Ísafold - 03.07.1915, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.07.1915, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD hnven. Engin íkýrsla er fengin um skaða þann, er hann hefir valdið. Annarsstaðar gengur alt í snma þófinu. Viðureignin á Galiipoliskaga. London 30. jdní. F.ftirfarandi skýrsla frá Sir ]an Hamilton hershöfðingja um viður- eignina á Gallipoliskaga var birt 30. júni: Það ráð var tekið í dag, að þoka áfram vinstra heravminum fyrir suð- austan Krithia og láta hann snúast um stað nokkurn um eina milu frá sjónum og sækja fram hálfa mílu að vestanverðu til þess að ná nýjum stöðvum er sneru mót svæði því sem vér höfutu náð í austri. Bardaginn byrjaði kl. 9 að morgni með ákafri skothrið frá hinum stóru fallbyssum Frakka og Breta, en síð- an tóku léttari fallbyssurnar við. í skothriðinni voru margar af gaddavírs- girðingum óvinanna eyðilagðar. Kl. io.4B náðum vér tyrknesku vigi hjá Saghir Dere með áhlaupi. Það hafði lengi gert oss skráveifur. Stórskotahríðin stóð er.n góða stund, en síðan réðst fótgönguliðið fram og tók þrjár skotgrafaraðir fyrir vestan Sajhir Dere. Fyrir austan gjána náðum vér tveim skotgrafa- röðum, en lið vort gat ekki komist lengra áfram hægra megin vegna þess að Tyrkir veittu þar drengilegt viðnám. Klukkan 11,30 höfðum vér náð því svæði sem vér ætluðum oss og búist þar fyrir. En Gurkha sveitir sóttu enn þá lengra fram og náðu á sitt vald hæð fyrir vestm Krithia. Sú hæð hefir rriikla hernaðarlega þýðingu. Höfðum vér þá þokað lið- inu fram um 1000 metra. Vér gerð- um áhiaup á skotgrafiinar til hægri síðari hluta dagsins, en tókst ekki að hrekja óvinina úr skotgryfjunum. Þeir höfðu þar margar vélbvssur og fallbyssur til varnar. Um nóttina gerðu Tyrkir gagn- áhlaup en þeim var hrundið Vér höfum náð því svæði sem vér ætluðum oss að undanteknum þeim eina stað, sem fyr er áminst og auk þess komið vinstra herarm- inum míklu lengra áfram en gert var ráð fyrir i fyrstu. Viöureignin í Austur Afríku. London 1. júlí. Svohljóðandi opinber tilkynning var birt 1. júlí: Nú eru komnar nánari fregnir um viðureignina fyrir vestan Viktoria Nyanza vatnið. Aðaláformið var að ráðast á Bukoba bæði frá landi og frá vatninu. Landliðið fór fyrst af stað frá Kagera-fljótinu 30 mílur frá Bukoba og þurfti að sækja fram yfir fen og flóa. Hitt liðið varð að fara á gufuskipum frá Kisumu þvert yfir vatnið, 340 mílur. Það þarf á góðri stjórn að halda í slíkum leíðangursferðum, enda reyndist og svo í þetta sinn og tókst árásin þ. 22. júní ágætlega. Óvinirnir veittu drengilegt viðnám, enda höfðu þeir fengið liðsauka; einkum börðust Arabar hraustlega. Að lokum brast flótti í lið óvinanna og flýðu þeir þá óðfluga. í húsi yfirforingja Þjóðverja fundu menn herfána Múhamedsmanna. Sá fáni var saumaður í Norðurálfunni. Engar skemdir urðu í bænum nema á þeim húsum sem viggirt voru og á öðrum varnarvirkjum. Lord Kitchener símaði til Tighe hershöfðingja, sem stjórnar liði Breta í Austur-Afríku, og óskaði honum til hamingju með sigurinn og bað hann færa Stewart undirhershöfðingja og liði hnns þakkir fyrir þann þiit, sem það átti í sigrinum. Erl. slmfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, I. júli Þjóðverjar og Austurrikismenn hafa vaðið inn í Kússland norðan við Lemberg. Svartfellingar hafa tekið Skutari. Rússneska þingið (duman) hefir verið kvatt saman. Fregnin um það, að ítalir ætli að taka þitt í herferðinni gegn Tyrkj- um, er enn eigi staðfest opinbeilega. Kaupmannahöfn 2. júlí. ítilir he j i sókn hjá Insonzo. Þýzkur tunduibátaspillir hefir sokkið. Rússar hörfa undan í Galiz'u og Suður Póllandi. Kaupm.höfn, 3. júli. Áhlaupum Ilala hjá Isonzo hrundið. Sjóorusta hefir staðið hjá Gotlandi (milli Þjóðverja og Rússa) en mslit hennar ókunn. Bretum miðar áfram hji Hellu- sundi. Bókarfregn. Iðunn, hin nýja, er komin, 1. bindið. Fer vel úr hlaði. Efni margbreytr, lipurt og létt. Guðm. Geðmundsson skáld ríður á vaðið íheftinu mð sumailjóð þau, er leikin voru í Iðnaðarmannahúsinu á sumardaginn fyrsta. Þýðingar eru þar eítir Agúst H. Bjarnason og Einar Hjörleifsson. Auk þess ritar Agúst tvær frumlegar ritgerðar: »Lífið liðandi stund« og »Heims- myndin nýja«. fón Ólafsson byrjar á »Endurminningum æfintýramanns* og ritar og um fleira. Kvæði er þar eftir fakob Thorarensen, ritfregn- ir eftir Ágúst og Jón o. s frv. Skósmiður. A Hellissandi undir Jökli er eng- inn skósmiður, en nægileg atvinna væri þar fyrir 1 skósmið. Væri þvi æskilegt ef einhver, sem þann starfa stundar, og er vel að sér í iðn sinni flytti þangað Bezt að hann gæti stundað sjó ef þyrfti. Til þess að fyrirbyggja að fleiri en 1 skósmiður flytti á Sand, geta lysthafendur snúið sér til Daniels Bergmann verzlunarstjóra þar, sem fúslega gefur upplýsingar. Nýtfzku dans! Ef nógu margir þátttakendur gefa sig fram, kennir undirritaður nýtízku dans i Reykjavík í sumar, svo sem Boston parisien, One Step, Fishwalk. Leblond. (Fullnuma í París og dansskóla pre- mier-lautinants Svaes í Kristianíu). Listi liggur frammi i Bókverzlun ísafoldar. Aggerbecks Irissápa or óvUt.i«inanleg» gó® fyrir hiiftina. Uppihald allra kvenna. Bezta ftarnasápa. Bfftjift kanp- menn yftar nm haca. Brúkuð góð skilvinda til sölu fyrir hálfvirði. Semja má við söðlasmið Markús Þorsteinsson Frakka- stíg 9. ísafold. Nýir kaupendur að 41. árgangi ísafoldar (1915) fá i kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði árgangsins (4 kr.) 2 af neðantöldum 3 bókum eftir frjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (éoohls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Heljargreipar (280 bls.) eftir Conan Doyle. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Björns heit. Jónssonar. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins í afgreiðslunni. A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismera blað landsins, pai blaðið, sem ei%i ei hœi’t án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með í því, er gerist utan- lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmcntum og listum Talsími 48. Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið í fri merkjum. ísafold er -blaða bezt. ísafold er fréttaflest. ísafold er lesin mest. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Lítið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. Æskan barnablað með myndum. Afgreiðslustofa: Pappírs & ritfanga- verzlunin á Lauqavegi 19 Reykjavík. P. O. Box 12. Talsími J04. Elzta, bezta, ódýrasta og útbreidd- asta barnablað á íslandi. Kostar 1 kr. 20 au. árg. 12 blöð (8 siður hvert) og auk þess tvöfalt jólablað skraut- prentað. Nýir kaupendur og útsölu- menn fá sérstök hlunnindi. The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússnesfear og ítalsfear fisfeilínur og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við, og þá fáið þér það sem bezt er. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. á hvítri og misSitri vorull I Verzi. VON, Laugavegi 55. Hall’al DÍ8temper & Greneral Parpose Varnish að eim húið fil hjá: SISSONS BHOTHERS & Co. LTD., Hull & Lonúon. Um boðsmann okkar, hr. Kr. O. Skaitfjörft, verðnr að hitta I Reykjavlk eða á Patreksfirði, sumarlangt; hanu lætnr í té fullar upplýsingar. BER SEM GULL AF EIR AF ÖLLUM VEGGJAFÖREUM. — Að fegurð - af þvl að hús- gögn og inymlir koma svo greini- l»ga fram við hið hreinlega & hlýlega útlit hans. A ð li a 1 d i - af þvi að hann setnr grjúti-harða húð á vegg- ina ocr þá má hreinsa með þvf að þvo léttilega úr volgu vatni. Að hreinlæti - af því að hann drepur allar bakteríur og skaðleg skordýr. Borinn á með hreiðnm pensli, sérstaklega þar til gerðnm. — Sparar 40°/a af vinnukostn., miðað við olíufarfa. SlSSONS' ENERALj|luRPOSE ÍVRNISH Þett.a lakk (gljá- kvoða) er með lágu vetði en að haldi og útliti er það frekast sem lakk getur orð- ið. Það epriogur ekki í sterkasta sólarhita né i harð- asta frosti, og er jafn gljáandi í rign- ingn sem i þuiru veðri. Það er hald- gott og fljótlegt íð þvo og jafn hentugt utanhúss sem innan. Fæst hjá Verz!. Björn Kristjánsson og Slippfélaginu í Reykjavík og Sigf. kaup'm. Bergmann í Hafnarfirði. Bændur! Biðjið kaupmann yðar um hið á<æta Mc. Dougalls baðlyf fri A. Gudmundsson, 2 Commercial-Street Lækjargötu 4 Leith. Reykjavík. (Talsími 282, Pósthólf 132). Sá sem einu sinni hefir notað þetta fjárbað, vill ekki annað upp frá því. TJímanak 1915 ftjrir ísíenzka fiskimenn fæsí fjjá Þóksöíum. M i n n i ngarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð: 1.50.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.