Ísafold - 24.07.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.07.1915, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 hefir verið og eg skal ekki um eegja. Þessu má ekki gleyma í sam- bandi við orð hv. tillögumanna, er þeir segjast alt vilja til vinna að bjarga málinu. — Þetta vildu þeir ekki til vinna. Að öðru leyti er það alveg rétt hjá hv. þm. Dal. (B. J.), að ástæða min fyrir því að telja til- löguna óþarfa er sú, að eg tel fyrirvaranum fullnægt og því auðvitað með öllu óheimil sú skoðun, ef fram kemur, að ísland sé bundið öðrum skilyrðum en þeirn, sem felast í fyrirvaranum, og mun sú vera skoðun flestra, sem styðja hina rökstuddu dag- skrá. Og þess vegna mun eg greiða dagskránni atkvæði. Eg get ekki fengið mig til að lýsa vantrausti á manni fyrir það, sem eg tel hann hafa rétt gert. Hér eru engin landsréttindi í voða, síður en svo, enda mun það skoðun sumra tillögumanna, og hefi eg heyrt að minsta kosti einn þingmann úr þeim flokki lýsa yfir þeirri skoðun á fundi. Hv. flutnm. (S. E.) var mjög hróðugur yfir því, að sér hefði dottið gott í hug með því að segja, að vér, þremenningarnir svo kallaðir, værum þrír eykir, sem heimastjórnarmenn hefðu beitt fyrir vagninn siun. En þótt hv. flutnm. (S. E.) segi, að heima- stjórnarmenn hafi beitt mér fyrir vagn, stungið mér í vasann eða hver önnur orð, sem hann notar, þá geta þau orð hans ekki bitið á mig, með því að eg hefi gert alt, sem eg hefi gert, af beztu sannfæringu, enda veit eg ekki, hvort hann ætlast til, að þessi oss óvinveittastir. — Sumum þeim vinveittari trúi eg síður, af því að þeir byggja á þvi, að það sé hægt að gjöra oss ánægða með því að láta oss hafa það sambands-fyrir- komulag, sem vér gætum bezt ákos- ið, án þess að viðurkenna sjálfstæði vort skilmálalaust. — Hinir eru búnir að sjá að það tekst aldrei. Og af því að þeir vilja ekki beita óyndis- úrræðum til að varna þvi, þá er ís- land í raun og veru tapað úr ríkis- einingunni, þótt íslendingar sjáifir geti ekki séð það eða notað sér fyrir óeirðum innbyrðis. — Þessvegna eru þessir Danir úrillir, en reyna að draga alt á langinn og leiða burt at- hyglina með því að þjarka við oss um ýms aukaatriði, sem þíim í raun og vern stendur alveg á sama um. Síðan eg þóttist skilja þessa gjör- breytingu á hugarfari Dana, hætti eg fyrir mitt leyti að tala um skiln að, þvi að skilnaðarstefnan er aðeins mótstefna við innlimun, og stefna, sem vér reyndar ætið verðum að standa við, ef einhver óhrein úrslit á að brugga sjálfstæðismáli voru. En í hvert skifti sem bólar á rétt- um skilninqi hjá Dönnm, hvort sem er i illu eða góðu, þá verður að sæta lagi og hefja nýja baráttuaðferð sem hæfir, og ekki særir eða æsir. Sannleikurinn er, að við pd Dani er hagt að tala, sem vita ísland tapað úr ríkisheildinni, en við hina er ekki eyðandi orðum, þvi að þeir gera sér einlægt falsvonir, ala á óhreinindum, og ota einlægt fram glæsilegum sambandskjörum. En um fyrirkomulasrið á samband- inu má oss hér um bil standa á sama, ef ekki er opin leið úr því hvenær sem er. Það er bókstaflega ekki hœgt að búa til svo lögfræði* lega trygt samband, að sá sterkari geti ekki sýnt þeim minni máttar orð hans verði skoðuð sem rök- samd. En hitt er satt, að til eru þeir menn, sem missa sjónar á málefninu af hræðslu við að ein- hver nefni þá flokksnafni poli- tískra andstæðinga sinna, hvort sem gert er með réttu eða röargu og kæra sig kollótta um annað, að eins ef þeim verður ekki brugð- ið um slíkt. Hv. 2. þm. N.-M. (J. J.) get eg verið sammála að öllu leyti, nema því, að hann telur eitthvað það liggja í orðum kdhungs, sem ekki fullnægi fyrirvaranum. Hann tal- aði með þeirri rósemi og sann- girni, sem sæmileg er hverjum þingmanni. Eg get verið honum samdóma um það, að heppilegast sé, að þjóðin yfírgefí sambands- þræturnar, enda munu nú æ fleiri og fleiri snúast á þá skoðun, bæði meðal Sjálfstæðismanna og Heima- stjórnarmanna, enda er oss þess full þörf. Og eg sé ekki betur en að þeim 2—3 þús. kr., sem varið hefir verið í þær óþörfu þrætur, sem staðið hafa um þessa tillögu, hefði verið betur varið til einhvers annars. Ef sú stefna væri tekin upp, gætu allir flokk- ar í bróðerni unnið að fullu sjálf- stæði þessa lands. Eg skal að eins geta þess, að eg var á þeirri skoðun, að rétt væri að heyja aukaþing og ósk- aði þess, og tel illa farið að ráð- herra sá sér það ekki fært. En við nánari íhugun virðast mér ástæður hæstv. ráðherra fyrir því að halda því eigi til streitu, svo gildar, að eg hélt þeirri skoðun ekki til streitu. Þótt ýmislegt kunni að vera enn, sem svara þyrfti, og eg sé nú að deyja og geti ekki borið hönd fyrir höfuð mér oftar í þessu máli, þá læt eg mig nú samt hér með í andlátið. -------------------- ■■. hverskonar ósvífni er hann vill, og að sá minni máttar finni ekki alstað- ar ástæðu til hverskonar tortrygni, jafnvel þar sem engin ástæða er til. — En á hinn bóginn sýnir líka reynslan nú síðustu árin, að jafnvel núverandi samband, sem er ólög- fest og báðir eru mjög óánægðir með fyrirkomulagið á, getur hepnast prýðisvel, þegar gjört er sér far um að láta það fara vel. Og það hafa nú Danir gjört, það verður að viðurkennast. Eina öryggið í sambúðinni gegn ósvífni hins sterkara og óþarfanöldri hins veikara, er, að báðir %eti úitið henni, eins og vér nú höldum fram, en vantar viðurkenningu á. — Feng- ist sú viðurkenning, vildi eg fyrir mitt leyti leggja talsvert í sölur fyrir að góð sambúð við Dani gæti tek- ist, því að nýrri tíma reynsla virð- ist sanna, að betri sambýlismenn verði ekki ákosið, ef nokkra skal hafa. En þá verðum vér líka að hreinsa sjálfstæðisstefnu vora frá rótum og finna út þann vilja og þær kröfur, sem eru færar og sem þjóðin getur safn- ast um. — Að flokkar séu að fúska við sérkreddur i svo alvarlegu máli, verður þjóðin að harðbanna, því að slikt drepur allan vorn réttl Vér megum ekki eiga á hættu framvegis að hver stefna sem mynd- ast um framsókn vora fái strax innanlands móthald af flokkshagnaðar- ástæðum, eða að hvert spor sem fram vinst, telji sá flokkurinn ófært, sem ekki kom þvi fram. Slikt lamar (demóraliserar) framsóknina og spillir réttmæti málstaðarins. Sjáum vér þjóðinni enga samleið, er oss sæmra að þegja. Frh. Halldór Jónasson. Hvert stefnirP Það eru nú liðin io ár frá því er ísland komst í ritsímasamband við umheiminn og er það óefað þýðing- armesta sporið, er stigið hefir verið til að koma veizlun íslands í hend- ur landsmanna sjálfta. Siðan hefir árlega verið varið talsveiðu fje til að auxa símakerfið, og auðvitað hafa þá þeir staðir á landinu verið Játnir sitja fyrir, sem álitið hefir verið að þörfnuðust mest símans, og kostn- aðarminst og auðveldast hefir verið að Jeggja síma til. Hinir, sem að meiri erfiðleikum og kostnaði hefir verið bundið að koma í síma- samband hafa orðið útundan, sök- um þess að fjárframlög til símalagn inga hafa verið af skornum skamti, enda þótt þörfin hafi sumstaðar verið fult svo mikil þar, eða meiri sökum staðhátta. Vil eg í því sam- bandi minna á, hve lengi Vestmann- eyingar urðu að bíða eftir símanum og að hann mundi ekki kominn á enn, ef eyjarskeggjar hefðu eigi lagt slíkt kapp á að fá hann og þeir gerðu. Það virðist þó, sem Vest- mannneyjar sé sá staður, sem hvað fyrst hefði þurft að koma í síma- samband við aðallínuna, þar eð skip koma þangað fyrst á leið til Reykja- víkur sunnan og austan um land og frá útlöndum. Þar að auki er sjór við Vestmanneyjar hinn fiskisælasti og stendur mikill hluti sunnle'nzka fiskiflotans þar fiskiveiðar lengri eða skemmri tíma á ári hverju. En það eru ekki eins dæmi með Vestmanneyjar. Það eru nokkur kauptún, sem enn ekki eru komin i símasamband, þótt þeim sé það lífs- skilyrði og sem því árlega bíða mikið tjón á verzlun sinni, sökum þess, hve ver þau eru sett en keppi- nautar þeirra, hvað verzlun snertir af sjávarútveg, því síminn hefir ger- breytt allri aðstöðu við kaup og sölu á vörum, og eiga þau, kaup- túnin sem símalaus eru, þvi mikið erfiðara nú en áður hlutfallslega. Óg það verður að gæta þess, að það eru ekki einungis kaupmenn- irnir og útgerðarmennirnir sem hall- ann biða, bæði beinlinis og óbeinlin- is, heldur líka íbúarnir. Sem dæmi ójafnrar aðstöðu mætti nefna Stykkishólm og Flatey á á Breiðafirði. Áður en síminn kom voru þessir staðir nokkuð likt settir að því er skipaferðir og póstsam- göngur snertir, þótt þær að visu gætu fremur tepst til Flateyjar að vetrarlagi. Nú er þessu umsnúið. Póstar koma að visu og fara á báð- um stöðum, eins og áður, nema hvað póstskipin koma hlutfallslega oftar við í Stykkishólmi nú. Það er síminn sem orsakar breytinguna. Kaupmenn i Flatey verða að gera sér póstferðirnar að góðu, framfar- irnar ná ekki til þeirra. Þeir fá eins og tveggja mánaða gamlar frétt- ir af heimsmarkaðinum. Póstbréfin eru eini möguleiki þeirra til að geta borið sig saman við heildsalana, panta og selja vörur. Þeir vita al- drei fyr en eftir á, ef einhver vöru- tegund fellur eða stigur í verði og gera því ef til vill vörupantanir sin- ar á óheppilegasta tima á markaðinn. Stykkishólmskaupmenn geta aftur á móti fengið allar verulegar fréttir með símanum, bréfaskriftirnar eru þeim eingöngu til uppfyllingar, auka- atriði. Þá gæti og svo farið nú á þessum ófriðartimum, að Flateyjar- kaupmenn yrðu vörulausir sökum simaleysis, en hvernig færi þá fyrir þeim er kaupstað sækja til Flateyjar við allan norðanverðan Breiðafjörð? Það mundi liggja við hallæri. Einhver kann að halda þvi fram að eigi ?é ókleift fyrir Flateyir.ga að senda til næstu símstöðvar, Stykkishólms, er þess sé veruleg þöif. Þetta er að visu satt. En það verðnr að gæta þess, að fjar- lægðin milli þessara staða eru um 6 vikur sjávar og því tæplega far- andi nema á mótoibátum, og mundi hver slík ferð kosta um kr. 6o,oo (það er borgað fyrir hverja póstferð til Stykkishólms nú, var áður með- an árabátar voru notaðir 70—80 kr.) en leiðir eru óhreinar og straumar nnklir milli skerja og eyja og legast því bátum fremur, ef nokkuð er að veðri. Á þetta verður líka að líta. Þar að auki geta íslög og ísrek al- gerlega tept samgöngur um lengra eða skemmra bil. Það er því auð- sætt, að á þenna hátt verða simans lítil eða engin not, eða ver en engi. Flateyjarhreppur — Flatey með nærliggjandi eyjum, er eitt af frjó sömustu og fegurstu héruðum lands ins. í Flatey er verzlunarstaður og er þangað sótt frá öllum norðan- verðurn Breiðafirði og öllum vestur- eyjum. Þar er talsverð þilskipaút- gerð sem eyskt stöðugt, enda góð skilyrði, þilskipahöfn er ágæt, ein- hver hin bezta á landinu og Breiði- fjörður fiskisæll, sem kunnugt er. Eyjarskeggjar eru nú á þriðja hundr- að manns og fjölga stöðugt. í Flatey sitja prestur og læknir. Frá norðanverðum Breiðafirði er læknis venjulega vitjað til Flateyjar, en oft er það ómögulegt á árabát- um, en mótórbátar eru engir til á þvi svæði. Væri símasamband til Flateyjar frá Barðaströnd eða Múla- hrepp, mætti síma eftir lækni og fá mótorbát í Flatey til að flytja hann, þó ófært væri á árabátum, og mætti þannig bjarga mörgu mannslifinu. Að ná til læknis á landi er bæði fremur langt og getur verið því nær ómögulegt sökum vatnavaxta og snjóþyngsla. Nú, þegar í ráði er að lagður verði koparþráður frá Hjarðarholti yfir Barðastrandasyslu til Bíldudals, virðist nauðsyn á að taka til ihug- unar nvort ekki yrði kostnaðarminst að þvi er Flateyjarsimaun snertir, að leggja hann samtímis. Væri óskandi að þing og stjórn sæi sér fært að uppfylla jafn réttmæta kröfu og þessa, þvi ekki orkar það tvimæla, að Flateyjarsíminn er lifsskilyrði fyrir oss er þar eigum hlut að máli. Barðstrendiugur. + Hildur Bjarnadúttir. Síðastliðinn þriðjudag andaðist i Stykkishólmi eftir stutta legu, frú Hildur Bjarnadóttir amtmanns Thor- arensen, á 80. aldursári. Hafði hún venju fremur kent vanheilsu á siðast- liðnnm vetri, en hrestist aftur með vorinu, þar tiT er húu 2 eða 3 dög- um fyrir andlátið fekk aðkenning af slagi, er dró hana til dauða. Frú Hildur var atgerfiskona, og miklum mannkostum búin; prúð- mannleg i allri framgöngu, innilega trúrækin og kærleiksrík. Frú Hildur var ekkja eftir Bjarna heitinn Magnússon, sýslumaun Hún- vetninga. Synir þeirra hjóna voru Guðmundur heit. Scheving héraðs- læknir Strandamauna, Brynjólfur Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Lítið á birgðir minar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Simi 44. H. V. Christensen & Co, Kðbenhavn. Metal- og filas- kroner etc. for. Electricitet og Gas — Stðrste danske Fabrik og Lager. 1 Aggerbecks Irissápa er óviftjafnanlega róö fyrir húMna. Upp&halú allra kvenna Bezta Þarnaaápa. Bfhjih kanp- menn yhar nm hai a. real stúdent og bóndi frá Þverárdal,. og Páll Vídalín sýslumaður Snæfcll- inga. Hjá honum dvaldist hún öll siðustu æfiárin, og i faðmi ástvin- anna, þar lauk hún sinni löngu,. heiðri krýndu lífsbraut. Blessun. hvili yfir minningu hennar. 5. G. Síra Haraldur Níelsson prófessor varð fyrir því slysi núua í vikunni að detta illa af hestbaki, þegar hann var á ferð um Húnavatnssýslu á leið suður. Meiddist hann talsvert á höfði, fekk snert af heilahristing. Var hann fluttur heira að Staðarbakka. En eftir símfrétt frá Lækjarmóti í morgun var hann orðinn það hress, að hann ætlaði að leggja á stað suður í morgun. Framsagnar-skemtun Guðm. Kamb- an er í Bárhúsinu í kvöld. Ceres kom frá útlöndum á miðviku- dagsmorgun. Farþegar: frúLouise Finn- bogason, kaupm. Arni Jónsson, 4rni Benediktsson og Fr. Nielsen. Gnllfoss var ófarinn frá Leith í gærkveldi að því er menn bezt vissu. Er það óþægileg og dýr töf, sem skip- ið hefir orðið fyrir. Flóra átti að fara frá Noregi þ. 19. júlí. — 1 gær hafði afgreiðslumanni Bergensfélagsins hér eigi borist neitt skeyti um það, að skipið væri lagt af stað. Viðskifti við Ameríku. Meðal farþega á Ceres var fiskkaupmaður ameríkskur, Mr. Larkins, er ætlar að stofna til talsverðra viðskifta hér, í sambandi við hr. Arna Benediktsson. Aðkomumenn: Björn Þórðarson sýslumaður frá Borgarnesi. Séra Bjarni Jónsson messar í dómkirkjunni á morgun kl. 12. Eng- in síðdegis-messa. Látin er 28. f. m. á sjúkrahúsi í Halvö á Jótlandi, jungfrú Kristín Þorleifsdóttir frá Bjarnarhöfn, eftir nær 2 ára mjög þunga legu. Hún var hjúkrunarkona, og stund- aði þau störf um tíma hér lieima, en lengst hjá frænda sínum Stefáni Stefánssyni lækni í Aars. Gerði það af alúð og mikilli umönnun. Misprentast hefir í síðasta blaðl fæðingarár frú Bergljótar Sigurðardótt- ur 1875 í stað 1 8 7 9, og nafn eins barns hennar Bjarni í stað Björn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.