Ísafold - 31.07.1915, Blaðsíða 4

Ísafold - 31.07.1915, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Utdráttur úr opinberum skýrslum Rússa 24.-28. júlf. í Eyslrasaltslöndunuiii er engin breyting. Suðaustur af Koves höfðu óvinirnir haft framgang en voru reknir til baka með gagnáhlaupum nóttina milli 25. og 26. júli yfir Jessia-fljótið. Á herlínunni við Narew gerðu óvinirnir áköf áhlaup á eystri bökkum Pissa, en þau voru árang- urslaus og mannfall þeirra var mik- ið. Á herlínunni Ostolenka—Rog- han hröktum við endurtekin áhiaup og eyddum tilraunum til að komast yfir Narew. Á herlinunni Roshan— Pultask tókst óvinunum að koma nokkrum hluta liðs síns yfir á vinstri bakka fljótsins, og við Sierok bættu þeir við miklu af varaliði, en með heppilega stjórnuðu gagnáhlaupi tókst okkur að hrekja mest af liðinu til baka aftur í algerðri óreglu, Við eitt þorpið tókum við 700 fanga og margar vélbyssur. Á vinstri bakka Weichselfljóts gerðum vér happasælt áhlaup og hröktum óvin- ina til baka, hér um bil 20 mílur suðvestur af Warschau. A líuunni Lublin—Cholm neyddum vér óvin- ina til að stanza. 10 mílum suður af Cholm tókst óvinunum að ná nokkru af varnarvirkjum okkar en með gagnáhlaupi tókst okkur að ná þeim aftur. Norður af Grukreszow gera óvinirnir áköf áhlaup, en sem jafnóðum er hrundið. Hersveitir okkar hafa gert hraustleg gagnáhlaup nálægt Ammpol. Við Bug hefir verið barist af mikilli grimd í Socal- Potwizyla-héruðum, og þar hefir óvinunum tekist að' koma nokkrum hluta liðs sins yfir fljótið. London, 28. júli. Hér fer á eftir útdráttur úr opin- berum skýrslum Frakka 24.—27. þ. mán. — Margar stórskotaliðsorustur hafa staðið, einkum i Souchez héraði, hjá Soissons, Rheims, Pretreskóginum, og syðri hluta Woevrehéraðs. Hand- sprengjuorustur hafa orðið á nyrðri bakka Aisne, í Troyonhéraði og einn- ig i Champagnehéraði, á herlinunni Perthes — Beausejour. — Vér hrundum hæglega áhlaupum óvinanna nóttina 26.—27. þ. mán. hjá Layon Binarville og hjá La Ha- raze. — Allhörð orusta varð í Vo- gesafjöllúm. 23. júli gerðu Þjóð- verjar mörg áhlaup, en vér hrund- um þeim öllum. Aðfaranótt 23. þ. mán. náðum vér þýðingarmikilli þýzkri aðstöðu, milli 627. hæðarinn- ar og Launoisþorpsins. Vér náðum einnig nokkrum húsum í syðri hluta þorpsins. Vér tókum 11 fyrirliða og 825 liðsmenn höndum, og voru 70 þeirra særðir. Vér náðum 6 fall- byssum að herfangi. 26. þ. m. styrktum vér stöðvar vorar á Lingekopf-fjalli og þegar vér tókum skarðið milli Linge og Quarries gerðu óvinirnir þrjú gagn- áhlaup, sem vér hrundum. Óvinirnir hafa skotið á Schlucht- skarðið. Þýzkt loftfar var skotið niður hjá Bethancort og var flugmaðurinn tek- tnn höndum. Flugmenn vorir hafa kastað sprengikúlum niður á stöðv- ar óvinanna hjá Nanbellois fyrir norðan Montfancon. London 30. júlí. Sir John French, yfirhershöfðingi brezka liðsins í Frakklandi, hefir sent eftirfarandi skýrslu: Smáorustur hafa orðið hingað og þangað síðustu dagana, einkum stór- skotaliðsorustur, engin. fótgönguliðs- orusta. Óvinirnir sprengdu þrjú tundurhylki hjá Stoloy og eitt hjá Givenchy. Aðeins eitt þeirra gerði nokkurt tjón, og það lítið. Vér sprengdum tundur 26. þ. m. fyrir norðan Zwartolun, og eyðilagði það 20 metra af varnarvirkjum óvinanna. 25. þ. m. skaut einn flugmanna vorra niður þýzka flugvél. Féll hún niður á stöðvar vorar fyrir austan Zillebeke. ,Goðafoss‘ kom til Kaupmannahafnar í fyrra- dag (fimtudag). Skipið fór frá Fá- skrúðsfirði síðasl. laugardagskvöld og hafði meðferðis m. a. um 1200 balla af ull. Bjuggusst menn við því að skipið mundi verði tekið af brezkum herskipum og flutt til Kirkwall og uliin tekin úr þvi. En svo varð þó ekki. Hellerup Husmoderskole Bengtasvej 15 ved Kbhvn. Skole og Hjem for unge Piger. Vinterkursus beg. 4. Novbr. Program sendes. Petra Laugesen. Pvi eiga aííir híenzkir sauðfjdreigendur að eins að noía Coopers badípf? Undirritaður opnar saumastofu sina 1. október n. k. Vegna þess: Það er aðal sauðfjárbað heimsins; notað full 70 ár og árlega framleitt af því nægilega mikið til bððunar á 260 miljónum f]ár. Það er lögleitt til sauðfjárböðunar í öllum helztu fjárræktar- löndum. í húsi Ólafs kaupmanns Arnbjarnar- sonar í Keflavík. Öll vinna fljótt og vel af hendi leyst. P. t. Búðardal 22. júlí 1915. Guðm. Illugason, klæðskeri. Blómadag hefir kvenfélagið Hringurinn 2. ágúst. Það er eina baðlyfið sem aiþingi íslendinga hefir sérstaklega mælt með og óskað að yrði notað í landinu. Það er áhrifamikið; útrýmir allskonar óþrifum, bætir og eykur ullarvöxtinn. Á landbúnaðarsýningum hefir fé, baðað úr því, hlotið langflest verðlaun. Það er ódýrt og handhægt í notkun; kostar 3 til 4 aura á kind; íslenzkar notkunarreglur á umbúðunum. Það fæst í stórkaupum hjá G. Gíslason & Hay, Leith og Reykjavík. Áríðandi að pantanir séu sendar sem fyrst svo hægt se að koma baðlyfjuuum um alt landið i tæka tíð. Kvenfél. Hringurinn selur blóm 2. ágúst til ágóða fyrir sjóð sinn, en félagið hefir með höndum líknarstarfsemi, eins og kunnugt er, styrkir berklaveika sjúkiinga héðan úr bænum í Heilsuhælinu, eftir því sem efni sjóðsins leyfa. Má því telja sjálfsagt að ibúar höfuðstaðar- ins, þeir sem heima verða 2. ágúst,- keppist um að kaupa blóm Hrings- ins. — Það er hin allra fyrirhafnar- minsta og ódýrasta aðferð til að %era S’Ott. ínlenzku kolin voru reynd í eld- húsi Þinghússins í gær. Oss var tjáð að þau hefðu reynst fremur vel. Ceres fer til útlanda í dag kl. 6. Hey kemur nú mikið til bæjarins á degi hverjum. Er það óvenjulega fallegt, grænt og ilmandi. Messað á morgun kl. 5 síðd. í dóm- kirkjunni (síra B. J.), en engin há- degismessa. Trúlofun sína hafa nýlega opiuber- að þau Arni Arnason læknir í Búðar- dal og jungfrú Guðlaug Sigurðardóttir (læknis Sigurðssonar). 2. ágúst verður efnt til skemtunar á íþróttavellinum í minningu þjóð hátíðar íslendinga, Þar verður hljóð- færasláttur, dans og annar gleðstapur. Þá fer og fram dráttur l »Happdrætti íþróttavallarins«. -----------------------. ' Fátækt í Berlín. Fátækt er nú meiri í Berlínarborg en dæmi eru til áður í nokkurri þýzkri borg. 141.660 fjölskyldur voru á sveitinni í júnímánuði. — í ágústmánuði í fyira, þegar ólriður- inn hófst, voru aðeins 62.980 fjöl- skyldur, sem þáðu sveitarstyrk. Síð- að ófriðurinn hófst, hefir bæjarstjórn- in í Berlín alls veitt 36.760.000 mörk í sveitarstyrk — og þó er talið að þetta sé alls ekki fullnægj- andi, því margt fólk nærri svelti í borginni. Kjöt kvað vera nær ófá- anlegt, en þegar það fæst, kostar það svo mikið, að aðeins þeir efn- uðustu geta keypt það. • ........ í •'ý'.Ti .■■■■■. . . ' ■ Hjartans þakkir frá mór, börnum mfnum og nánasta ætt- og tengdafólki okkar, fyrir auðsýnda samúð i sorg okkar, yfir missi konunnar minnar elskulegu, Sigríðar Magnusdóttur. Kristján Jónsson. Fyrir Ijúfa samúð og hluttekning, er tengdaföður mfnum, börnum mfnum og mér sjálfum hefir sýnd verið við andlát og jarðarför konu mfnnar, þakka eg hjartanlega fyrir hönd okkar allra. Haraldur Nfelsson. 'Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Litið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. Aggerbecks Irissápa er óvlðjatnanlega gó® fyrir húbina. Dppáhalá allra hvenna. Bezta barnasápa. BIDjiö kaap- menn yóar u hana. The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og færi alt úi bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kanpmönnum, Biðjið því ætið um Kirkcaldy fiskilínnr og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við, og þá-fáið þér það sem bezt er. Reynið Boxcalf-svertuna ,Sun4 og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr þvi. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup mönnum. Buchs litarverksmiðja Kaupmannahöfn. H. V. Christensen & Co. Köbenhavn Metal- og Glas- kroner etc. for. Electricitet og Gas — Stðrste danske Fabrik og Lager. 1 TMmanak 1915 fyrir ísíenzka fiskimenn fæsf f)já bóksölum. Unglingaskólinn á Sauðárkróki. Skólaárið frá 1. nóv. til 1. mai. Kenslustundir á dag 4—5. Kenslugjald fyrir reglulega nemendur 15 kr. yfir skólaárið. Sem óreglulegir nemendur geta menn notið kenslu í einstökum greinum, fleiri eða færri. — Skólinn tekur sem nemendur bæði pilta og stúlkur. — Umsækjendur snúi sér til undirritaðs er gefur nánari upplýsingar um skólann. Sauðárkróki 1. júli 1915. Jön Þ. Björnsson. t Wasburn, Crosby Co., Minneapolis, Pillsbury Flour Mills Gompany, Minn. United Flour Mills Company, New-York ásamt ennþá ýmsum stærri ameríkönskum milnum, hefir A. OBENHAUPT, ReykjaYík, umboðssölu fyrir. Enginu kaupmaður eða kaupfélög ættu að ákveða sig með haust-innkaup sín á ameríkönskum mjölvörum áður en að hafa spurst fyrir hjá mér um verð og gæði. Verðið er hrein netto -|- fragt og vátryggingu, annar kostnaður svo sem bankakostnaður eða ómakslaun eru ekki reiknuð. Tilboð til afgreiðslu með »Goðafoss* um miðjan október í New- York kemur eftir nokkra daga. Húskennari Stúlka óskast til að kenna á komanda vetri 5 börnum, 7—13 ára. Hún verður að geta kent byrjendum pianóspil. Tilboð óskast send undirrituðum sem fyrst og þar í framtekið kaup fyrir veturinn eða mánaðarkaup. R. Johansen kaupmaður á Reyðarfirði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.