Ísafold - 01.09.1915, Side 1

Ísafold - 01.09.1915, Side 1
Kemur út tvisvar i viku. Yerð krg. 4 kr., erlendis ö kr. oða 1 ’/> dollar; borg- ist fyrir miöjan júlt erlendis fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja Rítstjdr!: Ólafur Björnsson. Talsími nr. 455 r L Uppsögm (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefand* fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XLII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 1. september 1915. 67. tölublað tit lyTTrrmm \ mixLI . H. Andersen & Sön klæðaverzlun, Aðalstrœti 16. Sími 32. Stofnsett 1888. ÞAR ERU FÖTIN SAUMUÐ ►-a*. FLEST, ERU FATAEFNIN BEZT. j ÞAR TTTTT jLisjLit íin'mrxrjm Óþinglegt atferli. Fyrir tæpum mánuði var því spáð hér í blaðinu, að ef á þingi væri reynt að hreyfa eitthvað við hinum mikla aukagróða, sem sveitabændur, sér að þakkarlausu, en aðeius vegna ófriðarins fá af afurðum sinum þetta ár, mundi iœndavaldið sýna sig og harð- stiúnum flokki að mæta til and- stöðu á þinginu. En oss datt þá eigi í hug, að þessi orð mundu sannast svo á- þreifanlega og bændavaldið á þingi láta eftir sig jafn óþinglegt verk í því tilefni eins og raun varð á í Neðri deild í gærkveldi. Eins og sjá má annarsstaðar í blaðinu hafa komið fram í þing- inu ýmsar tillögur um ráðstafanir út af dýrtíðinni. Tvö frumvörp i þessa átt voru til umræðu í Nd. i gær, annað frá Sveini Björnssyni um almenna dýrtiðaruppbót, hitt frv. um út- flutningsgjald á ýmsum afurðum lands og sjávar, sem vegna ófrið- arins hafa komist í óeðlilega hátt verð. Þetta frumvarp var flutt af þeim þrem þingmönnum í Nd. sem sitja í velferðarnefndinn þ. e. Sveini Björnssyni, Sleúla Thor- oddsen og Jóni Magnússyni. Gerðu þeir það með samþykki þeirra tveggja velferðarnefndarmanna, sem i Ed. sitja, Guðmundar Björns- sonar og Jósefs Björnssonar og sömuleiðis ráðherra. Hafði veiferðarnefndinni hug- kvæmst að auka tekjur lands- sjóðs í svip með bráðabirgða- skatti á þeim afurðum lands og sjávar, sem miklu meira fæst fyrir nú, vegna ófriðarins, en nokkuru sinni áður. Þessi stefna, að leggja ófriðar- skatt á þá, sem grætt bafa stór- um á ófriðnum til þess aftur að létta undir með þeim, sem bíða tjón af honum, mun hafa verið tekin upp viðast hvar á löggjafar- þingum veraldarinnar— með sam- huga fylgi allra, iíka þeirra sem skatturinn hefir komið mest við. Það var þv> ekki óeðlilegt, að Bjargráðanefndin hallaðist á þessa sveif, og kæmi fram með frv. í þessa átt. En jafnframt var það tekið fram af flutningsmönnum, að þeir héldu alls eigi fast við einstök atriði í frv., heldur teldu sjálf- sagt að laga þau í hendi sér, eftir því sem hentugt reyndist við nánari yflrvegun. Þeir óskuðu þess að eins að benda þinginu á þessa leið og fá það til að ihuga hana með þvi að kjósa nefnd í málið, sem þá tæki og til rann- sóknar aðrar tillögur, er fram kæmu um dýrtíðarráðstafanir. En hvernig halda menn að þessum tilmælum bjargráðanefnd- arinnar hafi verið svarað í Nd. ? Jú, með því að fella frv., eigi aðeins frá nefnd, heldur einnig frq 2. umrœðu! Þess munu engin dæmi á al- þingi, að heilli nefnd, sem kem- ur fram með eitthvert frv., sé sýnd svo mikil ókurteisi að fella frv. frá 2. umræðu. Hvað þá heldur þegar frv. kemur frá þeirri nefnd, sem sameinað alþingi hefir kosið af öllum flokkum til ráðu- neytis stjórninni um hin mikil- vægustu efni, er á dagskrá eru nú og verða meðan ófriðurinn stendur. Þeir sem neituðu að láta frv. fara til 2. umr. voru þessir þm. Björn Hallsson, Eggert Pálsson, Ben. Sveinsson, Einar Jónsson, G. Eggerz, Hj. Snorrason, Jóhann Eyjólfsson, Jón frá Hvanná, Sig. Eggerz, Sig. Sig., St. Stefánsson, Þorl. Jónsson og Þór. Benedikts- son. Tveir greiddu eigi atkvæði, þeir Bjarni frá Vogi og Björn Krist- jánsson. Einn þm. (H. Hafstein) var eigi viðstaddur. En með frv. til 2. umr. greiddu þessir 9 þm. atkv.: Einar Arnórsson, G. Hannesson, Jón MágnúsBon, Magnús Kristjáns- son, MatthíaB Ólafsson, Pétur Jóns- son, Sig. Gunnarsson, Sk. Thor- oddsen og Sveinn Björnsson. Aður hafði verið leitað atkv. um nefndarskipun og hún feld með 16 : 8 atkv. — Greiddi Sig. Sig. þar eigi atkv. En aftur voru þeir B. Kr. og Bj. f. Vogi móti henni og Guðm. H. sömúl. (þ. e. þó eigi alveg andstæður nefnd, en vildi eigi svo fjölmenna sem stungið var upp á (7 m. n.). Eins og menn sjá stendur hœndavaldið á þingi þarna í þétt- um hópi með fyrv. ráðherra, bróður hans og B. Sv. aftan í sér — þessa þrjá af ofboð skiljan- legum ástæðum, sem eigi skulu hér þræddar. Svona mikið kostar það, ef hönd er hreyfð til þess að hjálpa hinum vanmáttugustu og fátæk- ustu meðlimum þessa þjóðfélags í vandræðum, sem þeir eru ekki sekir um sjálflr, heldur stafa af utanaðkomandi ástæðum, sem þeir ráða ekki við. Það er að segja, ef á að nota til þeirrar hjálpar eitthvað af þeim mikla aukagróða, sem bændur, sér að þakkarlausu, eignast af hinum sömu ástæðum. Þá má það ekki minna kosta en að grípa til þess, sem áður mun óheyrt í þingsögu vorri — til þess, að sýna helztu nefndinni í þinginu, þeirri nefnd sem vandamesta starfið er falið, svo mikla óvirðing, sem eftir atvikum er hægt, virða tillög- ur hennar einu sinni ekki svo mikils að vilja íhuga þær, heldur \lþ*ýðafél.bökR8afn Templaras. 8 kl. 7—9 HorgarstjórHAkrifstofan opin virka daga Jl—8 Bæjarfógeta.s krifstofan opin v. d. 10—2 og 1^7 Bæjargjaldki rinn Lauf&Bv. 5 kl. 12—8 og 5* íslandsbanki opinn 10—4. HL.F.U.M. Lebtrar-og skrifatofa 8 árd,—10 slöd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/* aibd. bandakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 & helgum [iondakotsBpitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankitm 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafh 12—8 og 5—8. Útl&n 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin fr& 12-2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. bandsakialHt-afnib hvern virkan dag kl. 12—2 tiRndssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. $T&ttúrugripu8afni& opib l*/t—21/* & sunnnd. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Sam&byrgó Islands 12—2 og 4—6 8tjórnarr&bsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifil8tabahælib. Heimsóknartími 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2. Mýrarhúsaskólinn. Umsóknir um utanskóla kenslu skólaskyldra barna næsta vetur í skólahéraði Seltirninga komi til for- manns skólanefndar fyrir 15. þ. m. Skólanefndin. (G. B. og J. B.) er það að segja, að báðir eru þaulvanir starfs- menn og áhuga G. B. þekkja allir. Skarð þessara manna mun því ærið vandfylt í þinginu. steindrepa þær við fyrsta tæki- færi. Fyr má nú rota en dauðrota! Fyr má nú vera stéttar-hags- muua-pólitikrn en að gæta ekki einföldustu þinglegrar kurteisi! Einn þingmaður (Skúli Thor.) hafði þau orð um þetta að sér »blöskruðu aðfarirnar*. Annar þingmaður (Pétur Jónsson) hafði þau orð á undan atkvæðagreiðsl- unni að bjargráðanefndin hlyti að segja af sér, ef hún væri sliku gerræði beitt. En þrátt fyrir þessa réttmætu viðvörun létu þingbændurnir og flokkarígs-spe- kúlantarnir aftan í þeim, sér ekki segjast — heldur frömdu verk, sem talið mun af mörgum þing- hneyksli. Það er trúa vor, að bændastétt þessa lands verði fulltrúum sín- um á þinginu lítt þakklát fyrir þetta athæfi. Það er og trúa vor, að islenzk bændastétt yfirleitt sé svo drenglunduð í hugsunarhætti, að hún mundi ekki telja eftir lít- ilsháttar aukaskatt á sér, þegar hún fær svo hátt verð fyrir af- urðir sínar, að langt fer fram úr öllum vonum, — aukaskatt til hjálpar þeim samlöndum sínum, sem í mikilli vök eiga að verjast um að framfleyta sér og sínum af nákvæmlega sömu ástæðu og bændur græða. Svo mikil sam- úðar- og drenglyndis hugsun mun rikja hjá þeim. Hvort velferðarnefndin tekur þann kostinn að segja af sér störfum eftir þessar ómaklegu ókurteisis meðferð í Neðrideild, vitum vér eigi, þegar þetta er ritað, en ófyrirsynju væri það sannailega ekki, nema bænda- valdið geri bragarbót á einhvern hátt. En ef bændavaldið á þinginu heldur áfram þeim hætti, sem upp var tekinn í gær, þá hlýtur að risa upp í landinu barátta, sem helzt þyrfti hjá að komast. Vér vildum helzt mega ætla að hér hafl verið um að tefla van- hugsaða fljótfærni, 0g sennilega megnan undirróður þeirra manna i þinginu, sem sitt hafa gert til að hleypa 'ofsa í dýrtíðarmálin, svo ilt verk sem það er og óholt. Eftir alt það, sem alþingi hefir gert fyrir bændastétt lands- ins má það ekki fyrir koma, að ■fulltrúar hennar á þingi geri sig, í alvöru og að yflrlögðu ráði, bera um annað eins smámunalegt stéttar-hagsmuua athæfl, að eigi sé sagt ofbeldisverk, eins og kom fyrir í Neðrideild alþingis í gær. Eftir það að þessi urðu forlög útflutningsgjaldsfrumv. tók Sv. Bj. aftur frumvarp sitt um dýr- tíðarhjálp með þeim ummælum, að eigi þýddi að halda því áfram eftir þau samtök, sem ber væru orðin í deildinni. Fátæklingar þessa lands, verka- menn og lágt launuðu starfsmenn- irnir mega þakka bændavaldinu og þrem þingmönnunum, er aftan í það hnýttu sér, þeim G. og S. Eggerz og Ben. Sv., að þeir fá eigi þá mjög svo nauðsynlegu og sjálfsögðu dýrtíðarhjálp, sem var makleg, eftir því sem sakir standa, og þótt hefir sjálfteögð annarsstað- ar í heiminum. Velferðarnefndin. Fjórir nefndarmenn segja af sór 8törfum og hinn fimti (Skúli Thor- oddsen) segir sig úr sjálfstæðis flokknum. Á fundi sem velferðarnefndin hélt í morgun var gerð svofeld samþykt: „Út af undirtektum þeim, sem urðu í neðri deild í gær undir tillögur neind- arinnar um tekjuauka handa landssjóði í ein- hverju formi, þá sór nefad- in sér ekki annað fært en að segja nú þegar af sér starfi því, sem alþingi heflr falið henni samkvæmt 1. gr. laga 21. t. mán.“ Fjórir nefndarmenn skrifuðu undir samþyktina, þeir Guðm. Björnsson, Jón Magnússon, Jósef Bjömsson og Sveinn Björnsson. — Fimti nefndarmaðurinn Skúli Thoroddsen hefir aftur tekið það ráðið að mótmæla aðförunum í Nd. i gær með því að segja sig úr sjálfstœðisflokknum. Eins og tekið er fram í fyrstu greininni í blaðinu er þessi sam- þykt velferðarnefndarinnar sízt ófyrirsynju. Þegar þeim mönnum á þingi, sem mest trúnaðarstarfið hefir verið falið — er sýnd svo mikil óvirðing og ókurteisi, að meiri hl. Nd. neitar svo mikið sem að íhuga tillögur þeirra i mesta vandamálinu, sem þeir hafa með höndum — þá er eigi að furða, þótt eigi vilji þeir taka slíkum »trakteringum« þegjandi. Og fjarri mun því, að athæfi meiri hluta Nd. í þessu efni sé að skapi bænda 0g búaliðs þessa lands. Það er mikil eftirsjá að þess- um fjórum mönnum úrvelferðar- nefndinni. Tveir þeirra (J. M. og Sv. Bj.) voru í nefndinni i fyrra og því gagnkunnugir orðnir þeim störfum. Og um hina tvo Hún vakir. — ln memoriam frú Bergljótar Sigurðardóttur. Hún vakir, — er ljósfaldin liður um ljóðheim in mjallhvíta sveit, sá herskarinn himnanna friður, er helgustu dular-rök veit og leitendum ijósþyrstum býðnr guðs líknstafi’ og eilifðar-heit. Hún vakir, — er visindin rjúfa i vorleysing dftlheima þögn, — er vanhyggju klettaborg kljúfa og klaustnr-húm ljósspeki-mögn. Hún ber ástglöð til elskhugans ljúfa • um vorn ódauðleik sönnnnargögn. Hún vakir, — er vizkan og trúin um vitheiminn ónuminn fer þeim eldi, sem kærleika knúinn á konnngs-stól sannleikann ber, — þar ljósvakans brúðskarti búin sinn brúðguma’ og lávarð hún sér. Hún vakir, — er heimspeki háskygn að hugboði rök hefir leitt: í ljós-sprota’ og hljómstigans hátign að hreimblær og litblær er eitt,— að guðs-andans heilaga hátign, á himni og jörðu er eitt. Hún vakir, — er litmerluð ljómar i ljósbrigðum endurskírð jörð, — er sannleikans sigurljóð hljómar i svefnrofum guðsbarna hjörð, — er kveðja þeir eilífu ómar hvert einasta mannsbarn á vörð. Hún vakir, — er bænarljóð barna { bliðkvaki fálmandi ná til stólkonungs duftkorns og stjarna í stígandi eilífðarþrá. — Hún gæfi þeim augun sin gjarna, sem guð hafa fengið að sjá. Hún vakir og lifir i verkl sins vinar, er lyftir hann hátt í mannheimum sannleikans merki svo miðar i guðsríkis átt, þar elskan er aflgjafinn sterki og auðmýkt á heilagan mátt. Hún vakir, — með öllum sem vaka i voröld guðs nýfundna heims, — er vistferlum vonglaðir taka í viðlendum ókannaðs geims, þar svanimir sólarljóð kvaka á svifleiðum blómilms og hreims. Guðm. Guðmundsson. /

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.