Ísafold - 18.03.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.03.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Það er sjaldan nefndur héraðs- brestur, f)ótt að einn eða annar æskumaðurinn hafi hnigið í gras. Svo hátt þykir ekki kveða við, um fráfall annara manna en þeirra sem mikið eru farnir að starfa í lífinu, mikið búnir að kynnast út á við, og skoðaðir að meiru eða minna leyti, ómissandi í stöðunni. En híbýla-brest má kalla það, þeg- ar ágætisfólk á bezta skeiði hverfur af heimilum sínum, sem verið hafði þeim til upphyggingar og prýði og bjartar framtíðarvonir verið bygðar á, af vinum og vandamönnum. Það er sízt að undra, þó slíkir atburðir geymist lengi í fersku minni; þeir eru auðu á heimilunum, og það má svo að orði kveða, að mörg sveitin hafi um sárt að binda, við fráfall þessa efnisfólks. Og meðal þeirra, má teija Bólstaðarhlíðarhrepp i Húna- vatnssýslu. Hann hefir nú á fáum árum næstliðnum mist marga efnis- menn á ungum aldri, og þará meðal 2 fyrirmyndarstúlkur, Maríu sál. á Bollastöðum, sem hér ræðir um, og Jónu sál. á Skeggjastöðum, dána 25. október 1913, dóttur merkis- hjónanna þar, Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Bjarnadóttir. Þær voru bæði frænkur og flokkssystur, og báðum harmdauði, ástríkum for- eldrum, vandamönnum og vinum. 7s !9i6. Ó. 9. Embætti. 10. þ. m. skipaði ráðherrann aðstoð- arprest Sigurð Sigurðsson sóknar- prest í Þykkvabæarklaustursprestakalli t Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi frá næstkomandi fardögum að telja. S. d. skipaði ráðherrann guðfræðis- kandídat Jón Guðnason sóknarprest í Staðarhólsprestakalli í Dalaprófasts- dæmi frá næstkomadi fardögum að telja. Sýslan. ié. þ. m. skipaði ráðherrann Snorra Sigfússon yfirsíldarmatsmann á ísa- firði og Jón St. Scheving yfirsí dar- matsmann á Seyðisfirði. f Símoii Dalaskáld er látinn, 72 ára að aldri. Þessa einkennilega rímara verður nánar minst síðar. allir vita að það orð er undirskilið. Líkt á sér stað, ef Hólum er bætt við á eftir mannsnafni til auðkenn- ingar, t. d. Páll Jónsson Hólum. Þó mun það sjaldan eða aldrei gert í mæltu máli að sleppa forsetning- unni, er svo stendur á, nema ef vera skyldi í upptalningu nafna, og þó varla, nema hún sé lesin og hafi verið þannig rituð, auvitað til flýtis. En nú mundi það fylgja ætt- arnöfnunum hér eftir sem hingað tii, að þau yrðu sett í fyrirrúm fyr- ir eiginnöfnunum og þeim slept, a. m. k. þegar mest væri við haft, og þá verða til* nöfn og ávarpsorð, sem mér þykja afkáraleg t. d. séra »Bjól- fell«, herra »Klúkum«, ungfrú »Hjálmholtc, frú »Haukholtc. Mér er í barnsminni, hvað mér þótti kátlegur þessi vísuhelmingur: »Höskuldsstaða húsbóndinn heitir séra Bjúgumc. Og ekki batnar þegar staðarnafninu er kýlt saman — það er gert, ef þau þykja of löng — eða sett á þau óeðlileg eignarfallsending. Þá koma til önnur eins nöfn og herra »Glæsbæc eða síra »Heiðbæs«, og er þá ekki valið af verri endanum. Aldrei held eg að eg yrði svo gamall, að eg vendist slíkum nöfn- ReykiaYiknr-annáll. Hið talenzka kvenfélag efnir til fjölbreyttrar kvöldskemtunar hór í bænum í næstu viku. Meðal annars skemta þar Einar skáld Hjörleifsson, frú Stefanía, dr. Ólafur Daníelsson og Guðm. Thor- steinsson listmálari. Landsbankinn. Samþykt var á bæjarstjórnarfundi í fyrradag að selja Landsbanka íslands 1500 fermetra lóð fyrir norðan Hafnarstræti, milli húss Johnson & Kaaber og Edinborgar- pakkhúss — ef semst um verðið. Hentugur staður fyrir Landsbankann getur þessi lóð ekki talist, — innan um hafnarpakkhúsin fyrirhuguðu og í kolalofti hafnarinnar. Eina vonin, að þótt bæjarstjórn vilji láta lóðina, sjái bankastjórnin sig um höijji í tíma. Skipafregn. B o t n í a kom f morgun frá útlönd um með eitthvað at farþegum. G u 11 f o 8 s ætti að geta komið á mánudag. Enginn Sjálfstæðisfélagsfundur er í kvöld, heldur eru það þversum- skrípaleiksmennirnir, sem lýst er annars- staðar í blaðinu, sem eru að boða til fundar. Alþýðufræðslan. Á morgun kl. 5 flytur landsbókavörður Jón Jacobson arindi, er hann nefnir : »Nokkrar hug- leiðingar um stýrjöldina miklu«. Rafmagnsstbð i Reykjavík. Bæjar- stjórn hefir haft það mál með hönd- um nú um hríð. Loks lauk því svo á síðasta bæjarstjórnarfundi, að samþykt var með 7 atkv. að fá erlendan yatns- virkjafræðing til að athuga hvar bezt mundi að taka afl til stöðvarinnar. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12, sfra Bjarni Jónsson. Kl. 5 síra Jóhann Þorkelsson. Messað < Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 12 (sr. Ól. Ól.). Messu- fall í F.'íkirkjunni í R.vík vegua safn- aðarfundar. Hjonaefui. Jón Sivertsen verzlun- arskólastjóri og jungfrú Hildur Helga- dóttir Zoega. Erindi um »þjóðina og einstakling- inn« flytur Sig. Þ. Johnson kennari á morgun kl. 5 í Bárubúð. Er það sama erindið, og ræðumaður flutti síðastlið- inn sunnudag, og lótu þeir, sem þá heyrðu það, hið bezta yfir. utn. Mér finst að islensk tunga yrði að breytast mjög — og ekki til batnaðar — til þess að geta ætt- leitt þvílik aplagot. Þá hefir nefndin myndað fjölda nýrra orða af staðanöfnum með þessum endingum: an, on, jer, rnann, star og vaz, og kýtir þá um leið staðanöfnunum saman, þangað til ekki er eftir af þeim nema eitt atkvæði, auk þessara endinga; eru sum þá orðin all torkennileg. Það er nú að vísu ekkí stór skaði; manni þykir þá síður skömm til koma skottsins. Allar eru ending- ar þessar studdar með rökum, mál- fræðilegum og sögulegum, sem ekki er mitt meðfæri að hrekja. Eg horfi einungis á útkomuna. Eg renni augum yfir alla smíðisgripina, og þá glaðnar yfir mér, af því að eg sé engan — segi og skrifa — engan, er mér sýnist girnilegur. Eins og það er i alla staði ánægju- legt og viðfeldið, að kenna sig við heimili eða átthaga sem maður ann og man æfinlega, með þeim hætti sem alment er gert á eðlilegu islenzku máli, eins ógeðslegt þykir mér að hnýta nafni þeirra allavega afbökuðu aftan við 1 nafnið sitt. Vel sé nefndinni fyrir það, að hún lét Sambandsstjórn Norræna stúdentasambandsins hélt fund með sér í Kaupmannahöfn dagana 17.—20. febrúar. Mættir voru fulltrúar fyrir Danmörku, ísland, Noreg, og Svíþjóðu. Samþykt var kjör nokkurra starfs- manna innafi sambandsins og auk þess fóru fram þessar kosningar. Dr. Rurik Holm, skólastjóri við Náas skóla hjá Gautaborg kjörinn varafor- maður og Sigfús Blöndal bókavörð- ur i Kaupmannahöfn kjörinn ritari sambandsins. Samþykt var að halda norrænt stúdentamót (hið 6. í röðinni) í byr- jun ágúst, í lýðháskólanum hjáRöd- kilde á Möen. Þeir sem mótið sækja eiga að hittast í Kaupmanna- höfn og halda þaðan með eimskipi til Möen. Stjórn dönsku deildar sambandsins sér um mótið ásamt fulltrúum norrænu deildarinnaríKaup- mannahöfn og norrænu nefnd stúd- entafélagsins danska. Samþykt var að bjóða ýmsum nafnkunnum mönn- u.n á Norðurlöndum til að halda ræður á mótinu. Ennfremur var ákveðið að skýra frá starfsemi sam- bandsins í flugriti. því, er sent verð- ur út um öll Norðurlönd, til þess að auglýsa mótið. Sambandsstjórnin lét einnig í ljósi þá ósk, að öll fé- lög innan sambandsins kæmi á fót hjá sér gestanefnd, er hafi þann starfa á hendi, að útvega þeim félögum sambandsins erlendum, er ferðast um svæði það, sem félagið nær yfir, gist- ingu og annan faraibeina, eftir föng- um. Auk þessvarrættogákvarðanirlekn- ar um ýms málefni, er snerta stjórn sambandsins, skipulag þess og blaðið »Nordens Ungdomc, sem nú er gefið út í Gautaborg, og er ritstjóri þess fil. lic. Sverker EK. Bráðkvaddur varð 15. f. m. Benjamín Jónsson bóndi að Hallkelsstöðum í Hvítár- síðu. Hann var á niræðisaldri og hafði búið allan síðari helming æfi sinnar á Hallkelsstöðum, eða 41 ár. Benjamín heit. var skynsamur vel, gætinn og yfir höfuð sæmdarmaður í hvívetna. Birtingaholt í friði. Vænt þykir mér um BirtÍDgaholt, en að dragnast með Birtholt aftan í mér alla mína daga, það væri mér litil'. ánægju- auki. Fögur er Hlíðin og Síðan að sögn, en ekki vidi eg vinna það fyrir að vera úr þeim fögru sveitum, að heita svo »Hlíðonc eða »Síðonc. Og ekki vildi eð vinna það til sveit- festi í Seyluhreppi að heita »Seylon«. Þó eru nöfn þessi mjúk i munni. Ekki vantar það. Aftur á móti er það næstum ónærgætni á þessari tannveikisöld, að bjóða önnur eins tornefni og sum þeirra, sem enda á star, t. d. »Froststarc, »Galtstar« Fjarðanöfn öll geta af sér ending- una fer. Þar koma til »Hornferc og «Hrútferc. Ekki get eg mælt með þeim heldur. Eg er viss um, að þau munu hér eftir oft detta mér í hug, þegar eg les eða heyri lýsingarorðið /crlegur. Eg hefi al- drei skilið fyrri hluta þess. Ef til- laga nefndarinarinnar væri eldri en lýsingarorðið, þá héldi eg að hann væri dreginn af þessum nýgjörv ingum. Heldur minna þau á hnignunar- tíma íslenzkunnar nöfnin sem enda irnann, »Hornmann«og »Hjallmann« í rímum og riddarasögum eru þau Eri simfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 17. marz. Þjóðverjar gera ákaft áhlaup hjá Bethlincourt. Engin sókn af Þjóðverja hálfu hjá Douaumont. Kolaekla í vændum í Sviþjóð. Birgðirnar, sem frá Bretlandi koma, ern ónógar. Leiðrétting. í gandreiðarritgerð Sigurðar á Selalæk í 10 tbl. ísafoldar, er á einum stað komist svo að orði: »Sumir álíta mig ríkan, og eg eigi húseignir í Reykjavík, en svo er ekki nema nafnið, og með öðrum, tilorðið vegna ábyrgða við kaup sldt- urhússlóðarinnar') þegar kjötið var nær óseljanlegt.c Eg hef orðið þess var, að sumir hafa skilið svo þessi orð hr. Sigurðar Guðmundssonar — enda liggur það beinast við — að hann hafi komist í ábyrgðir fyrir Sláturfélag Suður- lands þá er það keypti lóðina undir sláturhúsið, og við það lent í hús- eignabraski í Reykjavík. Þetta getur þó ekki verið mein- ing S. G., þvi að Sláturfélagið keypti af honum og íélögum hans lóðina, hina svo nefndu Frostastaðalóð, sem þeir höfðu eignast fyrit nokkru, og borgaði félagið honum lóðina fullu verði, og án allrar ábyrgðar eða áhættu fyrir seljendurna. Birtingaholti 14. marz 1916. Agúst Helgason. *) Auðkent af mér Á. H. Tleíeti Jieller Fyrirlestur eftir prófessor Har. Níelsson fæst í Isafoíd. Verð 23 au. til. Má vel vera að Jau verði sum- um vel að skapi, sem tnunntamur er hinn danski hreimurinn, en úr- kynja þykja mér þau íslenzkum nöfnum. Kynleg þykir mér endingin vaz, »Hornvazc og »Helgvaz«. Hún er dregin af vatni, og líkist því er lat- ur maður nefnir eignarfall orðsins. Nú er annars verið að útrýma zet- unni, og ef það tekst — sem mér er engin þægð í — þá þekkja bráð- um ekki nema lærðir menn aftasta hluta þeirra nafna, er svo enda. Nefndin vill helzt láta öll þessi ættarnöfn vera óbeygjanleg; telur hún sjálfsagt, að svo verði um öll þau, sem eigi eru annað en eignar- fall eða þágufall nafnorða, manns- nafn eða staðar. Stundum væri nauðugur einn kostur, en brátt mundi það gleymast, sem von er, að nöfnin séu í eignarfalli, þegar þau þó eru höfð hreint og beint í nefnifalli og enda eins og venjuleg- ar nefnifallsmyndir t. d. »Brúar« og »Bótar«. Þá mundi mjög vera far- in að ruglast máltilfinning almenn- ings, ef slík orð væru höfð óbeygj- anieg, sagt t. d. »Eg kom til Bót- ar«; menn hlytu að setja eignar- endinguna s á nafnið,\ til þess að Til kaupenda ísafoldar. Þau eru vinsamleg tilmæli útgef- anda ísafoldar til kaupenda blaðsins utan bæjar og innan, að þeir muni nú að nota góðærið til þess að losa sig við skuldir sín- ar við blaðið hið allra fyrsta. Góð skil kaupenda eru undirstaða þess að hægt sé að auka blaðið og gera efni þess sem fjölbreyttast. Látið eigi blaða-skulda-sýkina grafa um sig meira en orðið er. cTaying gust En dansk Herre (50 Aar) önsker at tilbringe Sommeren paá en rolig,, fredelig islandsk Gaard, der i k k e ligger ved Alfarvej. Eget Værelse önskes, ellers stilles ingen Fordringer. Kosten kan hovedsagelig bestaa af Bröd, Mælk og Æg. Svar med Pris og andre Oplysninger udbedes i Billet mrk. »6777« til L. Chr. Niels- ens Annonce-Bureau, Köbmagergade 63, Köbenhavn K. 2 bappdrættismunlr U. M. F. Reykjavíkur, sem dregið var um 15. okt. 1915, eru óútgengnir. Númerin eru 301 og 838. Verði þeirra ekki vitjað fyrir 1. júlí 1916 renna þeir til félagsins. Stjórnin. Um ættarnöfn eftir Árna Pálsson fæst í Isafold. Verð 25 au. Leiðrétting. Gunnar Ólafsson er orðinn tiflmkonsúll Norðmanna í Vestmannaeyjum, en ekki konsúll,. eins og stóð í siðasta blaði. skildist að átt væri við karlmann, sem héti Bótar, en ekki konu eða bæ, er héti Bót. Þá skil eg ekki heldur, hvernig orð á an. on, star og jer ættu að verða óbeygjanleg. íslenzk orð og nöfn, er þannig enda, eru jafnan beygð. Það vxri hrein ofætlun almenningi að vinza þessi ættarnöfn úr. Leið væri að því, þegar slíkt nafn stæði með eigin- nafni og föðurnafni. Þá mætti þekkja það, og beyging hinna segði þá til um fallið. Þá mætti það fyrir mér gjarna vera eins og óbeygjanlegur aukalegur staurfótur. En nú yrðu þau oft ein sér og einn stakur staur- fótur, en vandræðalega stirður í snúningunum. Ekki blandast mér hugur um, að stór málspjöll væru það að byggja þannig inn í íslenzkuna fjölda af nöfnum, sem ekki mætti beygja. Það er orðið títt að vísu, að sjá slikar málvillur og heyra, blöðin eru full af þeim og Reykjavíkurmálið. »Eg kom með Hólarc, »Eg er ráðinn hjá h/f Kvöldúlf«r«. Fundur í ungmenna- félaginu Ibnnn. Sumir virðast ætla, að ef þeir einungis setja gæsalappir utan um nafn, þá sé það undanþeg- ið allri beygingul Sæmra væri að færa slík málskrípi til rétts máls en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.