Ísafold - 10.07.1915, Page 3

Ísafold - 10.07.1915, Page 3
ISAFOLD túnræktarinnar segja þeir að sig skorti áburð, og stærra bú segja þeir að jörðin beri sig ekki. Ef nokkur heilbrigður kjarni er í nýbýlahug- myndinni, þá á að mega breyta þessu, rækta miklu meira og auka búið stórum. Tilraun mætti gera með þetta þar sem kot lægi vel við, og og bóndinn væri álitlegur maður. Ef ókleyft reyndist að bæta stórum búskapinn á kotinu og gera það að fallegu býli, sem bæri sig vel, þá er auðsætt að ekki mundi greiðara ganga með nýbýii. Hvor leiðin sem farin yrði þá er það víst, að málið má ekki falla nið- ur. Það parj að framkvœma eitthvað í pví, o% )á óyoajandi vissu um pað, hvort pessi nýbýlahugmynd er Jratn- kvœmanle-z eða ékki. Ef sú yrði reynsl- an, að slík býli gætu blessast og blómgast þegar vel er á öllu haldið, þá myndi renna upp nýtt tímbil í sveitabúskap vorum. Ef hitt yrði ofan á, að enn væru kotbýlin til niður- dreps, þá er að taka því og miða framtiðina við það. Úr því sem gera er á Búnaðar- félag íslands, eða það og Ræktunar- félagið, að taka þetta mál að sér og koma því í framkvæmd á næsta vori. Ef stofna skal nýbýli þarf þetta að gerast: 1. ) Gera þarf áætlun, svo vandaða sem frekast eru föng til um þarfir, fyrirkomulag og alla afkomu góðs nýbýlis, hve stórt land það þarf, hvern bústofn, hversu húsagerð, ræktun lands o. s. frv. skuli hagað. Þá þarf og að gera áætlun um tekj- ur og gjöld búsins, hve mikið láns- fé væri nauðsynlegt o. fl. 2. ) Útvega þyrfti hæfilegt land á álítlegum stað, annaðhvort kaupa það eða fá það leigt á erfðafestu. Hið síðara væri líklega fult svo hentugt. 3. ) Finna þyrfti álítleg ung hjón, sem vel kynnu til búskapar, sem væru fús til þess að hefja búskap á býlinu, og treysta mætti til þess að leggja fram krafta sína til þess að koma því í blómgun. Þau ættu að fá það á erfðafestu með góðum kjörum. 4. ) Útvega þarf hæfilegt lánsfé, til þess að létta undir með byggingu húsa, girðingar lands og byrjun bú- skaparins. Fyrstu árin ætti lán þetta að vera vaxta- og afborgunarlaust. 5. ) Bygging húsa, ræktun lands- ins og allur búskapur ætti að vera eftir fyrirfram athugaðri áætlun. Ar- lega ætti Búnaðarfélagið að fá ná- kvæma skýrslu um alt er að þessu lyti, ræktun landsins og afkomu alla. Ráðanautur félagsins ætti að skoða býlið vandlega á ári hverju. Eý svo alt gengi að óskum, tæki löggjöfin við og greiddi nýbýla- mönnum götuna, að svo miklu leyti sem þess þyrfti. Líklega spryttu nýbýlin upp að mestu sjálfkrafa á þann hátt, að bændur skiftu jörðum sínum milli barna sinna þar sem því yrði komið við. Ef bændur vorir kæmust að raun um að þetta blessaðist, reyndu þeir fljótlega að taka þessa nýbreytni upp, þó eng- um detti í hug að óska þess, að all- ar jarðir vorar væru bútaðar sundur í smákot. Það er tvisýnn hagur að allir séu jafnir, enda mun það seint verða. Það sómdi sér vel að sjá ríkmannleg höfðingjabýli á höfuð- bólunum líkt og lengst af hefir ver- ið og auk þeirra jarðir af ýmsum stærðum innan um fjölda af blóm- legum smábýlum. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn utanríkisstjórninni í London. Þýzku herskipi sökt. London, 4. júlí. Eftirfarandi opinbera skýrslu birtu Rússar 4. júlí: Framan við mynnið á Danzig-flóa skaut kafbitur tveim tundurskeytum á þyzkt herskip af sömu stærð og »Deutschland«. Sigldi það i farar- broddi þýzkrar floradeildar. Skipið sprakk i loft upp. Einn af tundurbáta- spillum vorum sigldi á þýzkan kafbát, sem reyndi að komast í færi við skip vor. Kafbáturinn sázt eigi framar en tundurbátaspillirinn hlaut mjög litlar skemdir. (Þýzka herskipið »Deutschland« var 13,220 smálestir að stærð og skreið 18.4 klukkustund á mínútu. Skipshöfn 741. Fullsmiðað 1904; fallbyssur 38.) Frá Hellusuudi. London 5. júli. Sir Ian Hamilton skýrir svo frá áhlaupi sem Tyrkir gerðu aðfara- nótt 30. júní: Klukkan var hér um bil tvö um nóttina er herskipið »Scorpion« upp- götvaði það með leitarljósum sínum, að Tyrkir ætluðu að gera áhlaup ná- lægt ströndinni norðvestur af Krithia. Var þá hafin áköf stórskota og riffla- hríð á áhlaupsmennina og varð mikið mannfall í liði þeirra. Þeir sem lengst komust, áttu eigi nema 40 metra eftir að skotgörðum vorum og fæstir þeirra komust undan. Fá áhlaup voru gerð eftir það um nótt- ina, en allar mistar stöðvar veitti oss auðvelt að taka aftur um morg- uninn og var þá barist með byssu- stingjum. Klukkan hálf sex um morguninn sóttu Tyrkir fram hjá Krithia en var tvístrað með vélbyssuskothríð. Þar mistu þeir 1500—2000 fallinna manna. Um klukkan 10 að kvöldi 30. júní gerðu Tyrkir aftur áhlaup norðurhlutann af skotgröfum þeim, er vér tókum 28. júuí. Þar notuðu þeir sprengjur-. Fyrirliði Gurkha særðist. Fyltust þá menn hans bræði og ruddust fram með »Kukri« sína á lofti fyrsta skifti (»Kukri er langur knifur og hættulegt vopn, sem Gurkhar nota). Áhlaup Tyrkja endaði með fullkomnum ósigri þeirra. Sir Ian Hamilton sendir einnig frekari skýrslu frá Ástralíu og Nýja- Sjálandshernum. Tyrkir létu stór- skotahríð dynja á hernum heila stunc og gerðu síðan grimmilegt áhlaup. Launsátursmenn, sem Tyrkir vissu ekkert um, hófu á þá grimmilega skothrið og voru þeir berskjaldaðir fyrir. Áhlaupið mishepnaðist þv algerlega. Enn öðru áhlaupi var hrundið klukkan þrju aðfaranótt hins 30. júní. Handteknir menn fullyrða það, að þessi áhlaup hafi verið gerð sökum þess, að Enver Pascha lagði leið sína þangað 29. júní og skipaði svo fyrir, að Ástralíuherinn skyldi þegar hrakinn í sjóinn. 2. júlí beindu Tyrkir ákafri stór- skotahríð á fremstu stöðvar vorar og höfðu stórar sprengikúlur. Siðan gerðu þeir fótgönguliðsáhlaup en voru hraktir aftur með skothríð her- skipsins »Scorpion« og eins með riffla og vélbyssuskothrið. Klukkan sjö um kvöldið hófu Tyrkír skot- írið sina að nýju og gerðu áhlaup. ?að var tekið á móti þeim með sprengikúlnahríð og Gurkhar og aðr- ar hersveitir létu kúlum rigna yfir ?á. Sázt það að foringjar Tyrkja ivöttu þá til framsóknar, en þeir treystust eigi gegn skothriðinni og íéldu undan í óreglu. Var þá svæð- ið fyrir framan stöðvar vorar þakið af búkum fallinna Tyrkja. Eg hefi talið saman manntjón þeirra 29. júni —2. júlí og er það s í s° fallnir menn og 15000 særðir. Eftirfarandi útdráttur er úr fyrir- skipunum til herdeildar einnar og hefir fundist á herteknum manni: »Hér eftir mun eg láta hvern liðs- foringja sæta ábyrgð fyrir það ef hann skýtur eigi með marghleypu sinni hvern þann mann, sem reynir að komast burtu úr skotgryfjunum og er sama undir hvaða yfirskyni það er gert«. Herför til Harwich. London, 5. júlí. Fotamálastjórnin birtir svolátandi yfirlýsingu: Opinber þýzk tilkynning, sem birt var 4. júlí, segir að þýzkir flug- menn hafi kastað sprent’ikúlum á landvarnarliðsvígi í Harwich. Sannleikurinn i þessu máli, sem naumast er þess vert að um það sé talað, er þessi: Fyrrihluta laugardags sázt þýzkur flugbátur og flugvél yfir Harwich og flugu mjög bátt. Loftför vor lögðu þegar af stað til þess að elta óvin- ina og ráku þá burtu. Óvinirnir köstuðu þá niður sprengikúlum, sem skullu á sjónum og komust síðan undan á háflugi. Skýrsla Sir John French. London, 7. júlí. Sir John French skýrir þannig frá 6. þ. m.: Siðan síðasta skýrsla var birt hefir engin breyting orðið á vígvellinum hjá oss. Stórskotahriðar hafa verið við og við. Hafa Þjóðverjar notað mikið af gassprengikúlum einkum hjá Ypres. Óvinirnir hafa gert átta sprengingar á ýmsum stöðum i víg- linu vorri án þess skotgrafir vorar yrðu fyrir nokkrum skemdum. A hinn bóginn sprengdum vér i loft upp 50 metra af fremstu skot- gröfum óvinanna fyrir norðan Keuve Chapelle 13. júni. Neðanjarðargöng sem Þjóðverjar ætluðu að grafa undir stöðvar vorar hrundu saman fyrir howitzerkúlum vorum og fótgönguliðssveit eyðilagði þau síðan algerlega. Fáeinir Þjóðverjar lifðu kúluhrið- ina af en voru reknir úr göngunum og þar fundu vorir menn eina ónýta vélbyssu. Vér mistum fátt manna og fótgöngusveitin kom aftur til skolgrafanna er hún hafði eyðilagt jarðgöngin. Loftskeyti frá Þýzkalandi 5. þ. m. sem hermir að þeir hafi rekið af höndum sér áhlaup á Pilken-vegin- um og mist fátt manna, er líklega gert til þess að láta berast út það sem þeir segja um þetta. Að morgni h. 5. þ. m. gerði lið Þjóðverja áhlaup á varnarvirkin hjá Ypres—Roulers járnbrautinni, eftir að þeir höfðu skotið á þau í tvær stundir, en vér tókum stöðvarnar aftur undireins með gagnáhlaupi. Vér náðum 200 metrum af skot- gröfum óvinanna yzt i vinstra her- armi, voru þeir fyrir noðan Ypres. Tókum vér þar 80 fanga. Frakkar vinstra megin við oss aðstoðuðu oss til þessa sigurs með stórskotahrið og skotgrafafallbyssum. London, 7. júlí. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa 4.—6. júlí. í Eystrsalts-héruðunum, vestan við Mið-Niemen, á Narev vígstöðvunum og á vestri bakka Weichsel-fljóts hefir orðið mjög Htil breyting þessa dag- ana. __ - I Edwabno héraði getðu óvinirnir nokkrar sprengingar nálægt þorpinu Kutche og þar fundum vér 800 pund af þrúðtundri. Hjá Radom tókum vér skotgrafir af nokkrum austurríkskum herfylkj- um aðfaranótt 3. júlí. Alla þessa daga hefir stnðið áköf orusta milli ánna Weichsel og Bug. Ahlaup Þjóðverja voiu stöðvuð bæði hjá Lublin og miili Weeptz ár og vestri Bug. Dagana 4. og 3. júlí var sókn óvinanna hnekt hjá Krasnik með hliðaráhlanpi. Biðu Austuriikismenn þar mikið manntjón. Féllu 2000 og aðra 2000 tókum vér höndmn. 3. og 4. júlí hörfuðu framverðir vorir undan til Zlota Lipa og tókst vel. Á þessum stað, hjá efriBug og hjá Dniestr hefir viðureignin verið hæg. London 7. júlí. Utdráttur úr opinberum skýrsium Frakka 3.-6. júli. Þessa dagana hafa stórskotaliðsor- ustur hafist í Belgíu að nýju. Að kvöldi 5. júlí náðu brezku hersveitirnar, með aðstoð stórskota- liðs vors^. mörgum skotgröfum Þjóð- verja sunnan og vestan við Pilken á eystri bakka skurðarins. Óvinirnir gerðu grimmileg gagn- áhiaup daginn eftir, en þrátt fyrir það hröktu Bretar þá af höndum sér, feldu af þeim margt manna og tóku marga höndum. Að kvöldi 3. júlí gerðu þéttar fylkingar óvinanna áhlaup á stöðvar vorar hjá veginum milli Ypres og Ablain. Er það í norðurhluta Arras- héraðs. Biðu þær ákaflega mikið manntjón og mishepnaðist áhlaupið algeriega vegna dynjandi kúlnahríð- ar vorrar bæði úr rifflum og vél- byssum. Kvöldið eftir bjuggust þeir til að gera tvö önnur áhlaup, annað hjá Soucbez og hitt í Labyrinth, en þeim var báðum hnekt þegar í upp- hafi. Siðan hefir staðið blóðug viður- e:gn umhverfis járnbrautarstöðina í Souchez, sem vér höfum enn á voru valdi. Skotið var á Arras allan síðari hluta dags, 5. þ. mán. I Argonne. Þrátt fyrir orustu, sem stóð að kveldi 2. júlí og orustur, sem stað- ið hafa hvað eftir annað i skotgröf- unum, hefir stórskotaliði voru tekist hvað eftir annað að hnekkja áhlaup- um Þjóðverja með dynjandi skot- hríð. Á Meuse-hæðum. 6. júli tókum vér aftur nokkrar skotgrafir, sem Þjóðverjar höfðu náð fótfestu i þ. 27. júní og varið siðan. Þjóðverjar gerðu gagnáhlaup en sprengikúlna og vélbyssuskothríð var beint á þá og hörfuðu þeir undan í óreglu og biðu mikið manntjón. Milli Meuse og Moselle hefir staðið þrálát orusta. Eftir framúrskarandi grimma stór- skotahríð tókst Þjóðverjum þann 5. þ. mán. að ná aftur fótfestu í skot- grafaröð þeirri, er vér höfðum áður tekið af þeim austan við Fayen Haye og orastan við Le Pretre-skóg. Ahlaup sem þeir gerðu austar mis- hepnuðust þó algeriega og mann- tjón þeirra var mjög mikið. 6. júlí hófu óvinirnir sókn að nýju, en henni var hnekt með stór- skotahríð og fótgönguliðs-skothríð. í Vogesafjöllum urðu talsverðar stórskotaliðsskærur. Frakkar hafa einnig birt eftirfar- andi leiðréttingu við tilkynningar Þjóðveiji 1.—4. júlí: London, 8. júlí. Frá Hellusundi. Sir Ian Hamilton skýrir frá þvir að aðfaranótt hins 4. júlí hafi viður- eignin verið mjög hæg að norðan- verðu, en kl. 4 að rnorgni hófu óvinirnir grimma skothríð á skot- grafir vorar. Notuðu þeir þá allar fallbyssur, sem þeir höfðu haft áður gegn oss og nokkrar nýjar. Skot- hrið þessi hætti þó um sex-leytið og hafði þá eigi gert mikinn usla. Meðan þessu fór fram höfðu tyrk- nesk herskip í sundinu skotið á oss hér um bil 20 sprengikúlum ra þumlunga. Að sunnanverðo hófu Tyrkir ákafa riflaskothríð um nóttina, en yfirgáfu ekki skotgrafir sínar. Klukkan 4 að' morgni hófstcSrskotalið þeirragrimmi- lega skothríð, svo þess eru ekki dæmi hji þeim áður. Eyddu þeir að minsta kosti 5000 byssukúlum. Þessi skothrið var þó ekki nema fyritboði fyrir áhiaupi, sem Tyrkir gerðu á alla víglinu vora og var það víða all-ákaft, sérstaklega þar sem saman koma sjóliðsmannaher- deildin og lið Frakka. Á þeim stað hröktu Tyikir fremstu liðssveit- irnar kl. 7 árdegis og réðust á nokkurn hluta þeirra stöðva, sem sjóliðsmannadeildin sat i. Eitthvað um 50 Tyrkir komust í skotgröf sjóliðsmannanna, en samt gátu vorir menn haldist þar við. Varaliðið og þeir, sem höfðu hörfað undan, gerðu gagnáhlaup þegar i og hröktu Tyrki út úr skotgröfun- um aftur. Tyrkneskar hersveitir sem gerðu áhlaup hægra megin við 29. herdeid voru því nær strádrepnar með riffla- og vélbyssukúlum. Vinstra megin fylktu Tyrir liði fyrir norðan og austan skotgrafir, sem vér höfðpm nýlega tekið og gerðu mörg áhlaup, en þau mishepnuðust öll vegna þess hve lið vort stóð fast fyrir og sakir stórskota vorra. Skothiíðin tók að lina kl. 11 árd. en byijaði þó aftur við og við. Árás þessi fór því gersamlega út um þúfur, og hún hefir ekki dregið kjark úr liðinu. Vér mistum fátt manna, en hið mesta manntjón, sem óvinirnir hafa beðið upp á síðkastið mun gera þá deiga við að ráðast fram gegn skotum vorum. ReykjaYíkar-anoálI. Skipafregn : G u 11 f o s s fór til Danmerkur i fyrrakvöld. Meðal farþega : Jul. Schou steinhöggvari, C. Trolle, Jensen Bjerg kaupm., Sigtr. Eiríksson stúdent, Jóh. Sigurðsson prent-ari. Ennfr. jungfr. Ragna Stephensen, Þuríður Jóhannes- dóttir, Þórunn Thorsteinson o. fl. S t e r 1 i n g kom í fyrrinótt. Meðal farþega : Héðinn Valdemarsson stúdent, Bogi Olafsson gullsmiður og frúrnar Debell og Magnús. Frá Vestmanneyj- um kom Kari Einarsson sýslum. og alþm. Söngfel. 17. júní syngur í Bárubúð í kvöld og annað kvöld. A söngskrá eru m. a. tveir kaflar úr hinu fræga söngverki Hartmanns, V ö 1 u s p á, með fjórhentu undirspili. Hefir það aldrei verið sungið hór fyr, en þykir mjög tilkomumikið. Sömuléiðis syngur fé* lagið Matrosenehor,úr söngleikn- um Der fliegende Hollánder, sem er mjög frægt kórlag. Hjúskapur: Kristján Linnet, sett- ur sýslumaður Dalamanna, og juugfr. Jóhanna Júlíusdóttir. Gift 3. júlí. íslenzki fáninn blakti fyrsta sinni yfir stjórnarráðinu og ráðherrabústaðn- um þingsetningardaginn. Því miður eru enn fáir fáir fánar til í bænum, en þeirra kvað von með Botníu næst.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.