Ísafold - 22.12.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tyisvar
i vikn. Yerð irg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða l1/, dollar; borg-
ilt fyrir miðjan júli
erlendis fyrirfram.
Lansasala 5 a. eint.
Rltstjód: Úlaí’jr Björnsstm.
Talsimi nr. 455
ísafoldarprentsmiðj s
'—-----------------
UppsBgn (sbrifL)
bnndin við áramát,
er ógild nema kom-
in sé til ntgefanda
fyrir 1. oktbT. og
sé kanpandi skaid-
lana viö blaöið.
___________________
XLII. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 22. desember 1915.
102. tölublað
7/7 íslenzkra sjómanna.
Þið kannist v.ð, sjómenn ! að þjappar stormur þétt
og þrekvaxnar, skapmiklar öldur.
Þið vitið, að þar fær oft þungan svitasprett
hinn þróttmesti’ og sterkasti höldur.
Eg man það, hér fyrrum, mér hlummur hita vann,
og harðsótt var að berja hvassan mótþróann.
Og hugstór er Ægir, og byrgin býður hann,
þótt bruni fram eimknúið farið.
Og stormur ei ísarn né eldinn hræðast kann.
Hve oft sá jöturm tekur af skarið!
Sem fjöðux í straumröst, svo byltist barði stór,
er beijakar reiðast — hann vindur og hann sjór.
Sá hugur skal prúður og hjartað djarft, en rótt,
sem horfist í augu við sæinn
i skafandi roki um skammdegis nótt,
sem skínandi bjartan um daginn.
En þekt hefi’ eg menn, scm héldu’ yfir hrönn
um hánótt i stórsjó — og glottu við tönn!
Þið vitið líka, sjómenn! að Rán er björt og blíð,
er blaktir ei hár úti’ á legi,
og himinn og sær skapa töfrandi tið
og tindrar sól á nóttu sem degi.
Hve kátt er á þiljum — þótt kalt sé stundum þar —
að keypa og toga »þann gula« úr mar.
\lþýOufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9
Sorgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11-8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 -7
Bæjargjaldkerinn Laufásv. B kl. 12—8 og 5
Islandsbanki opinn 10—4.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 'iWO,
A.lm. fundir fid. og sd. 81/* slbd.
Landakotskirkja. önbsþj. 9 og d á helc.i0ín
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—l.
Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12.
Landsbókasafn 12—S og 5—8. Útlán 1—8
Landsbúna&arfélagsskrifstofan opin frá ?2-2
Landsféhirbir 10—2 og 6—6.
Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. -2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka cUtga
helga daga 10—12 og 4—7.
tfáttúrugripasafnib opib la/*—2»/a á sunnn l.
Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1.
Öamábyrgb Islands 12—2 og 4—6
Stjórnarrá&sskriffttofnrnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt
8—10 virka daga, helga daga 10—9.
^ifilsta&ahœlib. Haimsóknartimi 12—1
Pjóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2.
: \ H. Ándersen & Sön é klæðaverzlun, Aðalstræti 16. Sími 32. Stofnsett 1888. ÞAR ERU FÖTIN SAUMUÐ FLEST, ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. N N H H -< N H N N H
HUtH jjl 111 iflrxJt.
^'/T\^/L\^5/T\V5/'\
Gíeðiíeg jóí!
itHr
mm
ÍftlÍP
mr
Cnn cru margir ciguhgir fííuíir ofíir
á JólaBazarnum
í
♦
Og hafaldan þunga, hún vaggar margri von,
og verkar á farmannsins hjarta,
sem ófarin Hfsbraut á ungan, djarfan son,
er ýtir á lifssæinn bjarta.
Hin óráðnu forlögin fóstra von og þrá,
er fæða’ af sér rólyndi, þrek og hýra brá.
Og vitið, i djúpinu felst mörg perlan fríð,
sem fæst, ef menn orka að kafa.
Og vitið, að aldan, sem oft er flá og stríð,
er örlát við þá, sem duginn hafa.
Hve mörgum bjó hafaldan glæsta’ og gullna braut,
og galt hið bezta kaup fyrir mannraun og þraut.
Er glittir í maurildi’ um græðis-kviku-sog
og glóir hver arða á hafi,
og kjöluriun eldrúnir skrifar skýrt á vog,
og skrautritar mánageislinn stafi
á bárur, — þá er sem að skuldbindingarskjal
þar skrifi Ægir sjálfur — að launa vöskum hal.
Já, þekt hefi’ eg marga, er þorðu’ að kljást við mar,
og þeim fjölgar óðum i landi.
Því takmarki náð er, að fjölmargt islenzht far
sér fleyttr að erlendum sandi.
Og jafnvel nú, á ferlegri tundurdufla tíð,
þeir treystast, íslands farmenn, að sigla’ um höfin við.
Til Vfnlandsins góða hinn valdi, frónski knör
nam vaða — til fornra óðalsstranda.
Og hugurinn Eiriks og heppni Leifs í för,
sem hollvættir i lyfting námu standa.
Það drengskaparverkið mun lyfta landsins hag,
ef lokaráðin kveða’ ekki þjóðvillu-brag.
Hve glæsileg framsókn! — þv! fyrir hálfri öld
það fjarstæða virst hefði öllum,
ef þá hefði spáð verið þilskipa-fjöld
og þess heldur eimskipum snjöllum.
Því Jortökum aldrei hvað orðið qetur hér,
ej altaf er sótt Jram ot? viljinn sterkur er!
Sá priliti’ í stafninum blakta verður brátt,
til Bretlands og víðar og víðarl
Ó, sjómenn! Það er takmarkið, heilagt og hátt,
og hefst fyrir dáð, innan tíðar.
}á, fortökum aldrei, hvað orðið getur hér,
ef altaf er sótt fram og viljinn sterkur er.
Nú heill ykkur farmenn! er kljúfið kaldan ver
og köglana reynið við sæinnl
Og heill þeim, er starf ykkar fyrir brjósti ber,
og beitir sér lands- fyrir -haginn!
Nú gefi’ ykkur farsæl og gleðileg jól
sá guð, er undrakraftana stormi’ og hafi fóll
B. t>. Gröndaí.
Bóhverzíun Isafoldar.
Skatta-stefnur.
(í þessu og næstu blöðum ísa-
foldar birtast nokkrir kaflar úr er-
indi, sem riutjöri ísajoldar flutti ný-
lega í Sjálfstæðisfélaginu um Stejnur
i skattamdlum).
I.
Almennar athugasemdir.
Skattamálin það má búast við því,
biða lausnar. Dg þess ef bejnt ag
vænt3, að ef nokkurt stjórnmálalíf á
að blómgast á annað borð í þessu
landi og þessum bæ — og siðast en
ekki sízt í félagi voru og flokk —
þá muni nú renna upp þeir tímar,
að fjármál og atvinnumál landsins
fari að skipa öndvegissess stjórn-
málanna — framundan, en af þeim
skattamdlin efst á baugi.
Umtalsefnið, sem eg hefi valið
mér í kvöld, snerta þau, en aðeins
fáar hliðar þeirra, því að ókleift
mundi á stuttri kvöldstund að fara
út í skattamála-sálma yfirieitt. Efnið
er svo afar-víðtækt.
Hagfræðisvis- Það er tilfinnanlegur
indi og skatta- skortur bjá oss íslend-
ingum, að vér skulnm
eiga svo lítið á voru máli um hag-
fræðieða þjóðmegunarfræði, sem hún
einnig er nefnd. Um þau efni eru,
mér vitanlega, naumast til önnur rit
en Auðjrceði síra Arnljóts Ólafsson-
ar, sem nú er all-úrelt orðin, ^3 5 ára
gömul, og Viðskijtajraði eftir fón
Ólafsson, sem nú er kend við Verzl-
unarskólann. En þessar bækur fjalia
að mestu einungis um eina grein
hagfræðinnar, teoriu hennar, en eigi
að neinu verulegu leyti um fram-
kvæmdir á teoriunni, sem Þjóðverj-
ar nefna »Volkwirkschafts-politik«,
en Danir »Nationalökonomiens Poli-
tik«, og þær sneiða, eftir því sem
eg hefi litið til, með öllu framhjá
þeim hluta hagfræðinnar, sem sér-
staklega beinist að fjdrhagsvísindtm,
(á þýzku: »Finanz\vissenschaft«, á
dönsku: Finansvidenskab«). En undir
þá grein hagfræðinnar lúta kenning-
arnar og fræðikerfin um skattamálin.
Sú hefir reyndin orðið um hag-
fræðina, eins oe sumar aðrar vís-
indagreinar, að eftir því sem henni
hefir vaxið fiskur um hrygg, hefir
»algildu« setningunum og lögmál-
unum, er fyrri tíma forkólfar henn-
ar héldu hátt á loft — farið fækk-
andi, því að reynslan hefir þar orð-
ið betri kennari en speki vísinda
mannanna.
Fyrri tíma hagfræðingar margir
þóttust þekkja »bina einu réttu lausn*
á hagfræðilegum vandamálum og
höfðu hana jafnan á takteinum og
fjarri því að hjá þeim kendi nokk-
urs efa á óskeikulleik sínum. En
þegar til reynslunnar kasta kom,
varð það uppi á baugi, að setningar
þeirra sumar voru mjög svo var-
hugaverðar og »lögmálin« þurftu
margvíslegra endurbóta og fyrirvara
við. Þetta endurskoðunarstarf hefir
verið trúlegj rækt af hagfræðingum
seinni tima, og það jafnvel svo, að
drjúgir hlutar lærdómsbókanna vilja
stundnm verða skýringar og fyrir-
var.ar við fyrri tíma kenningar.
Vona eg aðmönnum skiljist afþessu
að hagfræðivísindin eru að verða meira
og meira fráhverf því að ríða hnút á
neinum grundvallarlögmálum setn
»þeim einu réttu«, en beinast nú
miklu fremur í þá átt, að ná sem
nánustu sambandi við reynsluna, hið
»praktiska« líf og byggja á því með
nákvæmni og samvizkusemi, en hætta
sér sem minst út á hálan is »lög
málanna« miklu, er hinum eldri hag-
fræðingum varð svo hrösult á.,
Það sem eg kann að segja nú
um stefnur í skattamálum — frá
hagfræði-sjónarmiði — mun því eigi
heldur verða neitt víðfeðma lögmál,
sem eigi megi frá víkja, heldur
ætla eg að reyna að gera grein fyrir
helztu stefnunum, sem fram bafa
komið meðal hagfræðinga i þvi skyni
að reisa rétta undirstöðu skattlög-
gjafar. Er sannast að segja um þær,
að flestar eða allar hafa þær nokkuð
til síns máls, en engin alt, þótt stund-
um hafi svo verið talið í svipinn af
undirróðursmönnum, er hafa viljað
sveigja almenning til trúar á og
hlýðni við eina fjöl í skattamálum.
Að skatt- í máli voru er til orðatil-
yrðast. tækið að skattyrðast. Á
einum stað í Sturlungu stendur: »Sig-
hvatr sendi menn til, at þeir skyldi
eigi skattyrðask«. Eigi er eg svo
málfróður, að eg viti upptök þessa
orðs, en það þykist eg vita, að
merking þess er eitthvað í ætt við
annað íslenzkt orð: að skammast.
Og eftir því sem litið hefir verið
til skattgjalda eða opinberra gjalda
bæði fyr og siðar, bæði hér í landi
og annarsstaðar — þykir mér naum-
ast ólíklegt, að menn hafi haft
skammaryrði á vörunum, þegar til-
rætt hefir orðið um skatta, og því
eigi ófyirirsynju, að skattyrði hafi
fengið líka merkingu og felst í hinu
orðinu, skammaryrði. Fá eða engin
gjöld einstaklingsins hafa verið eins
mikið atyrt eins og skattgjöldin,
kvartanir og kveinstafir yfir þeim
hafa látið og láta enn einna hæst
allra ópa i opinberum málum.
Vér getum eigi En þessi skattgjalda-
komist hjá fáryrði eru á ríkum
sköttum. • , t
missknningi reist. Þar
sem á annað borð er um reglu-
bundna þjóðfélagsskipun að tefla,
verður ekki hjá þvi komist, að hún
hljóti að kosta eitthvað. Ríki án
tekna getur ekki staðist stundu leng-
ur. Þeir sem vilja hafa einhverjar
framkvæmdir, verða einnig að leggja
eitthvað i sölurnar fyrir þær. Þeir
sem vilja lifa í regiubundnum þjóð-