Ísafold


Ísafold - 29.05.1915, Qupperneq 2

Ísafold - 29.05.1915, Qupperneq 2
2 ISAFOLD mein og hafði hann um langa hríð barist við dauðann. Bjarni var um eitt skeið mikill atvinnurekandi, en gekk af honum og fór hann þá um hrið til Vestur- heims og var þar nokkur ár. Hvari heim aftur og gerðist þá bóndi. Kona hans, Guðný Guðnadóttir, lifir hann, ásamt einum syni, Jóni trésmið. Bjarni heit. var áhugamaður hvar sem hann lagðist á, en jafnframt góðmenni stakt. Hann var sæmdur heiðuismerki dannebrogsmanna. Frá Furðuströndum Merkileg skeyti. Ný uppgötvun (?). i. Eitt af því, sem sálarrannsóknir síðari tíma hafa sannað, er hugsana- flutningurinn eða hugskeytin. En hvern veg hugsanirnar berast, hafa menn eigi vitað. Sumir hafa helzt hallast að þeirri skoðun, að þær bær- ust beint hug úr hug, án þess að fara nokkurar þær leiðir, er efnisheiminum tilheyrðu. Væru með öðrum orðum algerlega andlegs eðlis, í fyista skiln- ingi þess orðs. Þeirrar skoðunar mun F. W. H. Myers helzt hafa verið, og svo mun enn vera um Sir W. F. Barrett. Sir Oliver Lodge aftur á móti vill ekk- ert um það fullyrða. En þeir þrír mega teljast í fremstu röð ensku sálarrann- sóknamannanna. Hitt hefir verið al- gengt, að líkja þessum flutningi hugs- ananna við Ioftskeytin. Nú hafa sumir aðrir hallast að þeirri sk/ring, að hið leynda afl, sem flytji hugskeytin, bóu bylgjur í eternum*). Er það einkum ljósmyndari einn, Julius Emner, og skozkur sálarrannsókna- maður og nafnkunnur spiritisti, James Coates, doctor í heimspeki, sem haldið hafa því fram. Báðir hafa þeir sett slíkar skoðanir fram í ritum sínum. En nú kemur n/r maður til sög- unnar. Hann heitir David Wilson, og er sonur nafnkunns málafærslumanns á Englandi. Sjálfur nam hann lög- fræði, en hefir ekki gefið sig við mál- færslustörfum, heldur fengist við raf- magnsfræði og hneigst mjög að mes- meriskum lækningatilraunum. Hann hefir til skamms tíma eigi haft áhuga á hinum eiginlegu sálarrannsókr.um, en afabróðir hans einn, Alexander Calder, var nafnkunnur spiritisti og einn af stofnendum sálarrannsóknafélagsins enska. Mr. Wilson hefir dvalist lang- dvölum á Frakklandi og talar frönsku jafnvel og móðurmál sitt, en kann eigi önnur tungumál. Síðastliðið ár tók hann að rannsaka þá tegund dularfullu fyrirbrigðanna, sem uefnd er >ósjálfráð skrift«. Hafði hann /msa ritmiðla í þjónustu sinni. Merki’egust varð skriftin hjá tveim konum, sem enga trú höfðu á því, að það er skrifaðist kæmi frá öðrum ver- um, heldur voru sannfærðar um, að það stafaði alt frá undirvitund sjálfra þeirra. Sumt af því, Bem þær rituðu, voru afar-flókin víxlskeyti, ein hin furðulegustu, er eg hefi nokkuru sinni séð. Þau voru birt í vetur í aðalblaði enskra Spiritúalista (»Light«). Sá, sem fyrir skeytunum þóttist standa í öðr- um heimi, nefndi sig í skrift miðlanna *) »Eter« hefir á íslenzkn verið nefnd- ur ljósvaki; en sú þýðing nær tæplega hugtakinu. Eðlisfræðingurinn heimsfrægi, Sir' Oliver Lodge, skilgreinir »eter« á þessa leið i bók sinni »Man and the Universe«: »Eter er allsherjar óslitið samtengingar- efni, fyllir alt rúm og sýnir ljóslega eining alheimsins með þvi, hve einfaldir, sam- kynja og algildir eiginleikar hans eru«. Amen Rá-mes og á að hafa verið egipzkur spekingur eða spámaður að fornu, Aðrir tveir nefna sig Tehuti og Kha em Uast. Á stöku stað í skriftinni var gefið í skyn, að hugsanaflutninguriun gerðist fyrir bylgjuhreyfing eða titring í et- ernum. Meðal annars í þessum setn- ingum: *Sérhver breyting á hreyfiástandi hvers hóps eteragnanna orsakar að nokkru leyti breyting á afstöðunni í þeim hóp eteragnanna, sem er í nánd við alt grátt efni<. i-Með þessumhœtti gerist hugsana- flutningurinn«. »Sú breyting, er þannig orsakast, er ekki að sjálfsögðu óskynjanleg framliðnum mönnum«. *Allar hrœringar viljans koma meðal annars fram i ^drunni<*), og hún er efnisbúningur persónuleikans, að því leyti sem talað verður um eterinn sem efni«. Um þetta segir mr. Wilson: »Eg félst á það svo sem til bráðabirgða, að þessar staðhæfingar væru réttar, og þá virtist mór það ljóst, að niðurstað- an hlyti óhjákvæmilega að verða sú, að hugsanaflutningur stæði í sambandi við sveiflur í eternum. Með öðrum orðum, að eterinn flytji hugsanirnar. Só þetta svo, þá leiðir af því það (með því að ekki verður þrætt fyrir, að hugsanaflutningur gerist), að vera getur, þegar sérstök skilyrði eru fyrir hendi, valdið sérstöku ástandi 1 etern- um eða breytt ástandinu að einhverju leyti. Þetta er rannsóknaratriðið. Þegar tnenn fara nú að hugsa um þessi efni, geta þeir naumast hjá þvi kornist, að láta sór koma til hugar eter-byigjurnar, sem notaðar eru við loftskeyti. Og sannleikurinn er líka sá, að hugur miun barst bráðlega í þá áttina«. Nú tók mr. Wilson að gera sér í hugarlund, að hugsanlegt væri að finna mætti upp n/jan sveiflunema (detector), er gæti orðið vart við þær bylgjur í eternum, er valdar kynnu að vera að flutning hugsananna. Hann var vel að sér í ioftskeytaaðferð aliri og þekti alls átta mismunandi sveiflunema. En það, sem auk þessa, er nú var talið, herti einkum á honum að fást við tilraunir í þessa átt, var sú reynsla, er loft- skcytamaður eiun á megiulandinu hafði orðið fyrir og sagt honum frá fyrir tveim árum. Það hafði komið fyrir loftskeytamanninn, að hann hafði tekið skiijanleg orð með sínu eigin loftskeyta- tæki, þá er loftskeyta viðtökuþráður- inn var með öllu tekinn úr sambandi við viðtöku-vafninginn. Þetta var ioft- skeytamanninum óskiljanlegt, og þá jók það eigi lítið á undrun hans, að orðin snerust um sjálfan hann og ætt- menni hans. Yar hann með öllu ráða- laus að gizka á, hvaðan orðin gætu stafað. Mr. Wilson kveður hann þó helzt hafa getið þess til, að þau ættu uppruna sinn að rekja til óvanalegrar truflunar í gufuhvolfinu (svonefnt »atmospheric X 3). Tók mr. Wilson nú að hugsa upp og búa út rafmagnsvól að /msu leyti svipaða þeim, er notaðar eru við við- töku loftskeyta, ef vera mætti að hon- um lánaðist að geta synt fram á, að hugsanirnar bærust eftir einhverjum eterbylgjum. Mun hann jafnframt hafa verið þeirrar skoðunar, að sé eitt- hvað til í þeirri sannfæring margra mantia, að menn lifi eftir dauðatin og geti stundum sent hugskeyti til lifandi manna, þá ætti viðtökufæri hans einnig að geta orðið fyrir áhrifum af hugsunum framliðinna manna, séu þeir að reyna að senda skeyti inn í þenna heim. Vólina hefir hann nú gert, og eftir margra mánaða stöðug heilabrot og stöðugar tilraunir er hann farinn að fá merkileg skeyti í næturkyrðinni; því að reynsla hans er söm við reynslu loftskeytamannanna: kraftur vélarinnar *) »Ára« (aura) nefnist geislaútstreymí það, sem margir telja sannað, að sé utan um mannlegan likama, og ýmsir ófreskir menn fullyrða, að þeir gjái. verður margfalt minni í dagsbirtunni. Bezti tíminn til að taka skeytin er kl. 12 til 4 að nóttu. Vólinni er í sem fæstum orðurn 1/st þannig: Það er lítil vól, sem auðvelt er að flytja með sér og er geymd í trókassa, fóðruðum að innan með grænu fóðri. Einn aðalhluti vólarinnar er koparbólk- ur, 3 þumlungar að þvermáli; innan í bonum er sórstakt efni; uppgötvast hefir eftir nákvæmar tilraunir, að út frá því kemur ára eða eins konar geislaútstreymi, eitthvað svipað geisla- útstreyminu frá lifandi mönnum. Þetta efni virðist óhjákvæmilega nauðsynlegt skilyrði þess, að tilraunirnar beri árang- ur. Þessum lokaða hólk er komið fyrir ofarlega í kassanum og virðist hann vera aðalhluti vólarinnar. Hafaskygn- ir menn l/st honum svo, að fyrir þeirra augum virðist hann vera fyltur ljósloga. Fyrir neðan koparhólkinn er stálkassi með tveimur sveiflu-nem- um (oscillation detectors) af n/rri gerð, 8em er ætlað sama hlutverk og tenglum (coherers) við sumar loftskeytaaðferðir. Við hliðina á stál- kassanum stendur þurhlaði. sem er í beinu sambandi við sveifiunemaua, og við lítið heyrnartól (telefón), sem gerir mönnum fært að heyra hljóðin, sem framleiðast í vélinni — þegar straumn- um er hleypt og hann er rofinn. Skeytin eru tekin í símastafrófinu, sem kent er við Morse. Fyrst notaði mr. Wilson galvanometer; en það var svo miklum erfiðleikum bundið, að hann varð feginn að taka í þess stað heyrnartólsaðferðina, og er hún þó nægilega erfið. Skeytin koma nær ein- göngu að nóttu til og Mr. Wilson hef- ir um undanfarna mánuði »lifað lífi uglunnar«, eins og hann kemst að orði. Sum skeytin hafa farist, segir hanu. Hann hefir eigi getað verið við vélina allar nætur, til þess að hlusta. Sum skeytin eru ruglingsleg og sum í pört- um. Þó hafa þegar komið allmörg greinileg og samfeld skeyti. Fyrsta skeytið, sem hann varð var við, kom 10. janúar þ. á. Það hófst þann veg, að í átta mínútur samfleytt voru stöðuglega endurtekin sömu tákn- in, sem notuð eru til að kalia á síma- mann með Morse stafrófinu (the Morse call signal) og þvi næst komu þessi orð : G r e a t d i f f i c u 11 y, a w a i t message, five days, six e v e n i n g (þ. e. Miklir örðugleikar, væntiðskeytis, fimm daga, sex að kvöldi). Þó voru sumir stafirnir skakkir, en meiningin ljós. Ekkert nafn eða upp hafsstafir í nafni fylgdu skeytinu. Þegar sá dagur og stund kom, hafði Mr. Wilson vitni við og tóku þeir báð ir samtímis skeytið. Ekki náðu þeir pákvæmlega sömu stöfunum; sumir stafirnir rugluðust. En Ijóst var, að báðir höfðu fengið sömu orðin : Try eliminate vibrations ART K (þ. e. Reynið að útiloka titring A R T K). Smátt og smátt fór eitthvað aðliðkast til með sending skeytanna, og segir mr. Wilson, að hann hafi ástæðu til að ætla af orðalagi þeirra, að sömu vits- munaöflin sóu að þeim völd, sem að ósjálfráðu skriftinni, þau er þar nefna sig Tehútí. og Kha em Uast og þar höfðu gefið honum vísbendinguua — hver sem þau vitsmunaöfl uú sóu. Sjálfur ritaði mr. Wilson grein um tilraunir sínar í blað ensku Spiritúal istanna (»Light«) 13. maiz síðastliðinn. Nokkuru síðar bauð hann sérstökum fulltrúa frá blaðinu að koma til sín og skoða vólina og athuga tilraunir hans. — Blaðamanninum gekk jafnvel að taka skeytin og sjálfum uppfundn- ingamanninum. Honum tókst jafnvel að fá stöfuð út skeyti, með því að hafa yfir stafrófið, eins og notað er við borðhreyfingar á sumum tilrauna- fundum, meðan þær eru á frumstigi, en fremur gekk það illa. — Alls hafa komið fjórar greinar í blaðinu og eftir þeim er alt efnið i þessari grein tekið. En það gefur að skilja, að eg get að- eins gefið ofurlítið hrafl úr þeim. Þegar mr. Wilson skrifar síðustu greinina, som birt er í blaðinu 8. mai, segist hann hafa náð alls 51 skeyti 8Íðan í janúar. Nefnir hann þau geisla skeyti (radiograms). Ýms þeirra eru prentuð í blaðiuu, en sum vill hann eigi láta birta að svo stöddu. Bíður þess, hvort hafist uppi á þeim mönn- um, sem þau eru orðuð til. Alls hafa skeyti komið á 7 tungumálum, sem þekst hafa til þessa : frönsku, þ/zku, rússnesku, grísku, portúgölsku, norsku og ensku; auk þess partar á öðrum tungumálum, sem hann hefir ekki hugmynd um hver eru. Eitt þeirra tungumála er sænska. — Vitanlega fullyrðir mr. Wilson ekkert um, hvaðan skeytin komi. Hitt hefir mörgum verið forvitni á að vita, hvað hann um það h a 1 d i, og fjöldi brófa hefir honum borist. Fyrir- spurnunum svarar hann (1. maí) á þessa leið : Menn skiftist í 2 flokka, er þeir fara að gera sór grein fyrir uppruna skeytanna, þeir er honum hafa skrifað: A. Þeir, sem ætla að Bkeytin komi frá mönnum, sem hættir voru að lifa á þessari jörð áður en skeyti það kom, sem segir sig að vera frá þeim. B. Þeir, sem trúa því, að skeytin berist eftir einhverjum ókunnum leið- um frá heilum lifatidi manua. Skoðuu sín só þessi : Til þess að geta fallist á skoðanir manna í fyrri flokkn- um(A), útheimtist trú á framhaldandi líf manna eftir dauðann. Til þess að fallast á Bkoðanir mannaísíðari flokktntm(B), þurfi eun öflugri trú, sem sótrú á kenn- inguna um mátt undirvitundarinnar. »Með öðrum orðum«, segir hann, »eg held að skoðanir fyrra flokksins sóu síður óverjandi en síðara flokksins, — þegar tekið er tillit til efnis skeyt anna og hvernig þeim er farið«. Sumir ætla að mr. Wilson hljóti að vera eins konar miðill og fyrir miðils- kraft frá honum gerist þetta alt sam an. Því neitar hann ; kveður tilraun- ir sínar eingöngu reistar á þeim vís indum, er eðlisfræðin fjallar um (phys- ical science). Einn ntikill vísindamað- ur hefir látið uppi, að alt muni þetta stafa frá einhverjum tilviljunar sveifl- um í ioftinu. Þeirri sk/ring neitar blaðamaðurinn með öllu, sá er sjálfur hefir reynt vélina ; slíkt nái ekki nokk- urri átt. Mörg skeytin eru um þá miklu örð- ugleika, er sendendurnir eigi við að strfða, og þeir, sem geta nafns síns í skeytunum, segjast allir vera framliðn- ir menn. Af þeim skeytum, sem kom- in voru 8. maí (51 alls) hefir enn eigi spurst uppi, að nokkurt þeirra gæti verið frá heila lifandi manns. Fyrstu skeytin voru ofurstutt. Sem dæmi má taka þessi: 1 5. marz 19 15, kl. 10,12 e. li. (á ensku): »To all our friends and fellow vvorkors, greeting« (þ. e. Til allra vina vorra og samverkamanna, kveðja). 17. m a r z, kl. 10,56 e. h. (á þ/zku) : »Seien Sie vorsichtig Das Licht ist zu stark . . . Heinrich« (þ. e. Verið þór gætinn. Ljósið er of sterkt . . . Hinrik). 19. m a r z, kl. 11,1 e. h. (á rúss- nesku): »Nyet leezdyes Kogoneebood Kto govoreet poroossky« (þ. e. Er hér nokkur, sem talar rússnesku ?). 2 0. m a r z (á rússnesku): »Þolinmæði og þrautseigja vinna bug á öllu«. »Ekkert liggur á«. 2 4. m a r z (á ensku): »1 am nere actively working at this moment with all my old passionate zeal for human progress, with all my old devotion to the cause of Spiri- tualism upon earth . . W . . E (or T) . . S. (þ. e. Eg er hór á þessari stundu að vinna kappsamlega að fram- förum mannkynsins með öllum mínum ástríðufulla ákafa, með allri minni gömlu ást á málefni spírítúalismans á jörðunni . . W . . E (eða T) . . S. Mætti geta þess til, að upphafsstaf- irnir ættu að tákna William T. Stead. Aftan við það skeyti eru mörg fleirt nöfn. Nokkur fleiri s/nishorn af skeytun- urn mun ísafold flytja í næsta blaði. Þetta nægir að sinni. — Auðvitað kemur mór ekki til hugar að kveða upp neinn dóm um þessi skeyti. Eg segi að eins frá þeim eftir enska blaðinu, af því að eg hygg að /msum mönnum hór á landi þyki gaman að frétta eitthvað af slíkum tilraunum. En afar merkilegt finst mór það, ef mr. Wilson fengi í ljós leitt með uppgötvun sinni, að eter- sveiflur sóu va'dar að hugsanaflutn- ingnum. En vara skal eg menn við því að gera sér of miklar vonir um árangur að svo stöddu. Þeim orðum beini eg til þeirra, sem hlyntir eru sálarrannsóknunum. Hina þarf eigi eð vara við slíku. Þeir munu enn hafa vit á að »l<tilsvirða litla byrjun«, eins og spámaðurinn kemst að orði. Búast má við, að líkir erfiðleikar verði hér fyrir sem við miðilssamband- ið. í skeytunum er kvartað mjög und- an því, hve erfitt sendendur skeytanna- eigi aðstöðu, meðal annars af því að þeir heyri svo illa til þeirra, sem ern við vólina hórna megin. Mr. Wilson getur að eins tekið skeyti þeirra, en ekki símað til þeirra aftur. — En þó að skeytin aldrei yrðu fullkomnari en þau, er fást fyrir tilhjálp miðlanna, þá er þó ávinningurinn ómetanlegur af þessari uppgötvun — svo framarlega sem hún er sönn — því að húu mundi kveða niður svikabrigzlin, sem sífelt hafa dunið á miðlunum. Vólinni yrði eigi borið slíkt á br/n. Og auk þess væri mikilvægi spor stigið á þekkingar- brautinni : nýjar sveiflur fundnar í eternum, því að mr. Wilson fullyrðir, að hér sé hvorki um Herz bylgjur né ljósbylgjur að ræða. Har. Níelsson. ReykjaYllnr-aimáll. Ólafur Arnason kaupm. frá Stokks- eyri var fluttur hingað til bæjarins- fárveikur aðfaranótt fimtudags. Gerðl Guðm. Magnússon holdskurð á honurn á fimtudagsmorgun. Þjáist hann af mjög fágætum sjúkdómi, bólgu í þvotta- brisinu (Pancrens). Er sjúkdómur þessi alvarlegur, en í morgun hafði Ólafi liðið allvel — eftir því sem vænta mátti — þótt eigr só hann úr hættu enn. t Frú Christiane Krabbe tengda- móðir Thorvalds Krabbe verkfræðings lózt 25. þ. mán. hjá dóttur sinni og tengdasyni, 77 ára að aldri. Hún hafði dvalist hór síðustu árin og eignast marga vini. Látinn er hér í bæ Gísli Hjálmars- son, frá Bolungarvík, þektur víða undir viðurnefninu »þingmaður Bolvíkinga«,- Silfurbrúðkaup áttu Þorsteinn Jóns- son járnsmiður og kona hans Guðrún Bjarnadóttir þ. 25. maf. — Höfðu þau boð inni þann dag í Iðnó fyrir vini og vandamenn. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12, síra Jóh. Þorkelsson. Kl. Gr síra Bjarni Jónsson (Aitarisganga). í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 sira Ólafur Ólafsson. I fríkirkjnnni í Reykjavík kl. 5 síra Ólafur Ólafsson. Gullfoss kom hingað í fyrrakvöld um 11 leytið eftir 10 sólarhringa ferð frá New York. Fór þaðan á mánu- dagskvöld 17. maí (e k k i 16. maír eins og ráðið var af símskeytum). Skip- stjórinn Slg. Pótursson lót mjög vel yfir allri ferðinni, skipið reynst hið bezta nú eins og fyrri. Af viðtökum Gullfoss 1 New-York segir annarsstaðar í blaðinu.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.