Ísafold - 31.07.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.07.1915, Blaðsíða 1
Kemur it tvisvar i viku. Yerð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/i dollar; borg- ist .fyrir íniðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ísafoldarprentsmiftja Rltstjöri: Úlsfur BjörnsSDn. Talslmi nr. 455 Uppsðgn (skrifL) bundin við áramút, er ógild nema kom- in só til ótgefanda íyrir 1. oktbr. og sé kaupandi sknld- laus við blaðið. --------------------_-|j ,1-l-lh XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 31. júlí 1915. $6. tölublað Alþýúufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4^-7 Bœjargjaldkerinn Lanf&sv. 5 kl. 12—8 og 6* tslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og Bkrifstotfa 8 Ard,—1C öfltd. Alm. fundir fid. og ad. 8*/t sibd. Landakotskirkja. önbsþj. 9 og 6 & helfcum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfólagsakrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. K&ttúrngripasafnib opib l1/*—21/* & sunnud. PóBthúsib opib virka d. 9—7, snnnud. 9—1. Bam&byrgb Islands 12—€ og 4—6 Btjórnarr&ÓBskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. VifilstabahæliO. Heimsóknartími 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2. I»orst. I»orstcinsson yfirdómslbgm. Miðitrœti 4 uppi. Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 515. Frá alþingi. Tvö nefndarálit. Dýrtíðarnefndin, sem neðri deild alþingis kaus til þess, að gera til- lögur um dýrtílarráðstafanir, segir svo i álitrsínu: Eins og kunnugt er hafa flestar íslenzkar afurðir hækkaÖ mikið í verði á erlendum markaði. Af því hefir aftur leitt aukinn útflutning á ýmsum afurðum, frá því sem venju- legt er, og má búast við enn aukn- um útflutningi. Meiri hluti neándar- innar litur svo á, að til þess geti komið, að svo mikið verði flutt út af ýmsum innlendum vörutegund- um, að af geti orðið skaðleg þurð á þeim í landinu sjálfu og jafnvel stafað háski af, »f eigi er heimilt fyrir landsstjórnina að taka í taum- ana. Telur því meiri hlutinn brýna þörf á þvi, að heimila landsstjórn- inni að hefta útflutning islenzkra afurða, einna eða fleiri, að nokkru eða öllu leyti, ef þörf gerist. Þetta er að eins heimild, sem ætl- ast er til, að eigi verði notuð nema stjórnin teiji brýna þörf á. Væntir meiri hlutinn, að með því móti megi tryggja landsmönnum nægar birgðir, t. d. af kjöti og fiski. Til þess að létta u'ndir fyrir mönnum, að afla sér matvæla í haust og vetur, vill nefcdin leggja til þá bráðabirgðaráðstöfun að breyta fuglafriðunarlögunum i líkt horf sem þau voru, áður en lögin nr. 59, 10. nóv. 1913, gengu i gildi og láta þá breytingu haldast meðan ófriðurinn stendur. Með því verður meðal annars heimilt að skjóta rjúpur á komandi hausti, og auk þess nokkr- ar aðrar fuglategundir, sem góðar eru til matar, etr friðaðar voru með lögum 10. nóv. 1913. Með því að hér er að eins um að ræða bráða- b'rgðabreytingu og núgildandi fugla- fciðunarlög ganga i gildi, þegar ó- friðnum léttir, er það einróma álit nefndarinnar að ráðstöfun þessi sé eigi athugaverð. Þess ber að geta, að nefndin var klofin um fyrra atriðið og voru þeir þar í minni hluta Bened. Sveinsson og Þorleifur jónsson. Þeir eiga sæti í nefnd þeirri er kjöriu vartil þess, að athuga frumvarp til laga um heimild fyrir ráðherra íslands, til þess að skipa verðlagsnefn. Sú Hefnd hefir lagt álit sitt fyrir þingið og segir þar: Nefndin heffr orðið einhuga um, að nauðsyn geti verið á hafa verð- kgsnefnd, á meðan á Evrópu strið- inu stendur. Það getur verið brýn þörf að reyna að hafa einhvern hemil á, að verð á nauðsynjavörum fari ekki upp úr öllu valdi, að óþörfu, eða einungis fyrir óhóflega álagningu seljanda. En hinsvegar dyldst nefndinni ekki, að mjög verður að gæta þess að fara varlega í þessar sakir, svo að eigi sé heldur þröngvað kosíi seljanda, og að frjáls og eðlileg samkeppni bíði sem minstan hnekki. Enda mun nefnd sú, er skipuð var 13. okt. f. á., hafa verið mjög gætin f þessu máli. Það, sem sumir nefndarmenn voru í nokkrum vafa um viðvíkjandi þessu frumvarpi, var það, hvort nauðsyn bæri til þess, að heimild væri til að á- kveða verðlag á innlendum nauð- synjavörum, og hvernig því mætti viðkoma í framkvæmdinni. Vér getum 11 ú ekki séð, að tals- mál geti orðið um að áfkveða verðlag á þeim innlendum afurðum,sem ætl- aðar eiu beint til útflutnings, — þar skapar heimmarkaðurinn verð- ið — enda getur það ekki náð nokkurri átt, að fara að setja nein- ar hömlur fyrir þvi, að framleið- endur megi selja vörur sínar þv. verði, sem boðið er í þær erlendis frá, svo að heimild um að ákveða verðlag á innlendum vörum d ekki og md ekki ná til annara en þeirra kaupmanna, eða seljenda, er selja til neyslu í landinu, með uppskrúf- uðu, óhæfilegu og óviðeigandi verði, frá því sem þeir hafa borgað fram- leiðendum. Þegar þessa er gætt, sjáum vér ekki neitt verulegt við það að at- huga, þótt ákvæðið standi um að innlendar nauðsynjavöiur geti einnig heyrt undir þetta, þar sem hugsanlegt er,að smásalar og millimenn,sem selja til neyslu í bæjum, kynnu að nota sór neyð, og setja óhóflega hátt verð á vöru slna, og það er i þeim til- fellum, að heimildin á við. Sveinn Björnsson skrifaði undir þetta nefndarálit með fyvirvara. Þingsál.tillðgur. Tiliaga til þingályktunar um verk- mannamálið. Flm. Sk. Th. Neðri deild alþingis, að skora 1. ráðherra íslands: 1. Að útvega sem gleggstar upplýsingar um verkmannalöggjöfina í þeim löndum, þar sem hún er full- komnust, svo sem um slysa-ábyrgð verkmanna, um sjúkra-, atvinnuleysis- og elli styrk verkmanna, um vinnu barna og kvenna f verksmiðjum o. fl. o. fl. — og leggja skýrslurnar síðan fyrir næsta alþingi. 2. Að semja og leggja fyrir næsta alþingi lagafrumvörp, er lúta að hinu ýmsa, er í fyrsta tölulið greinir. Tillaga til þingsályktunar um hús- mannamálið. Fl.m.; Sk. Th. Neðri deild Alþingis ályktar, að skora á ráðherra íslands: I 1. Að útvega sem allra gleggstar skýrslur um lánsstofnanir, húsmanna- stéttinni til handa, sem og um styrk- og liuveitingar ýmiskonar, sem vant er að veita húsmanna félögum — eða mönnum nefndrar stéttar —, i >eim löndum, þar sem kjörum hús- manna-stéttarinaar mest er farið að sinna, og leggja skýrslurnar siðan :yrir næsta alþingi til yfirvegunar. 2. Að útvega ennfremur og leggja yrir næsta alþingi, sem allra glegst- ar skýrslur um alt, er að húsmanna- öggjöfinni lýtur, í þeim löndum, ?ar sem hún er fullkomnust, eða hús- mönnunum, og þá og þjóðfélaginu heild sinni, hagkvæmust. 3. Að leggja síðan fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um skip- un milliþinganefndar, til að íhuga, og gera tillögur um, heppilega laga- setniugu, til eflingar efnalega sjálf- stæðri, og vel mannaðri, húsmanna- (og þurrabúðar- og grasbýla-) stétt i landinu. ^ Frumvörp. 79. Frumvarp til laga um lög- gilta vigtarmenn. 1. gr. í kaupstöðum og kauptún- um landsins skulu vera löggiltir vigturmenn, svo margir, sem þörf er á. Lögreglustjórar tilnefna þá, hver í sínu umdæmi, og gefa þeim erindisbréf. 2 gr. Þóknun fyrir starfið greiða þeir sem þá nota, eftir samkomu- lagi, þó aldrei minna en 75 aura um klukkustund. 3. gr. Lög þessi öólast gildi x. janúar 1916. Fallin frumvörp. í gær féllu við 2 umr. í neðri deild al- þingis frv. til. laga um forkaupsrétt landssjóðs á jörðum og frv. til laga um heimild til að selja hálfa jörðina Möðruvelli i Hörgárdal. Úrslitakappleiknum um Reykjavikurhornið milli knatt- spyrnufélaganna Fram og Reykjavík- ur lyktaði svo, að Fram vann horn- ið með 2 mörkum gegn 1 (1—1; 1—0). Svo var leikurinn jafn i þetta sinn, að búa mega Frammenn sig vel undir næsta árs kappleika, ef þeir eiga þá að vera öruggir um að halda báðum gripunum, sem nú eru í þeirra vörzlu, íslandsbikarn- um og Reykjavíkurhorninu, enda má nærri geta, að Knattspyrnufélag Reykjavíkur unir því illa, að hornið, sem það félag hefir gefið til að keppa um, og er hinn bezti gripur, er kostað hefir á 3. hundráð krónur, verði til lengdar i annara höndum. Hins vegar má geta þess, Fram- mönnum til hugarléttis og afsökun- ar, að þá vantaði i þetta sinn bezta framleikara sinn, verzlunarmann Pét- ur Magnússon. Framsagnarkvöld Guðmundar Kamban, Einn og einn koma þeir fram, is- lenzkir listamenn, hver i sinni grein, og hvenær sem einhver bætist við hópinn, er eins og blíður blær von- anna strjúki okkur um vangann. Við erum svo vanir við andlega kuld- ann, og gróðurleysið undir eins og kemur út fyrir bragarrúnið gamla, að við verðum bæði fegnir og hissa þegar við heyrum eða sjáum eitt- hvað nýtt, sem ekki hefir dafnað hér áður. Svona er það þegar Haraldur i Kallaðarnesi sezt við hljóðfærið. Þá gleyma allir hve hörmulega fátæk- leg Bárubúð er, og kvalabekkirnir, sem þeir sitja á, verða að dúnmjúk- um dýnum. Tónarnir lyfta þeim inn í nýja heima og þeir finna að munurinn á hversdagslist og sannri list er eins og munurinn á flugi hænsna og svana. Hvort- tveggja er kallað flug, en annað er jarðbundið, hitt loftfrjálst og fult að fegurð. — En eg ætlaði að segja fáein orð um framsagnarkvöld Guðmundar Kamban, laugardaginn 24. þ. m. Það er síðasta nýungin, sem lifgað hefir upp i fásinninu hérna i sumar. Eng- inn sem heyrði getur efast um, að þar var kominn islenzkur listamaður i grein, sem litið hefir verið stunduð hér og enginn íslendingur lœrt til hlítar áður. Frá náttúrunn- ar hendi hefir Guðm. Kamban fagra og auðuga rödd, næman smekk og leikaiahæfileika, en þessar gáfur hefir hann tamið undir handleiðslu ágætis kennara og snillings i fram- sagnarlist; sá maður er P. Jerndorf. Guðm. Kamban hefir og farið víða um Danmörku með list sina og er þvi vel heima á leiksviðinu. Efnisskráin var þessi: Gunnarshólmi. Upphafið á »Kát- um pilti« (þýðing Jóns Ól.). Ákvæða- skáldið (þýðing Matth. Joch.). Dóra (sögukafli eftir Dickens). Kafarinn (þýð. Stgr. Th.). En hvað það var skrítið, eftir Pál Jónsson. Skifærden (úr Arnljót Gelline eftir Björnson). Faxi (sögukafli úr Skírni eftir Guðm. Kamban). Eins og menn sjá slær efnið á marga strengi og ólíka. En Kamban kunni tök á þeim öllum og skeikaði örsjaldan. Yfir meðferðinni var frjáls og persónulegur blær. Orðin fengu ekki að eins rödd, heldur og hold og blóð. Þau urðu að lifandi athöfn. Sliku eru menn óvanir hér, og sum- ir halda jafnvel að það sé óeðli, ef framsegjandinn sýnir lífsmörk á sér. En mér var skemt. Og þegar hlé vatð á, þótti mér sem ótal islenzk kvæði og sögur væru kongsdætur í álögum, er biðu þess að kongssonur úr riki listariunar kæmi og leysti þær, til að leiða þær fram i fullri fegurð. Eg óskaði þess að Guðm. Kamban mætti enn oft lesa fyrir okkur, og eg hlakka til að heyra hann næst. G. F. ---- c»0- t Frö Bergljót Sigarðardóttir. Enn stendur borð og stóll og rúm, enn stígur ljós, og sígur húm: en hún sem af sinni auðlegð gaf því anda — horfin burt! Á gleðistund þinn hlátur hrein sem hryndi perlur nið’r á stein. Nú döggva tár þitt dökkva hár — og þyngst er hljóðlaust hljóð. í móðurástar himin hátt þú hendur teygðir dag og nátt: þú gekst þar frá, en gómum á þú gullduft með þér barst. Og þegar börnum þínum finst, að þau sé glödd, er varir minst: þá ert það þú — sem býr til brú frá barnsins sál til þin. Hvert böl þins manns, sem batnað var, þig biður fyrirgefningar: það vildi heitt, hvert eitt, hvert eitt sig fegið bjóða fram. Guðmundur Kamban. Eftirfarandi kvæði barst próf. Har. Nielssyni með símanum i gær, rétt áður en jarðarför konu hans hófst. i.as dócent Sig. P. Sivertsen það upp á eftir húskveðjunni: Við burtför frú Bergljótar Sigurðardóttar. Nú opnaði loksins þér ljósheimagöng vor líknsemdar faðirinn góði; og hugur er fullur af hátíðasöng og heitur af þakklætis-óði. Þvf, ljúfa, þú skilur ei vinina við og vinirnir takast ei frá þór; og maðurinn sterki, sem stóð þór viðhliS, hann stendur að eilífu hjá þór. Hann gat elgi haldið í höndiua’ á þér nó huggað á æfinnar kveldi, þá var hann að kunngera' oss kraftaverk hór, með kærleikans heilaga eldi. Og sársaukinn brendi í bæninni hans, er bað hann um líkn handa þjáðum,1) en þá varstu elumitt í lending þínslands, sem löngu var kunn ykkur báðum. Og brosandi róttir þór hugur minn hönd og honum, sem enn þarf að stríða; þið gáfuð mór samúðar blessuðu bönd og þá blessun, sem gjöreyðir kvíða. Eg veit það að engum er einmana kalt, 8em umkringir trúmálavörnin, en guð minn, ó guð minn, er umvefur alt, nú annast þú manninn og börnin, Ólöf Sigurðardóttir, frá Hlöðum í Eyjafirðl. J) Prófeasor Haraldur Níelsson var staddur norður á Akureyri, er kona hans lózt. Hann hafði flutt þar þrjú erlndi; eitt þeirra var um »kraftaverk- in fyr og nú«. Sunnudaginn hinn 18. júlí pródikaði hann í Akureyrarkirkju, en hafði þá um morguninn fengið þá fregn með símanum, að konu hans hefði mjög þyngt á laugardaginn. Hér er átt við bænina á undan pródlkun. Síðar fróttist norður, að frú Bergljót hafði andast nákvæmlega um sama leyti og guðsþjónustan var að byrja. Ólöf á Hlöðum kyntist þeim hjón- um hór Byðra í fyrravor, og þær frú Bergljót skrifuðust á síðan. — H. N. helmsótti og Ólöfu í ferðlnni, bœði á Hlöðum og á Akureyri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.