Yms tíðindi erlend. Herkostnaður þjóðverja. Fulltrúaþing Prússa var sett þ. 22. okt. Fyrsta málið sem á dagskrá kom var fjárveitingafrv., er heimilaði að verja i x/2 miljarði marka til út- gerðar hersins. Varaforseti stjórnarinnar, Delbrúck, lagði frv. fram og fór þeim orðum um striðið, að »öfund og hatur ná- grannaþjóðanna hefði neytt Þjóð- verja til þess að leggja út í ófrið um tilveru sína. »Hetir vorir berj- ast á austur og vestur-landamærun- um. Keisari vor er sjálfur mitt á meðal hersveitanna. — Kröfur þær, er nú verðum vér að gera til sjálfra vor, eru ódæmamikiar. Allir vita, að vér eigi megum sverð vort slíðra fyr en sigur er unninn, sá er trygg- ir oss endingargóðan frið. Allir vita og, að í oss búa þau öfl og hæfileikar, er gera oss sigurinn vís- an«. Þessum orðum ráðherrans var tekið með áköfu lófataki og frum- varpið samþykt í einu hljóði, orða- laust við allar umræður — Svo virðist, sem enginn flokka- né stétta- rigur komist fram í dagsljósið í Þýzkalandi siðan striðið harðnaði. Jafnaðarmennirnir hylla keisarann, senda honum heíllaóskir og íhalds- berserlarnir eru i hreinu bræðralagi við frekustu framsóknargapa. Þjóð- verjar eru nú »allir eitt« og verða vafalaust unz lýkur ófriðnum. Andlát Gustavs Wied. Sím- að var um daginn, að hið nafnkunna kýmniskáld Dana, Gustav Wied væri látinn. Eftir dönskum blöðum að dæma virðist hann hafa stytt sér aldur, og sett það fyrir sig, að leik- rit eitt eftir hann, sem um miðjan október var leikið í Alþýðuleikhúsi Khafnar, var rifið niður í blöðun- um. Gustav Wied á mikla ritmensku- braut ;;ð baki ;ér. Hann átti mikl- um vinsældum að fagna á Þýzka- landi. A íslenzku mun ekkert þýtt vera af skáldritum hans, nema smá- leikur einn, sem hér hefir verið leik- inn og skýrður á tsletizkti: P i p a r- m e y j a n ö 1 d r i ð. Gustav Wied varð 56 ára gamall. Diaz Mexíkóforseti Iátinn. Porfirio Diaz, fyrrum forseti Mexí- kólýðveldis, lézt þ. 27. okt. suður Porfirio Diaz. á Spáni. Hann var forseti Mexíkó- manna 34 ár, frá 1877—1911. Harðn- eskjukarl mikill, er stýrði landinu svo sem einvaldur keisari. Fram- sókn á marga vegu varð um hans daga í Mexíkó. Harðstjórn hans jók honum smátt og smátt óvin- sældir og kom þar að lokum, fyrir 4 árum, að Diaz sá þann kost vænst- an að leggja niður völd og flýja land. Hefir hann siðan dvalið á Spáni. En í Mexíkó hefir friðland verið síðan hans misti við úr stjórn- arsessi. Diaz var gamall maður, 84 ára, er hann dó. Búa-uppreisnin. Það sem mest nefir gefið uppreisn Búa í Suð- ur-Afríku vind i seglin er það, að Christian de Wet hefir gerzt forusthmaður hennar. Hann er stór- frægur og einkar vinsæll vegna frá- bærrar ftamgöngu í Búastríðinu uro aldamótin. Christian de Wet er nú maður sextugur. 300,000 herfanga segjast Þjóðverjar vera búnir að taka undir mánaðamótin siðustu. Gull og bankaseðlar. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. III. 7vœr steýnur. Sbr. bankastjórinn vitnar í Bankapolitik Will. Sharlings á bls. 38 um að seðilbanknr freist- ist stundum til að gefa út ofmikið af seðlum hngnaðarins vegna, og leiði svo yfir menn peningavandræði og ógæfu. Jú prófessorinn segir þetta á bls. 38, en litlu neðar á sömu síðu segir hann líka: Menn gleyma þvi alt of oft, að seðilútgáfan er ekki nema eitt einstakt atvik af mörgum, sem orsaka peningavandræði, og að menn með því að takmarka hana um of, geta komið mannfélaginu í jafnmikla ógæfu, eins og ólánið er, sem þeir æiluðu sér að fyrirbyggja«. Er ekki bezt að vitna í Scharling til fulls? Macleod sem er átrúnaður Breta i bankamálum talar meira skorinort. Bækur hans um bankamál koma alt af út í nýjum útgáfum. Hann segir i: »Elements of Banking«. London 1897 bls. 165, eftir að hafa talað um seðilbanka Skota, seðla þeirra og reikningslán (Cash Credit), að þegar seðillinn sé borgaður inn i bankann, eða reikningsláninu sé lok- ið, þá sé a u ð u r i n n sem seðillinn eða 1 á n i ð skapaði af engu, orðinn að engu aftur. »En hinar áþreifan- legu afleiðingar hafa ekki orðið að engu um leið . . . þær eru þvert á móti akuryrkja á víðfrægri framfara- braut; verksmiðjurnar i Glasgow og Paisley; gufuskipin miklu i Clyde- ánni; alskonar almenn stórfyrirtæki; skipasmiðir, járnbrautir, vegir og brýr og fátækir ungir sem hafa menn orðið að kaupmönnum með konungsauði*. Til eru tvær stefnur. Önnur er að fækka seðlunum, tryggja þá meir og meir með gulli, draga úr láns- traustinu, og liggja eins og farg á allri framtakssemi manna, — stefn- an leiðir til þess að koma landinu í ástandið, sem var 1880, með allri verzluninni í útlendra manna hönd- um, sem geta haft lánstraustið er- lendis, sem hér er ekki að fá. — Hin stefnan er að fjölga seðlunum eins og viðskiftaþörfin krefur með sömu hlutfallstryggingu sem verið hefir, svo lánin verði ekki dýr að nauðsynjalausu; haga seglum svo að efnilegir og framtakssamir menn geti fengið lán, og létta undir með þeim, eins og þeir eiga skilið. Sé þeirri stefnu fylgt verður verzlunin alveg innlend innan skamms, þá yrði hér margur teigurinn þar sem áður var eyðimörk. Þótt íslenzku skipin verði ekki eins stór og skipin á Clyde, og járnbrautirnar verði ekki eins langar og járnbrautirnar í Skotlandi; þótt brýrnar verði ekki eins gífurlegar eins og brúin yfir Firth of Forth; þá er eg viss um, að það er eini vegurinn, til þess að fá a 11 þ a ð sem er við okkarhæfiafhin- um tröllauknu framförum Skotlands. að draga fánann hærra á stöngina í þessu efni, en ekki að draga hann neðar aftur. Að fækka seðlunum mundi eins og Scharling segir hafa mikla ógæfu í för með sér, því þótt gull væri fengið í stað þeirra í bili mundi landinu ekki haldast lengi á því. Seðilaukninqin. Hr. bankastjórinn, sem berst á móti seðilaukningunni, sem fatið var fram á á síðasta þingi, játar þó í greinum sínum í ísafold, að seðilauki sé fremur gjörður vegna viðskiftanna, en vegna bankans, sem gefur seðlana út. Eg er alveg á sama máli um það. En þá veit eg ekki heldur hversvegna hann er á móti seðilaukningunni. Því má ekki gjöra félagslífinu í okkar eigin landi þann greiða? Eg skil greinar hans svo, að það sé vegna þess að þá verði ofmargir seðlar á mann, sem ekki séu trygðir með gulli. Til að fækka þeim seðlum sé eg ekki betra ísland og ófriðurinn. Alþýðufyrirlestrar. */,, og “/„ 1914. Eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. I. 1. »Mig grunaði lengi að koma mundi hríð úr sorta þeim, sem leg- ið hefir á fjöllunum i sumar«, sagði Hannibal um Fabius Cunctator. Þau orð eiga nú við, er heimsins mesta Orrahríð er skollin á. Þsí að hinn svo nefndi vopnaði friður hefir legið yfir Norðurálfunni sem voðalegt sortaský um síðustu áratugi. Hafa menn lengi óttast að úr þeim sorta mundi koma ógurleg hríð. Er það nú fram komið, og var þó furða, hversu lengi það dróst, enda er hún ógurlegri en nokkurn grunaði, þar sem fimm stórveldi berjast sem ákaf- ast með ótölulegum liðsgrúa. Má og vera að þessi styrjöld greinist miklu víðar en enn þá er orðið, og veit engi, hvar staðar nemur. En hitt er efalaust, að þjóðahatrið er af- skaplegt og að það mun endast bet- ur en friðurinn, þótt hann verði að lokum saminn. Um endalok og afleiðingar getum vér engum getum leitt, því að sagan, ráð, en að löggjaíarvaldið láti borga Landsbankanum 750,000 kr. i gulli og leysi inn landsbankaseðlana. Óinn- leysanlegir seðlar eru blettur á fjár- hagsfyrirkomnlagi landsins, þeir eru litt nýtir til erlendra viðskifta, þegar þeir eru hvergi innleystir erlendis þar sem landsmenn hafa viðskifti sín, og það má láta íslandsbanka gefa þá út í viðbót við sína seðla og láta hann tryggja þá með a/8 í gulli. Það var aldrei þeirra manna mein- ing sem börðust fyrir hlutafélags- bankanum, að Landsbankaseðlarnir héldu áfram að vera óinnleysanlegir og i gildi, en það voru 6—7 þing- menn í efri deiid sem samþyktu þá breytingartillögu við þriðju umræðu á þinginu 1901. Seðilaukningin var nauðsyn á sið- asta þingi, vegna þess að útlenda varan — sem nú er keypt mestmegnis hér innanlands fyrir peninga — hefir því nær tvöfaldast, eftir að íslands banki var settur á fót; vegna þess að fiskiútflutningurinn héðan, sem var 6 milj. króna þá, er kominn upp i 12 miljónir króna nú. Hvað þjóð- bankinn danski hefir sagt um pen- ingaþörfina á mann hér á landi um aldamótin, er jafn sannfærandi fyrir mig eins og staðhæfingin i gam- alli danskri landafræði: »Hekla þar sem biskupinn býrc. Landafræðin og þjóðbankinn eru alveg jafnvel að sér í íslenzkum fræðum. Þjóðbank- inn vissi alveg jafn nákvæmlega um aldamótin hvers ísland þyrfti i ár, og landafræðin vissi um það hvar biskupinn bjó. Það er fullsannað í ár, að viðskiftaþörfin i landinu þarf meira til viðskiftanna en 3,250,000 kr. þegar þörfin er mest, þessvegna hafa bankarnir viðað að sér langt yfir x/2 miljón kr. í þjóöbankaseðlum, sem nú eru óinnleysanlegir um sinn vegna styrjaldarinnar. Þegar styrj- öldin er liðin yfir, þá eru þeir krafa á gull. Þörfin fyrir seðilaukninguna magistra vitæ (kennari heims- ins [lífsins]) sem Cicero nefnir svo, megnar eigi að fræða oss um úrslit þessa hildarleiks, né heldur um hitt, hve lengi muni lifa í hatursglæðun- um. Sökkvabekksdisin sjálf hefir aldrei slíkt séð. Næst þessu mun ganga einvígi þeirra tveggja stórvelda, sem mest voru og blómlegust allra þektra rikja hálfri þriðju öld fyrir Krist. Róma og Karthago börðust þá með nokkrum hvíldum um völdin í 118 ár. Þótt friður kæmist á um stund, þá logaði hat- urs og hefndar eldurinn upp aftur og aftur og valdþorstinn reyndist óslökkvandi. Uiðu og þær enda- lyktir á, að Karthago var brend til ösku og jöfnuð við jörðu, 146 ár- um fyrir vort tímatal. 2. Þá áttust að eins tvö stórveldi við, en nú fimm, og má vera að fleiri verði. Þeirra viðureign stóð fulla öld. Ef þaðan eru dregnar lík- ur, þá má við því búast, að Hjaðn- ingavig þessara stórvelda standi þeim mun lengur, sem þau eru mannfleiri og máttugri, en hin. Mætti þá vel svo fara, að auðnuleysi hvítramanna (Indoevropea) hældist um með sama hætti sem Nikulás Baglabiskup gerir í »Konungsefnum« Ibseus. »Síkvik

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.