Ísafold - 30.10.1915, Page 1

Ísafold - 30.10.1915, Page 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l‘/t dollar; borg- ist fyrir miöjan júli erlendis fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. TTtítirHi Uppsögn (skrifL) bundin viö áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. of sé kanpandi sknld- laus viö blaðið. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 30. október 1915. 83. tölublað H. Andersen & Sön klæðaverzlun, Aðalstræti 16. Sími 32. Stofnsett 1888. I»AR ERU FÖTIN SAUMUÐ ____ FLEST, _ ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. rTrinmTTTm a. a. i iwi rn Siðustu simfregnir London 29. okt. Georg konungur var á liðskönn- unarferð á herstöðvunum í gær. Tóku hermennirnir honum með dynjandi fagnaðarópum, en hestur konungs fældist við. Féll konungur af baki og meiddist talsvert. Verður hann því fyrst um sinn að liggja rdmfastur. í nótt leið konungi eigi illa og svaf hann nokkuð. Blóðhitinti er nú 99/2 og æðaslögin 75. Konungui er á batavegi. Erl. simfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 27. okt. Serbar fara halloba alls staðar. Kaupm.höfn, 29. okt. Þjóðverjar og Búlgarar hafa náð að sameina lið sitt suður í Serbiu. Kosningar í Noregi. Stórþingskosningar fóru fram í Noregi þann n. október, fyrir 3 ára kjörtímabil, sem stórþingið situr, órjúfanlegt. í fjölda af kjördæmum átti að kjósa upp aftur. En af aðalkosn- ingunum mátti ráða, að vinstri- stjórnin, sem nú situr að völdum, undir forustu Gunnars Knudsen mundi vinna glæsilegan sigur. Alls eru þingmenn 123, en af 55 kosn- ingum, sem búnar voru þ. 13. okt. höfðu 31 fallið í skaut stjórnar- flokknum, 12 jafnaðarmönnum, sem veita stjórninni flest allir stuðning, en bandalag hægrimanna og svo- nefnda frjálslynda flokksins hafði fengið 10 menn og 2 utanflokks- menn verið kosnir. Kosningabaráttan var ákaflega hörð og snerist aðallega um landvarnar- ttidl og korntollafyrirkomulag. í landvarnarmálum heldur Gunn- ar Knudsen-stjórnin og flokkur henn- ar því fram, að þeim beri að halda í sama horfinu, unz leikslok heims- styrjaldarinnar komi í ljós. í þess- um málum eru jafnaðarmenn á þeirri skoðun, að peqar {stað beri að le%$ja niður allan víqbánað. Einn jafnaðar- mannaforinginn hafði látið sér um munn fara þessi orð, sem minna á mesta jwmMW-skapinn i stjórnmál- um vorum: »Við vitum vel, að stór- veldin mundu koma til skjalanna og andæfa því, ef vér hættum að halda her og flota, en við tökum ekki neitt tillit til þess. Við fylgj- um sannfæring okkar«. Hægrimenn og þeirra bandamenn hinir »frjálslyndu« krefjast aftur auk- inna landvarna í stórum stíl þegar í stað. í korntollamálinu er deiluatriðið, hvort fylgja skuli fram rikis-einka- Gunnar Knudsen. sölu þ. e. einokun, og á þvi máli er stjórnin, eða hreyfanlegum korn- tolli, sem hægriflokkarnir halda fram. Inn milli þessara aðalþrætumála kemur svo einnig til greina hinn heiftugi rigur milli * »landsmálsins« og »ríkismálsins« eða milli norsku og dönsku, eins og »maal«-menn orða það. Landsmálið á sína traust- ustu málsvara í stjórnarflokknum, en »Rigsmaalet« meðal hægrimanna. Auðsjáanlega er landsmálið að ryðja sér til meira rúms í Noregi. Allmörg blöð eru gefin út á því. Leikhús risin upp t. d. Björgvin, er nota það, og við guðsþjónustur hefir það og náð góðri fótfestu. T. d. er nú svo komið, að Hákon konung- ur gerir sér að reglu að hlusta jafnan til skiftis á landsmáls og ríkis m áls- prédikanir. Guðsþjónustur pi'óf. Har. Níelssonar. Þó að guðsþjónustum próf. Har. Níelssonar hafl verið tekið svo fyrirtaks-vel af alþýðu manna, sem kunnugt er, og þar sé hús- fyllir í hvert sinn, þá vantar enn nokkurt fé til fyrirtækisins. For- stöðuuefnd þess hefir orðið þess áskynja, að sumum er geð- feldara að styrkja fyrirtækið með öðru móti en þvi að kaupa aðgöngumiða, enda aðkomumenn að jafnaði við guðsþjónusturnar, og að sjálfsögðu eru þeir sér ekki i útvegum um miða. — Þeirra vegna, sem kynnu að vilja leggja eitthvað af mörkum, án þess að afla sér aðgöngumiða, verða nú festir upp samskotabaukar innan við hvorttveggju dyr Fríkirkj- unnar. Ýms erl. tíðindi. Manndrápin i Armeníu. Einhverj- ar Ijótustu fréttirnar meðal margra ljótra á þessum tímum, eru hinar hryllilegu ofsóknir gegn kristnum mönnum í Armeníu, sem Tyrkir — með forgöngu innanríkisráðherrans Talaat Bey — rétt einu sinni, hafa hafið, i skjóli heimsstyrjaldarinnar, eins og þeir byggjust við, að minna bæri á því hermdarverki og það lát- ið afskiftalaust, þegar hin kristna Norðurálfa veður í sinu eigin blóði. Eftir hryðjusögunum lítur svo út, sem Tyrkir ætli sér hvorki meira né minna en ganga milli bols og höfuðs á allri armenisku þjóðinni, myrða hana í heilu lagi. Svo er talið, að í öndverðum okt- óber hafi Tyrkir verið búnir að myrða 800.000 Armena. Kunnug- ur maður og gjörskygn, James Bryce1) fyrrum sendiherra Breta í Washing- ton, hélt ræðu í parlamentinu í þess- um mánuði og kvað þá tölu alls eigi koma sér á óvart, og mundi hún ekki ýkt. En allir kristnir Ar- menar eru taldir vera i1/^ miljón. Helmingnum og meiru þó, er þvi þegar komið fyrir. Og Tyrkir halda áfram, svo framarlega, sem eigi verð- ur í tauma tekið annarsstaÖEr frá, eins og fyrir 20 árum, er »the grand old man«, Gladstone, reisti hina miklu grerojuöldu um alla Norður- álfuna út af Armena-morðum Abduls Hamids, »hins mikla morðingja*, er Gladstone svo nefndi. Norðurálfan á sem stendw fult i fangi með sjálfa sig, en sú er von góðra manna, að Wilson forseti Bandaríkjanna’ reyni að beita sínum áhrifum til að stemma stigu fyrir ofsóknunum, annaðhvort með bein- um tilmælum til stjórnarinnar 1 Mikla- garði eða þá með því að skora á bandamenn Tyrkja, Þjóðverja, að fá þessum ósköpum létt af kristnum bræðrum þeirra i Austurálfu. Þær fréttir hafa þegar borist, að Wilson muni hafa látið stjórn sol- dáns vita' að »góðu sambandi Banda- rikja og Tyrklands væri hætta búin, ef Armeniumorðunum linti ekki«. En sjálfsagt má betur, ef duga skal. Almenn varnarskylda á Bretlandi? Margt virðist á það benda, að Bret- ar, eða forvigismenn þeirra, séu að hallast að almennri varnarskyldu meðal Breta, i stað málaliðs-fyrir- komulagsins, sem þar hefir tíðkast. í haust samdi Loyd-George, sem nú gengur í Bretlandi undir nafninu »mesti maður landsins«, bækling sem hann nefnir: »Gegnum skelfingar til sigurfarar«. í formálanum kemst hann svo að orði: »Ef pjóðin hikar við að kveðja alla ví$a menn til vopna, ef vér erum eigi reiðubúnir til að taka hverju sem er, ef vér fyrir sljóleika sakir látum reka á reiðan- um, eins og fjandmenn vorir væru eigi í skotfæri, pá er ðll von úti«. Þessi orð benda afdráttarlaust á, hver hugur Loyd-George er í varn- arskyldu-málinu. StyrjaldarkostnaBur Breta. 1 sept- ember voru Bretar búnir að verja 23 miljörðum (23.000.000.000 kr.) til styrjaldarinnar. Hafði hún kost- að þá að meðaltali 6 3 miljónir króna á dag. Hvað mundi hægt að gera hér á voru landi fyrir eins dags herkostn- að Breta? Hann er meiri en allur hinn íslenzki þjóðarauður, sem nú mun talinn um 60 miljónir. var til skólastjóra Páls Halldórssonar. x) Hann ferðaðist hér um land kringum 1870 og reit þá’bók um ísland. í 80. tbl. ísafoldar seudir hr. skólastjóri Páll Halldórsson mér tón- inn, fyrir sína og Öldunnar hönd, út af grein minni í 76. tölublaði ísafoldar, og þó að skólastjórinn sé mér sammála, pærri í öllum aðalat- riðum, þá vildi eg þó, hr. ritstjóri, mega biðja yður fyrir eftirfylgjandi athugasemdir. Hr. P. H. þykir óréttlátt að kenna alþingi um þær misfellur, sem orðið hafa á lögunum um ^itvinnu v^ð siglingar, frá síðasta þingi, segist sjálfur í félagi með skipstjórafélaginu Öldunni í Rvík vera höfundur lag- anna. Sem ástæður fyrir breytihgunni færir hr. P. H. það til, «að því hafi verið hreyft á fundum Öldufélags- ins snemma í fyrra vetnr, að nauð- syn bæri til að breyta núgildandi lögum, um atvinnu við siglingar». En hvaða nauðsyn ? Það nefnir hr. P. H. ekki. »Nauðsynin« var sú, að nokkrir menn innan Öldunnar sem gengu með »trawlarann i maganum*, og höfðu sumir um lengri tima verið skipstjórar á seglskipum, vildu fá rétt til að færa skip í utanlandssigl- ingar — því þeir sáu, að útgerðin var nú að breytast i annað horf, og dagar seglskipanna bráðum taldir, — án þess að þurfa að ganga inn á stýrimannaskólann aftur og taka meira prófið eins og það var. Nú er það venja annarsstaðar, að þegar hert er á skilyrðum, sem heimtuð eru fyrir einhvern atvinnu- veg, að þeir, sem búnir eru að fá rétt til stöðu áður, haldi rétti sinum, þó af einhverjum ástæðum þurfi að herða á kröfunum fyrir þá, sem eru að vinna sig upp í stöðuna, og var því ekki nema rétt, að veita þeim, sem búnir voru að taka minna prófið, áður en lögin frá 10. nóv. 1905 gengu í gildi jafnan rétt við þá, sem sem seinna bættust við með meira prófið, þvi það var ekki þeirra ^hafði skuld þó að löggjafarvaldið gerði ekki strangari kröfur til lærdóms, þegar að þeir voru í stýrimanna- skólanum, en flestir þeirra myndu þá hafa uppfylt strangari skilyrði fullkomlega, hefðu þau þá verið heimtuð. Þessir menn eru nú flestir búnir að fá svo mikla «þraktiska« reynslu, að hún jafnast fyllilega á við þá bóklegu þekkingu, sem þeir hafa orðið að bæta við sig, sem meira prófið hafa tekið síðan, en slikar undanþágur mátti gera með viðauka við lögin frá 10. nóv. 1905. Þeir, sem tóku minna prófið eftir þann tima áttu auðvitað ekki að fá rétt til undanþágunnar, þvi það var peirra sjdlfra skuld að þeir fyltu ekki upp skilyrði þau, sem heimtuð voru í þeirri atvinnugrein, sem þeir ætluðu sér að stunda. Frá sjónarmiði Öldufélagsins, sem að mestu leyti samanstendur af þessum gömlu seglskipaskipstjórum, er því rýmkun á lögunum nm at- vinnu við siglingar, mjög svo eðli- leg, því það getur verið Jjárhaqsleq- ur hagnaður fyrir marga af meðlim- unum að geta fengið aukinn rétt, án þess að uppfylla strangari kröfur, en það var þingsins að sjá betur hvar fiskur lá undir steini. og hefði þvi þar setið maður með þekkingu á málefnum, mundu lögin varla vera komin í það horf, sem þau eru nú, og^ einmitt þess vegna ber að kasta skuldinni á þingið. Stjórn Fiskifélagsins er að mestu leyti skipuð meðlimum Öldunnar, og það einmitt þeim mönnum, sem fengust við að semja frumvarp- ið, svo ekki var að búast við stór- vægilegum breytingum þaðan. En því munu allir furða sig á, sem þekkja herra skólastjóra Pál Halldórsson persónulega, og vita hve mikla þekkingu og áhuga hann hefir á sjómálum vorum, að hann skyldi fást til að rífa niður þau lög, sem hann fyrir nokkrum árum — og eg held mér sé óhætt að segja, þá 1 félagi með öldunni — var búinn að fá i gildi, og innleiða svo minna prófið aftur, með mjög lítið við- bættum kröfum, en margfalt aukn- um réttindum, og svo að lokum með því að gerast málsvari slíkrar glópsku. Vel er hr. P. H. kunnugt, að e£ hefi ekki verið hér á landi nú í nokkur ár, og kom ekki heim fyr en rétt áður en þing kom saman, og vissi þá ekkert um að nein slík lög, sem þessi væru á prjónunum, enda sá eg ekki lögin fyr en eg kom til baka frá Eyjafirði um 20. sept. og voru þau þá afgreidd frá þinginu. Sem ósamræmi í lögunum, benti eg á það í fyrri grein minni, að þekking í bjorqunartœkjum væri heimtuð fyrir innanlandssiglingar á smáskipum, og hefir þetta auðsjáan- lega verið tekið upp úr siglinga- löggjöf einhverra annara þjóða, þar sem björgunarstöðvar eru víðast með ströndum, án þess að þeir, sem um lögin hafa fjallað, hafi gert sér grein fyrir hvað það væri, enda sagði einn af þeim mönnum, sem mikið með lögin að gera eftir að þau komu frá Öldunni, að hann hefði haldið að það væri bjðrqunar- hrinsrir og björi'unarbelti. Björgunarhringir og björgunar- belti 11

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.