Ísafold - 10.07.1915, Síða 1

Ísafold - 10.07.1915, Síða 1
; Kemur út tvisvar ‘ i viku. Yerð árg. 4 kr., erlendis 6 kr. eða l‘/j dollar; borg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. XLII. árg. ísafoldarprentsmiðja Rítstjóri: ÓlHfur BjörnsSDn. Talsimi nr. 455 Reykjavik, laugardaginn 10. júli 1915. Uppsögn (skrifL) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og kaupandi skuld- laus við blaðið. 1 ■; ■" vr -a 51. tölublað U nglingaskólinn á Sauðárkróki. Skólaárið frá 1. nóv. til 1. mai. Kenslustundir á dag 4—5. Kenslugjald fyrir reglulega nemendur 15 kr. yfir skólaárið. Sem óreglulegir nemendur geta menn notið kenslu í einstökum greinum, fleiri eða færri. — Skólinn tekur sem nemendur bæði pilta og stúlkur. — Umsækjendur snúi sér til undirritaðs er gefur nánari upplýsingar um skólann. Sauðárkróki 1. júlí 1915. Jön Þ. Björnsson. Alþýftufól.bófeaB&in Templaras. 8 kl. 7—9 BorgaratjóraskrifBtofan opin virka daga 11—8 .Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 6- íálandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 síöó. Alm. fundir fid. og sd. 81/* siÖd. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 6 á helgum !Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. liandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og B—6. Landsskialasafniö hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—!2 og 4—7. Náttúrugripasafniö opiö l1/*—21/* á sunnnd. Póst-húsiö opiö virka d. 9—7, sunnnd. 9—1. 'Samábyrgö Islands 12—2 og 4—6 •Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíkur Pósth. 8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1 Þjóömenjasafnið opiÖ sd., þd. fmd. 12—2 I»orst. t»orsteinsson yfirdómslöorri. Miðitrœti 4 uppi. Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 515. Horfur á þingi. Það er nú bert orðið, eins og -vænta mátti, að mikill meiri hluti alþingis er ánægður með þá lausn stjórnarskrármálsins, sem fengin er. Þversum-mennirnir á þinginu freist- uðu þess að afla fylgi vantraustsyfir- lýsing á ráðherra E. A. En svo lítið reyndist fylgið í þvi efni, að fengið mundi hún 7 atkvæði í hæsta lagi í öllu þinginu, ef komið hefði fram. Frá því ráði urðu þeir þess vegna fljótlega að hverfa. Þá tóku þeir það ráð að fitja upp á eftirvara við fyrirvarann, er í sér fól grímuklætt vantraust til ráðherra og þeirra manna, er stutt hafa hann til að bjarga stjórnarskiánni. Þessi eftirvari hljóðaði á þessa leið: 'óAlpinoi ályktar að lýsa yfir pví, að pað telur si% óbundið af öðrmn skilmálutn jyrir staðfestinq stjórnar- skrárinnar en peim, sem jelast i fyr- irvara alpingis 19141. Var það eðlilegt og sjálfsagt, að ráðherra og þeir, sem á sama máli eru, vildu eigi ganga að þessarri þingsályktun, sem í sér felur óbeina játning þess, að fyrirvaranum sé eigi fullnægt með staðfestingarskilmálun- um Itarlegar tilraunir voru til þess gerðar að fá komið tillögu þessari i slikt horf, að aðgengileg væri fyrir ráðherra. En 8 menn í hinum eig- inlega Sjálfstæðisflokki héldu fast við þetta grímuklædda vantraustsform á tillögunni. Út af þessu hefir nú Sjálfstæðis- flokkurinn á þingi klofnað. Mun sá klofningur engum koma á óvart eftir hamsleysisaðfarir /ng ólfsmanna í alt vor og hið óafsakan- lega ódrengskaparbragð, er beitt var gegn gömlum samherjum með birt- ingunni alræmdu á trúnaðarmáli frá konungi. Það var vitanlegt fyrirfram að þrí- menningarnir og heitrofarnir gætu enga samvinnu átt, ekki staðið í flokki saman. Skal það fúslega játað af oss, að vér hörmum sízt, að opin- ber klofningur er orðinn milli peirra. Um flokkaskiftinguna í þinginu verður ella eigi sagt mikið að svo stöddu. Svo lítið mun um hana ráð- ið enn til fullnustu. Sennilega verða flokkarnir 4 eða 5: Heimastjórnar- flokkur, sjálfstæðisflokkur, þversum- mannaflokkur, bændaflokkur og utan- flokkaflokkur, en hve margir verða í hverjum flokki er eigi hægt að segja sem stendur. Eitt er þó víst, að athafnir þrímenninganna, lausn ráðherra á stjórnarskrármálinu og fánamálinu, stefna sú, sem þetta blað hefir stutt eindregið, hefir stór- mikinn meirihluta á alþingi, en Ing- ólfsstefnan nauðalítið fylgi. Og er þessi skipun málanna auðvitað í sam- ræmi við þjóðarviljann, svo afskap- lega fylgislausir sem þversummenn- irnir áreiðanlega eru með þjóðinni. Vonandi fet svo á þinginu, að allir þeir Sjálfstæðismenn, sem eigi vilja ófrjótt rifrildi eitt um keisarans skegg, svo sem verið hefir bragur þversum-manna, taki sem bezt hönd- um saman tii þess að vinna að framgangi nauðsynlegra og heilla- ríkra innanlandsmála, og láti deilu- málin út á við og þversumrifrildis- moldrykið liggja í láginni. Kvenfólkið fagnar fengnum réttindum Það var myndarleg hátíð, sem kvenfólkið efndi til þingsetningar- daginn til þess að fagna hinni nýju stjórnarskrá, er veitir þvi svo miklar réttarbætur. — Kl. 4 um daginn safnaðist mikill og friður hópur kvenna í Barnaskólagarðinum. Það- an var gengið í skrúðgöngu um Lækjargötu, Austurstræti og Póst- hússtræti. í fararbroddi var falleg barnafylking og hafði hvert barn lít- inn, íslenzkan fána í hendi. Þegar hópurinn var allur kominn inn á Austurvöll, gekk forstöðunefnd- in, þær frk. Ingibjörg H. Bjarnason, frúrnar Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Elin Stephensen, Kristin V. Jacobson og Þórunn Jónassen á fund alþingis. í neðrideildarsalnum höfðu allir alþ.m. skipað sér í fylking til beggja handa forsetastólnum. Forseti sameinaðs alþingis, síra Kristinn prófastur Danielsson, bauð sendinefndina velkomna. Orð fyrir henni hafði frk. Ingibjörg H. Bjarna- son. Las hún upp svofelt ávarp til alpingis: »A þessum mikilvægu tímamótum, þegar hið háa alþingi kemur saman í fyrsta sinni eftir að íslenzkar kon- ur hafa með nýjum stjórnarskrár- breytingum öðlast full stjórnmálaleg réttindi, þá hafa konur Reykjavíkur- bæjar óskað að votta hinu háa Al- þingi og hæztvirtum ráðherra vorum gleði vora og þakklæti fyrir þau mikilsverðu réttindi, sem stjórnar- skráin veitir íslenzkum konum. Vér könnumst fyllilega við það frjálslyndi og réttlæti, sem hið háa Alþingi hefir sýnt í mörgum og mikilsverð- um réttarbótum nú á síðari arum, íslenzkum konum til handa, sem jafnan hafa verið samþyktar af mikl- um meirihluta allra hinna politísku flokka þingsins. Vér vitum vel, að auknum rétt- indum fylgja auknar skyldur. En vér tökum móti hvorutveggja með gleði. Vér vitum og skiljum að kosningaréttur til alþingis og kjör- gengi, er lykillinn að löggjafarvaldi landsins, sem á að fjalla um hags- muni allrar þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Vér trúum því að fósturjörðin — stóra heimilið vor allra, þarfnist starfskrafta allra sinna bama, jafnt kvenna sem karla, eins og einka- heimilin þarfnast starfskrafta alls heimilisfólksins, og vér trúum því, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóð- ar, eins og á einkaheimilum. Vér vonum einlæglega að hin nýja samvinna vor með bræðrum vorum á komandi timum i lands- málum verði þjóðinni til heilla.« Ávarp þetta var skrautritað og ut- an um það dýrindis mappa úr sktnni með íslerizka fánanum framan á. Forseti þakkaði nokkurum orðum fyrir alþingis hönd og ráðherra fyrir sína hönd. Varaforseti samein. þings, síra Sig. Gunnarsson bað íslenzku kven- þjóðina lengi lifa og tóku þingmenn undir það með ferföldu húrrahrópi. Var þá heimsókn kvenna til alþingis lokið. Á Austurvelli var reistur ræðu- stóll og talsvert um fánaskreyting. Þegar sendinefndin var þangað komin aftur hófst söngur og ræðu- höld. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason las upp ávarpið til alþingis og sömu- leiðis skeyti til konungs. Frú Briet flutti rækilegt erindi um íslenzka kvenfrelsisbaráttu. Enn talaði frk. I. H. B. fyrir minni íslands, og að lokum söng kvenfólkið Eldgamla ísafold. Þátt-takan var mikil í kvenfagnaði þessum, og fór alt vel og myndar- lega fram. Um kvöldið kom kvenfólkið sam- an í Iðnaðarmannahúsinu, og hélt fagnaði þar áfram fram á nótt. Eimskipafélagið. Goðafoss kemur. Þessa dagana hafa bæði skip félags- ins »Gullfoss« og »Goðafoss« verið hér við land. Munaði minstu að þau hefðu hizt í Reykjavik og hefði mörgum sjálfsagt þótt gaman að sjá báða þessa fræknu og vinsælu bræð- ur saman hér á höfninni. »Goðafoss« er nú væntanlegur hingað líklega á mánudag. Hann er búinn að koma við á flestum höfnum á Norður- og Austurlandi. Hefir honum víðast verið tekið með há- tíðabrigðum og fögnuði. Og ein- róma lofi ljúka allir á skipið engu síður en »Gullfoss«. Þeir eru á- nægðir fyrir norðan og austan með »skipið sitt«, engu síður en vér hér syðra með »skipið okkar*. Og ekki mun það draga úr, að það lán hefir fylgt »Goðafossi« að honum hefir tekist að komast á allar hafnirnar, sem um marga mánuði hafa verið lokaðar skipum vegna iss. Þeir, sem þar búa munu eigi sízt finna til þess, hvers virði það er að eiga »skrautbúin skip fyrir landi, — — færandi varninginn heim«. 400 smálestir af vörum flutti »Goðafoss« á ísluktu hafnirnar við Húnaflóa. Væntanlega verða hér einhver há- tíðabrigði til að fagna komu »Goða- foss« eigi síður en þegar »Gullfoss« kom. Því þótt »Goðafoss< sé fyrst ug fremst skipið þeirra fyrir norðan og austan, þá er hann þó líka skipið okkar allra. Og sér- stakrar gleði hlýtur það að fá oss að taka á móti »Goðafossi« og sjá þar með eigin augum að bæði skip- in okkar eru úr helju heimt; bæði komin fríð og ferðbúin úr helklóm hinnar ógurlegu styrjaldar. Að sjá, að óttinn sem mörgum bjó í brjósti, fyrir því, að styrjöldin mundi valda því að við fengjutn ekki skipin okk- ar, var ástæðulaus með öllu; að sjá þess merki hve lánið fylgir þessu fyrirtæki, óskabarni okkar fátæku og fámennu þjóðar. Talsverðu hafa menn bætt við sig af hlutum i félaginu norðan og aust- an þegar »Goðafoss« var á ferðinni. Það ber vott um tvent: Að mönn- um hefir eigi orðið vonbrigði að skipinu, heldur hefir það glætt trúna á fyrirtækinu; og að landsfólkið ætl- ar að sýna þá þrautseigju að halda ájram að efla Eimskipafélagið. Fyr- irtækið er líka þess vert og aldrei verður of mikið i það lagt. Hér syðra hafa menn heldur eigi gleymt félag- inu. Siðustu vikurnar hafa bæzt all- margir nýir hluthafar við og aðrir bætt við sig. Sumir mjög myndar- lega. T. d. hafa bændafélögin Slát- urfélag Suðurlands og Kaupfélag Borgfirðinga bætt við sig hlutum (S. S 1000 kr. og K. B. 500 kr.). Þetta er mjög myndarlega gert. Bú- ist er við að enn meira bætist við fyrir 15. þ. m., en þá er útrunninn frest- urinn til hluttöku með stofnhluthafa- réttindum. Öllum ber saman um að Eim- skipafélagið hafi riðið vel úr hlaði. Nú er um að gera að halda vel við að gefast ekki upp á miðri leið. ísafold hefir oft mint kaupmenn- ina á þá sérstöku skyldu, sem þeir hafi til að styrkja félagið. Vér vilj- um enn beina þessum spurningum til hvers einstaks kaupmanns: Hefir pú keypt hluti í Eimskipa- félaginu ? Hefir pú keypt eins marga hluti og þú gazt eða bætt við þig síðar? Svarið atti að vera játandi frá hverjum kaupmanni. Margir hafa spurt oss hve mikið muni nú safnað til félagsins alls hér á landi. Vér höfum spurt stjórn Eimskipafélagsins og tjáir hún oss að birt muni skýrsla um það í mánað- arlokin þegar búið er að gera upp stofnhlutaféð alt. Frá alþingi. Starfsmenn alþingis verða: Skrifstofustjóri: Einar Þorkelsson. Skrifarar á skrifstofu: Einar Hjör- leifsson stud. med., Pétur Magnús- son cand. jur. Helgi Salómonsson kennari. Skrifarar í Efri deild: Árni Páls- son bókavörður, Pétur Zophoniasson, Jón Asbjömsson, Friðrik Jónasson, Ragnar Hjörleifsson og Páll Jónsson. Skrifarar í Neðri deild: Vilmund- ur Jónsson stud. med., Pétur Lárus- son organisti, Páll E. Ólason, Eirík- ur Albertsson, Andrés Björnsson, Skúli Thoroddsen, Tryggvi Hjör- leifsson og Baldur Sveinsson. Gæzlumaður á lestrarsal: Kristinn H. Ármannsson stud. Pallaverðir: Magnús Gunnarsson og Kristján Helgason. Konungsboðskapur. Svo- feldan boðskap frá konungi flutti ráðherra alþingi þingsetningardaginn: »Christian hinn tiundi o. s. frv. Vora konunglegu kveðjui Samkvæmt1 þegnlegum tillögum ráðherra íslands höfum Vér i dag staðfest stjórnskipunarlög íslands.’ Með tveim konungsúrskurðum höf- um Vér jafnframt ákveðið, að islenzk lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skuli framvegis eins og hingað til bera upp fyrir Oss i ríkisráðinu, og auk þess ákveðið gerð hins sérstaka islenzka fána, sem með konungsúr- skurði 22. nóvbr. 1913 var löggiltur hvarvetna á Islandi og á íslenzkum skipum í landhelgi íslands, þó að því viðbættu, að það væri vilji Vor, að réttur manna til að draga upp dannebrogsfánann eins og að undan- förnu sé óskertur og að á húsi eða lóð stjórnarráðs Islands sé jafnframt dreginn upp hinn klofni dannebrogs-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.