Ísafold - 30.10.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.10.1915, Blaðsíða 3
ISIAFOLD 3 hdn þarf í sannleika að rætast upp. I., 2. og 3. orsökina má nema brott, en síðar skal nm það rætt, að hve miklu leyti það virðist heppilegt. Kemur yfirlit yfir það að lokum. — Allar orsakirnar er ekki unt að nema brott. »Hvat skulu vit nú til ráðs taka ? Lokit er nú þessi ætlun*. Mun nú reynt að skygnast u'm, hvað fleira sé til ráða að auki, það er til- tækilegt sé. II. Samanburður og aBfinslur. 1. Krojur 0% markmið. Markmið lærða skólans, sem eg nefni »gamla skóiann« í fyrirsögn minni, og Hins almenna mentaskóla, sem eg framvegis nefni Mentaskól- ann, er tekið fram í reglugerðum fyrir skólana. Reglugerð Latínuskól- ans er gefin með augl. 12/7 1877, ásamt breytingum 7/il—’79 °8 2/s —'83. Samkvæmt henni er þið »ætlunarverk hins lærða skóla, að veita lærisveinum þeim, er í hann ganga, almetina mentun, og jafn- framt, með því að efla þekkingu þeirra og glæða stlargáfurnar, gera þá færa um að njóta kenslu við æðri mentastofnanirc. Þetta saina kemur fram í reglugerð fyrir Mentaskólar.n, þótt dálítið öðruvisi sé orðað. En i raun og veru þarf ekki að vitna } reglugerðirnar að þessu leyti. Það vita allir, er ganga mentaveginn, að til þess að stunda nám við háskóla, þaíf bæði ákveðinn fróðleik til þess að byggja námið á, skilja grundvali- aratriðin, og hins vegar æfingu í námi, til þess að geta numið svo mikið sem þarf, á svo skömmum tíma, sem ætlað er. Það er þetta siðarnefnda, sem mun felast í orð- um reglugerðarinnar eldri: »að glæða sálargáfurnar«, hið sama, sem eg nefndi andlega starfsþrekið og aud- legu verklægnina i greinum mínum um launakjörin. Þjóðfélagið býr æskumenn, sem jafuan ættu að vera meðal hinna duglegustu, undir vanda- sömustu þjóðfélagsstörfin, með því að veita þeim fróðleik og efla and- legt starfsþrek þeirra, og jafnframt að þroska lyndiseinkunnir þeirra. Að- ferðin er sú, annars vegar, að láta nema ákveðnar námsgreinar, er telj- ast alment mentandi, og hins vegar með reglu og viturlegum aga i skól- anum, Jafnframt er líkaminn styrkt- ur með likamsæfingum og handlægni iðkuð, því að likamsheilbrigði er nauðsynleg. Hingað til hefir ekki fundist annað fyrirkomulag, er sé heppilegra, og grundvallaratriðin eru þessi með öllum mentuðum þjóðum. 2. Dugnaður nemenda. En mennirnir eru misjafnir og misjafn dugnaður kemur í ljós hjá æskumönnunum, meðan á undirbún- ing stendur, bæði um hæfileika og lyndiseinkunnir. Þjóðfélagið vill auð- vitað fá að vita, hverir séu duglegir og hverir ekki, og hversu líklegur þessi nemandi sé eða hinn að hinu og þessu leyti. Og þjóðfélagið þarf að vita þetta sem fyrst. Vegna þessa eru námsdygðir nemenda at- hugaðar jafnóðum og einkunnir gefn- ar fyrir þær. En námsdygðirnar eru þessar: a. Góðir námshæfileikar við námsgreinarnar, en þeir eru oftast nokkuð misjafnir að því er til hverr- ar einstakrar greinar kemur. b. Iðni og ástundun við námið. c. Siðprýði og kurteisi í framgöngu. d. Reglu- semi að cðru leyti. Þessir hæfileik- ar þurfa ekki að fara saman, svo sem kunnugt er, einkum eru náms- hæfileikarnir oft greindir frá þeim, er taldir eru undir b., c. og d. Af þessum hæfileikum verður þó ekki dæmt um allan manninn. Ýmsir aæfileikar geta síðar komið í ljós, t. d. hugvit og listfengi, og enda á skólaárunum. Eg man eftir því, að einn slóðinn í minum bekk sagði sem svo, að sér þætti ekki skömm að þvi, að vera neðstur, því að Björn- stjerne Björnson hefði útskrifast með III. einkunn. Þessi maður hefir iíklega útskrifast með III. einkunn, en á eftir að líkjast góðskáldinu að öðru leyti. í alvöru að tala er því ekki að neita, að einstikir andans menn hafa verið taldir miður dug- legir námsmenn. En mér vitanlega hafa enn ekki fundist heppilegri ráð, til þess að þekkja dugnaðinn, en þau, sem að ofan getur, og þjóð- félagið verður því að nota þau, og nota þau vei. Og svo er á annað að líta: Embættismenn þjóðfélags- ins þurfa ekki eingöngu að hafa ákveðna hæfileika, heldur og að vera gæddir ákveðnum dygðum Það er ekki nóg, að menn séu góðir nem- endur, og reynist síðar jafnvel frá- bærir að einhverju leyti, t. d. í ljóða- gerð eða myndlist, heldur verða em- bættismenn og að vera samvizku- samir og duglegir starfsmenn, helzt grjótpálar, og reglusamir mannkosta- menn. Andríkismennirnir eru góðir og þarfir þjóðunum, en þeir eru ekki alt af bezt fallnir einmitt til þess, að vera ráðnir verkamenn við örð- ugustu og ábyrgðarmestu þjóðfélags- störfin. Það myndi vissulega borga sig, og fáir myndu á móti því, að leyfa »geni«-unum að ná stúdents- prófi, og veita þeim öll námshlunn- indi, þótt þeir væru skussar við námið, en — til þess þyrfti með vissu að þekkja þá frá »hinum« ónytjungunum. j. EJtirlitið með skólanum. Þjóðfélagið læður ákveðna menn, kennarana, til þess að búa embætt- ismanna-efni sin undir æfistarfið. Það er því eðlilegt, að þjóðin hafi umsjón með því, hvernig þessir menn leysa starf sitt af hendi. Þetta var áður falið stiftsyfirvöldunum, en nú stjórnarráði. Eftirlitið með undir- búningi nemenda er framkvæmt að- allega á þann hátt, að yfirstjórn skól- ans dæmir, eða skipar menn til þess að dæma við prófin, ásamt kennur- um, og tekur til úrlausnarefni i sam- ráði við kennarana. Þetta er bæði rétt og sjálfsagt, og lýsir engu van trausti á kennurum. Prófdómendur gæta að því, bæði. hvernig prófað er, og hvort allir nemendur njóta sann- girni og jafnréttis við prófið. Um- sjónin að þessu leyti mun ekki hafa breyzt með nýju reglugerðinni. Frh. Ketill Flatnejur. Yeðurskýrsla. Fimtudaginn 28. okt. Ym. a. stormur, hiti 6.5. Rv. a. snarpur vindur, hiti 7.0. ísafj. s.v. stinningskaldi, hiti 8.8. Ak. s. andvari, hiti 6.0. Gr. s.v. stingingsgola, hiti 1.5. Sf. b. stinningskáldi, regn, hiti 4.1. Þórsh., F. n.a. stinningskaldi, hiti 6.5. Föstudaginn 29. okt. Vm. a. snarpur vindur, hiti 8.0. Rv. s.a. stingingsgola, hiti 7.5. ísafj. iogn, hiti 5.5. Ak. s.s.a. kul, hiti 6.0. Gr. s.a. kul, hiti 2.3. Sf. n.a. gola, regn, hiti 3.8. Þórsh., F. s.a. stinningsgola, hiti 7.0, Laugardaginn 30. okt. Vm. a. snarpur vindur, hiti 8.0. Rv. s.a. kul, hiti 6.7. ísafj. logn, hiti 3.3. Ak. s. andvari, hiti 3.0. Gr. s.a. gola, hiti 3.0. Sf. logn, hiti 6.6. Þórsh , F. s.a. stinningsgola, hiti 8.2. Leikhúsið. Eins og áður hefir verið getið er i ráði, að Leikfólag Reykja víkur sýni Höddu-pöddu um jólaleytið. En til þess tíma hefir fó- lagið á prjónunum, auk smáleikrita, sem það fer upp á leiksvið með um helgi, leikrit Indriða Einarssonar: Skipiðsekkur, sem ekki hefir verið leikið síðan 1903. Það stóð til að leika K i n n a r- hvolssystur, sem áður hafa leiknar verið og gefið þá frú Stefaníu einkar gott hlutverk til leiks, en vegna augnveiki, sem frúin er haldin af sem stendur, varð að hætta við það áform. Látin er 28. þ. mán, kona Brynjólfs bónda Bjarnasonar < Engey, Þór- unn JónBdóttir, eftir stutta legu, komin nokkuð á áttræðisaldur. Hún var ráðdeildarsöm sæmdarkona. Meðal barna þeirra hjóna eru Krist- inn skipstjóri á íslendingnum og kona Þorsteius skipstjóraÞorsteinssonar. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Messað á morgun í fríkirkjunni í Reykjavlk, kl. 12 síra Olafur Ólafsson, kl. 5 síra Har. Níelsson. Erl. símfregnir Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni I London. Frá Hellusundi. Uondon, 20. okt. Yfirhershöfðingi brezka liðsins á Gallipoliskaga hefir sent svo hljóð- andi skýrslu: Siðustu vikuna hefir litið borið til tíðinda. Bæði vér og óvinirnir höf- um gert nokkrar sprengingar. Tyrkir gerðu sprengingu hjá 60. hæðinni, en tundrið sprakk undir herlinu þeirra sjálfra og gerði miklar skemdir á varnarskýlum og skotgröfum þeirra, en gerðu oss ekkert tjóu. Á öðrum stað á herlínunni tÓKSt óvinunum að gera sprengingu undir skotgröfum vorum. Hermennirnir voru þó farnir úr gröfunum áður, en 5 menn, sem voru að grafa jarð- göng, byrgðust inni, og hugði eng- inn þeim lif. Þrem dögum siðar komust þeir þó heilir á húfi út úr gröfinni. • Frá Russum. London, 22. okt. Orustan hefir haldið áfram við Olai, milli Mitau og Riga, en sókn óvinanna hefir verið hnekt. Ákö:’ stórskotahrið hefir staðið þar. Loft- för vor vörpuðu sprengikúlu'm á Fredrichshof og urðu miklar skemdir á járnbrautarstöðinni og vörugeymslu- húsum. Eitt þýzkt loftfar var skot- ið niður. — Hjá Placane fyrir austan Olai gerðu Þjóðverjar þrjú áhlaup og not- uðu gaskúlur. Þjóðverjar hafa verið reknir úr þremur stöðum hjá Dwinsk. Eftir ákafa orustu fyrir norðan Po- stawa voru Þjóðverjar reknir úr Russaki þorpinu og létu þeir 200 íermanna og einn fyrirliða. Margir voru tekuir höndum. Vér höldum áfram að elta óvin- ina á vinstri bakka Styifljóts. Halda ?jóðverjar þar óðfluga undan og eru smáhópar þeirra hingað og þangað i skóginum. Hjá Rafalowka tókum vér 400 manns höudum og nokkrar vélbyss- ur. Vér höfum tekið heilt herfylki, með öllum fyrirliðunum til fanga, eina Howitzerbyssu, fallbyssur og mikið af skotfærum. — Fyiir suð- austan Kolki stendur áköf orusta. 3jóðverjar og Austurríkismenn nota nær eingöngu oddstýíðar kúlur. 21. þm. tókum vér eftir orustu >ar sem barist var i návigi — fjög- ur þorp fyrir norðaustan Barano- vitchi; tókum vér þar 85 austur- ríska og þýzka foringja 3552 her- menn höndum, eina fallbyssa og l'jölda véibyssa. London 23. okt. Kosningarnar í Suður-Afríku. Skýrsla um kosninguna í Suður- Afríku sýnir, að Suður Airíkuflokk- u*inn hefir komið að 43 íulltrúum, sambandsmenn 38, »natioualistar« 25, jafnaðarmenn 4 og sjálfstæðismenn 3. Fregnir úr 15 kjördæmum enn ókomnar. Það var búist við þvi að Suður-Afríkuflokkurinn mundi vinna. Botha hefir náð miklum meiri íluta < þinginu með sér. Hann vann sigur á mótstöðumanni sinum, sem var »natioualisti«, fekk 14SO atkvæði en »nationalistinn« 788. Merriman náði kosningu. London 23. okt. Skotið á Deagatch, Flotamálastjórnin tilkynnir, að brezk, frönsk og rússnesk herskip sameiningu hafi skotið á ýmsa staði á strönd Búlgariu síðla dags 21. október. Það var skotið á ýmsa staði, sem hafa hernaðarlega þýðingu og tjón varð mjög mikið á hafnar- virkjum, járnbrautarstöðinni og skip- unum í höfninni í Deagatch. Flotinn varaðist að skjóta á nokk- urn þann stað, sem ekki hafði hern- aðarlega þýðingu. Skýrsla French. London 25. okt. Sir John French tilkynnir: Síðustu þrjá daga hefir staðið áköf stórskotahríð fyrir sunnan La Basseé- skurðinn, en engin fótgönguliðs við- ureign hefir orðið nemahandsprengju- hrið við og við milli skotgrafanna. 22. þ. m. háðu 4 flugmenn vorir orustu við loftför Þjóðverja. Öll þýzku loftförin urðu að lenda eða voru rekin aftur. Eitt þeirra féll úr 7000 feta hæð skamt fyrir aftan herlinu Þjóðverja. Annars hefir ekk- ert markvert skeð neinstaðat á or- ustusvæðinu. London, 26. okt. Útdráttur úr opinberum skýrslum Russa 22.-26. okt. Áköf orusta hefir enn staðið um- hverfis Riga og grimmileg stórskota- hríð af beggja hálfu. Þjóðverjar náðu þorpinu Repe, en biðu ógurlegt manntjón hjá Klanghe. Sunnan við Babit-vatnið hófu Þjóðverjar sókn en unnu ekkert á. Á vestri bakka Dwina, 16 mílum sunnan við Riga, gerðu Þjóðverjar firnm áhlaup hvert á eftir öðru. sjötta áhlaupinu komst nokkuð a: liði Þjóðverja inn á stöðvar vorar, en vér fengum hjálparlið og náðum stöðvunum aftur og stóðumst á- hlaupið. A vígvellinum hjá Dwinsk náðu ijóðverjar þorpinu Illukst eftir ákafa stórskotahríð og mikið mannfall. Orusta stendur þar enn og Þjóð- verjar hafa ekki getað sótt lengra fram. Austan við vötnin Pruth og Orisviaty tókum vér ýms þorp. Orusta stendur enn og veitir ýms- um bétur. Suðaustur af Baranavitchi kom- umst vér yfir vestri bakka efri- Shara og náðum þar Naedoork- aæðum. Þar handtókum vér 20 liðsforingja 1568 liðsmenn. Hjá Oginski-skurðinum tókum vér þorp- ið Valka og stóðumst gagnáhlaup óvinanna. A vestri bakka Styr stendur enn orusta, en vér höfum handtekið þar 67 liðsforingja og 2025 liðsmenn. í héraðinu hjá Beiloc-vatni hrekja óvinirnir okkur nokkuð, en norðan við Rafalowka voru þeir hraktir. Óvinirnir gerðu grimmileg á- ílaup vestan við Chartooyish og tókst einu sinni að hrekja okkur langað til hjálparlið kom og rétti við bardagann. Tókum vér þar þús- und manns höndum. í héraðinu hjá Novo Alexinetz, 20 milum norðan við Tarnopol í Galiziu, náðum vér stöðvum óvin- anna eftir grimmilega höggorustu og eins austan við Lopusno. í þess- um orustum tókum vér margar vél- byssur að herfangi. London, 26. okt Útdráttur úr opinbernm skýrslum Frakka 22,—25.okt. 22. okt. Áhlaup Þjóðverja fyrir austan og suðvestan Givenchy- skóginn báru engan árangur. í Ar- gonne gerðum vér sprengingu og ónýttum njósnarstöð óvinanna. Milli Argonne og Meuse köstuðu flugmenn vorir sprengikúlum á þýzkan flugvélavöll. Síðar um dag- inn var fótgönguliðs-áhlaupi Þjóð- verja tvistrað hjá Lombaertsyde í Belgiu með stórskotahríð. 23. okt. Þjóðverjar hlupu úr skot- gröfum sínum í Bois en Hache og Givenchy-viginu og réðust fram til áhlaups, en það var þegar stöðvað. Hjá Tahure var framvarðarsveit Þjóðverja nær algerlega strádrepin með skothríð. Enn er verið að setja lið á land í Salonika og gengur það ágætlega. Þær hersveitir, sem hafa farið yfir landamærin hafa gengið í lið meó Serbum. 24. okt. Þjóðverjar gerðu grimmi- legt áhlaup í Givenchy-skógi og á 140. hæðina, eftir dynjandi stór- skotahrið. En þeir voru tæplega komnir úr skotgröfum sinum áður en tíundi hver maður var fallinn,. og er þetta í áttunda skifti á fimm dögum, sem Þjóðverjar lúta þarna í lægra haldi. 21. október háðum vér orustu við Búlgara hjá Robrovo, tjórtán milum sunnan við Strumnitza. Manntjón vort var litið og borginni héídum vér. 2j. okt. í Champagne-héraði unnum vér mikilsverðan sigur. Þar höfðu Þjóðverjar ramlega víggirtar stöðvar, er hafa verið nefndar Courtine. Voru þær 1200 metra langar og 250 metra breiðar, og voru þar neðanjarðargöng og alt sem rambyggilegast. A þessum stöðv- um höfðu áhlaup vor strandað, en eftir grimmilega stórskotahríð þann 24. okt. náðum vér öllum stöðvun- um fyrir kveldið, þrátt fyrir örðugt viðnám Þjóðverja. Þjóðverjar biðú mikið mannjón og vér handtókum 200 menn úr þremur tvífylkjum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.