Ísafold - 18.12.1915, Qupperneq 1

Ísafold - 18.12.1915, Qupperneq 1
----------------------- ■> Kemnr út tvisvar i vikn. Yerð 4rg. 4 kr., erlendie 5 kr. eöa l‘/t dollar; borg- iit fjrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lamasala 5 a. eint. XLII. árg. ísafoldarprentsmiðja Ritstjörl: Úlnfur Björnsson, Talsimi nr. Reykjavík, laugardaginn 18. desember 1915. ~—--------■— Uppsðgn (skrifL) bnndin við ár&mðt, er ógild nema kom- in sé tíl ntgefand* fyrir 1. oktbr. og sé kanpandi sknld- lans við blaðið. — -------s —_r .r 1 101. tölublaÖ Al^ýDufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11-8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og ó íslandsbanki opinn 10—4. K.P.U.M. Lest.rar-og skrifstofa 8Ard,—10 siöO. Alm. fundir jBd. og sd. 81/* siöd. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 6 á helguxn Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. iLandsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Lttndsbúnaöarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhir^ir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landsstminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—J2 og 4—7. NáttúrugripasafniO opið Vja—21/* á sunnud. 'PósthúsilS opió virka d. 9—7, sunnud. 0—1. ©amábyrgb Islands 12—2 og 4—6 StjórnarráOsskrifstofurnar ópnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vífilstaöahæli?). Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafniö opih sd., þd. fmd. 12—2. H. Andersen & Sön klæðaverzlun, Aðalstræti 16. Slmi 32. Stofnsett 1888. ÞAR ERU FÖTIN SAUMIIÐ FLEST, ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. mTETTrnTTrmmnri Torfi I Ólafsdal. Þá er fallið þetta vígið, — þrotlaust geisar heims vors stríð,— frá oss mesta höfuð hnígið, Iiér sem varði búandlýð. Betra spor af bændum stígið tbirzt hefir ei um mína tíð. Er sem dauðir gæti grátið — grátið missi þvílíks manns. Hvað er hringlið, fumið, fátið fjöldans þessa strjála lands? Bétur hefðum hundrað látið heimalninga, en missa hans! Lífið hans var langa æfi landi sínu að vinna bót; valdi fyrst hvað var við hæfi, vildi sjá það festa rót, þreyttist ei, þó þjóðin svæfi, því að koma’ á styrkan fót. Verkin hans að telja tölum trautt eg þekki nokkurn mann; búnað lands i bygð og dölum bætti enginn jafnt sem hann; meðan feitu fé vér smölum framkvæmd hans ei gleymast kann. Vann og eins í orði og verki, aldrei þreyttist sál né hönd; ótal rit og mannvitsmerki minna á staka framtaks-önd; vitið, dáðin, viljinn sterki vildi greiða sérhver bcnd. Sama snildin úti’ og inni öllum Ijúf og hugum kær, hvar sem hanu með húsfrú sinni hafði ráðin, nær og fjær. Sjaldan grær í manna minni merkilegri rausnarbær. Heiðrið, skáld, í skyldum óði skörungmann í Ölafsdal, þar sem hann með frægðarfljóði fræddi lengi snót og hal. Nú er ýallinn quminn qóði; qrípi merkið bœndaval! Matth. Jochumsson. Erl. símfregnir Opinber tilkynning frá brezkn utanríkisstjórninni i London. French lætur af herstjórn. Er gerður að yfirhershðfðingja heima fyrir. Sir Douglas Haig tekur við herstjórn i Frakkiandi. London 15. des. Sir Douglas Haig hershöfðingi hefir verið skipaður eftirmaður Sir John French til þess að hafa yfir- herstjórn í Frakklandi og .Flæm- ingjalandi. Síðan ófriðurinn hófst fyrir 16 mánuðum, hefir Sir John French haft ákaflega erfitt og hvíldarlaust starf við það að stýra liði bandamanna í Frakklandi og Flæmingjalandi, og hefir nú, eftir eigin beiðni, verið leystur frá þvi starfi. Stjórn hans hátignar viðurkennir fyllilega hið ágæta starf, sem Sir John French hefir af hendi leyst, og i þakklætis skyni hefir hún með sam- þykki konungs gert hann að yfirhers- höfðingja liðsins heima fyrir og Sir John French hefir tekið það starf að sér. Hans bátign konungurinn hefir haft þá ánægju að sæma Sir John French aðalsmanns nafnbót. Til Yina minna og samborgara! í nafni mínu og minna nánustu leyfi eg mér eftir landssið að votta yður, vinir og samborgarar, nær og fjær, hjartanlegustu þakkir fyrir yðar einstöku ástúð og fágætu rausn okk- ur til handa á 80. afmælisdegi mín- um, 11. nóv. Slík rausn og sæmd yfirgengur mig svo og auðmýkir, áttræðan mann, að mér er »tregt tungu að hræra«, enda finst mér allur sá heið- ur gangi langt fram verðleikum min- um. Hins vegar gleður mig það hug- boð, að þessi heiður og rausn verði hvöt og fyrirmynd meiri manna, sem borgi fyrir sig með meiri anda- gift og þeim skörungskap, sem mér á mfnum dögum hefir ekki auðnast að sýna — nema með fáum og veikum frækornum eða útsæði. Trúið þessu, elsku vinir! Svo og því, að jarðves; eigum vér góðan — ef ekki skortir sáðmennina. Trúið því einnig, að félag vort er á fögru framfaraskeiði. Eg kveð svo yður með hjartans samúðarkveðju; kveð lífið, þegar þar að kemur, með gleði, og þó með tárum, því það er sárt að skilja sam- vistir við vini, þótt ekki sé nema í næsta hús að venda. En þótt eg sé úr sögunni, hefir það minsta þýðing; því »Þótt bili hendur er bœttur galli, eý merhið stendur pótt maðurinn Jalli«. JTlaííf). Jocfjumssoti. Bændur svara, ísafold birtir í dag tvær svargrein- ar úr bændahóp við aðfinningum þeim, sem bólað hefir á i blöðun- um, við framkomu fulltrúa þeirra á þingi. Til ísafoldar sjálfrar taka þessi svör ekki verulega, með því að að- finuingar vorar beindust nær ein- vörðungu að afskiftum þin’gbænda af dýrtíðarmálunum i sumar, og hafa þær enn eigi vsrið hraktar. En vér viljum nota tækifærið til að taka undir það, að sízt er holt þjóðfélagi voru að til stéttarigs komi milli bænda og kaupstaðabúa og um leið fullyrða, að tilefni hefir eigi verið til þess gefið af vorri hálfu, eins og vikið hefir verið að í svar- greinunum til Borgfirðings um dag- inn. Bæjarstjórnarkosningar eiga fram að fara hór í bænum í næsta mánuði. Kosningadagurinn ekki ákveð- inn enn. Fimm fulltrúar ganga nú úr bæjarstjórn. Það eru Tryggvi Gunn- arsson, Jón Þorláksson, Arinbjörn Svein- bjarnarson, frú Katrín Magnússon og !oks Geir Sigurðsson skipstjóri sam- kvæint hlutkesti á síðasta bæjarstjórn- arfundi. Ekkert er hljóðbært enn um, hverir þessara fulltrúa muni gefa kost á sjer af nyju. Kjörstjórn við bæjarstjórnarkosn- ingar næst skipa auk borgarstjóra, bæjarfulltrúarnir Sighv. Bjarnarson og Sveinn Björnsson. Látinn er hér í bænum þ. 13. þ ra. N. S. Bertelsen málari, roskinn að aldri, Bertelsen var danskur að ætt, en hafði dvalist hór í bæ undir 40 ár. Mun hafa verið fyrsti verulega kunn- andi maður f sinni iðn, sem hér var kostur á. Hann var hvæmtur Jórunni Jóns- dóttur systur J. O. Y. heitins Jónssonar kaupmanns og áttu þau mörg börn. Síðustu árin var Bertelsen farinn mjög að heilsu. Aðkomnmenn: Sigurður Eggerz sýslumaður. Gnðsþjónnstnr: í fríkirkjunni: Eng- in guðsþjónusta á morgun. í dómkirkjunni á rnorgun kl. 12 síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Engin síðdegismessa. Sjálfstæðisfélagsfnndnr verður haldinn í kvöld í Goodtemplarahúsinu mr^~~ii—•..... ■ Jólaverzlunin er langfjörugust hjá Árna Eiríkssyni, Austurstræti 6 Glaðnings- og Jólavörurnar, Yefnaðar- og Prjónavörurnar, Hremlætis- og hottavörurnar hvergi fjölskrúðugri, ódýrari eða betri. ■ HTl...----II—......;■■ ■ IW. Kjötkvarnir, Brauðhnífar, Ofnhlifar og ýms þessháttar búsáhöld, sem öllum eru nauðsynleg, geta verið ákjósanlegnstu jólagjafir, sérstaklega þegar þau eru keypt þar sem þau eru bezt. Að þeim þarf ekki lengi að leita. Þau fást ávalt hjá Jes Zimsen. Erlendar símfregnir frá fréttaritara tsafoldar og Morgunblaðsins. Kaupmannahöfn 16. des. V Þjóðverjar virðast ætla að hetja sókn á vesturvígstöðv- unum. Ógrynni liðs hefir farið vestur um Luxemburg. Viðsjár milli Grikkja og Þjóðverja af því að Grikkir hafi látið bandamenn brjóta hlutleysi sitt. kl. 8^/g. Á dagskrá verða: S k a 11 a- m á 1. Olafur Björnsson ritstjóri hefur máls og talar um: Skattastefnur (Getum vór verlð án skatta og tolla? Grundvallarstefnur skattalöggjafar o. s. frv.). — Við því má búast. að skatta- mál landsins verði mjög á dagskrá í stjórnmálum vorum á næstunni og ættu kjósendur að gera sór far um, að fylgjast sem bezt með í öllum umræð- um, er að þeim lúta.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.