Ísafold - 25.03.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.03.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Jiosfakjör ísafoídar. Núna um tíma býður ísafold uýj- um kaupendum þessi miklu kostakjör. Þeir fá I. sjálft blaðið frá i. janúar þ. á., meðan upplagið endist. II. fá þeir i kaupbæti 3 af eftir- farandi 11 bókum, eftir frjálsu vali; I. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Heljar greipar (280 bls.) eftir Conan Doyle. 3. Mýrarkotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf. 4. »Pétur og Maríu«, hina ágætu sögu, sem nú er að koma út í blaðinu, strax þegar henni er lokið (í febr.). 5. Sögusafn ísafoldar 1892 (268 bls.) Ef nisy f irl i t: 1. Prangarabú'ðin helga, eftir Otto •j v. Corvin. 2. Snarræði. 3. Niss de Bombell. 4. Óvænt vitni. 5. Skjaldmær á 19. öld, eftir F. Arndt. 6. Smásveinahælið í New-York. 7. í kastala hersisins, eftir E. M. Vacano. 8. Dismas, eftir P. K. Rosegger. 9. Kastaðu brauði þínu á vatnið. 10. Bænin mín. 11. Illur þröskuldur. 12. Mikil glæfraför. 13. Kjör Gyðinga á miðöldunum, eftir Poul Lacroix. 14. Erfiði og sársauki, eftir Ernest Legonvé. 15. Loddaraskapur og töfralistir. 16. Najevska, eftir Leopold Sacher Nasoch. 17. Svar fakírsins. 6. Sögusafn ísafoldar 1893 (172 bls.) Ef nisyfirlit: 1. PiJtur og stúlka, eftir Magdelene Thoresen. Nýir siðir. 2. Ósannanlegt. 3. Smávegis. 4. Pelle Dub, eftir August Blanche. 5. Skoðanir manna á Heklu i gamla daga, eftir Ólaf Daviðsson. 6. Járnsmiðurinn í Mrakotin. 7. Baróninn frá Finnlandi, eftir Au- gust Blanche. 8. Presturinn í Lágey. 9. TafliÖ. 10. Uppruni borgarinnar Kairo. 11. Ólík heimili, eftir August Blanche. 12. Fáheyrð læknishjálp. 13. Smávegis. 7. Sögusafn Isafoldar 1894 (196 bls.) Ef ni sy f ir li t: 1. Giftusamleg leikslok, Amerisk saga. 2. Launabótin, eftir Albert Miller. 3. Öil fimm, eftir Helen Stöckl. 4. Brúðför eða banaráð, eftir Step- han Lausanne. 5. Edison og fréttasnatinn. 6. Nýja verksmiðjan. 7. Maðurinn spakláti. 8. Flótti Krapotkins fursta. 9. Stofuofninn. 10. Óskemtileg fyrirskipan. 11. Tállaus hugprýði. 12. Voðaleg nótt. 13. Elding bjargar lifi manns. 8. Sögusafn Isafoldar 1895 (108 bls.) Ef nisy fir lit: 1. Hann strauk ekki með hana. 2. Kænlegt lögreglubragð. 3. Voðaleg stund. 4. Bónorð Jóns. 5. Mát í sex leikjum. 6. Salómonsdómur. 7. Hver er að kalla á mig. 8. Ljónin þrjú, eftir H. Rider Haggard. 9. Skjaldmærin (Sans-Géne). 9. Sögusafn Isafoldar 1896 (124 bls.) Ef nisy f ir lit: 1. Sjöunda þrepið. Ensk saga. 2. Hefndin, eftir A. Conan Doyle. 5. Tiu ár gleymd Ensk saga. 10. Sögusafn Isafoldar 1897 (124 bls.) Efnisyfirlit: 1. Milli heims og heljar. Ensk saga. 2. Dómarinn með hljóðpipuna, eftir Sacher-Masoch. 3. A járnbrautarteinunum, eftir Max Nordiu. 4. Leyndarmálið. Þýtt úr sænsku. 5. Gula andlitið, eftir A. Conan Doyle. 6. Smásögur (Pantaðar eiginkonur, Hyggilegur fyrirvari, Vilhjálmur keisari vikadrengur). II. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. I—II, alls 662 bls. Þrjár af þessum ágætu sögubók- um fáið þér um leið og þér borgið andvirði árgangsins (5 kr.). En nýir kaupendur utanbæjar verða að senda sérsiakt burðargjald (40 au). með andvirði árgangsins, ef þeir vilja fá kaupbætirinn sendan sér með pósti. Ella eru menn vinsamlega beðnir að vitja kaupbætisins í af- greiðslu ísafoldar. Sömu kostakjörum og nýir kaupendur sæta skuldlausir kaupendur ísafoldar um leið og þeir greiða andvirði þessa árgangs Dragið eigi að gerast kaupendur ísafoldar eða greiða andvirðí þessa árgangs meðan þér sætið þessum kostakjörum, að fá í rauninni and- virði árgangsins greitt aýtur i ýyrir- taks sketntibókum, og munið einnig, að ísafold er blaða bezt, ísafoíd er fréífa fíesf, ísafofd er fesin mesf. 65 66 Nýir giðir. Oliubirgðir þær, er Fiskilólagið á óseldar, verða seldar^á 34 kr. tunn- an þennan mánuð út — þeim, sem panta íyrir þann tíma og andvirðið fylgir pöntuninni. Bftir þann tíma verður verð á olíunni hækkað. Verðið er miðað við að olían só tekin á staðnum. Reykjavík, 20. marz 1916. Sfjórn Tiskiféfagsins. Utbreiddasta blað landsins er Isafold. Þessvegna er hún bezta auglýsingablað landsins. Kaupendum fer sí-fjölgandi um land alt. Aliar þær tilkynningar og auglýsingar, sem erindi eiga til landsins i heild sinni, ná því langmestri útbreiðslu í Isafold Og í Reykjavík er Isafold keypt í flestum húsum borgarinnar og vafalaust'lesin i þeim öllum. Þessvegna eru einnig auglýsingar og tilkynningar, sem sérstakt er- indi eiga til höfuðstaðarins, bezt komnar í Igafold. Accumolatorsyre Chlorzink Saltsyre Gul Cyanjernkalium. Salpetersyre Glaubersalt calc. Svovlsyre Japanvoks Vand destl. Elain Allun Lerjord svovlsur Blyhvidt Magnesia Mönnie Mælkesnkker Sölverglöd Mælkesyre Tungspath Soda caust. Zinkhvidt Soda calc. Carraghenmos Natronlud Skjællak orange Svovl Skjællak T. N. Svovlnatrium Terpentinolie Talcum Aceton Zinkstöv Formalin Citronsyre Svovlkulstof Vinsyre Kvægsölv Bleget Palmeolie Karbolineum ' Parafin Karbolsyre Ceresin Stenkulstjære Gasglycerin Vandgastjære Glycerin kem. ren. Vilcoolie Kobbervitriol Bisulfat Kali Salpeter Catechu Natron Salpeter Blysukker Chlorcalcium Vilhelm Hansen &Co.a.s. Chlotkalk Chlormagnesium Köbenhavn L Hejrevej 43. Chlorsur Natron Telefon 6188. Telegramadr.: Vilhansen. Nýir siðir. 67 68 Nýir siðir. ræða hans var eins og raki og hlýja á gömul fræ, sem hefðu legið í köldum kjall- ara. Hún fann veru sína vaxa, og að það mundi ekki liða á löngu áður en skurnið springi! En svo greip hana einkennileg áfergja að vilja glíma við þessa sál, sem vildi frjóvga hennar sál. Hún flögraði eins og fiðrildi, undan, undan makanum sem elti það, með þá tilfinningu að dauðinn byggi í kossum hans, dauði hennar sem einstaklings, í sama mund sem hún gæfi ætt- inn lif. — Hvers vegna eruð þér að segja mér alt þetta? Hvers vegna eruð þér að eyða öllum þessum orðum við mig, ófullkomna, ókunnuga stúlku? spurði hún. — Þér hafið þegar getið þessl svaraði hann; — en ef þér viljið að eg segi það, þá komið með mér til Rússanna annað kvöld! Hann greip hönd hennar. — Þér komið? Er ekki svo? Eg kem áreiðanlega, svaraði Blanche, eins og hún gæti ekki annað. Þegar Blanche sat að miðdegisverði heima hjá sér þennan sama dag, fann hún, að leyndarmál það, er hiin bjó yfir, varð eins og múrveggur milli hennar og frænkna henn- ar. Bandið var nagað í sundur. Henni fanst hún eiga eitthvað, sem hiin hafði ekki fengið frá þeim. Það var hennar eigin eign, og það voru nýju hugsanirnar, leynd- armál hennar. Hún fór að hugsa um það, hve veikt þetta band hefði verið. Það var ekki band ástarinnar, því hún elskaði þær ekki, þessa kven-fangaverði, það var nauð- ungaról þurra hagsmuna. Hún þurfti þeirra með, eins og mistilteinninn öspina, eins og snikjudýrið bjargvætti sína. Hún bjóst við að heyra blóðið tala, en það þagði. Ekki hin minstu ónot frá samvizkunni, engin viðvörunarrödd. Alt sem gamalt var, féll niður eins og illa límt veggfóður, og hiin fann, að hún stækkaði. Nu fyrst nam hún blæinn af fyrstu vængjatökum frelsis- ins líða um tærðar kinnar sínar; það var ekki að eins líkaminn, sem hafði verið tjóðraður, það var einnig andinnl Blanche kom snemma á tiltekna staðinn niðri í Bauschánzlis garðinum. Snjórinn féll svo létt, svo hljótt, og fyrir utan var dimmbláit vatnið. Hún var mjög æst í skapi, og er hiin bærði við þurru laufi með fætinum, hrökk hiin við, en mjöllin leið niður þétt, þétt, svo að brátt varð ekkeit hljóð af gangi hennar. Enn þá hljóðaði sandurinn ofurlitið hér og hvar, en snjór- inn þaggaði fljótlega einnig niður í honum. Hún fann að með hverju skrefi komst hún lengra inn á nýja braut, nálgaðist óþekt örlög, en þau báru hana út. Hvert? Hún fann að htin rauf óritaðan samning! Hiin hafði selt þessum gömlu konum frelsi sitt, þær gáfu henni lifsnauðsynjar gegn þvi að hún gæfi frelsi sitt. Nú tók fyrir borgun- ina hjá henni. Gat hiin þáhaldið áfram að taka við af þeim? Það var þvi í rauninni hagsmuna-atriði. Að eins sá, er hafði efni á að ala sig sjálfur, gat verið frjáls, allir aðrir voru þrælar. Óljóst hatur til hinna gömlu, fór að bæra á sér. Ef Blanche fengi sjálf rentur að lifeyri, nú, þá væri hún frjáls. Hvað var þá fólkið að æpa eftir frelsi, er fað hafði engar rentur til þess að lifa af! Frelsi án renta gæti ekki verið til. Hiin hljóp að heiman, út úr fangelsi skólans, inn í tangelsi háskólans, út í fangelsi at- vinnunnar, alþýðuhyllinnar. Alstaðar fang- elsi. Og kæmi lausnarinn, sterki maður- inn, og bryti af henni fjötrana, væri það að eins til þess að flytja hana inn í nýtt, vel múrað fangelsi, hið siðasta, sem dauð- inn einn gæti opnað. Hiin gat ekki ráðið við viðfangsefnið. Skyldi hann, hann sem hafði svar við öllum spurningum, skyldi hann geta það? Snjórinn rauk um tvo sterka fætur, og loftið bærðist af hlýjum andardrætti hans; hann var Kominn að hlið hennar, tók arm hennar og setti undir sinn arml — Vond samvizka? sagði hann. — Hún hættir! Ef Korsíkubiii hefir dregið að drepa óvin ættar sinnar, hefir hann einnig vonda samvizku. Það er vanabundin sam- vizka, sem ávítar menn fyrir að hætta við að fiamkvæma morð. Burt með hanal

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.