Ísafold - 02.06.1915, Síða 2

Ísafold - 02.06.1915, Síða 2
2 IS AFOLD Frá Furðuströndum Merkileg skeyti. Ný uppgötvun (?). ii. Framan af -virtust skeytin aðallega koma frá þeim hóp vitsmuna-aflanna, er segja sig verið hafa Egipta. Þeir synast vera duglegastir að koma hugs- unum sínum á framfæri þessa leiðina. Skal eg hór þýða sem s/nishorn tvö af þeim skeytunum. 2 9. m a r z, kl. 9,12 e. h.- >En hafið þið að eina dálitla þolin mæði. Þeasi mörgu þúsund ár hafa menn hrópað: Tákn ! Tákn! Og það er nú eins og það hefir verið og ávalt mun verða. Oss er mannssálin enginn nyr hlutur. Maðurinn hlýtur, samkvæmt eigin eðli sínu, ávalt aö biðja um tákn. Yór komum ekki til þess að rökræða ( musterum eða á torg- um, nó til þess að dreifa ummælum vorum út til skólamannanna. Vór komum eigi til prestanna, nó heldur flytjum vér læknunum nein fræði. Augu vor sjá ekki heimspekingana, né heldur segja eyru vor frá kaupmönn- unuhi í borginni. Orð vor eiga ekki að verða nein lærdómsorð, heldur hjálpar og huggunarorð. A R mes . . Pta . . Pta ,.h..m..e..s.. Ptames frá Memphis. . . Yór finnum til með öllum þeim, sem efast, eins og þegar eg [forðum] gegndi stöðu minni í Memphis, hlustið. . . Einu sinni kom gráthryggur maður, er mist hafði kon- una, sem hann unni, til ’lesarans’ í musterinu og mælti: »Hvað getur þú gert fyrir mig, sem er sárhryggur og hefi mist ástvin minn?« »Vór getum«, sagði ’lesarinn’, »gefið þér þau orð, sem vissulega munu koma þér til Túat«, Þá mælti maðurinn: »Ó, faðir, í þetta, sem þú kennir öllum mönnum, finst mér einhverstaðar vanta eitthvað, sem eg þó fremur finn, hvað er, en að eg geti gert grein fyrir því«. Þá sagði ’lesarinn’: »Maður, það er næstum því óguðlegt af þér að tala svona um heilagar ritningar«. í sama bili bar skugga á þá; það var skugginn af spámanni hins mikla guðs, sem á þeirri stundu gekk þar fram hjá. Hann tók nú til máls og sagði: »Hver er þessi maður, sern þú, ’lesari’, segir um, að tali næstum óguðlega? ’Lesarinn’ sagði þá spámanninum frá öllu því, sem gerst hafði. Þá varð andlit spámanns- ins dimt eins og nóttin, og reiði kom fram á varir hans, er hann mælti til ’iesarans’ á þessa leið: »Ó, ’lesari’ minn með hina litlu, smámunalegu og þröngsýnu sál, að þú skulir vera að þvaðra um helgisiði og bókstaf lög- málsins og orðabrellur heimspekinga vorra við þessa vesalings sál. Burt með þína fánýtu huggun!« Síðan sneri spámaðurinn sér að manninum og mælti: »Far þú leiðar þinnar, vinur minn, og þegar kvöldar, skalt þú sjá, já meira að segja tala við konuna þína, sem þú hefir elskað og mist«. Þessi spámaður var Amen Ra-mes, á þeim tímum mesti spámaður allra mustera og guða í Thebes, Heliopolis og Memphis, en þar var eg þá ’les- ari’ goðsvarsins . . . Ptames«. 2 9. m a r z, kl. 1,20 f. h. »A R . . . O þér, sem eigið einhvern sofandi, reynið eigi að rjúfa þann svefn, nema því að eins að þér hafið unnið góð verk. Því að það getur farið svo, að gagnið sé ekki þeirra megin, sem lifa, heldur hinna framliðnu manna sjálfra. En hve nær sem þór hafið öðlast algera samúð, skuluð þór vissu- lega fá að finna til þess, já vita af því, að þeir, sem farnir eru á undan yður, eru ávalt hjá yður. Ef þór í viðbót við þessa algerðu samúð, sem er aðalhvötin, hafið öflugan vilja, þá skulu sannarlega allir hlutir og allar verur aðstoða þig < verki þínu og sjá fyrir áhyggjum þínúm, og þeir, sem löngu eru dánir, skulu koma aftur til þín, alveg eins og meðan þeir lifðu, og ganga um jörðina . .. Amen Ra-mes«. Sömu nótt litlu síðar (kl. 2.50 f. h.) kom þetta skeyti (á portúgölsku), ber sýnilega frá alt annari uppsprettu: »Pode comprehender vossa merce em Portuguez? Depois haver esperado muíto tempo parece maravilhoso poder emfim communicar meior parabem. Ha muíta gente aqui desejando exprimir lhe seu prazer . . . Taxeira«. (Þ. e. Getið þór skilið skeyti á port- úgölsku? Eftir að hafa beðið svo lengi virðist það undursamlegt að geta loks sent vorar beztu samfagnaðaróskir. Það eru hór menn bundruðum saman, sem óska að láta gleði sína í ljósi við yður*) . . . Taxeira). 3 0. m a r z, kl. 11,17 e. h. (ánorsku): »Bedste lyk.nskninger fra .. med- arbejderne« [í öðru orði var slept ein- um staf. D. W.], þ. e. Beztu hamingju- óskir frá samverkamönnunum. 3 1. m a r z (á ensku): »Manstu eftir mér í Redcliff-gardens fyrir tuttugu og átta árum með tveim gömlu vinnukonunum mínum og páfa- gauknum ? Þetta er með miklum örð- ugleikum, en eg ætla að vona að eg geti gert miklu meira . . . A. C.« Um þetta skeyti farast mr. Wilson svo orð í blaðinu: »í mínum huga er enginn minsti vafi á því, að þetta skeyti á við afabróður minn, Alexander Calder, sem vissulega átti heima um þetta tímabil, sem til er tekið, í Red- cliff-gardens, S. W., og hafði á heimili sínu tvær forntízkulegar vinnukonur, sem verið höfðu í þjónustu hans um mörg ár, og þær áttu meira að segja páfagauk. Meðan Calder lifði, nafði hann mikinn áhuga á spíritúalismanum og var einn af forsetum hins gamla Al- þjóðarfélags brezkra spíritúalista og síðar einn í fyrstu stjórn Sálarrann- sóknafólagsins (ásamt þeim F. W. H. Myers sáluga, F. G. Romanes, E. Dawson Rogers og Stainton Moses). Þá hafa komið nokkur skeyti, sem beinlínis eru orðuð til einstakra manna. Við einhver af þeim nöfnum hefir mr. Wilson sjálfur kannast og komið þeim á framfæri, en miklu fleiri nöfnin hefir hann alls eigi þekt; hefir hann sent þau skeytin til ritstjóra blaðsins »Light« og þar hefir hafst uppi á ýmsum nöfnunum. Sum eru óútgeng- in enn, en utanáskriftin auglýet < blað- inu. Eg segi hór frá einu hinu merk- asta sem dæmi. Eg verð að taka það hór upp eins og það kom; þýðing ein nægir ekki. Sönnunargildið minkar, ef frumskeytið er eigi athugað. 12. a p r í 1, kl. 2,45 f. h. To Chedamiyat . . . vech : In English this for that it may be rnore easier to receive I have for this long time been wish to you to write now it is much more easier but still greatly impossible. Many there is wishing so to you to vrite. Swe . . . borg, a good and great man, is here. Says he to you sasom bevis pasannin- gen: also boyn . . . boyn must try when not so difficult. It is Michel who this to you writes by the means that are now new. (Þ. e.: Til Chedamiyat . . . vech : A ensku þetta til þess það megi verða meira auðveldara að veita þv< viðtöku. Eg hefi þenna langa tíma verið óskayður að rita. Hú er það miklu meira auðveldara, en enn þá stórlega ómögulegt. Margir er, sem óska þannig yður að rita. Swe .. . borg, góður og mikill maður, er hór. ' Hann segir sasom bevis pasanningen1), einnig Boyn . . . Boyn verður að reyna, þegar ekki svona erfitt. Það er Michel, sem þetta til yðar ritar með tækjum, sem eru nú ný). Þegar þetta skeyti kom til Light- ritstjórnarinnar, var þess til getið, að það mundi vera til serbneska greifans Chedo Miyatovich, sem kunnur er fyrir afskifti sín af rannsókn dularfullra fyrirbrigða. Honum var því sent skeytið. Hann ritaði blaðinu þegar aftur, og er bróf hans birt < blaðinu 24. april þ. á. Þýði eg hór meginkafla bréfsins. *) Þýðingin ger eftir ensku þýðing- unni. J) Hór koma sænsk orð inn í: sá- som bevis pá sanningen, þ. e. svo sem sönnun fyrir sannleikanum. ^Geis’askeytið, tekið af mr. David Wilson 12. apríl kl. 2.45 f. h., er vafa- laust orðað til m<n af anda serbnesks manns. Eg er þektur á Englandi sem »Chedo« eða »Cheddo« Miyatovitch, þar sem eg hefi að eins notað fyrri helming m<ns langa nafns »Chedomille«. En Serbar nefna mig ávalt C h e d a en ekki »Chedo«, og þar sem nú and. inn Michel ávarpar mig sem Cheda, dreg eg af þvi þá ályktun, að hann hljóti að vera andi serbnesks manns. Hann gerir enn fremur grein fyrir þvf, hvers vegna hann ávarpi mig á ensku, en það sýnir, að hann er ekki sjálfur enskur, og að hann mundi, ef öðru Wsi væri ástatt, ávarpa mig á tungumáli, sem eigi þyrfti að gera neina grein fyrir, sem só þjóðtungu okkar serbnesku. Þá er og setningaskipun hans alls ekki ensk, en algerlega serbnesk, alveg eins og ef serbneskur maður hugsaði setn- ingu fyrst með serbneskri orðaskipun, og útlegði sfðan orði til orðs á ensku. Til dæmis : Englendingar segja : »Eg óska að rita yður«, en vór Serbar segjum: »Eg óska yður að rita«; og < geislaskeytinu kemur sú serbneska orðaskipun tvisvar fyrir. Sama er að segja um síðustu setninguna: »Það er Michel, sem þetta yður ritar«. Orða- lagið er ekki rétt enska, en alveg rótt samkvæmt serbneskri orðaskipun. Fyrir þvi er eg ekki < neinum efa um, að geislaskeytið stafar frá anda serbnesks manns. Eg get eigi sagt, hver þessi »Michel« er. Eg átti ýmsa vini, sem dáið hafa þrjátíu síðustu árin, og heitið hafa nafninu Michael eða Michel. Meðan eg var < Belgrad sfðastiiðinn júnfmán- uð, frótti eg, að andi Michaels prins hefði gert vart við sig á ýmsum sambandsfundum með einum eða öðrum hætti. Bróðursonur hans, Mflan konung- ur, og bróðursonarsonur hans, Alex ander konungur, hafa oft talað við mig á sambandsfundum < Lundúnum, en Mikael prins aldrei hingað til. En eg veit hver »Boyne« er. Fyrir nokkurum árum var að eins einn mað- ur < Serbíu með því nafni. Hann kom til Belgrad frá Minnesota < Banda- rlkjunum í Vesturheimi, og eg hjálp- aði honum eins mikið og eg gat með fyrirtæki hans. Hann dó með leynd- ardómsfullum hætti, og eg lét jarða hann. Fimtán árum eftir dauða hans fekk eg bróf frá útlending, manni, sem á heima í borginni Panchova < Ung- verjalandi, og í brófinu segir hanu mér frá, að eitt kvöld hafi hann og dætur hans verið að gera tilraunir með borð; hafi þá andi einhvers »Boyne« beðið sig að skrifa mór, til þess að láta mig vita, að hann hafi verið — drepinn á eitri! Árið 1907 var eg á sambands fundi < hÚ8Í Williams T. Steads ( Wimbledon ; fyrsti framliðni maðurinn, sem manngervði sig (materialised) var Boyne, með hið einkar-fagra höfuð- lag sitt og einkennilega. Og nú er mér 3agt, fyrir tilhjálp eterbylgju nema mr. Wilsons, að »Boyn . . Boyn verði að reyna [að skrifa mór], þegar það verði ekki svona erfitt«. En hver ætli þessi »góði og mikli maður« só, sem sendi mér skeytið f þessum þremur orðum : S a s o m bevis pasanningen, og hvað þýða þessi orð? Þau eru ekki serb neska og ekki neitt það Norðurálfu- tungumál, sem eg þekki«. Vilja ekki þeir, sem líklegast telja, að skeytin sóu runnin úr undir- vitund annara, skýra fyrir oss, hvernig á þessu skeyti stendur? Næst liggur að ætla, að það só runnið úr undir- vitund greifans, því að hann þekti bæði Michael og Boyne, og þaðan hefði þá serbneska orðalagið á enskunni líka verið runnið, þótt dagvitund greifans kunni ágætlega ensku. En hvað er þá undirvitund hans að flækjast með Swedenborg og móðurmál hans, sem dagvitundin veit ekkert um ? Mr. Wilson virðist hafa eitthvað fyrir sór < þvf, að »síður óverjandi« só hin skýr- ingin. En það er margt fleira undarlegt við skeytin og erfitt viðfangs, ef skýra á þau að öllu leyti út frá undirvit- undar-kenningunni. Einn af þeim, er skeyti sendir, nefn- ir sig Jonquill. Hann er áleitinu mjög, og mr. Wilson verður oft að slíta sam- sambandinu, til að losna við hann, eða þá kveikja ljós — þá dofnar mátt- ur haus. í skeytum sínum reynir hann að gera háð að sumum hinum og notar ýms óvirðuleg orð. Hann endar eitt skeyti sitt á orðunum : »Hail I.uxhalle! Luxballe!« Tekur ritstjóri blaðsins það fram, að hvorki mr. Wilson né hann skilji, við hvað hann eigi með þvf. Mór hefir komið til hugar, að með því só hann að hæðast að vólinni og nefni hana ljóshöll (af latn. orðinu 1 u x = Ijós, og þýzka orðinu H a 11 e = höll): Heill þér Ijóshöll! Ijóshöll! — auðvitað þá sagt < háði um þessa litlu byrjun. Þá snúast önnurskeytin um það, að vara mr. Wilson við tilraunum þessum, þv< að það só aumkunarvert að sjá, hve mjög sumir hinumegin ofreyni sig á þvf, að reyna að senda skeyti, því að þráin só svo óumræðileg, og ókyrð- in og lætin, sem af þessu stafi, verði svo mikil. Mr. Wilson neitar auðvitað að taka nokkurt tillit til þeirrar viðvörunar; telur slfkt sprottið frá hugsun þeirra, sem ávalt sóu hræddir við nýjar fram- farir og vilji hefta þær. Þeir, sem að mun hafa fengist við rannsókn dularfullra fyrirbrigða, kann. ast ofurvel við vitsmunaöfl, sem hegða sér lfkt og Jonquill. Nægir < þv( efni að minna á greinar þær, er prófessor Guðmundur Hannesson skrifaði < »Norð- urland« hér um árið og nefudi »í Svartaskóla«. Um öll þau skeyti, sem stíluð hafa verið til ákveðinna manna, er hafst hefir upp á, er það að segja, að við- takendurnir hafa kannast bæði við efnið < þeim og nafnið, sem undir var ritað. Ein kona hefir fengið fjögur skeyti. Kveður hún þau færa sór öfluga sönn- un fyrir því, að þau sóu úr öðrura heimi, og jafnframt fyrir framhaldi Kfsins eftir dauðann. Hún geti ekki birt efni þeirra, af þv< að það só einka mál. En enginn hafi vitað þetta, sem um só að ræða, nema sá, sem hót því nafni, er undir skeytunum standi. Hún kveðst hafa haft mikla huggun af skeyt- unum, Eitt af skeytunum er svona: »Til . . . Charles King . . . frá David . . . Ramsay . . . Kalonan, f nánd við Petersham, N. S. W. Fyrir fjörutíu og fjórum árum dæmdi eg yður rang- lega. Eg hefi verið að vona, og vona enn, að einhvern tíma fáið þór að vita þetta«. Stundum virðast margir vera að gera tilraun < einu, án þess að vita hver af öðrum, og þá verða skeytin tómur ruglingur. í einu skeytinu er kvartað sáran undan þvf, hvernig á þv< geti staðið, að aðfaranótt hins 26. marz hafi alls eigi tekist að senda neitt skeyti, en nú só það aftur auðvelt. En mr. Wilson segir frá þvf, að aðfaranótt hins 26. marz hafi hann verið önnum kafinn < að taka skeyti frá »Egiptun- um«; en þeir, sem kvarta, eru alt aðrir, og þeir spyrjast fyrir um, hvernig á þessu standi. Yms dæmi þessu Kk koma fyrir við miðilssambandið, einkum hjá radda- miðlunum. Ný rödd grfpur stundum fram < samtalið, og er sem hún hafi ekki hugmynd um, að annar er að tala. Slíkt kom oftar en einu sinni fyrir á fundum Tilraunafólagsins hór ( Reykjavík. En ’stjóruandinn’ gat stundum greitt úr þeim ruglingi. Vegna þess, hve nóttin er stutt sum- armánuðina á Englandi, býst mr. Wil- son ekki við að geta gert verulegar tilraunir með vél sfna fyr en < septem- ber. Það er ein tegund erfiðleikanna, að ljósið tálmar á sumrin, þegar loftið er hreinast. Þegar næturmyrkrið kemur með haustinu, versna skilyrðin < loft- inu. Mr. Wilson hugsar nú mest um að bæta og fullkomna vóliná, og ráðgerir að sýna hana öllum almenningi, ef það takist. En hvort úr þessari »litlu byrjun« verði 1 j ó s h ö 11 — um það er engu vert að spá að svo stöddu. Hitt þarf eigi að efa, að framhald lífsins sannast svo með tíð og tlma, að allir kannast við það, og verður komandi kynslóðum algert þekkingaratriði, en eigi trúar- atrið.i eiugöngu. Har. Níelsson. ----- ------------------ Símfregnir. Isafirði 31. maí. Bezta veður hér nú. Var hvast og hráslagalegt í morgurj, en nú sólskin og bliðviðri. Enginn is hér, — hefir ekki sézt lengi. Borðeyri 31. maí. Hafísinn landfastur við Horn^ Grenjandi hríð var hér i gær, en í dag hefir verið sunnanvindur og ís- inn rekið frá landi. Er nú engan is héðan að sjá og ekki austur með landi, en eitthvert hrafl kvað vera við Steingrímsfjörð. Mótorbátur kom hingað í dag noiðan frá Gjögri og sagði hann engan ís meðfram landinu. Er nú svo að sjá sem ísinn sé að reka frá landinu og hefir það ekki verið nema mjó spöng, eða er nú. Hákarlaskip frá Eyjafirði urðu að hröklast hingað inn á Húnaflóa und- an isnum, enda hakL þau sig fast við hann, en nú koma fregnir af þvi að þau séu langt út af Skaga. »ísafold« var á Hofsós i dag, ætl- aði þaðan til Sauðárkróks, og kem- ur hingað á morgun eða hinn daginn. Pollux og Flora voru á Eyjafitði i dag — nokkur ís sagður þar, þó eigi nema hrafl, sem hægt er að sigla í gegn um. Aður en sunnanáttin kom var hver fjörður fullur af ís hér, Stein- grimsfjörður, Miðfjörður og Bitru- fjörður. Heilsufar gott hér um slóðir. Þó' hefir lungnabólga stungið sér allvíða: niður í vetur og vor. Sauðburður gengur ágætlega. Hefir ekki komið hér jafngott vor sem nú í mörg ár. Var auð jörð upp- undir fjallabrúnir áður en þetta hret kom, en nú hefir snjóað víða. Var alhvít jörð á Sauðárkrók i gær og viðar. Nú er sagt að ísinn sé ro milur undan Straumnesi. Akureyri í morqun. Hafísinn enn um allan Eyjafjörð,, alla leið inn á poll. Pollux og Flora liggja hér og: komast hvergi. Yestnr-íslendmga-annáll. Thomas H. Johnson orðinn ráð- herra. Þau tíðindi bárust hingað með síðustu vestanblöðum, að ihalds- stjórn Roblins i Manitoba væri fall- inn, en við tekin frjálslynd stjórn undir forustu Norris. I þessu nýja frjálslynda ráðuneyti hefir annað helzta ráðherraembættið en yfirráðherrans verið falið íslend- ingi. Thomas FI. Johnson lögmanni. Er hann mannvirkjaráðherra i Norris- stjórninni. Thomas H. Johnson er fyrsti íslendingurinn, er til slíks veg hefir hafist vestan hafs. Hann hefir um mörg ár verið einm af leiðtogum frjálslynda flokks- ins i Manitoba og við síðustu kosn- ingar — í sumar — snerist aðaf kosningavinna Roblins-stjórnarinnar um að steypa honum. Thomas H. fohnson er maður háiffimtugur, Þingeyingur að ætt, þrímenningur við Jón prófessor Helgason. Fluttist vestur á 9. ári. Johnson hefir jafnan borið hlýjan hug til íslands og sýnt það á ýmsa lund t. d., er Eimskipafélagsmálið var á döfinni. Fallinn Vestur-lslendingur. í or- ustunni við Ypres þ. 22.—25. apríl særðist einn hinn vestur-íslenzku hermánna, Maodal Hermannsson frá Seyðisfirði, svo mjög, að hann lézt fáum dögum síðar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.