Ísafold - 22.04.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.04.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Er til gamansöm fyndni eftir dauðann? Indverska skáldið, Sir Rabindranath Tagore, segir þessa sögu í »Endur- minningum* sinum, sem nú eru að koma út í tímaritinu »The Modern Reviewt. En vér látum vini vora spirítúalistana um að skýra söguna. Honum segist svo irá: »Við höfð- um gamlan gjaldkera, sem Kailash hét og var orðinn okkur svo hand- genginn sem væii hann einn af fjölskyldunni. Hann var ákaflega fyndinn, og var alt af að gera að gamni sínu við alla, bæði gamla og unga, en einkum gerði hann þó nýkvongaða tengdasynina, nýkomna inn í fjölskylduna, að skotspæni sinum. Það var ástæða til að æfla, að gemansemi hans og fyndni hefði fylgt honum jafnvel út yfir gröf og idauða. Einu sinni var fullorðna fólkið á heimilinu að reyna að koma á sambandi við hinn heiminn og notaði til þess »planchettu»‘). A einum tilraunafundinum hripaði rit- blýið nafnið Kailash. Hann var þá beðinn, að segja eitthvað um, hvernig lífinu væri háttað, þar sem hann nú væri. »Ekki lifandi vitund um þaðc, var svarið. »Hví ættuð þið að fá það svo ódýrt, sem eg varð að deyja til að komast að«. (Eftir enska blaðinu »Chiistian Commonwealth*). Sfmskeyti. Frá Ólafi Björssyni ritstjóra, sem er einn farþega á Gullfossi, hafa ísa- fold borist eftirfarandi símskeyti: Loftárásin á Leith. Eskifirði 15. apríl 1916. Loftárás gerð á Leith. Skemdir orðid tðluverðar. Skrifstoja Andrésar Guðmundssonar ogEllingsens aýgreiðslu- manns Eimskipafélagsins, haja skernst mikið. Alls biðu 7 tnenn bana. Guilfoss. Lerwick 19. april 1916. Farpegar á Gulljossi farðu 16. april skipinu að gjðj joo krónur til minningar um að pá var ár liðið jrá pví að Gulljoss kom í Jyrsta sinni til landsins. Veizla var haldin um borð um kvöldið. Skjöl gjaldkeramálsins og byggingarmáls Lands- bankans kvað nú vera farið að prenta, og koma út sem fylgirit við B-deild Stjórnartíðindanna. Altalað er um bæinn, að siðasta »uppistandið« í Landsbankanum, er varð á dögunum — sem »eftirhreyta« gjaldkeramálsins — sé nú komið fytir landsíjórnina; hafi B. Kr. gefið gjaldkera pá skipun tn. a., að hann matti ekki líta í nokkra bók í bank- anum aðra en »gjaldkerabakur«, og oðrum í bankanum hafi hann boðið, að láta gjaldkera ekki sjá ojan í bak• ur par, sem peir hejðu með höndum, en loka peim, ej honum yrði litið til peirra!! t) Eins konar áhald, notað við ósjálfráða skrift. „Eylgi“ Bjarna Jönssonar. Góðgjarn varstu, er þú skrifaðir að stefna mfö í stjórnarskrármálinu væri þakklæti til Sigurðar Eggerz fyrir að veita mér embætti, og það 1/sir þór svo vel, að þú segir þetta, þótt þú vitir gjörla, að þar á eg Einaii Arn- órssyni miklu meira að þakka, og þótt þú vitir jafnt sem eg, að hann mundi engu síður bafa veitt mór það. ítækur ertu til ritstarfanna, þar sem þú fræðir landslýðinn um að eg hafi ætlað mór að lifa á rifrildi, og það lýsir þór svo vel, að vera ekki að fjöl- yrða um, hvernig slíkt megi verða. Samviskusemin er auðsæ á þessu sem öðru í grein þinni í 28. tölubl. ísafoldar. Láttu nú ekki staðar numið, heldur ver þú mér framvegis í stað Lögróttu og Knuds Berlins, er hafa nú fyrir löngu hætt að láta mig njóta með- mæla sinna. Illa færi mér, ef eg kynni eigi að meta þetta við þig. Reykjavík 18/4 1916. Bjarni Jónsson frá Vogi. Atlingas. við Bjarna. Sjálfum sér líkur er Bjarni 1 rit- smíð sinni hór að ofan. Heldur, að hann geti vafið það, að það var S i g. E g g e r z, sem gerði hann að »grísku- dósent«; hann og enginn annar veitti embættið. Þótt embættið væri stofnað af þinginu, var svo sem alls ekki sjálf- sagt að skipa í það uppgjafaráðunaut- inn Bjarna Jónsson frá Vogi — nema hann vilji halda því fram, að em- bættið, sem með atfylgi hans komst gegnum þingið, hafi verið b e i n 1 í n i s stofuað handa honuml Þótt ekki sæki nema einn um embætti, þarf t. d. alls ekki að veita honum það, ef hann þykir ekki í það hæfur. Hvernig Bjarni hafi farið að því að »lifa á rifrildi« (í stjórnmálunum), væri gott verkefni fyrir hann að skrifa um, eða halda fyrirlestra um. Alþjóð manna mun þó vita nokkur deili á því. Samvizkusemi ætlast enginn til, að haun nefni á nafn »í því sambandi«. En raunalesturinn alkunna um Lög- réttu og Knud Berlin væri vel til fallið, að hann rifjaði upp fyrir mönn- um. Að öðrum kosti hætt við, að í gleymsku gæti fallið, að Bjarni hefir líka lifað á þvl að láta v o r k e n n a sór. Hæfileikann til þessa má hann »meta« við sjálfan sig, en ekki mig. En nafn- gátur vil eg ráða honum frá að leggja fyrir sig, með því að eg hygg hann aldrei muni hafa mikið »upp úr« því. Dæmi eg þar eftir »upphafsstafa- ráðningu« á nafni mínu, því að þótt beiti það, er hann haíir fundið, só að öllu hið ágætasta, þá heiti e g nú einu sinni Áki. Bókaíregn. Freyr 4. tbl. er nýkomið út. Páll Zophóníasson ritar þar grein um »Bú- fjárrækt« og aðra um »Jarðeignir í Skagafirði 1913«. Páll H. Jónsson um Skyrgerð. Kristinn Guðmundsson: »Fá orð um búnaðarfólög«. Ennfremur er þar ýmislegt annað til fróðleiks og skemtuuar. Skírnir, tímarit Hins íslenzka bók- mentafélags, 2. hefti er nýkomið út. I það rita: Björn M Ólsen prófessor: Aldarafmæli Hins ísl. bókmentafólags, Einar Benediktsson skáld: Útsær (kvæði). Páll Eggert Ólason: Um Þor- leif Guðmundsson Repp. Hermann Jón- asson : Þegnskylduvinna. Bjarni Jóns- son frá Vogi: Hvað verður um arf- leifð íslendinga. Hóðinn Valdimarsson: Utan úr heimi, Rósir, leiðarvísur i ræktun innlblóma, eftir Einar Helgason garðyrkjufræðing, er nýlega komið á markaðinn. Er þar gveiður aðgangur að margvíslegum og nauðsynlegum fróðleik fyrir alla þá, er stofublómum unna, en áður var mikl- um örðugleikum bundið að afla. Jíý skáldsaga: »Sálin vaknar« (þáttur úr sögu æskumanns) er nýút- komin eftir Einar skáld Hjörleifssou. Verður nánara minst síðar. Hagskýrslur íslands, 8. hefti, (fiskiskýrslur og hlunninda árið 1913) er komnar út. Þrungnar fróðleik. Skilnaðargjöf. í tilefni af að hr. Jón Guðmundsson, er verið hefir ráðsmaður Vífilsstaða- hælis síðan það var stofnað, hætti því starfi, var honum flutt ávarp og minjagripur mjög vandaður. Er það göngustafur úr Iben-viði með hand- fangi úr silfri, fyrir neðan það er nafn Jóns greypt með gullnu letri í viðinn og þar fyrir neðan silfurhólkur með áletrun: Þökk fyrir 1910—1916, frá Vífilsstaðasjúklingum. Avarpið fer hór á eftir: Herra Jón Guðmundsson, fyrrum ráðsmaður á Vífilsstöðum. Þór hafið nú látið af ráðsmanusstörf- um á Heilsuhælinu, sem þór hafið gegnt á sjötta ár, og þykjumst við sjúklingar hór eiga vini á bak að sjá, þar sem þór fóruð. Það er gamall og góður siður, að leysa vini sína út með gjöfum, þegar þeir hverfa á burt, og viljum við gjarnan halda þeim sið, þó að í smá- um stíl só. Þykir okkur ekki mega minna vera, en að við sýnum yður einhvern áþreifanlegan vott virðingar okkar og þakklætis, bæði fyrir alúð yðar og ljúfmensku í skyldustörfum yðar, þeim er að sjúklingunum horfðu og þeim er kunnugt um, og þá ekki sfð- ur fyrir það, að þór voruð jafn boðinn og búinn -til að greiða göjtu sjúklinga á allan hátt og gera bón þeirra allra jafnt, hvernig sem ástatt v^r um ann- ir yðar. Við fáum að vfsu Iitlu aukið við þau laun yðar, sem þór hafið þeg ar hlotið og meira eru verð en gull og gjafir, en það er góður orðstýr, eu undir hann vildum við taka og að hon- um styðja. Því höfum við komið okkur saman um, nokkru áður en þór fóruð, að gefa yður lftinn minjagrip, en af því að hann gat ekki orðið til- búinn þegar þór kvödduð okkur, biðj um við yður nú að þiggja hann af okkur að sumargjöf. Það er göngu- stafur og fylgja honum árnaðaróskir okkar eins sera allra yður til handa. Er það von okkar og ósk, að þór meg- ið njóta stafsins vel og lengi, til stuðn- ings hendi og hvíldar fæti, sem svo oft hafa tekið ómak af þeim sem hór voru sjúkir og bágstaddir. Oskum við yður að lokum gleðilegs sumars og góórar og langrar framtfðar. Vífilsstöðum ásumardaginn fyrsta 1916. Fyrir hönd sjúklinga eftir umboði. Odduý Jónsdóttir. Rögnvaldur Ólafsson. Þakkarkveðja. Mína beztu þökk til sjúklinganna á Vífilsstöðum fyrir hina stórmannlegu gjöf er þið lótuð afhenda mér á sum- ardaginn fyrsta, ásamt mjög vinsam- legu ávarpi, og mun eg ávalt minnast þeirrar stundar með gleði og þakklæti. Um leið vildi eg nota tækifærið og senda mína beztu kveðju og góðar ósk- ir til hinna mörgu sjúklinga, sem verið hafa á Heilsuhælinu mór samtíða síðan það byrjaði að starfa 1. sept. 1910 til 31. marz 1916 og vandamanna þeirra sem hafa bæði f ræðu og riti sýnt mér velvild og vináttu. Eg endurtek mínar innlegustu þakk- ir fyrir þessa dýru gjöf, umburðar- lyndi og alla vináttu er þið hafið sýnt mór óverðskuldað. Kveð eg ykkur öll með ósk um góða heilsu, gleðilegt sumar, langa og far- sæla framtfð. Reykjavík, Laugaveg 33 a, 21. aprfl 1916. J ó n G ú Si m u n d s s o n. Hressandi heilsubót. í haust (2. okt) reit Guðm. Pét- ursson, nuddlæknir, eftirtektaverða grein um skrokknuddun(totalmassage) í Mbl. Vakti hann þar athygli á þvi, hve mikls, virði hún væri, eink- um fyrir alla þá menn, sem miklar hafa kyrsetur og innivist Allmargir hafa notfært sér þessar bendingar G. P. Meðal þeirra eru t. d. Klemenz Jónsson landritari, síra Haraldur Nielsson, Einar skáld Bene- diktsson, Garðar Gíslason kaupm., Guðm. Kr. Guðmundsson kaupm., Guðm. Böðvarsson kaupm., Pétur Halldórsson bóksali, og ritstjóri þessa blaðs. Niðurstaðan hjá þeim öllum mun vera hin sama, að skrokknuddunin ásamt heitu og köldu baði veiti svo mikla endurnýjun og hressing bæði á líkama og sál, að helzt mundu hana kjósa daglega, enda sumir þeirra sem gera það. Því birtast þessar línur hér í blaðinu, að vér hyggjum að of íáir viti um þessa hressandi 'neilsubót, sem svo auðvelt er þó að veita sér — ekki annað en snúa sér til Guðm. Péturssonar sjálfs, og fá hjá honum frekari vitneskju — og síðan eigin reynslu. Slys. Sigurður Grímsson háseti á botnvörpungnum Maí fótbrotnaði mánu- dagsnótt síðastliðna er skipið var að veiðum vestur af Vestmaunaeyjum. Var jiegar haldið hingað heim með manninn. Segir Maf nægan fisk þar eystra. Björn Pálsson cand. juris. hefir verið skipaður póstafgreiðslumaður á Seyðisfirði, Rolf Johansen á Reyðar- firði og Ól. K. Jensson á Hofsósi. Ásgrímur Jónsson málari hefir sýn- ingu á málverkum sínum í Vinaminni á hverjum degi frá kl. 11—5, eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu. Viljum vór minna alla listelska menn og konur á að líta iun til Ásgrfms f Vinaminni áðúr en það er um sein- an. Sýningin verður opin alla helgi- dagana eins og vant er. . Rauðniagar hafa nú verið á boð- stófum hór undanfarna daga á 35 aura hver, en salan gengið heldur tregt, síðan fréttist frá Hafnarfirði að þar væru þeir seldir á 15 aura. Botnía kom hingað síðasl. miðv.dag snemma. Farþegar frá útlöndum voru: Gunnar Gunnarsson rithöfundur, kaup- mennirnir F. C. Möller, Jacob Hav- steen, Egill Jacobsen, Arni Eiríksson, Karl Olgeirsson frá ísafirði, Pótur Ólafsson frá Patreksfirði, Hallgrímur Benediktsson, Carl Bartels, Ól. Hjalte- sted, Debell for'stjóri, Kristján Krist- jánsson skipstjóri, Matthías Einarsson læknir og frú hans, Guðm. E. Guð- mundsson kolanámueigandi, Fischer umboðsmaður Sápuhússins, Jón Þor- láksson verkfræðingur, ungfrú Soffía Helgadóttir, Friðbjörn Aðalsteinsson símritari og Ludvig Andersen klæð- skeri. — Botnfa hafði ágætt veður á hiugað leið — fór á þriðjudegi frá Kaupmannahöfn en kemur hingað á miðvikudagsmorgun. Þó tafðist skiplð tvo sólaihringa í Lerwick. Botnía fór vestur í fyrrakvöld. Jarlinnj botnvörpungur frá ísafirði, kom inn í fyrradag með brotið spil eftir fárra daga útivist. Póstinn úr Gullfoss tóku Englend- ingar er hann kom til Lenvick, á leið til Danmerkur. Sömuleiðis allan póst úr Botníu er hún kom vlð í Englandi á leið hiugað til lands. Páskamessur í dómkirkjunni: Páskadagsmorgun kl. 8, sfra Bjarni Jónsson. Páskadag kl. 12, síra Jóhann Þor— kelsson. 2. pásakadag kl. 12, sfra Bjarni Jóns- son (altarisganga). 2. páskadag kl. 5, síra Jóhann Þor— kelsson. I frfkirkjunui: A Páskadag f Hafnarfirði kl. 6 síðd. sfra Ól. Ól. í Rvík kl. 12 á hád. síra Ól. Ól., kl. 5 síðd. síra Har. Níelsson. A 2. Páskadag í Rvík kl. 12 á hád. síra Ól. Ól. Dómur. Mánudaginn 10. apríl var i lands- yfirdótninum kveðinn upp dómur í málinu: fiú Margrét Árnason gegn Eggert Claessen f. h. minningar- sjóðs Jóh. Jóhannessonar. Með dómi þessum staðfesti yfir- dómurinn úrskurð skiftaráðanda Ar- nessýslu, um að frú Margréti bæri að afhenda til eignar og frjálsra um- ráða lifsábyrgðarskiiteini að upphæð 10.000 kr. Sömuleiðis var henni dæmdur 40 kr. málskostnaður. Erl. simfregnir. (frá fréttaritara íaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 8. apríl. Katbátar Þjóðverja áökkva uú daglegfa mörg- um norskum og ödrum hlutlausum skipum. Þjóðverjar hafa tekið þorpið Vancourt. Frakkar hafa unnið tölu- vert á hjá Doumont. Kolaeklan í Danmörku verður tilíiunanlegri með degi hverjum. Kaupmannahöfn 11. april. Starcke hefir fengið pró- fessorsembættið í heim- speki við Kaupmannahafn- arháskólanu. hjóðverjar hafa gert grimmitegt áhlaup á Ver- dun, en ekkert unnið á, t»að virðist svo sem I»jóð- verjar hafi nú þegar húið sig undir að hefja allsherj- arsókn. Kaupmatinahöfn 16. apríl. Hlé heíir orðið á orustunni hjá Verdun. Ný hreyfing er komin á herinn í Saloniki. Dorthea, gumskip frá Esbjerg sprakk i lott upp. Þjóðverjar tilkynna, að þeir hafi sökt 80 skipum óvina- þjóða í marzmánuði. Um nýár segjast þeir hafa sökt alls 1000 skipum frá ýmsum þjóð- um. Kaupmannahöfn 17. apríl. Hollendingar eru í verstn kröggum, því að Bretar setja þeim afarkosti. Kaupmannahöfn 20. ap-fl. Rússar hafa tekið Trebizond. Þjóðverjar hafa unnið nokk- uð á á vesturvigstöðvunum. Bretar taka öll þýzk kol úr hlutlausum skipum, bæði þau sem skipin flytja og þau sem ætluð eru til vélarinnar. Norðmenn hafa siðasta mán- uðinn mist skip sem eru 5 miljón króna virði. Norðmenn hafa keypt 52 seglskip af Frökkum. Verð á brauði, öli og áfengi hefir hækkað mikið í Dan- mörku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.