Ísafold - 06.01.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.01.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^doliav; borg- istfyrit miðjan júli erleudis fyrirfram Lausasala 5 a. eint. U ppsögn (skrifl.) bundln viðáramót, er ógild nema kom- ln só tll útgefanda fyrir 1. oktbi. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XLII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 6. janúar 1915 l.tölublað ALlþýðufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 -3 og 5—7 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -? Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 ög íslandsbanki opinn 10—2x/a og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—1C ;í'd. Alm. fundir fid. og sd. H1/* sibd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 á hol: x Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 61/*—61/®* Bankastí. 12 2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—B Landsbúnaðarfélagsskriistofan opiu frá ‘-2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnib bvern virkan dag kl. h-: Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. N&ttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnu \, Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10-4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth. 3 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstabahælib. Heimsókuartími 12—1 Þjóbmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2, Hjörtur Hjartarson yfirdóms lögmaður, Bókhl.stig io. Sími 28. Venjul. heima i2l/2--2 og 4—5l/a. Skrifstofa Eimskipafélags Islands. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5—7. Talsími 409. Sameignarstefnan og ófriöurinn. (Niðurl). Enskur niaður, Ernil Davies að nafni, hefir nýlega ritað grein um þetta efni. (»The Collectivist State in the Making* heitir hún). Htin iýsir tilraunum, sem gerðar hafa ver- ið i þessa átt um allan heim, og eru níu tíundu hlutar bókarinnar skýrslur um slík fyrirtæki — staðreyndir, sem ekki verða til baka bornar. Fyrir- tækin, sem bókin lýsir, eru afarmörg og margvisleg. Mun óhætt að full- yrða að hve nær Sem einhver held- ur því fram, að einhver grein framleiðslu eða verzlunar sé ekki framkvæmanleg af hálfu hins opin- bera, þá megi hnna dæmi í bók þessari, sem sannar hið gagnstæða. Hér skal nú sýndur útdráttur úr fáeinutn dæmum sem fyrirkoma i bókinni og hefi eg tekið útdráttinn eftir enska blaðinu »The Clarion«. Margnr borgir á meginlandi Norð- urálfunnar selja kjöt til neytenda, ýmist við sannvirði eða með mjög litlum hagnaði. Mutichen í Þýzka- landi hefir átt kjötsöluhús og rekið kjötverzlun siðan 1764, og selur að jafnaði um 10000 kjötskrokka á áti. Budapest varði 1911 360,000 kr. til að koma upp sölubúðum og selja þar kjöt, alifugla, egg og smjör. Á Ítalíu eru yfir 20 brauðgerðar- hús, sem bæjarsjóðir eiga og reka. Eitt þeirra er í borginni Verónu. Þar eru framleidd 35.000 brauð á dag (hvert brnuð rúrn 3 pd.), en ibúar borgarinnar eru ekki nema 73.000. Árangurinn af stofnun þessa brauðgerðarhúss var meðal annars sá, að brauð féllu að mun í verði og urðu mun betri vara en áður. Brauðgerðarhúsið »græðir« að eins um 1000 kr. á ári. En hve mikið bæjarbúar græða á lækkuðu verði og auknu næringargildi sést auðvitað ekki á jafnaðarreikningnum. Budapest stofnsetti brauðgerðarhús fyrir fáum árum og hefir það þrifist vel. Það brauðfæðir nú tíunda hluta bæjarbúa, eða 80.000 mantts (nálega jafntnarga menn og alla íslendinga). Margar borgir i Þýzkalandi selja matvöru við lægra verði en kauþ- tnenn. 145 borgir verzla með jarð- epii og margar þeirra með ýmsa aðra jarðarávexti. Fjörar borgir eiga kúabú og selja mjólk beint til neyt- enda. Nokkrar aðrar borgir kaupa tnjólk í stórkaupum af bændum og selja aftur í smásölu til neytenda, með litlum hagnaði. Tvær borgir, Ulin og Nýja Ulin hafa gert samninga við samvinnufé- lag, sem hmdbúnað rekur og hefir félagið skuldbundið sig til að nuka svínarækt sína úr 1000 upp i 3000 á ári, en borgirna'r kaupa öil svínin. Skrokkarnir eru svo seldir með innkaupsverði kjötkaupmönnum, sem undirgangast að selja kjötið og tíeskið með því verði sem bæjar- stjórnin ákveður. Ríkisstjórnir rússneska rekur fjölda verzlunarhúsa í Síberíu, fyrir reikn- ing ríkissjóðs. Þar er selt: vélar, verkfæri, kornmatur og trjáviður. Verzlunarhús þessi eru 118 að töfu og ársveltan 40 miljónir kr. Fjöldi borga á Ítalíu og Rússlandi rekur verzlun með lyfjavörur og á Prússlandi ákveður landsstjórnin verð á öllum lyfjavörum, sem seldar eru í einkaverzlunum. Margar borgir i Norðurálfunni halda uppi matsölu og kaffihúsum. Ein þeirra er Torquay á Englandi, hálfu stærri bær en Rvík. Mjög hafa séreignarsinnar barist á móti því, að bæjarfélög legði stund á jarðrækt, einkum á Englandi. í ýrnsum öðtum löndum hafa þó borgir slík fyrirtæki með höndum. Múnchen á 500 ekrur1) af landi og rekur þar jarðrækt. Frankfurt á vín- garða, sem eru 30 ekrur að stærð. Þ.tr er meðal annars ræktað alt vín handa veitingahúsi, sem bærinn á einnig. Á Bretlandi er tnjög rík mót- spyrna móti því, að bæja- og sveita- félög eignist land, til hvers sem nota skal. Betur er það mál á veg kom- ið í ýmsum öðrum löndum. Borg- in Freisburg i Breisgau á Þýzkalandi á 77% af öllu landi, sem umdæmi bæjarins nær yfir. Borgirnar Kob- lenz, Augsburg og Stettin eiga hver um helmiug lands í umdæmi sínu og ýmsar aðrar borgir meiri eða minni landeignir. Frankfurt byrjaði á landkaupum 1897 og varði þá til þess 23 miljónum króna (ibúar 415 þúsund). Nú eru landeignir þeirrar borgar virtar á 270 miljónir króna. Hún á skógarlönd mikil og hefir í tekjur af þeim 140 þús. kr. á ári. Uliti hefir þrefaldað landeigtiir sínar á 8 árum og haft á þeim tíma tek- jur af þeim sem nema samtals 820 þúsund krónum. Sumar borgir á Þýzkalandi greiða öll bæjargjöld af þeim tekjum, sem þær hafa af löndurn sínum og meira að segja er svo langt komið hjá !) Ein ekra ensk (acre) er nál a/5 úr hektara. (1 ha. = 2.47 acres). sumum, að í stað þess að taka skatta af bæjarbúutn borga þær þeim pen- inga — hlutdeild í ágóða aflöndum sínum, sem afgangs eru eftir að öll gjöld i bæjar þarfir ern greidd. Klingenburg greiðir hverjum borgara hátt á þriðja huudrað krónur á ári á þennan hátt og lætur auk þess í té ókeypis eldivið og hálm. Hagenadu í Elsass (bær á stærð við Rvík) greið- ir öll bæjargjöld með afrakstrinum af landeignum sinum. í stórher- togadæminu Baden voru árið 1899 121 og i Bavaria 1898 526 bæja- og hreppafélög, sem voru algerlega laus við skatta og álögur, vegna þess að þau áttu landeignir, sem gáfu af sér nægjanlegan arð til þess að standast almenn útgjöld. Brezka stjórnin hefir ákveðið að verja 70 miljónum króna til þess að byggja íveruhús fyrir verkamenn og þykir mörgum það undur mikil og ills viti. En það er þó ekki nærri heltningur þess fjár, sem Paris sam- þykti 1912 að veita i satna augna- miði og var þó friður á þá. Borgin Ztirich í Sviss (ibúar 180 þús.) hefir með höndum húsbyggingar og land- kaupafyrirtæki svo mikil, að þegar þeim er lokið á bæjarsjóður fjórða hluta allra húsa og landa í borginni. Borgin Buenas Aires í Suðurameriku (íbúar 880 þás.) hefir í smíðum 10 þúsutid hús fyrir verkamenn. Smá- bær í Yorkshire á Englandi, sem Balton nefnist (ib. 12000 — færri en i Rvik) hefir samþykt fjárveitingu til húsabygginga að upphæð 1 milj. 200 þús. kr. Þetta eru að eins örfá dæmi af aragrúa sem telja mætti. Þá er að líta á sameignarfyrirtæki sem þjóðirn- ar kosta af ríkissjóðum sinum. At- hugaverðastar af hagskýrslum, sem nefndar eru í bók Davies eru lands- reikningar ýmsra þjóða, sern sýna hvaða eignir ríkin eiga gagnvartrik- isskuldunum. Rikisskuldir Bretlands eru fullar 13 þúsund miljónir króna, en eign- ir ríkissjóðs 3 þúsund milj. Mis- munur 10 þúsund miljónir. Rikis- sjóðurinn á að eins pósthúsin, hluta- bréf í Suez-skurðinum og nokkrar þjóðjarðir. Svo erfitt hefir sameign- arstefnan átt uppdráttar þar, þegar hið opinbera átti í hlut. Búlgaría þurfti á láni að halda 1910 og gaf út landsreikning sem sýndi að skuldir rikisins voru 300 milj. króna, en eignir ríkissjóðs 950 miljónir, sem stóðu i járnbrautum, landeignum, höfnum, skipaskurðum, ritsímum og talsímum. Ríkisskuldir Dana eru 325 milj. kr. en ríkiseignir 680 miljónir, þar af í ríkisjárnbrautum fullar 260 miljónir króna. Frakkland er hlaðið meiri ríkis- skuldum en nokkur önnur þjóð og nerna þær fullum 25 þúsund milj. króna. En á milli 1950 og 1960 verður ríkissjóður orðinn eigandi að öllutn járnbrautum i landinu, sem verða þá meira virði en nemur öll- um ríkisskuldunum. Nú þegar hefir Frakkland 720 milj. kr. í tekjur á ári af atvinnurekstri, sem ríkissjóð- ur kostar. Ríkisskuldir Ungverjalands eru 4680 milj. kr. en eignirnar 5256 milj. i fasteignum. Prússland á landsjóðseignir sem eru 7200 milj kr. meira virði en allar skuldirnar og nema tekjunar af þessum eígnum 350 milj. kr. á ári, en það er nálægt helmingi allra út- gjalda landsjóðsins. »Það er augljóst af þessum fáu dæmumc, segir blaðið, »að við (þ. e. Bretar) erum svo mjög hlaðnir skött- um og álögum vegna þess, að föður- landsvinirnir, sem stjórnað hafa land- inu hafa gert öll lönd og atvinnu- vegi að einkaeign, til hagnaðar ein- stökum mönnum.c Vátryggingar reknar fyrir hönd ríkissjóða hafa orðið drjúg tekjugrein í mörgum löndum. Rikisvátrygging Nýja-Sjálands hefir lækkað iðgjöld af lausafé um 10 °/0 og iðgjöld af ibúðarhúsum um 3 3 V2 °/o• Skjótast- ar hafa framfarirnar orðið i þessari grein á Italiu. Þar hafa þær ráð- stafanir verið gerðar, að eftir 10 ár eru öll einka-vátryggingarfélög úr sögunni þar í landi. Iðgjöld hafa þegar lækkað nllmikið, vegna sparn- aðar, sem leitt hefir af þvi, að sam- kepnis-erindrekar hafa verið settir frá stöðu þúsundum saman. Forstjórn rikis- og bæjarfélaga hefir gripið inn í nálega allar greinar at- vinnureksturs og fyrirtækja, tekið til lifandi manna og danðra. Likbrensla i einka-líkbrenslustofum í Lundún- um kostar 200—300 kr., en 90 kr, í líkbrenslustofu sem bærinn Man- chester á og að eins 18 kr. í bæn- um Karlsruhe á Þýzkalandi. í Sviss annast ríkið allar greftranir og í sum- um fylkjunum eru þær veittar ókeyp- is. Ef óskað er einhverrar viðhafnar fram yfir venju og brýna nauðsyn, er stundum lítilsháttar borgun tekin fyrir það. Bæjarfélag Parísar annast greftranir í stórnm stil. Þetta litla sýnishorn verðui að nægja að þessu sinni. En full þörf er þess, að almenningur væri betur fræddur í þessum efnum og meira gildi mundi það hafa fyrir lif manna og líðan, en fornfræða-grúsk, ættar- tölur, trúmálastagl og söguþvættingur, sem nú (sem áður) tekur upp mest- an hluta bókmenta okkar íslendinga. Péíur G. Guðmundsson. Siðustu simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Bandamenn ná skotgryfjum. London, 22. des. kl. 1.25 síðd. Opinber frönsk tilkynning hermir það, að brezka liðið hafi gert áhlaup og náð aftur mest öllu því svæði er það hafði áður mist. Hjá Lihons gerðu Þjóðverjar 4 áhlaup hvert á fætur öðru til að ná aftur skotgryfjum, er vér höfðum tekið, en þeim mistókst það. Vér gerðum áhlaup fyrir norð- vestan Puissaleine og komumst i fremstu skotgryfjur óvinanna. Vér unnum og á í St. Mard-skógiuum. Rússar í Galiciu. London, 22. des. kl. 1,30 sd. Frá aðalherstöðvum Rússa er til- kynt, að i Mlawa-héraði hafi óvin- irnir hörfað undan á milli Lauten- burg og Neidenburg. í Galizíu hefir her vor algerlega stöðvað framsókn Austurríkismanna, og sækir nú fram til sigurs. Vér höfum algeilega ónýtt tilraunir setu- liðsins í Przemysl að brjótast gegn- um umsátursher vorn, og höfum hrakið það inn fyrir viggirðingar kastalans. Óvinirnir biðu mikið tjón. Herforingjaráðið i Kákasus til- kynnir, að viðureign vor við Tyrki gangi oss i hag. Frakkar vinna alstaðar á. London 22. des. kl. 5 sd. Opinber frönsk tilkynning síðdeg- is i dag: Á milli Lys og Aisne rákum vér af oss áhlaup Þjóðverja á Carency og tókum hús hjá Blagny. í Lihons- héraði rákum vér af höndum oss þrjú áhlaup Þjóðverja. Vér höfum unnið lítið eitt á fyrir austan og vestan Tracy le Val. í Champagne og i Aisne hjá Perthes les Hurlus tókum .ér 3 þýzk vígi og samsvarar það 1500 metra skotgryfjulengju. Vér treystum stöðvar þær, sem vér náðum fyrir norðaustan Beause- jour og tókum allar skotgrafir við Colvaire-hálsinn. í Bolante-skóginum náðum vér aftur a/8 hlutum af því svæði, er vér höfðum mist. Milli Argonne og Meuse unnum vér dálítið á hjá Vanquois. Fyrir norðan Malincourt-skóginn komst lið vort yfir gaddavírsgirðing- ar og tók nokkrar skotgrafir óvin- anna og heldur þeim. Frá Frökkum. London, 23. des. kl. 11.40 árd. Opinber frönsk tilkynning gefin út i gærkvöld: Vér höfum rekið af höndum oss áköf gagnáhlaup, sem óvinirnir gerðu að oss í gærkvöldi frá Puissaleine og suður fyrir Noyon. Fyrir sunnan Varennes gátum vér tekið oss stöðvar hjá Bourcuelles. Vér héldutn áfram stefnunni i dag og trygðum oss sigurinn hjá Bour- cuelles og fyrir vestan Vanquois. Annarstaðar eru engar nýjungar að frétta. Rússar taka fanga. London, 23. des., kl. 12,11 e. h. Herforingjaráð Rússa tilkynnir: Á vestri bakka Weichsel, milli Neðri- Weichsel og Pilitza voru margar grimmar orustur háðar á mánudag- inn, og hrintum vér af höndum oss áhlaupum Þjóðverja í þvinær öllum orustunum. A einstaka smásvæðum létu Rúss* ar undan síga til þess að taka sér betri vigstöðvar. Þýzkt iið komst yfir ána hjá Zakrzewo, en Rússar gerðu gagnáhlaup og ráku það til

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.