Ísafold - 29.12.1915, Síða 1
n
Kemor At tvisvar
i vikn. Verð Arg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1'/« dollar; borg-
iit fyrir miðjan júli
erlendis fyrirfram.
Lansasala 5 a. eint.
XLII. árg.
|
ísafoldarprentsmiðja
Rltstjörl: Úlafur BIBrnsson. Talsimi nr. 455
Reykjavík, miðvikudaginn 29. desember 1915.
Uppsðgn (skrifl.)
bnndin við Araroót,
er ógild nema kom-
in sé til ótgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kanpandi sknid-
laus við blaðið.
-«
103. tölublaö
árin 1707-1709.
(Frh.)
En nú gat Karl konungur
eigi haldið lengur og lágu margar
orsakir til þess. Rússar höfðu nú
tekið sér óvinnandi vígstöðvar á háls-
um nokkrum austan ár sem þar er.
Sænski herinn var orðinn dauðþreytt-
ur af löngum göngum og nætur-
vökum og auk þess voru vistabirgðir
hans af skornum skamti. Hin djarfa
fyrirætlun um það að fara rakleitt til
Moskva, var að minsta kosti um sinn
fráleit — það sá Karl konungur
sjálfur í fyrsta skifti á æfinni var
honum nú komin sú þraut að hönd-
um, er hann var ekki fær um að
leysa og í fyrsta skifti á æfi sinni
varð hann nú hikandi og hugsjúkur
út af því að geta eigi framkvæmt
það, sem hmn hafði ætlað sér. Hann
hafði fram að þessu verið vanur því
að hafa sinn vilja fram hvernig sem
ástatt var, en leggja sig ekki eftir at-
vikunum.
Þá gerðust og þau undur, að Karl
XII., sem jafnan hafði farið eftir
sínum eigin geðþótta og eigi spurt
aðra til ráða, tók nú að spyrja herfor-
inga sína um það hvað gera skyldi.
A tv imur dögum kom hann tvisvar
á fund Gyllenkrooks í tjaldi hans og
spurði hann hvað honum sýndist um
þaðhvert honum sýndist skyldi stefnt.
Gyllenkrook svaraði og sagði að hann
gæti ekkert til málanna lagt vegna
þess að hann vissi ekki um það
hverjar væru fyrirætlanir konungsins.
»Eg hefi engar fyrirætlanir«, svar-
aði konungur þá, en af gömlum vana
hélt Gyllenkrook að konungur talaði
í spaugi. Þó komst hann brátt að
raun um að svo var eigi. Hann sá,
að konungi var alvara; fyrir ætlanir
hans höfðu orðið að engu þegar það
varð ljóst að ómögulegt var að kom-
ast til Moskva. Brá GyÚenkrook þá
mjög í brún og svaraði hann þv
að það væri ekki á sínu valdi að
ráða fram úr sliku vandamáli og yrði
konungar að ráðgast um það við
æðsta hershöfðingjann og Piper greifa.
En er konungur skýrði honum frá
því að þeim væri bráðum allar leið-
ir ókunnar þar syðra, lofaði Gyllen-
krook því að ihuga málið og afla
sér nákvæmari vitneskju um alla vegi
þar i nánd. Siðan fór hann rakleitt
á fund þeirra Rehnsköls og Piper ti
þess að segja þeim frá viðræðum
sínum og konungs. Þeir Piper og
Rehnsköld höfðu lengi verið óvinir
og varð nú fjandskapur þeirra ti
mikillar ógæfu fyrir Svía. Rehn-
sköld sagði að þá er hann hefði reynt
að tala við Piper um málið, hefði
hann aðeins svarað. >Það er bezt
að djöfull sá, er ráðið hefir til þessa, ráði
einnig framvegisf. A hinn bóginn
sagði Piper að hann hefði orðið að
hafa milligöngutnann til þess að
ráðfæra sig við Rehnsköld Fjand-
skapur þeirra hafði risið af þvi að
þegar Piper hafði beðið konunginn
»að hugsa sig vel um og æða ekki
iram með slíkum ofmetnaði* þá
íafði Rehnsköldsýnthonum fullkomna
'tilsvirðingu. Piper var alveg á sama
máli og Gyllenkrook með það, að
bezt mundi að halda til baka yfir
3níepr og reyna að ná þar höndum
saman við Lewenhaupt eða herinn i
5óllandi. En Karl konungur mátti
ekki heyra það nefnt. Þótti honum
sem það mundi verða sér himinhróp-,
andi skömm. En sökum þess að
jað vat nú augljóst að herinn gat
eigi komist til Smolensk, var ekki
um annað að gera en halda suður
á bóginn til Severíen og Ukraine.
>ar mátti vænta allsnægta, og auk
sess hafði Kósakkahöfðinginn Mazepa
jrásinnis boðið Karli konungi að
koma til sín, en Karl hafði ekkert
skeytt um þau boð fyr. En nú,
þegar í nauðirnar rak, var sá kost-
urinn valinn, að fara á fund Mazepa,
eigi svo mjög til þess að hjálpa hon-
um, eða leita hjálpar hans — því
Karl XII- var vanur því að treysta
sjálfum sér og engum öðrum. En
það varð að koma hernum eitthvað
þangað, þar sem hann gat fundið
lífsviðurværi, og í Ukraine hafði enn
eigi veaið herjað. Það var nú ætl-
unin, að þar skyldi herinn sitja i
náðum um veturinn og halda svo
norður til Moskva um vorið og
njóta þá bæði styrks af upphlaups-
mönnum á Suður-Rússlandi og her-
sveitum þeirra Stanislásar og Krassau.
Nú var ekki lengur viðlit, að leggja
leiðina um Smolensk — það sést
bezt á þvi, að Karl konungur skyldi
hætta við það. Það sést einnig á
skýrslum brezka sendiherrans í
Moskva. Hann segir að keisarinn
hafi fengið þýzkan verkfræðing til
þess að athuga vegina milli Efri-Vinu
og Efri-Dnjepr, og komist að þeirri
niðurstöðu, að það mnndi ómögu-
legt fyrir óvinaher að sækja þar
fram, bæði vegna þess að Rússar
höfðu þar mörg ágæt vígi, gerð af
náttúrunnar höndum, og eins vegna
hins, að landið var alt í auðn.
*
* *
Hér hefst þá hið þriðja og siðasta
tímabil í þessari herferð Karls XII.
Þegar hætt var við að fara til Ple-
skov og þaðan reyndist ómögulegt
að komast beina leið til Moskva,
átti að reyna hvort eigi mundi hægt,
með tilstyrk þeirra bandamanna sem
konugur bjóst við að hitta i sunn-
anverðu Rússlandi, að komast þaðan
i höggfæri við keisarann. Og þetta
var áreiðanlega eina úrræðið, fyrst
Sviar komust eigi lengra en til Ta-
torsk og Karl konungur vildi eigi
snúa við.
En er til framkvæmdanna kom,
varð Karli konungi sú regin-skyssa
á, að biða ekki eftir Lewenhaupt.
Honum var þó kunnugt um það, að
Lewenhaupt var skamt á brott hjá
Dnjepr, átti svo sem fimm dagleið-
ir þangað, er sænski herinn var fyr-
ir. Gyllenbrook sá glögt hver
hætta gat stafað af þvi, ef Rússum
tækist að komast i milli herja Svia
og hann bauðst til þess að sjá hern-
um fyrir nægum vistum i viku enn,
ef konungur vildi biða í Tatarsk.
En það var ekki við það komandi.
Það er eigi gott að vita, hvernig í.
að skýra »þessa óskiljanlegu blindni«,
eins og einn herfræðingur hefir kom-
ist að orði um þetta efni. Ef til
vill hefir konungur verið orðinn
leiður á þvi, að Mazepa var stöðugt
að biðja hann um það að koma sér
til hjálpar, og ef til vill er það satt,
sem sagt er, að öfundarmaður Lewen-
haupts hafi talið konungi trú um,
að Lewenhaupt mundi ekki verða
skotaskuld úr því, að ryðja sér braut
suður um landið, og keisarinn mundi
ekki þora að ráðast á hann. Ef til
vill eru og enn aðrar orsakir til
þess að konungur lagði svo skyndi-
lega af stað frá Tatorsk, en það er
óráðin gáta og verður sennilega alt
af óráðin gáta. Konungur gerði
sendimann á fund Lewenhaupts og
bað hann hraða ferðum sem mest
og fara beinustu leið til þess að ná
aðalhernum. Einnig sendi hann
Lagerkrona á undan sér með 4000
manns, til þess að taka vígin í Se-
ve(ien. Og svo lagði hann sjálfur
á stað til Tatorsk hinn 15. septem-
ber og stefndi nú suður á bóginn.
Þetta var upphaf ógæfu Karls
conungs. Þegar hann stefndi her
sinum suður á bóginn, varð langt í
milli þeirra Lewenhaupts, svo keis-
arinn sá sér tækifæri til að ráðast á
íer hans, og það varð upphafið að
linum endanlega ósigri. Það er
afnan vandi að tala um það, hvern-
ig mundi hafa getað farið. En
manni getur þó naumast missýnst
það, að Karl konungur hefði stað-
ið mjög ólíkt að vígi, ef hann hefði
beðið eftir Lewenhaupt, því hann
hafði bæði mikinn her og gnægð
af vistum.
En nú lét konungur Lewenhaupt og
her hans sigla sinn eigin sjó fram í opinn
dauðann, og síðan rak hvert óhapp-
ið annað. Þegar konungur var rétt
kominn suður yfir ána Soz fékk
hann þær fregnir, að Lagerkrona,
sem var alls eigi því starfi vaxinn
er honum hafði verið falið, nefði
vilst og síðan vanrækt að ná hinu
sterka vlgi Starodub nógu snemma,
svo að rússneska hershðfðingjanum
Ifland tókst að senda þangað öflugt
hjálparlið. Gyllenkrook hafði og
ráðið konungi frá því að velja Lager-
krona til þessarar farar og benti á
fjóra aðra herforingja, sem voru
miklu hæfari honum, en konungur
hafði mikið dálæti á Lagerkrona og
lét hann þvi fara. Um vigið Nov-
gorod Severskj fór líkt og um Staro-
dub. Svíar komu of seint þangað.
Rússum hafði því tekist að ná fót-
festu i Severien áður en Karl kon-
ungur kom þangað og með því var
för Lagerkrona orðin til einkis, þv.
hún var gerð til þess að ná góðum
vígstöðvum og á þann hátt komið
i veg fyrir það, að Rússar eyddu
bygðina.
Rétt á eftir kom og sú harmsaga
að keisarinn hefði ráðist á Lewen-
haupt með ofurefli liðs milli Dnjepr
og Soz og unnið sigur á honum 29.
september eftir blóðugan bardaga.
Orusta sú stóð i nánd við Lesna og
varð Lewenhaupt að yfirgefa fall-
byssur sinar og vistaforða og fara
undan á flótta yfir ár og ófærur
með leyfarnar af her sinum, þangað
til hann náði konunginum. Öll
aerför Lewenhaupts hafði og verið
mjög á huldu. Þegar hann kom á
l und konungs vorið 1708 i Radosz-
cowice, voru honum að eins gefnar
l’yrirskipanir til bráðabirgða, en hann
:’ékk enga vitneskju um það hvernig
lerförinni átti að haga. Hann fór
)á til Liflands og i öndverðum
júnimánuði fékk hann svo skipun
um það frá konungi, að leggja á
stað um miðjan þann mánuð til þess
að sameinast aðalhernum. En sök-
um þass að hann var óviðbúinn og
rurfti að flytja mikið með sér, dróst
i:ör hans fram undir mánaðamót,
og för hans gekk seint, bæði vegna
jess hve mikinn flutning hann hafði
meðferðis — matbirgðir handa öll-
um hernum til sex vikna — og
vegna þess að vegirnir voru hálf-
ófærir af bleytu. Þó átti hann ekki
ófarnar nema svo sem 10 —15 mílur
til Tatorsk, er konungur fann upp
á þvi óhapparáði að halda suður á
bóginn og gaf þannig Rússum tæki-
l’æri til þess að ráðast á Lewenhaupt.
Og það var ekkert undarlegt, þótt
Lewenhaupt biði þar ósigur. Hitt
var furðulegra að honum skyldi tak-
ast að bjarga rúmum helming liðs
síns og komast með það til konungs-
ins, þrátt fyrir óteljandi örðugleika.
Konungur tók hinum hrausta her-
foringja vel,\ en let hann eigi hafa
nein yfirráð framvegis. Hann fylgd-
ist með hernum, en fanst sér vera
ofaukið.
Hér við bættist nú og það að
Lybecker hafði farið herför frá Finn-
landi inn í Ingemannaland, en það
var en það varð hin mesta fýluför.
Honum tókst að visu að komast
með her sinn suður yfir Neva, en
í stað þess að halda rakleitt til Pét-
ursborgar, sem þá var lítið víggirt
og keisarinn óttaðist mjög um, hélt
Lybecker vestur á bóginn og háði
þar nokkrar smáorustur við Rússa.
Þá kom til hans lygafregn um það,
að Rússar stefndu að honum óvlg-
um her og varð hann svo hræddur
við að hann hraðaði ferðum sem
mest hann mátti heim til Finnlands
aftur. Hann kom hernum að visu heilu
og höldnu heim sjóleiðis, en hest-
ana gat hann eigi flutt með og voru
þeir því drepnir þúsundum saman,
og öll herförin bar vott um sorg-
legan ódugnað Lybeckers. Péturs-
borg var nú úr allri hættu og keis-
arinn gat nú beitt öllum sínum her
gegn Karli XII. i Ukraine.
Þessi miklu óhöpp, sem komu
þannig hvert á eftir öðru, unnu
mikinn bilbug á Karli konungi, þótt
honum væri ekki fisjað saman. í
fyrsta skifti á æfinni sá hann óham-
ingjuna færast nær og það gerði
hann bæði kvíðafullan og hikandi.
Gyllenkrook segir að hann hafi ekki
getað sofið um nætur og hafi hann
oft staðið á fætur og farið á fund
herforingja sinna til þess að eyða
ótta sínum með því að tala við þá
um hitt og þetta. Er keisarinn lét
halda fagnaðarveizlur í tilefni af
sigrum sínum. Hann kallaði jafnan
Lesna móður Poltava og átti þar
við það, að ósigur Lewenhaupts
hefði verið undanfari ósigursins hjá
Poltava.
Eftir vanrækslu Lagerkrona og
ósigur Lewenhaupts, var eigi um
annað að gera en halda lengra suð-
ur á bóginn og komast til Mazepa,
þvi konungur neitaði algerlega að
snúa aftur og Rússar voru nú jafn-
vel farnir að brenna bygðina í norð-
anverðu Ukraine-héraði. Hjá Mazepa
bjóst hann við að geta setið í friði
og haft nógar vistir handa hernum.
En hér biðu hans ný vonbrigði,
því Kósakkahöfðinginn gat eigi stað-
ið við loforð sin, þegar á átti að
herða — enda hafði Karl XII aldrei
treyst þeim svo mjög, sem sumir
sagnaritarar hafa viljað láta vera.
Sú lýsing, sem vér fáum af Ivan
Stephanovitj Mazepa eftir nýrri sögu-
rannsóknum, er sú að hann hafi
verið einn af hinum mörgu æfin-
týramönnum, sem vaxið hafa upp
þar syðra, Hann var fæddur i Litla-
Rússlandi, en af því hann var son-
ur pólsks aðalsmanns þá var hann
alinn upp við hirð Jóhanns Kasimirs
í Póllandi og lærði þar heldri manna
siði. Það er mælt að hann hafi lent
þar i æfintýrum, sem Byron hafi
síðan haft fyrir yrkisefni. En enda
þótt Mazepa væri pólskur að ætt og
ynni Póllandi, veittist honum sú
upphefð að vera gerður að foringja
Kósakkanna i Ukraine. Með ýms-
um brögðum hafði honum tekist
þar að gera sig traustan i sessi og
vinna sér hylli Péturs mikla. En
nú var Mazepa farinn að eldast —
kominn á áttræðisaldur — og hann
óttaðist það að hann mundi eigi
mikið lengur njóta hylli keisarans.
Bjóst hann við því að Mensjikov
fursti, sem hafði yfirstjórn Rússahers
á þeim slóðum, mundi rægja sig við
keisarann. Var hann svarinn óvinur
Mensjikov og það eigi að ástæðu-
lausu, því furstinn neytti hertignar
sinnar til þess að hafa hönd í bagga
með landsstjórn Mazepa. Auk þess
sauð uppreistarhugurinn í Ukraine-
búum. Vildu þeir eigi viðurkenna
yfirráð Rússa, en vildu hafa þar
sjálfstætt ríki milli Tyrklands, Rúss-
lands og Póllands. Stóru-Rússar
kúguðu Litlu Rússa á allan hátt og
neyddu þá til þess með valdi að
vinna að því að koma upp vígjum
umhverfis Kænugarð. Kósakkaher-
sveítirnar voru kvaddar til víga langt
á burtu og það var í almæli að
keisarinn ætlaði að breyta herskipu-
lagi þeirra og láta þær vera sömu
lögum háðar og aðrar hersveitir rik-
isins 0. s. frv. í fáum orðum: Það
voru ærnar ástæður til þess þótt
Ukrainebúar væru ekki ánægðir.
Stanislás konungur í Póllandi hafði
þegar er hann tók við konungdómi
reynt að vinna Mazepa til fylgis við
sig, en hafði ekkert orðið ágengt i
því efni. En nú þoldi Mazepa ekki
mátið lengur og bauðst til að svíkja
keisarann.
Meðan Karl konungur hélt kyrru
fyrir i Saxlandi eftir að hafa knésett
Ágúst konung, virtist Mazepa sem
hann mundi verða giftudrýgri en
keisarinn og gerði þá Mazepa mann
á fund Stanislásar með leynd til
þess að bjóða þeim Karli liðveizlu