Ísafold - 24.07.1915, Blaðsíða 4
ISAFOLD
Erl. simfregnir.
Opinber tilkynning
frá brezku utanríkisstjórninni
í London.
London 2i. júlí.
Skýrsla French.
Sir lohn French sendir svolátand
skýrslu 20. júlí:
Eftir að hafa gert ágæta spreng-
ingu í gærkvöldi, rétt vestan við
Chateau Hooge, sem er austan við
Ypres, náðu liðsveitir vorar hér um
bil 150 metrum af skotgröíum óvin-
anna. Þessar stöðvar hafa síðan
verið styrktar. Tvær vélbyssur tók-
um vér að herfangi og handtókum
15 menn, f>ar á meðal 2 liðsforingja.
Tvær aðrar vélbyssur ónýttust við
sprenginguna. Engin tíðindi annars
staðar.
London 20. jiilí.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Frakka 17'—19. júlf.
Alla þessa daga hefir stórskotahríð-
in í Arrashéraði haldið áfram. í
Arras uiðu spjöll mikil þ. 19. júlí
því þá var skotið 60 sprengikúlum
á borgina, Áköf stórskotahríð var
einnig i Belgíu 18. júlí, og 20. júli,
i Aisne-dal og milli Meuse og
Moselle. Enn fremur hefir verið
skotið á Rheims og Soissons.
I Argonne.
16. og 17. júlí var barist með
handsprengjum og varpsprengjum í
héraðinu umhverfis Marie Therese
og að kveldi hins 16. hrundum vér
tveim áhlaupum Þjóðverja vestan við
Bournvilles.
Sama kveldið gerðu Þjóðverjar
áhlaup í Lothringen, en var tvístrað
og sömuleiðis hjá Bar de Sapt í
Vogesafjöllum, er þeir reyndu að ná
aftur mistum stöðvum.
Aðfaranótt 19. júli miðaði oss
nokkuð áfram i framverðaskærum í
eystri jaðri Parry-skógar i Lothring-
en. Er það hjá Nanhof.
Álla þessa daga var grimm orusta
i Meushéraði. Eftir ákafa stórskota-
hrið gerðu óvinirnir þ. 17. júlí áhlaup
á stöðvar vorar frá Calonne skot
gryfjum til Les Eparges-þorps. Þeim
tókst að eins að ná fótfestu í ein-
um stað i skotgröfum sem vér höfð
um tekið 6. júlí en annarstaðar voru
þeir hraktir með miklu manntjóni.
Flokkur Þjóðverja sem komst inn
i gil nokkurt og voru þeir þar annað-
hvort drepnir eða handteknir.
Morguninn eftir var snörp fót-
gönguliðsorusta og með snöggu
gagnáhlaupi tókst oss að ná aftur
skotgröfum sem vér höfðum mist
daginn áður. Siðan gerðu Þjóðverj-
ar á oss nýtt áhlaup og létu fylgja
gusur af logandi vökva, en þeim
var hrundið. Vér unnum óvinun-
um mikið manntjón og tókum menn
höndum: 2 liðsfoiingja og rúmlega
200 liðsmenn úr þrem tvifylkjum.
20. júlí voru enn gerð áhlaup á oss
i þessu héraði, en þeim var auðveld-
lega hrundið.
Flugmenn vorir hafa aftur verið
hepnir:
19. júli elti ein af flugvélum vor-
um þýzkan flugmann og skaut vél
hans niður með vélbyssuskothrið,
rétt yfir skotgryfjum Þjóðverja hjá
Soissons. Stórskotalið vort ónýtti
flugvél Þjóðverjans algerlega,
Sama dag köstuðu fjögur loftför
Nærsveitamenn
eru vinsamlega beðnir að vitja
Isafoltlar í afgreiðsluna, þeg?r
þeir eru á ferð i bænum, einkum
Mosfellssveitarmenn og aðrir, setn
flytja mjólk til bæjarins daglega
Afgreiðslan opin á hverjum virkum
degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á
kvöldin.
vor 48 spreng:kúlum yfir járnbraut-
armótin i Challenauge, sunnan við
Vouziers.
20. júli vörpnðu 6 flugvélar
sprengikúlum yfir Colmarjárnbraut-
arstöð. Ollu þau þar tjóni miklu
á aðalstöðinni og eins á farangurs-
stöðinni. Engum sprengikúlum var
kastað á borgina sjálfa. Flugmenn
vorir komu aftur heilu og höldnu.
Leiöréttingar.
í opinberum frönskum leiðrétting-
um við skýrslur Þjóðverja 14.—16.
júli er þessa getið:
Tilraunum Þjóðvetja til þess að
rjúfa varnarlinu vora i Argonne hefir
verið hamlað síðan 13. júlí. Þær
7000 hertekinna manna sem Þjóð-
verjar tala um, er eigi tala þeirra
manna sem vér höfum mist i Arg-
onne, heldur allra þeirra manna, sem
herteknir hafa verið í þessum mán-
uði af voru liði. Á hinn bóginn
hafa Þjóðverjar beðið jafnmikið tjón.
V.,
London 21. júlí.
Útdráttur *>•
úr opinberum skýrslum Russa 18.—20. júli.
Orustan milli Weichsel og vestri
hluta fljótsins Bug varð ákaflega
grimm 17 júli. Lið vort hrundi
hreystilega af sér áhlaupum óvin
anna og heldur stöðvunum.
Hjá Lublin gerðu óvinirnir áhlaup
um alt orustusvæðið, einkum i Wil-
kolas-héraðinu. Á þvi svæði rákum
vér af oss 10 áhlaup 18. júlí.
Óvinirnir réðust á oss með miklu
liði 18. júlí á vestri bakka Wilprz
og tókst þeim að komast nokkuð
áleiðis.í Izdebno-héraði hjá Krasn-
ostaw. Lið vort beið allmikið mann-
tjón en rak þó hraustlega af hönd-
um sér áhlaupin fram á nótt. Á
eystri bakka Wieprz biðu óvinirnir
mikið tjón er þeir gerðu árás hjá
Wolica. Lágu mannabúkar í hrönn-
um fyrir framan skotgryfjur vorar.
Milli Huczwa og Bug hrundum
vér af oss mögnuðum áhlaupum og
rákum óvinina úr Metelm-skóginum.
Óvinirnir reyndu að fara austur
yfir Bug en tókst það ekki.
20. júlí færðu óvinirnir sig nær
hinum nýju stöðvum vorum, en fara
þó gætilega. Þeir hafa fært dálitið
út kvíarnar á hægri bakka Bug í
Sokal-héraði. í Riga og Shavli-
héruðunum halda óvinirnir áfram
sókn bæði með riddaraliði og fót-
gönguliði. Fyrir austan Popeliany
handtókum vér joo manns og 7
foringja og tókum 7 vélbyssur að
herfangi. Vér hrundum af oss áhlaup-
um .fyrir norðan Shavli. Fyrir
vestan Niemen tókst óvinunum að
ná nokkrum skotgröfum, sem vér
höfðum tekið daginn áður.
Framsókn Þjóðverja til Przasnysz
neýddi oss til að draga sem mest
lið saman nær Narew og breyta til
um fylkingaskipun vestan við Weich-
sel; höfum vér gert það óhindraðir.
Umsátursfallbyssur frá Novo
Georgiewsk-kastalanum skutu á fram-
fylkingar Þjóðverja 18. júlí og bar
sú skothrlð góðan árangur.
Hjá Dniestr unnum vér ágætan
sigur á óvinunum fyrir handan ána.
Þar hertókum vér 2joo Austur-
rfkismenn og 12 vélbyssur.
Frá Hellusundi.
London, 22. júli.
Sir Ian Hamilton skýrir frá því,
að á nyrðri vigvellinum hafi stiga-
manna flokkur ráðist á fremstu
skotgröf vora aðfaranótt hins 18.
júlí. Allir óvinirnir flýðu nema einn,
sem var drepinn.
19. júli komumst við á snoðir
um það hvar Tyrkir höfðu fall-
byssu til þess að skjóta á flugmenn
vora. Ein af fallbyssum vorum beindi
þá skotum sinum þangað og hitti
hana i annað skifti. Var hún ger-
ónýtt og sprengd i loft upp í 50
skotum.
Að sunnanverðu gerðu Tyrkir
áhlaup 18. júlí á nokkrar skotgrafir,
sem Frakkar höfðu tekið, en voru
þegar hraktir aftur. Bretar sækja alt-
af á, á sínu svæði, og styrkja stöðv-
ar sinar. Sums staðar auka þeir við
skotgrafir þær sem þeir unnu 12.
og 13. júli.
í gær (21. júli) tókum við dálítið
vigi með ákaflega litlu manntjóni
og áhlaup gerðum vér á samgöngu-
gröf Tyrkja og tókst vel.
Vélbyssu sem Tyrkir höfðu gegnt
vinstra herarmi vorum, ónýtti franska
stórskotaliðið. A báðum stöðum hefir
stórskotalið óvinanna verið ötuliega
að verki.
Erl. slmfregnir
frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl.
Khöfn, 21. júlí.
ítalir hafa unnið stórsigur hjá Isonso
Þjóðverjar hafa tekið Windau.
Það tilkynnist hérmeð að jarðarför
Þorbjargar sál. Símonardóttir frá
Háfi i Ásahreppi fer fram mánudag-
inn 26. þ. m. og hefst með húskveðju
kl. II f. m. á heimili hinnar látnu,
Njálsgötu 13 B.
Börn og systkini.
50 hestar af töðu óskast
keyptir. Tilboð um lægsta verð ósk-
ast fyrir 30. þ. m., merkt 101, send-
ist afgreiðslu ísafoldar.
Rauður hestur tvístjörnóttur,
marklaus, 6 vetra gamall, klárgengur,
hefir tapast frá Árbæ í Ölfusi.
Finnarrdi er vinsamlega beðinn að
koma hesti þessum að Tryggvaskála
eða Árbæ.
Hellerup Husmoderskole
BengtasyeJ 15 ved Kbhvn.
Skole og Hjem for unge Piger.
Vinterkursus beg. 4. Novbr.
Program sendes. Petra Laugesen.
Vindilmunnstykki úr rafi
hefir tapast einhversstaðar á leiðinni
frá Þingvöllum um Geitháls að Kol-
viðarhóli. Ritstj. vísar á eiganda.
Reynið Boxcalf-svertuna
,Sun6
og þér brúkið ekki aðra skósvertu
úr því.
Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup
mönnum.
Buchs litarverksmiðja
Kaupmannahöfn.
Skóverzlun
StefánsGunnarssonar
Austurstræti 3.
Nýkomið mikið úrval af
Kvenskóm, Barnaskóm og Stígvélum.
Einnig Ilskór (Sandalar), Karlm. strigaskór með leðri í kring
og Verkmannastígvél.
Húskennari
Stúlka óskast til að kenna á komanda vetri 5 börnum, 7—13 ára.
Hún verður að geta kent byrjendum pianóspil.
Tilboð óskast send undirrituðum sem fyrst og þar í framtekið kaup
fyrir veturinn eða mánaðarkaup.
R. Johansen
kaupmaður á Reyðarfirði.
TJímanak 1915
ftjrir ísíenzka fiskimetm
fsesf fjjá bóksöíum.
Bændur!
Biðjið kaupmann yðar um hið ágæta
Mc. Dougalls baðlyf
fri A. Gudmundsson,
2 Commercial-Street Lækjargötu 4
f-eúh. Reykjavík.
(Talsimi 282, Pósthólf 132).
Sá sem einu sinni hefir notað þetta fjárbað, vill ekki annað upp frá því.
Unglingaskólinn
á Sauðárkróki.
Skólaárið frá 1. nóv. til 1. mai. Kenslustundir á dag 4—5.
Kenslugjald fyrir reglulega nemendur 15 kr. yfir skólaárið. Sem
óreglulegir nemendur geta menn notið kenslu í einstökum greinum, fleiri
eða færri. — Skólinn tekur sem nemendur bæði pilta og stúlkur. —■
Umsækjendur snúi sér til undirritaðs er gefur nánari upplýsingar um
skólann.
Sauðárkróki 1. júlí 1915.
)ön Þ. Björnsson.
Wasburn, Crosby Co., Minneapolis,
Píllsbury Flour Mills Company, Minn.
United Flour Mills Company, New-York
ásamt’ennþáiýmsum stærri ameríkönskum£milnum,£hefir
A. OBENHAUPT, Reykjavií
umboðssölu fyrir.
Enginn kaupmaður eða kaupfélög ættu að ákveða sig með haúst-innkaup
sin á amerikönskum mjölvörum áður en að hafa spurst fyrir hjá mér um
verð og gæði. Verðið er hrein netto -|- fragt og vátryggingu, annar
kostnaður svo sem bankakostnaður eða ómakslaun eru ekki reiknuð.