Ísafold - 06.01.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.01.1915, Blaðsíða 2
2 í SAFOLD Mardi-fljótsins. Óvinirnir mistu marga menn og 9 vélbyssur. Milli Pilitza og Efri-Weichsel er eng- ing breyting nema í Skomronno- héraðinu. Þar höfðu Austurríkismenn komist yfir ána, en Rússar gerðu gagnáhlaup og ráku þá yfir hana aftur. 18 foringjar og 1000 liðs- menn gáfust upp. í Galizu gengur Rússum vel. Þeir unnu óvinunum mikið tjón hjá Razlece. Setuliðið í Przemysl gerði enn útrás en Rússar hröktu það inn í kastalann aftur og unnu þeim mikið tjón. Dresden, beitiskipið sem Englendingar eru nú að elta, er bygt árið 1908 og er 3544 smálestir að stærð og fer 27 sjómílur á klukkustund. Á því eru 16 fallbyssur og 4 vélbyssur. Skip- verjar eru 361. Nurnberg, sem sökt var hjá Falk- landseyjum var einnig bygt 1908 og var 3396 smálestir að stærð og fór 23,5 sjómilur á klukkustund. Það hafði 10 fallbyssur og nokkrar vél- byssur. Skipshöfnin 322. Stjórnin flutt aftur til Parfsar. Poincare forseti kom aftur til Parísarborgar 9. þ. m. og allir ráð- herrar hans og þeirra fylgdarlið og situr nú stjórnin framvegis i Paris, nema hermálaráðherrann, hann verð- ur kyr í Bordeaux fyrst um sinn. Frökkum miðar áfram. London 23. des. kl. 6.20 sd. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var send út síðdegis í dag: Vér höfðum dálitinn framgang í Belgíu í gær milli sjávar og vegar- ins milii Nieuport og Westende í héruðunum við Steenstraete og Bix- schoote. Þar tókum vér skóg nokk- urn, nokkur hús og vígi. Fyrir austan Bethune tókum vér aftur með hjálp brezka liðsins þorpið Givenchy. í Arras héraði hindraði þoka allar hernaðarframkvæmdir í héraðinu við Perthe les Hurlus tókum vér eftir töluverða skothrið síðasta hluta þeirrar línu, sem vér höfðum náð nokkru af þ. 21. þ. m. Miðaði oss þannig 800 metra áfram. í síðustu skotgryfjunum, sem vér tókum, náð- um vér hríðskotabyssum. Vér rák- um af höndum vor áköf gagnáhlaup. Framsókn höfum vér haft í La Grurie skógi, um 400 metra. Vér sprengdum upp tvær þýzkar skot- grafalínur og náðum þeirn. Orusta stendur við Boureuillers. London 23. des. kl. 10.55 síðd. Herstjórn Rússa i Kákasus tilkynn- ir: Tyrkir hafa verið sigraðir í Van- héraði og hafa þeir beðið mikið mannfall. Rússar tóku nokkrar fjalla- byssur. Bretakonungur hefir fengið nokkr- ar bifreiðar til sjúkraflutninga i jóla- gjöf frá Maharajah og Owaliur til brezka flotans og hersins. Maha- rajah og Begum af Behopal hafa gefið sjúkraskip og mahnrajah’inn hefir gefið 38 þús. sterlingspurd í hjálparsjóð Breta. Norddeutsche Allgemeine Zeitung segir, að Þýzkalandi stafi mikil hætts af þvi að aðflutningar á saltpétri séu teptir. Skortur mundi verða á Nitro- gen, sem gerir uppskeruna minni og orsakar skort á skotefnum og sprengi- efnum. Sama blað kveður og nauð- synlegt að strangari reglur sé settar viðvikjandi verði á kornvöru, áður en það verði of seint. Aðallandstjórnin í Suður-Afríku tilkynnir að fleiri uppreistarmanna hafi verið teknir höndum. Frá Frakklandi. London 24. des. kl. 1.30 síðd. Opinber fiönsk tilkynning hljóðar svo: Vér höfum nær alstaðar hald- ið þeim stöðum sem vér höfðum tekið milli Meuse og Argonne. Fram- verðir vorir eru komnir að gadda- virsgirðingum óvinanna við Salient, suðvestur af Bois de Forces, fyrir austan Cuisy við veginn, sem liggur að Bois de Boureuilles. Austurríkismenn bíða lægra hlut. London 24. des. kl. 2,30 e. h. Rússneska herstjórnin tilkynr.ir: Á vinstri bakka Weichsel-fljóts, milli þess, er það sveigir niður á við, og Pilitzafljóts, var áhlaupum Þjóð- verja hrundið og biðu þeir ógurlegt manntjón. Hersveitir vorar yfirgáfu að eins ómerkilegar stöðvar í þeim tilgangi að ná sér betri stöðvum. Með gagnáblaupum hrundum vér sameinuðu liði Þjóðverja, sem sótti yfir Bzurafljótið skamt frá Zahrzew. Óvinirnir mistu fjölda manns og 9 vélbyssur tókum vér herfangi. í Staowronno-héraði fóru Austur- ríkismenn yfir Nianfljótið, en voru þar umkringdir. 18 fyrirliðar og rúmlega þúsund hermenn gáfust upp. Austan við Pxzenborz hjá Pilitza tókum vér 17 fyrirliða og þúsund hermenn höndum. í Galizíu höldum vér áfram við- ureigninni með ágætum árangri. Aust- urríkismenn hafa beðið feikna mann- tjón. Deildir af setuliðinu í Przemysl hafa aistaðar verið hraktar aftur inn til vígjanfla með miklu manntjóni. Viðureignln á Frakklandi á aðfangadaginn. London 24. des. kl. 6.50. Opinber frönsk tilkynning, sem hingað kom í kvöld, segir: Milli Lys og sjávar sóttum vér fram með því að grafa oss neðan- jarðargöng á sandhólunum, og hrund- uin áhlaupum óvinanna framan við Lombaertsyde. Belgiskar liðsveitir hafa brotist yfir á hægri bakka Yser sunnan við Dixmude og komið sér þar fyrir hjá bryggjusporði. í Aisne-béraði hafa Zouavar hrund- ið hreystilega af sér áhlaupum óvin- anna í allan dag og héldu skotgryfj- um Þjóðverja hjá Suisaleine-veginum, er vér höfðum tekið 21. þ. mán. í Champagne-héraði sóttum vér fram á ýmsum stöðum í gærdag og treystum stöðvar vorar i Craonne- héraði og hjá Rheims. Norðvestan við Mesuil les Hurreus tókum vér 400 metra Inngar skot- grafir óvinanna og hrundum gagn- áhPupum. í La Grurieskógi í Argonnehéraði unnum vér á. í Aprenrr.ent-skógi veittist stór- skotalið vort að ýmsum skotgryfjum óvinanna svo þeir urðu að yfirgefa þær. í Woevre-héraði þaggaði stórskota- lið vort niður í stórskotavígjum óvinanna. Norðaustan við St. Die var góð framsókn af hálfu fótgöngu- liðs vors og kom það sér fyrir á svæði því, er það hafði unnið. Rússar tilkynna sigra. London, 25. des. kl. 11.45 f. h. Rússneska herstjórnin tilkynnir, að Rússar hafi alstaðar verið sigur- sælir í gær. Greinilegasta sigra unnu þeir hjá Nidafljóti og hjá Dunajetz og í Karpatafjöllum. Milli neðri Weichsel og Pilitza gerðu Þjóðverjar alvarlegar tilraunir til þess að komast yfir árnar Bzura og Rawka í þeim tilgangi að kom- ast til Skiernewice. Með gagnáhlaup- um ráku Rússar óvinina öfuga yfir árnar aftur til eldri vígstöðva þeirra, og unnu þeim hroðalegt tjón. í Skiernewice-héraði einu voru taldir 1000 dauðir Þjóðverjar. Rússar sóttu fram í Opoczno- héraði. Sunnan við Veichsel í Galizíu tóku Rússar 66 fyrirliða, 3600 her- menn, 3 fallbyssur og 10 vélbyssur, dagana 20. og 21. þ. m. í Karpatafjöllum tóku þeir enn- fremur 30 fyrirliða og 1500 her- menn, meðan þeir hröktu Austur- ríkismenn aftur á bak. Nálægt Przemysl gerðu Austur- ríkismenn nýjar útrásar tilraunir en biðu ósigur. Framvörðum óvinanna var gereytt. Frá Egyptalandi. Herstjórninni í Egyptalandi hafa verið fengin umráð yfir sjúkraflutn- ingalestum, fyrir örlyndi Rauð- krossa-félagsins egypzka, sem veitti 1000 sterlingspund í þessu augna- miði. Þýzk flugvél yflr Dover. Þýzk flugvél sást yfir Dover i dag og varpaði niður sprengikúlum. Ein sprengikúlan kom niður í húsa- garði manns nokkurs og sprakk þar, en gerði ekkert tjón. Brezkir flug- menn eltu óvininn þegar i stað, en mistu sjónar á honum i þoku. Rússar skjóta á Batum. Rússneskir spengileyðar skutu á þorp á strönd Svartahafsins sunnan við Batum, þar sem tyrkneskt herlið hafði verið dregið saman. Fjórum fullhlöðnum flutningabátum söktu þeir þar. London 25. des. kl. 6.10 sd. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var send út síðdegis í dag: í Belgíu hafa við og við orðiö stór- skotaliðsorustur. Frakkar sóttu dá- litið fram í nánd við Vernelles og fyrir norðaustan Albert og tóku þorpið La Boiselle. Vér höfum haft dálítinn framgang fyrir norðan Roye, í nánd við Lihons. Þessi áhlaup hafa verið gerð af miklum móð og höfum vér alstaðar unnið á. Fyrir sunnan Oise, í héruðunum Ailly og Plateau Nouvrou, hefir stórskotalið vort skotið á varnargarða óvinanna. í nánd við Berry au Bac höfum vér haft dálítinn framgang og áköf gagnáhlaup óvinanna hafa algerlega mishepnast. Fyrir norðan Mesuil les Hurlus tókum vér skóg, þar sem óvinirnir höfðu góðar varnir, skamt fyrir austan þær skotgryfjur, sem lið vort hafði nýlega tekið. Á þessu svæði höldum vér nú allri fyrstu varnarlínu óvinanna. í Argonne höfum \ér sótt fram í Bois de la Grurie við Bagatelle Fontaine Ma- .dame og hjá St. Hubert. Fimm áhlaupum. óvinanna hefir verið hrund- ið. í Apremontskóginum hefir stór- skotalið vort neytt óvinina til þess að yfirgefa nokkrar skotgryfjur. í Neðri-EIsass höfum vér sótt 1500 metra fram frá Cirey les Vesouge. London 26. des. kl. 2 sd. Rússneska stjórnin tilkynnir þ. 25. þ. m. að engin breyting hafi orðið á vinstri bakka Weichselfljóts eða í Galiciu. Það var sókn af hálfu Þjóðverja aðfaranótt 24. og allan daginn, einkum í héröðum við Soc- haczen cg Bolinow, en þeim var hrundið og þeir biðu mikið mann- tjón. Orusta heldur áfram á bökkum Pilicafljóts. London 26. des. kl. 2.13 sd. Opinber frönsk tilkynning, send út að kvöldi þ. 25. des. segir að bandamenn} hafi haft dálitinn fram- gang við Nieuport. Áhlaupum óvin anna við Lena var hrundið. í mprg- un tókum vér skotgryfju í nánd við Puisaleis og héldum þar velli, þrátt fyrir áköf gagnáhlaup óvinanna. I gærkvöldi voru óvinirnir hraktir í Vogesafjöllum við Téte de Faux. Frökkum veitir betur. London 26. des. kl. 8.5 síðd. Opinber frönsk tilkynning send út síðdegis í dag hljóðar svo. í hér- aðinu við Perthes þaggaði stórskota- lið vort niður i fallbyssum óvinanna, sem skutu á skotgryfjur, sem lið vort hafði nýlega tekið. í efri- Elsass hafði lið vort góðan framgang í dag. Við Sernay komumst vér að gróðrarstöðum á hæðum fyrir vestan bæinn. Vér höldum enn þessum aðstöðum vorum, þrátt fyrir mörg gagnáhlaup. Vér tókum lítinn skóg við Aspach le Bas og hæðirnar sem gnæfa yfir Carspach að vestanverðu. Öllum öðrum áhlaupum óvinanna hefir verið hrundið. Rúsear vinna á. London 27. des. kl. 11,45 árch Frá aðalherbúðum Rússa er til- kynt, að engin veruleg breyting hafi orðið vestan við Weichsel. Milli Neðri-Weichsel og Pilicza er ekki barist eins ákaft og áður nema í héraðinu meðfram Pilicza, þar stend- ur enn grimm orusta. Hjá Neðri- Nida er barist við Austurríkismenn sér í lagi. Rússar tóku þar til fanga 68 foringjar og um 4000 liðsmenn þ. 24. þ. m. Viðureignin í Galicíu gengur al- staðar Rússum í hag. Rússar taka fanga. Gifurlegur ósigur Austurrikismanna. London 28. des. kl. 12,05 sch Frá aðalherstöðvum Rússa er til- kynt: Orustan í gær milli Bzura og Rawka var eingöngu stórskotaliðs- bardagi. Oss tókst að hrinda af oss áhlaupum Þjóðverja. Að kvöldi 25. þ. m. ráku Rússar Austurríkismenn úr Wislica við Neðri-Nida og yfir ána. 25. þ. m. brutu Rússar Austurríkismenn á bak aftur milli Tuchow og Lupeny. Þar tóku Rússar 10 vélbyssur, 43 foringja og liðlega 2500 manns. Næsta dag eltu Rússar Austurríkis- menn,*sem hörfuðu undan, og tóku þá ennfremur 8 vélbyssur og um 1000 fanga og settust að á vinstri bakka Biala. Hjá Dukla voru Austurríkismenn hraktir frá síöðvum sínum milli Dukla og Zmigrod og hörfa nú óðfluga undnn. í siðustu orustum i þessu héraði hafa Austurrikismenn beðið geysilegt tjón og skiidu eftir 10,0000 fanga í höndum Rússa. Framsókn bandamanna. London 27. des. kl. 5,30 síðd. Eftirfarandi opinber frönsk tilkynn- ing var gefin út siðdegis í dag: Frá sjó og til Champagne-héraðs- hefir ekkert gerst til tiðinda. Hjá Perthes gerðu fjandmennirnir ákafa skothríð á skotgrafir, sem þeir höfðu mist, og reyndu að taka þær með fótgönguliðsáhlaupi, en þeir voru þegar brotnir á bak aftur. Vér höium unnið dálítið á fyrir sunnan St. Hubert, þar náðum vér eitthvað 200 metra svæði. Óvinirnir yfirgáfu nokkrar skotgrafir er voru í gjá- Milli Meuse og Moselle hrundum vér af oss tveim áhlaupum Þjóðverja. Loftskip kastaði 10 sprengikúlum á Nancy. Ekkert gagn var að því frá hernaðarlegu sjónarmiði. Flug- vélar vorar hafa kastað sprengikúl- um á loftskipaskýlin hjá Frescaty, nálægt Metz. í Efra-Elsass hefir lið vort sótt fram á hæðunum hjá Cernay. Sjóorusta hjá Helgolandi. Barist f lofti og legi. Brezkir flugmenn ráðast á þýzk herskip. London, 27. des. Flotamálastjórnin kunngerir, að 25. þ. m. hafi þýzk herskip legið fyrir atkerum á Schillig höfn fyrir framan Cuxhaven og réðust þá 7 brezkir loftbátar (seaplanes) á þau. Árásin byrjaði i dögun og var lagt upp við Helgoland. Létt beiti- skip, tuudurbátaspillar og kafbátar fygldu loftbátunum. Undir eins og Þjóðverjar á Helgoland sáu þessi skip, réðust út á móti þeim 2 Zeppelinsloftför, 3 eða 4 loftbátar og nokkrir kafbátar. Brezku skipin urðu að bíða þar í nánd til þess að taka á móti flugmönnunum er þeir kætnu aftur. Tókst nú sjó- orusta milli alira nýjustu beitiskipa ögru megin og loftbáta og kafbáta hinu megin. Með því að sigla hratt tókst vorum mönnum að komast hjá kafbátunum og 2 Zeppelinsloft- skipum veitti Undaunted og Arethusa létt að stökkva á flótta með fallbyssu- skotum. Loftbátum óvinanna tókst að kasta niður sprengikúlum nálægt skipum vorum, en hittu ekkeit þeirra. Brezku skipin biðu 3 klukkustundir við strendur óvinanna án þess væri ráðist á þau af ofansjávarskipum og og tóku á móti 3 flugmönnum og loftbátum þeirra óskemdum. Aðra 3 flugmenn tóku kafbátar, er látnir voru bíða eftir þeim, eins og ráð hafði verið gert fyrir. Loftbátum þeirra var sökt. Sex flugmenn af sjö komust þann- ig heilu og höldnu heim. Loftfarar- foringinn Francis E. T. Hewlett er ekki kominn fram. Loftbátur hans sást nauðuglega staddur eitthvað um 8 mílur frá Helgoland og menn vita ekki hver hafa orðið örlög þessa djarfa og kæna loftfara. Menn geta ekki-metið hvern skaða sprengikúlur brezku flugmannanna hafa gert, en þeim var öllum kastað niður á staði sem hafa hernaðarlega þýðingu. í flugvél yfir Brussel. Síðastliðinn fimtudag fór flug- sveitarforingi Davies til Brússel 1 flugvél til þess að kasta 12 sprengi- kúlum á loftskipaskýli, sem sagt var að í væri þýzk Perseval loftskip: Átta sprengikúlum var varpað niður í byrjun árásarinnar og halda menn að 6 þeirra hah hitt markið, en hinum var varpað niður á leiðinni heim. Það var ekki hægt að sjá hve mikið tjón sprengikúlurnar unnu, með því að reykjarmekki lagði upp úr skýlinu. 2 blöð koma út af Isa- folcl í dag, nr. 1 og 2. Reynið Boxcalf-svertuna ,Sun6 og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup mönnum. Kuchs litarverksmiðja * Kaupmannahöfn. f m

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.