Ísafold - 15.04.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.04.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Ljáblöðin þjóðkunnu stimpluð B. H. B. 150 tylftir koma með »Gullfoss« um 14. maí næstk. Helmingur allra blaðanna er fyrirfram pantaður, því ráðlegra fyrir alla þá, sem ekki vilja eiga undir því, að verða afhlaups blöðunum, að panta þau í tíma, því viðbúið er að annars geti farið líkt og áður, að færri fái en vilja. Síðastl. ár seldust 100 tylftir á 5 dögum. Sem flestir þeirra manna, sem umhugað er um-það, að" fá bitgóð Ijáblöð, þyrftu því að festa kaup sem fyrst, svo tími vinnist til að panta að nýju, ef fyrri sendingin reynist ónóg. Verzl. B. H. Bjarnason. Auglýsing. Nú er þriðja tilraunin af líku tagi og áður á ferðinni, sem eg vona að geta bugað, (»Port Reykjavík* og »Kaupfé- lagið Ingólfur* áður). Eftirtylgjandi yfirlýsingu hefi eg sent skrifstotu Árnessýslu til bókunar og þinglýsingar: Skriístofa Árnessýslu Eyrarbakka. Til frekari aðgerða mótmæli eg í samræmi við ummæli min á siðasta skiftafundi, algerlega sölu á eignum undan búi okk- ar Ólaís heitins Árnasonar, sérstaklega á eigninni Þorlákshötn í Árnessýslu, og bið að þetta sé nú þegar innritað í afsals og veðbréfabækur Arnessýslu. Reykjavík 10. apríl 1916. Margrét Arnason. Hvort þeir hafa rekist út í þessar tiltektir, sem einstæðar eru með Is- lendingum, sem betur fer, af of- stopa-fásinnu, heift eða einhverju öðru, verður ekkert um sagt, en árangurinn varð ekki sá, er tií var ætlast, sem sé til fulls að kpma í veg fyrir, að viðunandi málalyktir fengist hjá konungi. En þótt vel réðist úr á endanum, fyrir dugnað núverandi ráðherra (Einars Arnórs- sonar), var þó söm þeirra gerðin. Þeir vildu láta íslendinga sitja með sárt ennið í þessum viðskiftum, og umfram alt, að stjórn landsins héldi áfram á sama ólestrinum í böndum Sig. Eggerz, því að þann veg og hjá honum þóttust þeir víst bezt geta komið ár sinni fyrir borð. Nú var þá málum Islands komið fram, samkvæmt vilja þings og þjóð- ar, þrátt fyrir ærslin öll, og þannig, að réttindi landsins vórn að fullu trygð. Konungsvaldið gekk ákveðið að fyrirvara alþingis, eins og sjá má af staðfestingar-umræðunum í ríkis- ráði 19. júní 1915, og var þar með niður kveðinn >draugurinn« frá ríkisráðsfundinum 30. nóv. 1914.— Mörgum fanst nú, að Sig. Eggerz mundi hljóta að taka sönsum og reyna heldur að þakka sér eitthvað af árangrinum. Mönnum virtist sem sé, að hver maður með réttu ráði yrði að hrósa happi yfir því, sem ágengt hafði orðið. En þessar vonir brugðust. Hann hélt áfram í örvinglunaræði sínu. Og þeir kapp- ar með honum, er áður vóru raldir. Þeim hafði og fylgt og fylgdi séra Kristinn Danielsson, og ennfremur Skúli Thoroddsen, er þó brátt yfir- gaf þá í þinginu. (Aðra er óþarft að tilgreina, svo sem þá Guðm. Eggerz og Hákon í Haga!). En hvað gátu mennirnir nú gert? Er mikill meiri hluti alls pinqsins við- urkendi, að alt væri gott og bless- að og fullnæging fengin á skilmál- um þess! Það eina, sem þeir hefðu getað reynt, til þess að bjarga »sóma« sínum, var að koma fram í þinginu með vantraustsyfirlýsingu á ráðherra, sem framið hafði þau verk, er þeir ýmist hafa, eða ýmist ekki hafa talið ítortíming landsréttindanna*. En þetta porðu peir ekki, svo algert var fylgisleysi þeirra a þingi, enda sjálfir óefað ekki sannfærðir um réttmæti slíkra tiltekta. Út úr vandræðunum fæddist þá ejtirvarinn alræmdi, mesta »húmbúgs«-tillagan, sem borin hefir verið í sijórnmálum fram á alþingi. Með honum gáfu þessir herrai sér og sínum fyrri ummælum rothögg- ið. í öngum sínum gerðu þeir til- raun, að sjálfsögðu árangurslausa, til að fá ráðherra sjálfan til þess að að- hyllast tillögu þessa — og buðust pá til pess að lýsa yfir pví, að peim kami ekki til huqar að bera nokkurt vantraust á hannll-------- Með þessu er saga Þversum- manna skrifuð. Heyrst hefir, að þeir hafi látið prenta sérstaklega og sent út um landið, svo sem til liðs- bónar, þingræður sínar, sem almenn- ingur heíir þegar skírt »líkræðurnar«, með því að þeir sjálfir héldu þær yfir sínum pólitisku moldum á alþingi síðastl. sumar. Og »málgagni« handa sér hafa þeir nú komið á fót, eða aðai- lega Björn Kristjánsson, og er sagt, að þeir muni ætla að róa undir því fram yfir kosningar, en ekki eru því íyrir- hugaðir lengri lífdagar. Þannið er blað þetta (»Landið«) úr garði gert, að enginn vill eða þorir að kannast við það opinberlega, enda málefnum rangsnúið í hverju tölublaði og menn j ærumeiddir. Hneykslismál úr Lands- oankanum skipa þar öndvegi, og mest kapp er lagt á að viggirða B. Kr. Þessa stefnuskrá í »almennum landsmálum* ætla þeir að hafa til smekkbætis með eýtirvara-tufgunni handa kjósendum landsins á næsta sumri. Annað hafa þeir ekki á borð að bera. Hvi skyldi þjóðin ekki taka þeim með fögnuði, þessum nytsemdar- mönnum ? Aki. „Yinnr" Björns Jónssonar -- npphafsmaðnr „sparksins". Mörgum gömlum sjálfstæðismönn- um hefir fundist sú ósvifni Björns Kristjánssonar einna hóflausust og ógeðslegust, er hann er að taka sér »til inntektar« Björn heit. Jónsson og flagga með honum, til þess að afla sér fylgis. Svo langt hefir þetta komist, að B. Kr. hefir jafnvel vilj- að taka B. J. af sonum hans — eins og þeir ættu ekkert í honum, heldur hann (B. Kr.) einn, sem væii nú hans rétti arfþegi o. s. frv.l Allir vita nii að vísu, að það var ísafold og Björn Jónsson, sem dubb- aði B. Kr. upp í »stjórnmálamann« og bankastjóra, þótt siðan hafi sýnt sig, að honum og landinu hefði verið fyrir beztu, að hann hefði aldrei verið út á þá braut leiddur, heldur haldið áfram að vera sem minst »þektur«. Svo gersamlega skortir hann þá hæfi- leika, er verða að teljast nauðsyn- legir til þess, að geta gegnt þeim störfum, svo að vel sé. Og aldrei hefir hann neitt i þeim efnum get- að, nema með aðstoð annara. En svo launaði B. Kr. velgerða- manni sinum B. J., að hann var, að sögn kunnugra, einn aý áköjustu upphaýsmönnum »sparksins« svonefnda, er Birni Jónssyni var bolað úr ráð- herraembætti, ef ekki aðalupphafs- maðurinn — vitanlega að baki, eins og honum er lagið. Að hann þorði ekki að kannast við það, þótt þannig réri undir, er ekkert undrunarefni þeim, sem þekkja manninn. Og svo heldur hann enn, að hon- um takist að fleyta sér á minningu Björns Jónssonar! A. Er lóggjóf vorri ábótavant? Vinnumaður á Holdsveikraspítalan- um, að nafni Eirikur G. Einarsson, fyllir tvo dálka í 26. tbl. »ísafoldar« með þessari yfirskrift. Efni greinar þessarar er næsta ómerkilegt, þar sem grein þess snyst öll um 1 ltr. af terpentíou, sem höfundurinn kveðst hafa keypt í verzlun minni, og um vottorð, sem hann segist fengið hafa hjá Asg. efnafr. Torfasyni, sem ekkert sannar annað en það, að efnafr. ekki virð- ist þekkja nema eina teg. terpentínu eður ekki hefir gætt þess, að til eru margar tilbúnar terpentínur, sem vit- anlega ekki eru ætlaðar tildrykkjar handa hr. E. G. E., heldur að eins til ýmiskonar iðnaðar. Sii teg. ter- pentínu, sem eg og aðrir kaupmenn verzla með, er þannig aðallega til- biiin sem þurkefni í liti, eins og bæði sjálfur eg og aðrir voru búnir að fræða þenna Eirik um — þótt maðurinn siðar meir hafi reynst svo rá*vandur að láta þess hvergi getið — löngu áður en hann samdi rit- smíð sína. Tel enda líklegt, að Eiríkur þessi hafi fengið þessar sömu upplýsingar hjá bæjarfógeta, sem leitað mun hafa. upplýsingar hjá tveim helztu málurum bæjarins um terpentínu teg. þá, er eg verzla með, og fengið þar þær upplýsingar, að terpentína mín væri sú teg., sem hún er gefin út fyrir, þ. e. þurkefni í liti, og því sii teg. terpentínu, sem Eiríkur vildi og átti að kaupa, sam- kvæmt eigin yfirlýsingu hans við mig, þegar eg spurði hann, til hvers terpentína sii, sem hann keypti, hefði átt að brúkast. Maður þessi hefir því rétt séð ekki ástæðu til að kvarta yfir öðrum en sjálfum sér. B. H. Bjarnason. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóföt — Ferðaíöt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan aí landi svarað um hæl. Húsmæður í dýrtíðinni eigið þér að nota kolasparann ' frá Signrjóni, sem sparar yður frá 15—20 krónur áv hvert tonn. ¦ er nýjasti heimilisþarfinn, sem enginn má án vera. er svo ódýr að hvert heimili getur keypt hann. íær öll kol til að brenna til ösku. er því bezti heimilisþarfinn. er duít, sem hrært er í vatni og er helt yfir kolin. ¦*— íæst aðeins hjá Sigurjóni Pjeturssyni Hafnarstræti 16. .»— Islenzkar nútíðar-skáldskapur1. Hcfuðskáld fjárlagannna. Eftir Arna Jakobsson. »Mikill er gróðurinn í jarðvegi ísl. bókmenta, eins og raunar á öll- um sviðum þjóðlífs vors, nú um þessar mundir, og all-myndarleg er uppskeran ....«, segir prófessor Á. H. B. í 2. hefti »Iðunnar« þ. á. Það er satt, mikill er gróðurinn. En er hann fagur og kjarngóður? Getur hann fest djúpar rætur að sama skapi sem hann er mikill? Getur hann mint á gróðurlendi, sem þakið er kjarngresi djúpsettra jurta, prýtt skrautblómum, sem vaxa í skjóli sterkbygðra lauftrjáa, sem skjóta rótum inn að klettabeltum landsins ? Getur hann að eins mint á bráð- þroska einæris-gróður, sem sýnst getur fagur í bili, en hefir eigi í sér fólgið frjómagn eða skilyrði til var- anlegs kjarna og skjólgróðurs, sem geti þakið landið um ókominn tima? Því miður tel eg meiri líkur fyrir- að hið síðara eigi við bókmentir vorar, þær, sem mest ber á með þjóð vorri, og jafnvel ekki síst við þann gróður, sem fjárveitingarvaldið hefir leitast mest við að rækta, og á eg hér við verk G. M. —J. Tr. — sem hlotið hefir hæst skáldalaun á íslandi. Eg tel verk þessa hofundar í hin- um lakari flokki bókmentagróðursins i) í ýmsum atriðum er ísafold ósammála dómum höf. um Jón Trausta. En hefir þó eigi viljað meina greininni rúms — þar sem í henni er augsýnilegur svo óvenju- mikill áhugi fyrir íslenzkum bók- mentum. Ritstj. islenzka, jafnvel að þar sé sorpið mest; er það átakanlegast, þegar miðað er við það, að Einar Benedikts- son flakkar landa á milli og lifir þar á snöpum, og miðað við það, að al- þingi hefir látið Jóh. Sigurjónsson alflytjast til danskrar tungu, og að við hefir legið, að þingið setti Ein- ar Hjörleifsson skör neðar en G. M. að launum qg viðurkenningu. En til að sanna þessi ummælk mín, vil. eg taka til athugunar þrjiii nýjustu verk J. Tr., og skoða þau í því ljósi, sem þau hafa eigi fyr verið skoðuð í, með þjóð vorri, og um leið get eg þess, hvert'íslenzkar bókmentir stefna, ef því heldur áfram, að fjárveitingarvaldið, ritdóm- arar og bókaútgefendur láta skáld- gróður J. Tr. órótaðan, í því skjóli, að hann sé veigamikill þáttur ís- lenzkra bókmenta og lista. En áð- ur en eg byrja, vil eg leggja fram spurningu, og svara henni sjálfurr og byggja svo dóm minn á þeim hyrningarsteinum, sem svarið gefur,. og reynist þeir hismið eitt, þá er verkefni fyrir ritdómara og fagur- fræðinga landsins að ryðja þeim grundvelli burtu og láta þar með skoðanir mínar hrynja af sjálfu sér. Spumingin er: Hvað er skáldskapurT Skáldskapurinn er samrýmd forms- fegurð og efnismeðferð, og hið ná- kvæma samræmi í náttúru og mann- lífslíkingum skáldanna, sem þannig verður að list. Það má likja skáldskapnum við málverk listamálarans. Það sem mest ber á er ekki hver litur, heldur hitt, hvernig þeim er blandað og með þá farið. Það er fegurðin og mjúku Iinurnar í myndinni. Þess vegna hefir hann áhrif, því listin og feg~ urðin verka lengra en í augun, þær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.