Ísafold - 25.09.1915, Side 3

Ísafold - 25.09.1915, Side 3
ISAFOLD nota hann, þegar hann nú loks er fullgerður*. Fyrst er á það að líta í sambandi við Múlaveginn, þá er broslegt að telja að þeim bæjum, sem nota hann nii, verði »ókleift« að nota hann, ef hann verður gerður að þjóðvegi, slík hugsunarvilla getur engum dul- ist, en sé þessi bæjatala sett í sam- band við brú á Víðidalsá og afnot af henni, þá er bæjatalan röng, eins og nú skal sýnt. Fyrir utan Dalsá eru 6 bæir, ekki er þeim erfiðara að nota brúna, þó norðar sé en á Steinsvaði. Þá koma fram austan við ána 7 bæir fram að Litlu-Asgeirsá, að þeim bæ með- töldum. Einn af þeim bæjum er Melrakkadalur, sem stendur á syðri bakka Dalsár, munar því litlu fyrir þann bæ, þó norðar yfir ána sé far- ið á brúna, en fyrir hina bæina 6 munar auðvitað nokkuru, hvort brú er á Steinsvaði eða fyrir utan Dalsá. Fyrir framan Litlu-Asgeirsá, austan Víðidalsár eru 6 bæir, sem, að því er nákunnugir menn segja, ætið fara ána framar og munu því ekki nota brú þó á Steinsvaði sé, né hjá Auð- unnarstöðum og Stórhól. í tung- unni milli Viðidalsár og Fitjaár eru 10 býli ef talin eru með Valdarás- sel og Krókur, ekki hafa þeir bæir not af brú á Steinsvaði. Aftur er þessum bæjum, austan Víðidalsár, framan Asgeirsár og i tungunni, alls 16, hin mesta nauðsyn á að tillög- ur landsverkfræðingsins gangi fram og brú verði sett framar á ána, og hygg eg það engra tvímæla geta orkað, að ef um það tvent væri að ræða að spara mannslif, þá sparist þau fremur og fleiri með því fyrir- komulagi en með einni brú á Steins- vaði. Viðvikjandi vegi fyrir þá bæi aust- an Viðidalsár, sem eru á miðsvæð- inn, tel eg gamla veginn mikils virði og stórhagnað tel eg það fyrir hér- aðið í heild að fá auk þess nýjan veg á stóru fjölförnu svæði, þar sem nú er vegleysa. I sambandi við þetta vil eg at- huga eina setningu i grein hr. G. Kr. Hann ’segir: »Öil verzlunarvið- skifti Vesturhópsins eru á Hvamms- tanga og Lambhúsavík, svo ekki þarf að sækja þau yfir Víðidalsá«. Hér er aðeins hálfsögð sagan og ranghermt það sem það nær. Verzlunarviðskiftum Vatnsnessins er alveg slept. Fyrst vil eg geta þess, að á Lambhúsvik er engin verzlun önnur en sú, að Verzlunar- félagið fær þar upp þungavörur að vorinu og ein Blönduóssverzlunin hefir þar hús, sem hún geymir i þungavörp handa viðskiftamönnum sinum. A Vatnsnesi og í Vesturhópi noro- anverðu eru um 24 bæir, sem skifta meir og minna á Blönduósi og reka fé sitt þangað á haustin. Síðastliðið haust varð að biða heilan dag við Víðidalsá með um 850 fjár, varð þá loks komið yfir með miklum mannscfnuði og stór- hættu bæði fyrir menn og skepnur. Auk þess sóttu einstakir menn aust- ur yfir, til Blönduóss, fé svo hundr- uðum skifti, sumir þvældu því yfir ána með mikilli fyrirhöfn og áhættu, aðrir létu ferja alt ájStóruborg. Geta allir skilið hve mikið tjón beint og óbeint leiddi af þessu. Gagnslaus hefði okkur Þverhreppingum þá ver- ið brú á Steinsvaði, en full not að brú fyrir utan Dalsá. Sama er að segja um samband milli sýslnanna í tilliti til þess er brú á Steinsvaði gagnslítil, saman- borið við það ef hún er fyrir utan Dalsá, öllu Vatnsnesi ókleift að nota brúna fram frá, en þeim sem fram- an úr sveitum koma allflestum litlu verra að nota brú út frá, vegna þess að út fyrir Víðidalsfjall verður að fara til þess aðkomastaustur 1 sýsluna. Óft hefir það og komið, að við Vatnsnesingar höfum orðið að sækja lækni á Blönduós og það getur komið fyrir enn. Gæti það þá kost- að mannslíf að hafa ekki brú utar en á Steinsvaði. Úr mælingu hr. Halldórs Péturs- sonar og þeirra Viðidælinga á veg- arstæðunum geri eg lítið, af því að eftir þvi sem fram ei komið í af- skiftum þeirra af Múlaveginum, tel eg þá ekki snjalla vegfræðinga og munu flestir líta svo á, sem þann veg hafa séð, hvernig lega hans nú er orðin. En á tvent vil eg benda 1 sambandi við vegina, annað það, að dýrari að mun verður áreiðan- lega brú á Dalsá en Faxalæk og snjóþyngsli munu engu síður á sum- um köflum austurleiðarinnar t. d. fyrir norðvestan Lækjamót, en á vesturleiðinni. Sennilegt þyklr mér og að brú á Steinsvaði verði að mun dýrari en fyrir utan Dalsá. Vegalengdarmuninn eftir mælingu þeirra, þó íéttur kynni að leynast, 2 km. og 200 m. met eg lítils fyr- ir langferðamenn, og ekki trúi eg því að Sigurjóni pósti sé nú það aftur farið, að hann hræðist þann mun. Meira lengdist póstleiðin aust- ur frá, er hún var lögð út um Blönduós og hefi eg ekki heyrt þess getið, að Sigurjóni hafi orðið vand- ræði úr ferðalaginu. Ekki get eg skilist svo við þetta mál, að eg ekki minnist á eina um- sögn hr. G. Kr., sem eg er viss um að eru visvitandi ósannindi. Það m er þar sem hann segir: »Mér er ekki kunnugt hverjar ástæður sýslu- nefndarinnar eru fyrir umsögninni, því ekki tel eg það ástæðu, þótt hún segi að landsverkfræðingurinn hafi mikið betra vit á vegamálum en hún og eg, og fyrir því beri að taka tillögur hans eins og þær liggi fyrir«. Sjálfur átti hr. G. Kr. sæti á sýslu- fundinum og fylgdi þessu máli með áhuga. Hlýtur hann því að muna það, að framsögumaður aukanefnd arinnar, sýslunefndarmaður Kirkju- hvammshrepps rakti málið frá rót- um, var hann með uppdrátt lands- verkfræðingsins fyrir framan sig og tók málið til reifingar á þann veg, að ekki gat misskilist, hann taldi upp með nöfnum þá bæi í Víðidal, sem hefðu sérstök not brúarinnar á Steinsvaði og aftur á móti þá bæi i Þverárhreppi, sem sérstaklega græddu á því að brúin væri utar, nefndi þó aðeins tölu þeirra. Hann sýndi svo ljóslega sem unt var fram á það, hve miklum mun meiri almennings not væru að því að tillögur lands- verkfræðingsins næðu fram að ganga fremur en tillögur hr. G. Kr. og komst hann, 0. framsögumaður, í öllum aðalatriðunum að sömu nið- urstöðu og eg hefi bent á hér að framan og með þeirri skoðun og á þeim grundvelli var það sem sýslu- nefndin afgreiddi málið. Ósum í júli 1915 Eqgert Levy. Bleik hryssa, 7 vetra, með blaðstýfingu, vökur og viljug, al- járnuð, hefir tapast frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Finnandi geri símastöðinni á Auðnum viðvart. Minning Torfa í Ólafsdaf. Við jarðarför Torfa sál. Bjarnasonar frá Ólafsdal, 2. þ. m., var stofn- aður minningarsjóður af þar við stöddum 10 lærisveinum hans með alt að kr. 250.00, er heita skal »Minningarsjóður Torfa Bjarnasonar búhaðar- skólastjóra frá Ólafsdal«. — Stefuuskrá minningarsjóðsins verður samin innan skamms af kaupíélagsstjóin Guðjóni Guðlaugssyni Hólmavík, sem ákveður starfssvið sjóðsins um land alt — til verðlauna fyrir framúrskar- andi framkvæmdir er snertir landbúnað, og liggur sjóðurinn undir stjórn Búnaðatfélags íslands. Fé, sem safnast í sjóðinn, veitir gjaldkeri sparisjóðs Dalasýslu, hr. Bjarni Jensson Ásgarði, móttöku, og ávaxtar það þar i sjóðnum fyrst um sinn. Það eru því vinsamleg tilmæli allra stofnenda minningarsjóðs þessa, að í hið minsta allir lærisveinar TorTa sál. Bjarnasonar — íyrverandi kennarans góða — vilji leggja af mörkum til minningarsjóðs^þessa, sem nú er byrjað á, og á að halda uppi minningu hans um það, hvort starf hann hefir unnið þjóðfélaginu islenzka til ómetanlegs gagns og hags — og þess er ennfremur vænst, að margir aðrir, sem vilja halda uppi nafni hans og viðurkenna starf hans, geri slíkt hið sama. — Tjaldanesi 20. júlí 1915. Fyrir hötid stofnenda sjóðsins. Ben. Magnússon. Heimilisblaðið, 8 blaðsíður í stóru broti, kemur út einu sinni í mánuði (12 blöð á ári) og kostar að eins eina krónu. Heimilisblaðið mælir bezt með sér sjálft. Útsölumenn óskast um alt land. Útbreiðið Heimilisblaðið l Pantið Heimilisblaðið! — Síðan 14. maí er afgreiðsla blaðsins í Bergstaðastr. 27. Jón Helgason. Æskan barnablað með myndum. Áfgreiðslustofa: Pappírs & ritfanga- verzlunin á Laugavegi 19 Reykjavík. P. O. Box 12. Talsími J04. Elzta, bezta, ódýrasta og útbreidd- asta barnablað á íslandi. Kostar 1 kr. 20 au. árg. 12 blöð (8 síður hvert) og auk þess tvöfalt jólablað skraut- prentað. Nýir kaupendur og útsölu- menn fá sérstök hlunnindi. Vélstjóraskéli íslands Skólinn byrjar 1. október. Þeir, sem ætla að sækja skólann, sendi umsóknir og skilriki til undir- ritaðs. Þeir einir fá að ganga utidir vélstjórapróf, er hafa stundað járn- smíði 3 ár, eftir 14 ára aldur, j þeim járnsmiðjum, er stjórnarráðið tekur gildar, og þeir, sem fengið hafa vélstjóraskítteini eða undanþágu til að vera yfirvélstjórar, áður en lögin um stofnun vélstjóraskólans öðlast gildi. M, E. Jessen. , * - aisspNS bEMfBAtPUBP VARNISH I <i**é**& O 9 (5 « d « • 0® ® 4- ■jSSONSSMlBfgjni, 53KJ SlSSONS* iEMERALpORPOSE &RNISHS ‘ Þetta lakk (gijá- kvoða) er með lágn verði en að haldi og ntliti er það frekast sem lakk getur orð- ið. Það sprÍDgur ekki i sterkasta sólarhita né í harð- asta frostí, og er jafn gljáandi í rign- ingn sem i þnrrn veðri. Það er hald- gott og fljótlegt. íð þvo og jafn hentugt ntanháss sem innan. | Ball’s Disteraper & G-eneral Pnrpose Yarnishi; að eini biið til hjá: SISSONS BROTHERS & Co. LTD., Hull & London. Um- boðsmann okkar, hr. Kr. 0. Skagfjörð, verðnr að hitta i Reykjavik eða á Patreksfirði, sumarlangt; hann iætur i té fullar upplýsingar jM ^ fg« ' BER SEM GULL aF EIR AF ÖLLUM VEGGJAFÖRFUM. — Að fegurð - af þvi að hús- gögn og myndir koma svo greini- lega fram við hið hreinlega & hlýlega útlit hans. Að haldi - af þvi að hann setur grjóti-harða húð á vegg- ina og þá má hreinsa með því að þvo léttilega úr volgu vatni. Að hreinlæti - af því að hann drepur allar bakteriur og skaðleg skordýr. Borinn á með hreiðum pensli, sérstaklega þar til gerðum. — Sparar 40% af vinnukostn., miðað við olíufarfa. I í ' í Fæst hjá Verzl. Björri Kristjánsson og Slippfélaginu í Reykjavík og Sigf. kaupm. Bergmann 1 Hafnarfirði. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Litið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup amiarsstaðar. Sími 44. Mynd eftir málverki af Baldvini Einarssyni fæst þessa dagana r 1 Bókverzlun Isafoldar. Myndin til sýnis í glugganum. The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínnr og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið þvi ætíð um Kirkcaldy fiskilínnr og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við og þá fáið þér það sem bezt er. «á7/ Baimaíifunar vl^um sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo- nefnda Castorsvart, þvi þessilitui er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á Islenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. SucHs %3?arvcfa6riK

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.