Ísafold - 03.07.1915, Síða 1

Ísafold - 03.07.1915, Síða 1
i------------------------ : Kemur út tvisvar i vikn. Verö árg. 4 kr., erlondis 5 kr. eða l'/t dollar; borg- ist fyrir miöjan júlí erlendis fyrirfram. Lansasala ö a. eint. Ud Uppsögn (skrifl.) bnndin við árarnót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi sknld- laus við blaðið. XLII. árg. Reykjavik, laugardaginn 3. jiili 1915. 49. tölublað Þingmálafundur verður haldinn sunnudaginn 4. þ. m. i Barnaskólagarðinum. Fundurinn hefst kl. 3 síðdegis. Reykjavík 1. júlí 1915. Jón Magnússon. Sveinn Björnsson. AÍ^.ÝÖufél.bókasafn Templaras. 8 kJ. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11-8 BrojarfógetaBkrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Brojargjaldkerinn LaufAsv. 5 kl. 12—3 og > tslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 si^O. Alm. fundir fid. og ad. 8*/» siöd. Landakotakirbja. Öu7>8þj. 9 og 6 á helpum Landftkotaspítali f. sjákravitj. 11—1. Xiandsbankinn 10—3. Bankaatj. 10—12. Landabókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landabúnaðarfélagaskrifatofan opin frá 12—2 Landaféliir?)ir 10—2 og 5—6. Xiandaakialaaafniö hvern virkan dag kl. 12—2 LandssÍTninn opinn daglangt (8—9) virka dnga helga daga 10—12 og 4—7. NAttúrugripaaafnið opió l1/*—2l/a á sunnud. PóathÚ3Í7) opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1. flamábyrgó Islanda 12—2 og 4—6 ;Stjórnarráðsskriffttofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Heykjavikur Pósth.3 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga dapa 10—9. Vífilstabahœlib. Heimsóknartími 12—1 I>jó5menja8afin71 opið sd., þd. fmd. 12—2 I*orst. Þorsteinsson yfirdómslögm. MiÖstrati 4 uppi. Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 315. Birtingin í ,lngólfi‘. Þegar menn lofa einhverju •sæmilegu og löglegu, þá hefir það hingað til þótt jafnsjálfsagt að efna slíkt heit. Hitt hefir jafn- .an þótt ódrengskapur og jafnyel fúlmenska að rjúfa orð sín. Ef maður lofar að þegja yfir ein- hverju t. d. og segir svo frá því án þess að vera leystur undan þagnarskyldu sinni, þá þykir hann •drengur að verri. Og þetta gildir, enda þótt um lítilsverð einkamál só áð tefla. Og ódrengskapurinn og svívirð- inginn er því meiri sem málefnið ■er mikilsverðara. Megi eigi treysta svo dreng- skap manna að þeir efni loforð síri, er þeir taka á sig þagnar- skyldu sem annað, þá verður alt samlíf, öll skifti manna gerð ó- möguleg, öll tiltrú hverfur, og þjóðin mundi verða að villiþjóð. Engin önnur þjóð mundi telja unt að hafa skifti við hana. Vitanlega er altaf maður og maður, sem einskis virða loforð sín. En venjulega eru slíkt óvald ir menn, og þeir eru mjög fáir, sem betur fer. Og þeim mönn- um er til einskis trúað og sæta almennri fyrirlitningu að verð- leikum. — Þegar þrimenningarnir svo nefndu komu heim úr för sinni, þeirri, er þeir fóru til Khafnar að orðsendingu konungs í vetur, höfðu þeir meðferðis, sem kunn- ugt er, bráðabirgðatillögur um það, er segja ^kyldi í ríkisráði, þegar stjórnarskrá vor yrði stað- fest þar. I tillögum þessum eða uppkasti voru m. a. orð þau, er hugsað var að konungur vor mundi segja, þegar staðfesting stjórnarskrárinnar færi fram, ef samkomulag fengist um það mál. Frá þessum tillögum var alls ekki gengið. Búast mátti við að breytingar yrðu á þeim, alveg eins og á daginn er komið. Bæði þessa vegna og svo hins, að í þessu skjali voru orð, sem ætlast var til að konungur mundisegja, var svo tilskilið, að uppkastið yrði eigi birt opinberlega án leyfis konungs. Aðeins var leyfilegt að sýna það þingmönnum 0g flokks- stjórn. Þrímenningarnir sýndu tillög- urnar líka flokksstjórn Sjálfstæðis- flokksins og þingmönnum úr hon- um, þeim er til náðist, er þeir komu frá Khöfn. Þrímenningarnir skýra frá leyndarskyldu sinni. Allir þeir, er tillögurnar sáu, þar á meðal B. Kr., B. Sv., Bj. J., Sk. Th. og S. Egg., undirgengust þagnarskylduna. Og það lof- orð þeirra var meira að segja bókað í gjörðabók flokksstjórnar- innar. Þegar útséð. virtist um það, að samkomulag gæti orðið um málið, þá sögðu að minsta kosti sumir þrímenninganna þegar í stað, að þeir mundu eigi beygja sig fyrir ofsa þeirra Bjarna og félaga hans. Þeir Bjarni tóku nú að skora á þrímenningana að birta tillögurnar. Sjálfir voru þeir víst enn eigi svo langt leidd- ir, að þeir fyrirlitu þagnarloforð sjálfra sin. Að minsta kosti vildi Bjarni Jónsson ekki sjálfur á fundi í K. F. U. M. gera það, sem hann skoraði á þrímenning- ana að gera, þ. e. rjúfa þagnar- skylduna. Tveimur þingmönnum, Sigurði Eggerz og Birni Kristjánssyni, var lánað skjalið, sem uppástung- urnar voru á. Hefðu þeir getað afritað það, ef þeir hefðu viljað. Ráðherraskifti urðu 4. maí. Sagði ráðherra þegar, að hann mundi fara sínu fram um aðgerð- ir sínar í stjórnarskrármálinu, þrátt fyrir ofsa þeirra Bjarna Jónssonar. Samt sem áður sáu þeir þá eigi ástæðu til að rjúfa þagnarheit sitt, Svo að eigi get- ur birtingin verið af misskilinni umhyggju fyrir ættjörðinni. Það er fyrst 6. júní að Ingólf- ur birtir tillögurnar og þessir herrar sem að honum standa. Birtingin er gerð með ráði allra sjálfstæðisþingmanna í Reykjavik þ. e. Bjarna, Benedikts, Sk. Th., Sig. Egg.1) og B. Kr. Það er enn fremur hylzt til þess að birta til- lögurnar eftir að ráðherra er far- inn til Khafnar, til þess að geta komist sem laumulegast aftan að honum. Loforðasvik þeirra félaga mælt- ist feikilega illa fyrir hér á landi. Hver einasti ósvikinn ærumaður fordæmdi hana, hverri stjórnmála- stefnu sem hann fylgdi. Sjálfir sýnast heiðursmennirnir, sem svikin frömdu, jafnvel hafa stór- skammast sín fyrir þau. Tveir þeirra, Sig. Eggerz og B. Kr., hafa neitað því, að þ e i r hafi lagt til eftirritið af skjalinu eða látið birta það. Þetta hefðu þeir eigi gert, ef þeir hefðu talið það drengskaparbragð við þjóðina eða saklaust. Allir eru þeir fimm (Bj. J., B. Sv., Sk. Tli., Bj. Kr. og S. Egg.) samsekir um bírtinguna, því að Ingólfur segir hana gerða með »samhuga ráði þeirra allra«. Og hvað hafa þeir svo hugsað sér að vinna með birtingunni? Eigi er hugsanlegt að hún hafi verið gerð í fálmi út í loftið. Ætla má, að sumir þessara manna að minsta kosti hafi haft ákveð- inn tilgang með henni, þó að sumir kunni að hafa leiðst út í óhæfuna af athugaleysi. T. d. er ólíklegt um svo roskna menn og ráðsetta sem B. Kr., Sk. Th. að þeim hafi eigi verið ljóst, í hvaða skyni þeir birtu tillögurnar. En hver gat þá tilgangurinn verið? Svo vel máttu þeir þekkja ís- lenzku þjóðina, að eigi mundi hún telja sig að bætta, þótt þess- ir fulltrúar hennar á löggjafar- þingi hennar gerðu sig bera að ódrengskap. Þeir hlutu að gera sér það í hugarlund, að hún mundi telja sér líka gerða vanvirðu með athæfi þeirra, Hún hlaut að láta sér detta í hug, að svo kynni að verða litið á sem þessir fulltrúar hennar væru spegill sjálfrar henn- ar, að menn héldu, að íslenzkir kjósendur væru samvaldir svik- arar úr því að fulltrúar á lög- gjafarþíngi hennar létu sér sæma þá óhæfu að rjúfa drengskapar- heit sitt. Ekki gátu þeir heldur búist við þvi, að heitrof þeirra hefði nokk- urn árangur um úrslit málsins hér á landi. Til þess sviku þeir loforð sín of seint. Ekki gátu þeir heldur búist við því, að svik þeirra gætu ork- að því, aö ráðherra mundi eigi þrátt fyrir þau reyna að koma stjórnarskrármálinu fram. Hann var að vísu óviðbúinn ódreng- skaparbragði þeirra, en hann hafði margsagt þeim, að halda mundi hann málinu fram, hvern- ig sem þeir ærsluðust. Og það hefir hann líka, góðu heilli, gert. Að Sig. Eggerz er hér talinn númeri með hinum kemur til af því, að enn hefir hann með engu móti fengist til að afneita birting- unni, svo sem þó væri skylda hans, vilji hann eigi skoðast sam- sekur. Úr því að mennirnir gátu ekki vænst þess, að svik þeirra hefðu önnur áhrif hér á landi en að afla heitrofunum sjálfum fyrirlitn- ingar góðra manna, og úr því að þeir gátu eigi húist við því, að þau hefðu áhrif á ráðherra í aá átt, að hann héldi málinu fram, hver gat þá tilgangurinn verið? Tilgangurinn er auðsær. Fimniið (þeir Bj. Sk., Ben., B. Kr. og S. Egg.) hljóta að hafa átið sér hugkvæmast að þetta drengskaparbragð þeirra væri vel fallið til að setja stjórnarskrár- málið í strand hjá konungi. Þeir hafa búist við því, að konungur, sem auðvitað frétti þegar um sómastrik þeirra, mundi snúa við blaðinu, og ekkert vilja eiga við málið, úr því að við slíka menn væri um að eiga sem íslending- ar sýndu sig vera, er þeir gengju á gefin lieit. Og ef svo færi, að konungur kipti alveg að sér höndinni, þá væri alt fengið, sem þeir vildu: Stjórnarskráin var dauð og fán- inn ófenginn. Þetta hefði auðvitað verið það bezta í þeirra augum. Um af- leiðingar þess fyrir landið hugs- uðu þeir auðvitað minna. Það næst bezta hefði fyrir þeira sjónum verið það, ef birtingin hefði getað valdið því, að þær umbætur á bráðabirgðatillögunum, sem þeir vissu að ráðherra ætl- aði að fara fram á, fengist ekki. Þeir hafa sniðuglega reiknað það út, að sagt mundi verða sem svo í Khöfn : »Ef þið ( o: íslending- ar) fáið endurbætur þær, er þið biðjið um, þá sætir það ákúrum hér í Danmörk, af því að hér hafi verið gefið eftir. Menn hér bera saman bráðabirgðatillögurn- ar eins og þær eru birtar í Ing- ólfi, og umræðurnar í rikisráði, eins og þær verða að lokum, sjá muninn og kenna svo núverandi stjórn um, að hún hafi eigi gætt þess réttar, sem Danir þykjast eiga«. Þetta gat aftur leitt til þess, að endurbæturnar hefði ekki fengist. Þá var tvent að gera fyrir ráð- herra. a) annaðhvort að taka eigi við staðfestingu stj.kr. og þá hefði »fimmið« líka fengið vilja sínum framgengt að drepa stjórnar- skrána. b) eða ráðherra hefði tekið við stjskr., þá var líka það unnið, þótt skilmálarnir yrðu verri en ella, að geta sakað ráðherra um, að hann hefði engar breytingar fengið á bráðabirgðatillögunum. Og þá gátu svika-brigzl þeirra og landráða orðið þvi sterkari. Og þá hefði þeim þótt auðveldara að sanna það, að réttindum lands- ins hefði verið teflt í tvísýnu eða glatað. Því að nú gengur öll viðleitni þeirra út á að reyna að sanna það. Nú er þeim um að gera að slá þvi föstu, að landið standi réttlaust eftir. Þeir horfa því eigi i það, að rjúfa heit sin og drengskaparorð, DÓtt þeir hljóti að vænta fyrir jað óvirðingar allra góðra manna, einungis til þess að drepa stjórn- arskrána, ef þess væri kostur, eða að minsta kosti að reyna að koma veg fyrir það, að hún fáist stað- fest með sem beztum kostum. Og hvaða menn eru svo þetta? Það er Sig. Eggerz, nýskropp- inn úr æðstu stöðu landsins, ráð- aerrasætinu, og nú á eftirlaunum úr landssjóði. Það er Björn Kristjánsson, for- stjóri þjóðbankans íslenzka, mað- ur í einni allra mestu trúnaðar- stöðu landsins. Það er Bjarni Jónsson frá Vogi, fyrv. viðskiftaráðunautur lands- ins og nú kennari við æðstu mentastofnun þess! Það er Skúli Thoroddsen, fyrv. sýslumaður, nú á eftirlaunum úr andssjóði, endurskoðandi lands- reikninganna og ritstjóri eins stjórnmálablaðsýis! Það er loks Benedikt Sveinsson, varaforseti neðri deildar alþingis, endurskoðandi þjóðbankans is- lenzka og ritstjóri eins stjórn- málablaðsins á íslandi. Og allir eru þeir trúnaðarmenn þjóðarinnar, fulitrúar hennar á löggjafarþingi hennar! Vit og strit. Nokkrar greinar eftir Guðm. Finnbogason dr. phiJ. — 133 bls. Rvík 1915. Bókaverzlun Sigf. Eymundsaonar. Verð kr. 1,35. Bókinni skiftir höf. íþessar grein- ar: I. Sálarfræðin og vinnan. II. Vinnuvisindi. III. Orkunýting og menning. IV. Um »akta«-skrift. V. Verkamaðurinn. Allar eru greinar þessar mjög þarfar og eftirtektarverðar. AI- mennasta athygli mun þó önnur greinin vekja. Hefðu þeir gott af að læra hana, sem öll algeng verk þykjast kunna og þola þvi enga tilsögn, en vantar þó verks- vit eða verk-kunnáttu við algeng- ustu störfin, sem þeir hafa unnið að. En þetta er því miður sorg- lega alment. Er það þó engum sérstökum til ámælis sagt. Ilér er um eitt af voru þyngsta þjóð- arböli að ræða, svo að hin brýn- asta nauðsyn er til þess, að allir leggist á eitt að ráða bætur á því, og það sem allra — allra fyrst. Þörfina fyrir þessu segir höf. að »menn séu loksins farnir að skilja, einkum í Ameríku. Er það sérstaklega að þakka manni, sem heitir Frederick Winslow Taylor. . . Síðan 1889 hefir hann eingöngu gefið sig við því, að

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.