Ísafold - 18.11.1914, Side 3

Ísafold - 18.11.1914, Side 3
ISAFO LD 355 Hún varðist allra frótta um hver hún væri. Skipafregn: S t e r 1 i n g fór frá Khöfn 13. þ. m. og átti að fara beint til Yestmanneyja. Getur komið hingað á morgun. P o 1 1 u x var í morgun ófarinn úr Vestmanneyjum, en von hingað í fyrra- málið. Jarðarför Jóhanns Jóhannessonar kaupm. fór fram í gær að viðstöddu afarmiklu fjölmenni, þrátt fyrir aftaka- vont veður, svo hvast að fáuar urðu eigi dregnir á stöng, nema á fáeinum stöðum. Húskveðju flutti síra Bjarni Jónsson, en því næst var kistan borin í Goodtemplarahúsið og flutti síra Har- aldur Nielsson þar stutta ræðu, kveðju frá Reglunni. Gat hann þess m. a. að Jóhann hefði ánafnað sjúkrasjóði st. Einingin 500 kr. — I Fríkirkjunni tal- aði loks síra Ólafur Ólafsson. Fimm kvæði höfðu ort verið við jarðarförina, tvö af Guðmundi Guðmundssyni, tvö af Guðmundi Maguússyni og eitt af Hannesi Blöndal. Hjónaefni: Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari og jungfr. Anna ívarsdóttir (Helgasonar). Fatageymsluskattnr hefir nýlega verið lagður á þá, er Landsbókasafnið sækja, 5 aurar á mann fyrir geymslu yfirhafnar, höfuðfats o. s. frv., meðan á safninu situr. Þessi skattur hefir vakið kurr mikinn, aðallega vegna fá- tækra námsmanna, er safnið verða að sækja, en mega naumast af eyrinum sjá. Vafalaust væri réttast að láta hvern mann sjálfráðan um hvort greiða vill skattinn eða hengja yfirhafnir sínar gæzlulaust í ganginn, eða þá láta safn- ið bera kostnaðinn af gæzlunni, sem aldrei getur stórfó verið. Erl. símfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl). London 16. nóv. k!. 1.30 síðd. Örvæntingarbarátta á vestri víg- stöðvunum í stormi og regni. — Mikilsmetnir Þjóðverjar játa nú að Þýzkaland sé komið í vonlausan bardaga, og að úrslit hans verði óumflýjanlegur ósigur fyrir þjóðina. — Rússar sækja fram. — — Austurríkismenn eru komnir að aðalstöðvum Serba. London 17. nóv. kl. 12. Stórskotaliðsorustur og stórhríð í Belgíu. Þjóðverjum veitir betur í norðvest- ur Póllandi. Rússar halda undan í Kákasus. Reuter-skeyti (til Isafoldar 0g Morgunblaðsins). London 13. nóv. kl. 6.30 síðd. Fyrir norðan hafa bandamenn hald- ið öllum aðstöðum sínum. Annar- staðar hafa þeir unnið nokkuð á. Utrásartilraunum Þjóðverja frá Dix- munde að næturþeli var hrundið. Vér höfum rekið aftur óvinina, sem hafa farið yfir Yser, á öllum stöðum nema einum. Þar halda óvinirnir nokkur hundruð metrum á vinstra bakka fljótsins. Opinber brezk tilkynning staðfestir að barist hafi verið af mikilli grimd í Flandern. Tilkynningin kveður manntjón vort talsvert en óvinanna þó meira. í meira en þrjár vikur hefir Ypres verið varin, sprengikúl- um hefir stöðugt rignt yfir hana og hver fótgönguliðsalda Þjóðverja eítir aðra hefir brotnað á borginni. Þessu mun lengi á lofti haldið sem ein- hverju mesta hreystiverki í sögu hersins. Á þriðjudaginn var beðið um sam- þykki (þingsins) til þess að bjóða út 1 miljón hermanna enn. Botha hefir unnið mikinn sigur á De Wet fyrir austan Winburg. Voru 250 menn hans teknir til fanga. Flotamálastjórnin kunngerir að þar eð aðrar ftegnir séu eigi komnar, verði menn að álita að »Goodhope« og »Monmouth« hafi farist. R e u t e r. London 14. nóv. kl. 4.20 e.h. Þrátt fyrir hið ægilega manntjón, sem Þjóðverjar hafa beðið, eru þeir nú eins fjarri Calais og þeir voru fyrir mánuði. Keisarinn sagðist vera reiðnbúinn til þess að fórna 3 30.000 manns til þess að ná Calais. Þjóðverjar færðu sér i nyt ofsa- storma, sem hindruðu brezku turn- bátana frá því að komast svo nærri, að þeir gætu skotið á land, og gerðu ný áhlaup á Nieuport án þess þó að vinna nokkuð á. Æðisgengnar tilraunir hafa Þjóð- verjar gert til þess að brjótast gegn um fylkingar Breta sem vörðu Ypres. Eftir hina áköfustu skothríð, sem hersveitir vorar hafa orðið fyrir til þessa, geistust tvö prússnesk lifvarð- arstórfylki gegn Bretum og tókst þeim sökum mikils liðsmunar að brjótast gegnum fylkingar vorar um stundar sakir. En að lokum voru Þjóðverjar hraktir aftur með ógur- legu manntjóni. Almennur felmtur hefir gripið ibúa Austur-Slesíu vegna innrásar Rússa og flýr almenningur til Ber- línar, Dresden og annara borga. R e u t e r. L^ndon, 15. nóv. 3,30 e. h. Þjóðverjar virðast reyna að stemma stigu fyrir sifeldri framsókn Rússa á öllu eystra orustusvæðinu með því að taka aftur upp sókn umhverfis Thorn, en sú sókn þeirra hefir mis- hepnast. Rússar unnu greinilegan sigur hjá Ryper nálægt Thorn og neyddu Þjóðverja til að leita undan til vigjanna. Rússar tóku fimm Howitzer-fall- byssur nálægt Soldau. Þjóðverjar halda enn áfram æðis- gengnum tilraunum til þess að brjót- ast gegn um stálharðar fylkingar bandamanna, en þær tilraunir hafa ekki eingöngu raishepnast, heldur hafa þeir og beðið hræðilegt mann- tjón. En*bandamönnum miðar jafnt Og þétt áfram, þótt hægt fari, sér- staklega i grend við Bixchoote. í gær voru bandamenn sigursælir um alt orustusvæðið frá Norðursjó til Lille. Róberts láVarður andaðist snögg- lega úr lungnabólgu er hann var í heimsók hjá Indversku hersveitun- um i Frakklandi. R e u t e r. London 16. nóv. kl. 5 sd. Viðureignin á laugardaginn var tiltölulega hæg nema umhverfis Yp- res, þar sem áhlaupum Þjóðverja til norðurs, austurs og suðurs var hrundið. Áhlaupsmenn biðu mikið manntjón. Allar tilraunir óvinanna síðastliðna viku hafa ekki borið annan árangur en þann að þeir náðu rústum Dix- mudeþorpsins, sem erfitt var að verja vegna þess, að það stóð eitt sér á hægri bakka Yser. I gær voru óvinirnir hraktir yfir skurðinn og urðu alveg að yfirgefa þann hluta vinstri bakkans, er þeir höfðu áður á valdi sínu. Bandamenn náðu aftur skógi suc^r af Bixchoote, sem Þjóð- verjar náðu með næturáhlaupi. Það virðist svo sem Þjóðverjar voni það stöðugt, að þeir geti veikt fylkingar bandamanna með stöðug- um áhlaupum nægilega mikið til þess að geta rofið þær. En sú von hefir ekki ræzt, því hvar sem fylk- ingar bandamanna veikjast, eru þær þegar í stað sryrktar með varaliði. R e u t e r. London, 17. nóv. kl. 4.33 sd. Belgar hafa enn veitr vatni á land- ið hjá Yser og nær vatnsflóðið norðan frá Dixmude og alla leið suður undir Bixchoote. Herflokkar óvin- anna, sem reyndu að komast yfir sknrðinn milli Dixmude og Bixchoote voru allir hraktir aftur. Þýzkt tví- fylki var algerlega eytt sunnan við Bixchoote. Áhlaup Þjóðverja suðaustur af Ypres hafa einnig verið brotin á bak aftur. Margar smáorustur hafa orðið i héraðinu milli Ypres og Dixmude. Bandamenn tóku nönd- um þýzka liðsveit, sem var inni- króuð í vatnsflóðinu. Sökum ofsastorms hefir ótal þýzk tundurdfufl rekið á land á Hollands- ströndum. Eitt þeirra sprakk meðan verið var að skoða það og drap 3 hollenzka sjóliðsforingja, 3 sjóliðs- menn, og umsjónarmann skipaskurða. Neðri deild þingsins veitti í einu hljóði 223 milj. sterl. punda hern- aðarlán og samþykti auk þess að auka herinn enn um eina miljón manna. Asquith sagði að ófriðurinn kost- aði England næstum 1 milj. sterl. punda á dag. R e u t e r. Siðustu simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni i London. London 13. nóv. kl. 7.10 síðd. Eftirfylgjandi frönsk opinber til- kynning var send út siðdegis í dag: Orustan milli sjávar og Lys var ekki eins áköf í gær. ítrekuðum til- raunum óvinanna að komast yfir skurð- inn fyrir vestan Dixmunde hefir ver- ið hrundið. Vér höfum haldið að- stöðum vorum fyrir norðan,austan og suðaustan Ypres. A svæðinu fyrir austan Armentieres til Oise hefir orðið skothríð og smá- orustur hafa verið háðar. Fyrir noiðan Oise höfum vér tek- ið Tracy le Val og höfum haft framgang á ýmsum öðrum stöðum. Fyrir norðaustan Soissons hefir áhlaupum Þjóðverja á Chaoronne og Soupin verið hrundið. — Áhlaup Þjóðverja á St. Marie og kringum Berry au Bac hafa mishepn- ast. Það er sagt að snjór hafi fallið í Vogesafjöllum. Botha vinnur sigur. London 13. nóv. kl. 10 síðd. í Suður-Afríku hefir Botha hers- höfðingi unnið talsvert mikinn sig- ur á de Wet. Uppreisnarforinginn Christ. Múller hefir verið tekinn höndum nálægt Broukhorst Spruit. Hollusta Indverja. Á Indlandi má nú sjá sönnur þess, að menn þar i landi séu bæði konunghollir og herskáir. í Gwalior hafa 2300 sjálfboðaliðar boðist í herþjónustu og í Bikanir álíka marg- ir. I öllum musterum (mosques) er nú daglega beðið fyrir sigursæld brezku vopnanna. Viðskiftatjón Austurríkis. Tilhæfulausar fregnir. Eftirfarandi tölur sýna hve geysi- lega verzlun Austurríkis hefir mink- að vegna ófriðarins. í september- mátiuði 1913 var útflutt af afurðum landsins fyrir 242,300,000 krónur (austurrísk króna um 80 aur.), en innfluttar vörur fyrir 239,600,000. í sama mánuði 1914 var útflutt fyrir 61,800,000 krónur, en inn- flutt fyrir 111,400000. Lækkunin nemur 74,3 °/0 og 57,1 % á þessu hvoru um sig. Enda þótt flett hafi verið rækilega ofan af aðferð þýzkra blaða, þá mega menn ekki þar fyrir gleyma framferði Austurrikismanna. Fregnir þeirra koma ekki nálægt sannleikanum. Þeir hafa ekki haft frá neinu mótdrægu að segja, hvað þá heldur ósigri. Allur leiðangurinn hefir verið ein óslitin sigurför fyrir Austurríkismenn. Sannleikurinn er sá, að mikill hluti hers Austurríkismanna ér fallinn og viðbúið að hann verði gereyðilagður. Það alveg tilhæfulaust að þýzkir herjuðu víkingar af Norðurlönduiu í Austurveg. þar sem nú eru Rússar. Kölluðust víkingar þessir Væringjar1, eða að minsta kosti einn flokkur Þeirra. Lauk svo að Slavar völdu þá til höfðingja yfir sér: »Land- kostir eru góðir hjá oss«, mæltu Þeir, »en óstjórn í landinu. Komið Þvi og drotnið yfir oss». Öðru úafni voru þessir vikingar nefndir p0þs (= rddrarmenn). Þaðan stafar úafnið Rússar2. Rróðrarmenn eða víkingar þessir hafa að öllum líkindum venð úr Svíþjóð. Þeir tóku boði ktndsmanna og settu þar á stofn Garðaríki 862, eða 12 árum áður etl ísland bygðist. Sá hét Hrærekr (Búrik) er fyrstur varð þar konung- Ur> og sat ættbálkur hans að ríkjum Þ^r fram í lok 16. aldar, en Slr keisaraætt, er nú situr að völdum, er hinni náskyld. Hrærekur mun J) Væringjar = fóstbræður. Sbr. , n; E. Rvik 1907, 55. »Vár, hon ýðir á eiða manna ok einkamál, J veita sín á milli konur ok karl- r> því heita þau mál várar«. En vafalaust menn, sem öðrum várar, svarist „1 ), ^að er því alveg fráleitt að ikrifa Rúsar. veitt hafa hver 1 fostbræðralag. hafa verið Inglingaættar. Nafn hins drotnandi þjóðflokks, Rússar, breidd ist yfir alt ríkið. Austmenn og jafn- vel íslendingar áttu nokkur s'kifti við Garðaríki. En um margar aldir lágu öll viðskifti niðrí milli þjóð- anna, og eru en, sáralítil. Ev þess helzt að geta, að nú munu vera einhyer smávegis verzlunarviðskifti, óbein þó, en einkum hins, að nokkr- ir rússneskir vísindamenn hafa lagt stund á fornar bókmentir vorar og að þó nokkrar sögur hafa verið þýddar á rússnesku. 2. En öðru máli er að gegna um Frakka, Engiendinga og Þýzku þjóð- irnar, því að vér höfum átt mörg og mikil viðskifti við þær öldum saman, og eigum enn. a. Frakkar. Á fyrri öldum höf- um vér nálega engi verzlunarvið- skifti átt við Frakka. En vér erum í mikilli frændsemi við Frakka þá, sem búa í Norðmannalandi (Nor- mandia), því að litlu síðar en ísland bygðist fór Göngu-Hrólfur þangað og lagði landið undir sig, tók skírn og varð hertogi 911, nefndist þá Hróbjartur (Robert). Áf honum eru Englakonungar komnir og af honum eða að minsta kosti einhverjum manna hans eru komnir þeir Þakk- ráðssynir sem lögðu undir sig suður- hluta ítaliu og Sikiley. Frægastur þeirra var Hróbjartur kæni (Robert Guiscard). Af Göngu-Hrólfi eru og allir eða flestir íslendingar komnir (30—33 liður). Vér eigum því senni- lega flesta náfrændur í útnorður- ■hluta Frakklands, þegar frá er skil- inn Noregur, eða að minsta kosti viðlíka marga sem í Svíþjóð og Bretlandi. Viðskifti vor við Frakka f menta- málum, voru bæði góð og mikil á fyrri öldum. Þarf eigi annað en minna á Svartaskóla (o: Sorbonne). Þar lærði Sæmundur fróði og Þor- lákur biskup (Parisius)1) og Stefán og Sveinn biskupar urðu meistarar (magistri) í Frakklandi2). Má þvi svo að orði kveða, að Frakkland hafi verið háskólaland vort um langan tíma. En fleiri þræði má og þang- að rekja, ef rétt er sagt fiá hjá Harry Fett, norskum visindamanni og doctor í sögu listarinnar. Biðja vil eg menn að láta eigi líða yfir sig, þótt minst sé á islenzka listarsögu á r) 1040 vann Vílhjálmr járnarmur Melfi (Robert Guiscard 1036—1085), Vilhj. Bastarðr vann Engl. 1066. 2) Svo sagði mér Jón Þorkelsson doctor. miðöldunum. Eg segi þetta fyrir þá sök, að mörgum hefir þött eg oft og tíðum tala helzti stórt um islenzka listamenn, þá er þeir máttu þó sjá sjálfa og verk þeirra. En menn munu aldrei hafa áður heyrt talað um íslenzka list á liðnum öldum jafnvel ekki í sagnfræðinga verkum eða málfræðinga. En Harry Fett talar með mikilli virðing um íslenzka list á þeim öldum. Telst hún á fyrstu öldum kristninnar til rómanskrar stefnu, sem sjá má á arotnandi lín- um í skrautdráttum og fellingum í klæðnaði mannsmynda. En á efra hlut 13. aldar sjást merki ungrar gotneskrar stefnu, sem sniðin er eft- ir frakkneskri málaralist á þeim tíma, á dögum Hlöðves helga. Rekur hann til, hversu það hafi atvikast. Nafn- frægur sagnaritari og málari Matt- heus frá París, var í St. Albans klaustri á Englandi. Hann fer sendiferð til Noregs fyrir Hlöðve helga Frakka- konung 1248 til þess að leita liðs hjá Hákoni gamla. Leiddi af þessu mikilvæg áhrif þessa manns á nor- ræna list, bæðt í málverkum og húsagerð. Og einmitt þá kemur upp hin unggotneska stefna. Harry Fett telur nú að íslendingar muni hafa numið þetta aftur af Austmönn- um, og má vel vera að rétt sé og er vafalaust rétt að nokkru leyti. En vel mætti vera að íslendingar hefði lært í Albansklaustri, þótt eigi væri í sögur fært. Eu tvent er víst. Það hið fyrra, að þessi stefna var á ís- landi. Það sést á pentbók (teikni- bók) íslenzkri frá upphafi 13. aldar. Bók þessa hefir Harry Fett gefið út og er hún allmerkileg, því að hún er annaðhvort 3. eða 6. bókin af þeirri tegund, sem til er í heimin- um. Hún er í safni Árna Magnús- sonar 673 a 4:tox) og eru mynd- irnar, 41. bls. gefnar út eftir góðum Ijósmyndum. Hið síðara; að stefna þessi er hingað komin frá París, annaðhvort beint eða þá leið, sem Harry Fett heldur fram. Mattheus frá París hafði numið list sina í Par- ís sem nafnið bendir til2). — Róm- anska stefnan er og vafalaust komin hingað frá Frakklandi að nokkru leyti en að sumu frá Þjóðverjum. r) Sjá Dr. Harry Fett: En is- landsk Tagnebog fra Middelalderen, Chria MCMX. 2) Harry Fett, Mattheus af Paris, et Foredrag i Videnskabs-Selskabet, ia/n I909- — — Miniatyrer fra islandske Haandskrifter, Bergens Museums Aar- bog 1910,4Nr. 7. fjRi-> '

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.