Ísafold - 02.06.1915, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar
i viku. Yerð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1V8 dollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erlendis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
L
Uppsögn (skrifL)
bundin yið áramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
XLII. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 2. júní 1915.
40. tölublað
Alþýöufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9
Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11—8
og 5—7
Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 5«
íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7.
K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 siðd.
Alm. fundir fid. og sd. 81/* siðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6'/*. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8
Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsféhirðir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Uáttúrugripasafnið opið l1/*—21/* á sunnud.
Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1.
Bamábyrgð Islands 10—12 og 4—6
Btjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavíkur Pósth,3 opinn daglangt
8—10 virka daga, helga daga 10—9.
Vifilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1
l»jóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2,
Nafnstuldur.
Margt ber við skrítið á þessum
tímum í stjórnmálunum. Einn af
skrítnustu viðburðunum var það, þeg-
ar minni hluti flokksstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins tók sig til á dögun-
um og ætlaði að reka meiri hlut-
ann, en heyktist á þegar þeim herr-
um var sýnt fram á vitleysuna í
þessu.
Nú ólmast þeir með bæxlagangi
miklum og vilja reyna að telja fólki
trú um, að þessi »ráðstöfun< væri á
viti bygð. Meðal annars vilja þeir
nú halda því fram, að þeir séu gild-
ari meðlimir flokksstjórnarinnar en
hinir.
En eins og s'kýrt er frá annars-
staðar í blaðinu er sú staðhæfing
ekkert annað en blekkingartildur.
Þeir eru, þessir herrar, að prédika
það syknt og heilagt, að peir séu
Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir vilja telja
raönnum trú um, að peir hafi fylgi
allra Sjálfstæðismaona í pörum sin-
um. En því fer mjög fjarri að svo
sé. —
Um þingmenn Sjálfstæðisflokksins
er það að segja, að oss er eigi kunn-
ugt að nokkur þeirra utan sjömenn-
inganna fylgi þeim að málum, nema
ef væri bróðir Sig. Eggerz, gamall
Heimastjórnai;maður. Aftur hallast
tnikill meiri hluti hinna þingmannanna,
sem vér höfum heyrt um, eindregið
að máli þrímenninganna, og öðrum
dettur eigi í hug að hallast að því,
sem Vog-Bjarna-comp. hefir tekið
upp.
Um kjósendur höfum vér frétt
líkt víða um landið. Þeir eru alger-
lega fráhverfir stefnu Vogbjarnacomp.:
að berjast gegn öllu og gera ekki
neitt. Enda munu einhverjir sjö-
menninganna hafa fengið þau kveðju-
orð úr kjördæmum sínum, að þeir
munu eiga bágt með að staðhæfa, að
kjósendur fylgi þeirra pólitík. Hér
í Reykjavík hefir þeim tekist að fá
nokkra menn á sitt band; hefir það
verið gert með taumlausum blekk-
ingum og skröksögum um það, sem
í uppástungum þrímenninganna fel-
ist, skákandi í því skjólinu, að þeir
geti eigi varið sig fyrir álygunum,
vegna þagnarskyldu sinnar.
Á meðan menn halda að þessir
menn skýri þeim satt frá, er eigi að
furða þótt þeir kunni að áfellast þri-
menningana að einhverju leyti. —
Kjósendum, sem ekki er kunnugt
hvað hér er um að ræða, er ekki
láandi þótt þeir séu einhverjir, sem
standa í þeirri meiningu, að það sé
eigi tilbúningur einn, sem í þá er
borið nótt og nýtan dag af mönn-
um, sem atti að vera hægt að trúa.
En þegar sannleikurinn kemur allur
í ljós, mun vera óhætt fyrir Vog-
bjarnacomp. að framseija bú sitt til
þrotabúsmeðferðar.
Eitt af því sem Vogbjarnacomp.
gasprar mest um er það, að peir
standi sem merkisberar Sjálfstæðis-
stefnunnar, þeir haldi fram stefnu
flokksins, en hinir hafi svikið hana.
Þetta er ein af ófyrirleitnustu blekk-
ingartilraununum.
Það hefir áður verið sýnt fram á,
að þeir hafa allir vikið jrá slefnu
peirri, sern Sjálýstœðisjlokkurinn hafði
á siðasta pinqi um jyrirvarann.
Og hvernig hafa þeir haldið við
stefnu flokksins að öðru leyti ?
Vér skulum taka hér tvö dæmi:
I stefnuskrá flokksins, sem birtist
í Isafold 8. október 1913, og með-
al annara standa undir nöfn Ben.
Sveinssonar, Björns Kristjánssonar
og Skúla Thoroddsen segir um
stjórnarskrármálið þetta:
»Enda þótt ágreiningur geti að
sjálfsögðu verið um einstök atriði
þessara breytinga, þá teljum vér þó
fengnar með þeim svo miklar réttar-
bætur, að eigi beri að tefla málinu
enn í tvísýnu, sérstaklega þar sem
svo margt annað af bráðnauðsynleg-
um umbótum bíður úrlausnar og
þarf á öllum tímum og kröftum
þings og þjóðar að halda, óskiftum.
Teljum vér þvi sjálfsagt, að stjórnar-
skrárfrumvarp síðasta þings verði
samþykt óbreytt á aukaþinginu*.
Þetta var svo gert og sleginn var-
nagli við þvi, sem þinginu þótti at-
hugavert við staðfestingarskilyrði
konungs. Þegar svo virðist mögu-
leiki á að komast út úr deilunni við
konungsvaldið á oss fulltryggan hátt,
hvað gera þá þessir menn ? í stað
þess að fyl%ja, stefnu flokksins og
efna loforð sín við kjósendur sína,
berjast þeir öllum árum fyrir því að
ajstýra því að út úr deilunni verði
korr.ist, og vilja »tefla málinu í tví-
sýnu«, já, enn meira, verða stjórnar-
skránni að qrandi.
Og svo ætlast þessir menn til að
þjóðin trúi þeim fyrir að halda uppi
stefnu Sjálfstæðisflokksins !
í 5. gr. i sömu stefnuskrá segir
svo: »Það teljum vér grundvöll
undir öllu heilbrigðu stjóruarfari }
landinu, að heimtuð sé fulikomin
ráðvendui og réttlæti af öllum þeim,
er með umboð þjóðarinnar fara, em-
bættismönnum sem öðrum, og full-
um lagajöfnuði sé haldið uppi fyrir
æðri sem lægri. Að því viljum vér
vinnac.
Þegar svo ráðherra fer að reyna
að gera gott úr forsómun þeirri, sem
verið hefir á þessu atriði, og fer að
skerpa eftirlitið með nokkrum em-
bættismönnum og koma á reglu um
fjárgreiðslur þeirra í landssjóð, þá
ráðast þessir menn á hann með níð-
andi og lítilsvirðandi orðum fyrir
þessar ráðstafanir. Hann er lítils-
virtur af þeim fyrir að jramkvama
einn aðalliðinn i stefnuskrá jiokksins.
Og svo ætlast þessir menn til að
þjóðin trúi þeim fyrir að halda upp
stefnu Sjálfstæðisflokksins!
í ritstjórnargrein í sama tbl. ísa-
foldar, sem ávarpið birtist, er merg-
urinn í stefnuskránni taiinn: stilliles;
sjáljstœðisstefna. Um það, að stefn-
an ætti að vera sú, voru allir ein-
huga.
Nú bjóða þessir menn þjóðinni
upp á þá stefnu, að berjast með æs-
ingum og blekkingum gegn sinni
eigin stefnuskiá og láta standa sig
að því að vilja ?era ekki neitt.
Ög svo ætlast þessir menn til að
þjóðin trúi þeim fyrir að halda uppi
stefnu Sjálfstæðisflokksins!
Nei, pessir menn $eta ekki haldið
uppi þeirri stefnu. Og um suma
þeirra má óhætt fullyrða að þeir
hafa verið flokknum manna óparjastir,
en verið þoldir í flokknum vegna
þess, að þeir hafa þózt fylgja stefnu
flokksins — í munninum. Margt
skrafið má eftir þá tína, en enqin verk.
Að þeir vilji ræna merki æriegrar
og góðrar stefnu til óláta sinna er
máske skiljanlegt. En pjóðin er heil-
brigð í hugsunarhætti sínum og hefir
eigi gleymt máltækinu: »Oft er flagð
undir fögru skinnic. Hversu vel
sem þeir reyna að hylja nekt sína
undir skinninu, mun þjóðin ekki
láta glepja sér sýn.
Undanhald sjömenn-
inganna.
Þvi er nú haldið fram af ýmsum,
að síðasta þing hefði átt »að setja
aftur inn« í stjórnarskrána orðin »í
rikisráðic. Þá hefðum vér komist
fram hjá öllum torfærum með hana.
Staðfesting myndi þá hafa fengist
orðalaust.
Þeir sem þessu halda fram, gæta
þess ekki, að með þessu varð alls
ekki komist hjá þvf að gefa út fyrir-
vara um ríkisráðssetu ráðherrans.
Þeir gæta þess ekki, að umræðurn-
ar í ríkisráði 20. okt. 1913 hefðu
þá staðið án mótmæla, og þá hefði
— með réttu — orðið litið svo á,
sem alþingi hefði fallist á þær skoð-
anir, sem þar komu fram.
Það er með öllu óskiljanlegt, að
þeir menn, sem nú halda þvi fram,
að stjórnarskráin megi ekki staðfest-
ast, nema konungur (Danir þá um
leið?) viðurkenni beint, að uppburð-
ur mála vorra fyrir konungi sé ís-
lenzkt sérmál, skuli um leið prédika
það, að petta hafi verið eina bjarg-
ráðið — að setja orðin aftur inn —
eða var pá ekki þörf neinnar beinn-
ar viðurkenningar?
Því var slegið föstu af konungi
og forsætisráðherra Dana í ríkisráði
20. okt. 1913, að íslendingar gætu
ekki ákveðið neitt um uppburð »sér-
málanna* nema með samþykki Dana.
Varð á nokkurn hátt komist hjá að
mótmæla því? Var oss ekki jafn-
nauðsynlegt að fá Dani til að falla
frá þeirri kenningu, hvort sem ríkis-
ráðsákvæðið var sett inn i stjórnar-
skrána aftur eða sérstakan konungs-
úrskurð ?
Hver er munurinn?
Munurinn er sá, að ef þingið
hefði sett ákvæðið inn aftur mót-
mæla- og athugasemdalaust, þá hefði
það þar með viðurkent réttleysi sitt
til þess að ákveða nokkuð um flutn-
ing islenzkra mála fyrir konungi —
án samþykkis Dana, og þar með
gengið inn á dönsku skoðunina.
Hvort sagt er að »setja innc eða
að »hætta við að fella burtc ríkis-
ráðsákvæðið, gildir einu — og það
þýðir ekkert að fara í felur á bak
við orð í þessu efni. Það vita allir,
að ekkert hégóma-atvik getur komið
þinginu til þess að »hætta viðc að
framkvæma verk, sem hefir staðið á
stefnuskrá hins ráðandi flokks í 10
ár — o& báðir flokkar loks orðið sam-
mála um að aiskileqt vœri að jram-
kvœma.
En ef þingið hefði látið ríkisráðs-
fundinn 20. okt. eins og vind um
eyrun þjóta og samþykt stjórnar-
skrána óbreytta, þá hefði þó mátt
halda því fram, að orð og ummæli
téðs ríkisráðsfundar væru marklaus
og oss óviðkomandi — hversu hald-
gott sem það hefði orðið.
En lítil bót hefði orðið að bjarg-
ráðinu þvi, að setja aftur inn ríkis-
ráðsákvæðið.
Þingið 1914 varð að halda fast
við þá stefnu, sem upp var tekin
1913 og um leið mótmæla ríðisráðs-
fundinum 20 okt., eins og gert var.
Og það er rétt, sem Sig. Eggerz
heldur fram, að ef konungur hefði
staðfest stjórnarskrána 30. nóv. orða-
laust, eftir að hafa heyrt fyrirvaraDn,
þá hefði hann um leið fallið frá
dönsku skilmálunum frá 20. okt.
En þar sem konungur hélt fast við
þessa dönsku skilmála, með því að
halda fram auglýsingunni til Dana,
þá var það rétt af Sig. Eggerz að
neita að skrifa undir staðfestinguna.
Um þetta eru allir sjálfstæðismenn
sammála. En svo virðist sem leið-
irnar ætli að skilja, þegar á að fara
að tala um lausn deilunnar við Dani.
Það virðist svo sem Sig. Eggerz,
og þeir sem honum fylgja að mál-
um, álíti fað beztu lausn, að láta
deilumálin falla niður. Sigurður
mun hafa gert ráð fyrir að verða
ráðherra áfram — 'ætlað þinginu
1915 að fela sér embættið aftur og
þá þózt geta tekið við því á ný,
þrátt fyrir það þótt hann væri bú-
inn að segja því af sér vegna sund-
þykkis við konung. Með öðrum
orðum: Sig. Eggerz ætlaði að stýra
þinginu til undanhalds eftir stjórnar-
skárósigurinn 30. nóv. — og biðj-
ast friðar af konungsvaldinu.1)
Þetta mundi í hverju öðru þing-
ræðislandi vera álitin ótæk lausn.
hnflnn ráðherra mundi láta sér koma
til hugar að taka ajtur við cmbœtti
af konungi, nema pví að eins að kon-
ungur hejði látið undan og enginn
þingmeirihluti mundi taka í mál að
styðja nokkurn ráðherra, nema því
’) Að Sig. E. hefír gert ráð fyrir
því, að halda ráðhenaembættinu, má
ráða af því að hann auglýsti ekki
sýslumannsembættið i Borgarfjarðar-
sýslu fyr en um leið og hann fór
frá völdum.
að eins að konungur færi að vilja
flngsins. En svo er að sjá sem
sjömenningarnir telji þetta góða ís-
enzku i
Þrimenningarnir fullyrða að hægt
sé að fá fyrirvara þingsins fullnægt,
og þeir vilja gera sitt ítrast til þess
að það fáist.
X.
Gullfossi fagnað.
Erindi þau, sem hér fara á eftir,
lefir Hannes Blöndal ort. Færði
hann Gullfossi ljóðið á sunnudag og
hafði Samúel Eggertsson skrautritað,
en Stefán Eiríksson hinn oddhagi
hafði skorið umgjörðina mjög hag-
lega og Jón Haldórsson trésmiður
felt hana saman. Lagið við erindin
er: Þú stóðst á tindi Heklu hám.
Velkominn Guilfoss hingað heim
þig hylla íslands vættir góðar!
Þér fagna hjörtu heillar þjóðar,
því vona fylling þú ert þeim.
Þú ert vort fremsta framamerki,
vort frægsta tákn um dáð í verki.
Þin koma boðar landsins lýð
að ljómi’ af nýrri og betri tíð.
Sigl þú nú heill um höfin blá
til heilla vorri þjóð og landi.
Hamingjudís við stjórnvöl standi,
og hættum öllum hrindi frá.
Þú ætíð skyldir á það minna:
ef allar hendur saman vinna
þá fyrst má verða gaían greið
og Grettistökum velt úr leið.
H. S. B.
Ýms erl. tíðindi.
Breyting á brezka ráOuneytinu.
Eftir því sem síðustu brezk blöð
herma frá, stóð til, að foringjar
ihaldsmanna, þeir Bonar Law og
Balfour o. fl., tækju sæti í Asquith
stjórninni, meðan á ófriðnum stæði.
Edward Holrn, fyrrum háskóla-
kennari i sagnfræði við Khafnar há-
skóla er nýlátinn, 82 ára að aldri.
Fólksþingskosning í Færeyjum.
Samúelsen sýslumaður, sem verið
hefir fólksþingsmaður Færeyinga sið-
ust árin féll við kosningarnar 7. maí
fyrir 25 ára gömlum lögfræðiskandi-
dat færeyskum Edw. Mortensen.
Ólafur Árnason
kaupmaður
lézt í Landakotsspítala i nótt kl. 3
eftir 6 daga legu. Ólafur varð 52
ára gamall. Mikill söknuður að
þessum dugnaSármanni.
Æfiminning kemur í næsta blaði