Ísafold - 31.07.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 31.07.1915, Blaðsíða 3
ISAFOLD íþróttasamband Islands. Á síðasta aðalfundi í. S. í., þ. 27. f. m., var gerð sú breyting á lögum sambandsins, að aðalfundur skuli haldinn í april hvert ár i staðinn fyrir í júni, og verður starfsárið þá frá 1. apríl til 31. marz. Með þessu móti byrjar það um leið og aðal- æfingatíminn fyrir útiæfingar. Önnur lagabreyting var gerð, sem sé að ársgjöld félaganna leggjast niður. Þessi lagabreyting var samþykt eftir tiliögu stjórnar í. S. í., sem hafði fengið þá reynslu, að mörg smærri félög gengju eigi i samband- ið, af því þeim þótti of mikill kostn- aður við það, en félögin fáliðuð og efnalitil Væntir stjórn í. S. í. að öll íþrótta félög, sem ekki þegar eru í samband- inu, gangi nú þegar í sambandið og tilkynni það formanni þess, A. V. Tulinius, Reykjavik. Er það skil- yrði fyrir þáttöku iþróttafélaga í leikmótum innan sambandsins, að þau séu i sambandinu. Stjórn í. S. í. hefir i vor gefið út bók um leikreglur og önnur ákvæði um íþróttir, sem er alveg nauðsyn- leg bók fyrir alla íþróttamenn og félög að eiga. í þessari bók eru m. a. reglur um allar almennustu iþróttir, svo sem aflraunir, glímur (islenzka, grisk-rómverska og hrygg- spennu), hlaup, köst, stökk, sund 0. fl., en reglur um knattspyrnu, skíða hlaup, skautahlaup verða gefnar út að vetri, með því reglur þessar eigi voru fullsamdar þegar bókin kom út i vor. í. S. í. er einnig að vinna að því með aðstoð beztu glímumanna vorra, að gefa út kenslubók i islenzkri glímu, og er þegar búið að taka l'jölda mynda af brögðum, vörnum o. þ. h. Bók þessa vonar stjórn í. S. í. að geta gefið út l vetur komandi. Verð- ur hún fyrsta kenslubókin, sem gef- in verður út af í. S. í., verður vand- að til hennar sem mest má verða, enda þess mikil þörf, því nú þegar eru útlendingar farnir að æfa islenzka glímu, t. d. í Stokkhólmi er hún mikið æfð og ætla Svíar að ná i bikarinn frá Hallgrimi við næstu olympiska leiki, en vonandi hepnast það ekki, því vafalaust verða margir góðir drengir til þess að verja bik- arinn við það tækifæri með Hall- grimi. Ef rétt er glímt og rétt vörn er notuð, er islenzka glíman eigi hættu- legri en hver önnur iþrótt, það rnunu menn fljótt sjá þegar glímu- bókin er komin út. Ætlun í. S. í. er smátt og smátt að gefa út kenslubækur í iþróttum og efumst vér ekki um að þingið styrki sambandið til þess með þvi að hækka ársstyrk þess eftir þörfum. í stjórn sambandsins eru nú: A. V. Tulinius (form.), G. Björnson (varaform.), Matth. Etnarsson (féhirð ir), Jón Ásbjörnsson (gjaldkeri) og Benedikt G. Waage (ritari). færið til þess að koma fram innlim- uninni sem mishepnaðist með stöðu- lögunum 1871? Munu Danir skoða stjórnarskrá vora sem nokkurs konar grein af sinni stjórnarskrá, fjuir ríkishlutann ísland? — Verður ísland skoðað sem háð dönsku stjórnarskránni (grund- vallarlðgunum) og Islandsráðherra að eins partur af danska rdðaneytinu þar sem hann verður ekki einungis »bor- inn atkvæðum* i vafaatriðum um sérmál og sammái, heldur líka bor- inn atkvæðum við uppburð sjálfra sérmálanna? *— Verður íslenzka heimastjórnin og stjórnarskráin ekkert annað en sérstök reglugjörð fyrir ísland af Dönum og óbreyt- anleg nema með þeirra samþykki — eða með öðrum orðunt innlimnnin fullkomnuð og síðan innsigluð með samþykki voru á ríkisráðs-orðatiltæk- inu? Þetta var auðsjáanlega meira en lítið ábyggjuefni fyrst í stað. Hvað seqir reynslan? En hvað segir nú reynslan um þetta og hvernig sker hún úr þess- um vafaatriðum? í fyrsta lagi sannaðist við næsta tækifæri að ráðuneytin eru tvo en ekki eitt, aunað danskt og hitt íslenzkt, Danska stjórnin útnefnir ekki íslands- ráðheira, heldur gerir fslenzk stjórn það og ráðuneytin taka við völdurn, starfa og fara frá, hvort öðru óháð — Ríkisrétti vorum er hér ve borgið. I öðru la$i leiðir það af stjórn- skipulegum reglum að konungur getur tneð íslandsráðherra einum staðfest íslenzk lög, jafnvel þótt allir Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezku ntanrikisstjórninni i London. London, 24. júli. Útdráttur úr opinberum skýrslum Frakka 21.—23. júli. Á þessum tíma hefir verið mjög hæg viðureign yfirleitt, og ekkert er að frétta, nema hvað stórskotaliðið íefir endrum og eins gert harðar iríðar. í Apremont-skógi gerðu óvinirnir áhlaup 10. júlí, hjá Tete á Vache og Lavaux Fery, en voru algerlega iraktir. Daginn eftir náðu óvinirnir fótfestu í fremstu skotgröf vorri í eystra jaðri Argonneskógar og beindu ákafri stórskotahríð á stöðvar vorar umhverfis Apremont og í Le Pretre- skógi, þatin dag allan og daginn eftir. 22. júlí tókst einni liðsveit vorri að breyta víglinunni hjá Barratolle oss í hag, með því að ná á sitt vald óvinaskotgröf eftir harða kúlna- hríð úr fallbyssum og riflum. í Arracourt-héraði svöruðum vér fall- byssu-skothríð óvinanna í sama tón, og hröktum framverði Þjóðverja, er voru þó liðmargir. Meðan þessu fór fram komumst vér aftur í skotgrafir, sem vér höfð- um mist hjá Le Pretre-skógi og hrundum tveim gagnáhlaupum. Biðu óvinirnir þar feikna mikið mannfall. I Vogesafjöllum 20. júli urðu margar fótgönguliðs- skærur i Fecht-dalnum norðanverð- um. Þar náðum vér nokkru af varnavstöðvum Þjóðverja og sóttum litið eitt fram i Linge hlíðum. 21. júlí var nær 20 sprengikúlum skotið á St. Die. 20. og 21. júli stóðu ákafar or- ustur á hæðum Litla-Reichacherkopf. Vestan við Munster gerðum vér áhlaup, en Þjóðverjar svöruðu með þvi að gera 9 gagnáhlaup. Þrátt fyrir ákafa sókn af þeirra hendi var öllum þessum áhlaupum hrundið, og biðu þeir mikið manntjón. Vér tók- um einnig skotgröf, 120 metra langa og héldum henni. Norðan við Munster styrktum vér stöðvar, sem vér tókum hjá Le Linge. Þar handtókum vér 109 menn. 22. júlí tókum vér tindinn á Le Linge og náðum fótfestu sunnan við hann, hjá Schatzmanns-grjótnámu og í Barrenkopin-skógi. Daginn eftir I beindu óvinirnir ákafri stórskotahríð á þessar stöðvar. Komust þeir inn á varnarsvæði vort, en voru hraktir þaðan með grimmilegu gagnáhlaupi. FlugferBa-afrek. 20. júlí skutu flugmenn vorir á járnbrautamót Conflans en Jarnisy. Voru þeir þar saman 31 maður. Börðust þeir við flugmenn óvinanna og ráku þá á flótta, og kviknaði fljótlega i einu loftfari þeirra. Sama dag skutu 2 flugmenn á járnbrautarstöðina i Colmar. 21. júli vörpuðu flugmenn vorir sprengikúlum á Autrey, sem er norð- vestan við Binarville. 21. júlí reyndu flugmenn óvin- anna að skjóta á birgðastöðvar vor- ar, en varð ekkert ágengt. 22. júlí varpaði flugvélafloti 28 sprengikúlum á járnbrautarstöðina i Conflans en Jarnisy og neyddi tvo flugmenn óvinanna að leita lands hjá sinum eigin stöðvum. London, 24. júlí. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa 21.—23. júti í Eystrasalts-héruðunum hafa stað- ið smáorustur fyrir vestan Mitau og óvinirnir draga lið saman fyrir vest an veginn milli Mitau og Shavli. Övinirnir hafa tekið Ianichki- þorpið og sækja nú fram til suð- austurs. A Tuckum-veginum hand tókum vér nokkra menn, þar á meðal foringja, sem voru á njósm um. Handan við Niemen stóð grimm orusta hjá Jessia-fljóti fyrir norð- vestan Kovno. A vígvellinum. hjá Narev skutu óvinitnir á Ostrolenka og reyndu að dönsku ráðherrarnir mæltu á móti. Um neins konar »atkvæðagreiðslu« i líkisráðinu er því ekki að ræða. I priðja laqi hefir konungur og Danir beinlínis lýst því yfir skýrt og skormort tii hvers samseta ráðuneyt- anna sé gerð og að hún sé ekki gerð til þess að hlutast neitt til nm viðnr- kend sérmdl vor. Uppburður sér- málanna er því »viðurkent sérmál«, hvað sem hver segir. Af þessu sést að ríkisráðsetan á ekkert skilt við innlimun sein land- varnarmenn óttuðust, nema því að eins að vér sjdlfir viljum haida áfram að staðhæfa slikt. Frá Dana sjónar- miði er þetta ekki annað en einfalt sambandsatriði. Og til þess að taka af öll tvímæli og allan ótta um inn- limun, eða alla slika dýpri þýðingu »rik- isráðssetunnar«, þá bjóða þeir oss aðra tilhöqun með samningi við sig. Hvað þýðir þá »samsetan*, og til hvers er hún gjörð? Bezt er að taka orð forsætisráð- herrans sjálfs þar sem hann skýrir þetta (í tikisráðinu 19. júní 19x5). Samsetan er *til pess að haja ákveð- inn stað par sem rœða meqi 0$ tjar- lœqja vajamdl, er koma kynnu fram — frá hvorri hlið sem er — um takmörk hins sérstaka o% sameiqinleqa löqqjafarvalds«. Með öðrum orðum: »samsetan« er ekki annað en sameiginkq úrskurðar- nefnd um vafamál, sem liggja á tak- mörkum sammálanna og sérmála vorra og sérmála Dana. — Ekki hallað hársbreidd á ríkisrétt vorn I — Ef nokkuð er hér að athuga, þá er það sjdlft sambandið við Dani, i heild sinni, af þvi að þeir eru sterkari, en ekki þetta atriði, því að »samsetan« Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar i afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð i bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. ná á sitt vald brúarsporðinum. Þeir halda enn látlaust áfram þessum til* raunum. A eystri bakka Narew-fljótsins réðumst vér á óvinina og hrukku þeir fyrir. í þeirri orustu réðust Kósakkar á þýzka liðsveit og strá- drápu hana. Fyrir vestan Weichsel gerðu Þjóð- verjar árangurslaust áhlaup og biðu mikið manntjón. Milli Lublin og Cholm stendur grimm orusta og veitir ýmsum bet- ur. Óvinirnir hafa engum sigri að fagna, og 20., 21. og 22. júlí hrökt- um vér þá á þrem stöðum og unn- um þeim mikið tjón. Einkum varð mikið mannfall í miðfylkingunum, þar sem þýzku herfylkingarnar voru fyrir. 21. júlí stöktum vér öllum óvin- unum burtu af eystri bakka Bug- fljótsins í Galisíu og handtókum 2500 manns. Daginn eftir gerðu óvinirnir grimmileg gagnáhlaup, en þeim var hrundið, og hrukku óvin- irnir fyrir að úthverfum Sokal. Vér handtókum margt manna. Meðal annars alla þá sem eftir lifðu af 10. austurríska Jáger-herfylkinu, og þar á meðal yfirforingja þess. — Fallbyssur vorar strádrápu varalið, sem óvinirnir sendu fram, svo það komst eigi í skotgrafirnar gegnt oss. eða annað sameiginlegt úrskurðar- vald ertvímælalaus nauðsyn fyrir báða aðila, og eklri siður fyrir oss en Dani, á meðan nokkurt sambaud er 1 Svona horfir nú málið við fyrir löngu, rétt skoðað. — Og hvi skyld um vér endilega vilja skýia afstöðu vora verri en hún er? Hversvegna ákalla hættuna ? Hversvegna ætla þar illar hvatir, þar sem ekkert kem- ur í ljós annað en velviljuð eftirláts- semi ? Liklega skilst mönnum nú vegna hvers Danir þvertaka fyrir það að afneœa þetta sameiginlega úrskurðar- vald, nema jafntrygt form sé fundið og um samið. — Sarna eigum vér að gera. Annaðhvort sameiginlegt úrskurðarvald eða ekkert sambandl Það leiðir af sjálfu sér. Það getur ekki komið til mála að annar aðil- inn megi grauta í sambandinu og sammálunum eða hnoða þau i hendi sér eftir vild, og heldur ekki værum vér bættir með því að afnema alt sýnileqt Jorrn fyrir sameiginlegu úr- skurðarvaldi, og fá svo á hálsinn málaskoðun á bak við tjöldin og ekkert birt um ágreiningsatriðin — fá ekkert annað en blátt áfram stað- festingarsynjun konungs. Af þessu sést, að jafnvel þótt vér hefðum haft mál vort fram um það, að afnema »samsetu ráðaneytanna*, sem venjulega hefir verið kallað inn- limunarmeinlokuorðtækinu »að taka íslandsráðherra út úr rikisráðinu*, þá hefðum vér staðið engu betur að vigi en vér stöndum nú, nema að því leyti ver, að sambandstilhögunin var þá óeðlilegri og meira á huldu. — Enqin innlimunarhcetta héðan aj. En hugsum oss það óliklega að Danir færu nú alt í einu að snúa við blaðinu og færa »ríkisráðssetuna« sem sönnunargagn fyrir innlimun — þá mundi slíkt ekki hafa við neitt að styðjast annað en það að því hefði verið haldið fram af heil- um stjórnmálaflokki á sjálfu íslandil — Alt annað mælir á móti og ekki sizt framkoma Dana. Öll stjórm málabarátta vor er líka í sinu insta eðli eitt einasta mötrncsli qe%n inn- limun, — og auðvitað landvarnar- baráttan ekki sizt, svo formgölluð og steingjörð sem hún varð og ófær til þess að hagnýta sér breytlar ástæður. — En Danir gera petta ekki. Ef þeir á annað borð tala um innlimun, þá byggja þeir alls ekki á neinskonar játun eða viðurkenningu af vorri hendi og þvi síður á ein- hverju mismæli voru eða misskiln- ingi — þetta vita allir sem þekkja þá vel og um það tjáir ekki að ef- ast. Danir tala aldrei um hvað nú þegar sé lögfest i þvi efni, heldur um það hvað sé haqankqt, og þar er þið eiginlega sem allur ágrein- ingurinn stendur, þangað til oss vinst mannræna til þess að kveða upp úr með það skýrt og skorinort hvað vér viljum. Þegar þeir hafa sannfært sig um það alveg ótvírætt, þá hygg eg að allri mótstöðu af þeirra hendi sé lokið. — En bæði hljóta að ganga nokkur ár í það fyrir oss sjálfa að komast að niður- stöðu og svo einhver timi fyrir Dani að átta sig á þeirri niður- stöðu og sætta sig við hana. Yrði sú niðurstaðan, að það sé ósk- þjóðarinnar að slita sambandinu við Dani, án þess að reyna það i frjálsu formi, þótt Danir vildu leyfa slikt, þá er þó að minsta kosti ómöqukqt að byggja skilnaðinn á ágrein- ingi út af ríkisráðsmálinu, því að eins og það hefir verið rekið hing* að til, hafa Danir haft réttara fyrir sér, samræmari og rökvisari hugs- unargang heldur en vér. Nú eru fengin þau úrslit á rikis* ráðsmálinu að í stað ríkisráðsorðanna í stjórnarskrá vorri er konungi falið að ákveða hvar mál vor skuli borin upp fyrir sér. — Auðvitað varð eng* in breyting við það á »ríkisráðsset- unni« og villandi að gefa í skyn að íslenzk stjórnarvöld muni i reyndinni geta breytt nokkru til um það án samninga við Dani — meðan sam* bandið varir — þótt slikt væri hugs- anlegt jormsins veqna. Með öðrum orðum: Þótt vér höfum engu lofað um það, að reyna ekki til að breyta þvi, þá mundi sú tilraun stranda á neitunarvaldi konungs. Mér þykir einkennilegt að halda þvi fram að Danir leggi mikið upp úr því að »samningsbiuda« oss um þetta atriði. Þeir þurfa enga samninga, því að þeir geta einlægt neitað um breyt- ingu á þvi. — Þeir kunna að hafa viljað láta oss hætta að fárast út af þessu, og pað eigum vér að gera. Þessi hlið »sjálfstæðisbáráttunnar« á að hverfa úr sögunni því að hún er oss ósamboðin, bygð á röngum grundvelli og leiðir, sem áður sagt, ekki til neins gagns þótt hún ynnist. — Héðan af á barátta vor að heyj- ast á sannara grundvelli og mun þá sjást og sannast að »ríkisráðsset- an« er enginn þröskuldur, þótt ein- hverjir muni máske nú i svipinn þykjast standa illa að vígi til að við- urkenna það. Frh. Halldór Jónasson. \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.