Ísafold - 06.05.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.05.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Útsalan mikla er byrjuð í Jí.f. Sápufyúsið Tlusíurslræfi 17 og Sápubúðin Laugavegi 40 Þrátt íyrir dýrtíð og geypilega verðhækkun seljum vér næstu 8 daga vörur langt undir sannvirði, Prima brún Stjörnusápa á 26 aura pundið — — Krystalssápa á 24. — — — græn — á 22 — — — — Sápa á að eins 21 — — — Úrgangs sápa (til þvotta 26 aura pundið — Línsterkja (stivelsi) 46 — — 25 Þvottaklemmur fyrir 30 aura 3 dósir Skósverta — að eins 26 3 — Ofnsverta — —• — 26 Amerískt góltþvottaduft á 17 aura pakkinn Stórir karklútar nú á 13 — >Gull«-fægiduft i glösum Stór glös >Brillantine« >Borocin< tannduít Ágæt ilmvatna sýnishorn að eins 42 — 3 pk. >Champoo«-duft (í hárið) 31 — 3 — Búðingsduft fyrir 27 — 5 litskreytt pósfkort á 50 aura, nú að eins 22 aura Rúmlega 7000 öskfur með ágæíum fjandsápum seljast með gjafverði. Um 1000 rammar seldir fgrir fjáífvirði. Jlofið þvoffaduíur hinar beztu og hreinlegustu, sem hægt ei að tá. Kfippið þessa augítjsingu úr bíaðinu. Útsalan stendur að eins til (augardagskvöíds 13. maí. Ffýtið yður þess vegna að kaupa. Notið þetta dæmalausa tækifæri til þess að kaupa ódýrar vörur í a 10 aura nú á 53 — — á 30 — Aiistnrstræti 17. Laugavegi 40. Flutt kr. 125,00 Búlaust fólk 15—50 ára 21 hlutir, 6 á kr. 50.00, 15 á kr. 25.00...................675,00 Búlaust fólk yfir 30 ára og bændur 37 hlutir að meðal- tali á kr. 48,00............1775,00 kr. 2575,00 Við síðari söfnunina, 1915, koma á: , kr. Börn innan 15 ára 20 hlutir, 1 á kr. 100.00, 1 á kr. 50.00, 18 á kr. 25.00................600,00 Búlaust fólk 15—30 ára 32 hlutir, 1 á kr. 100.00, 1 á kr. 75.00, 3 á kr. 50.0Ó, 27 á kr. 25.00...............1000,00 Búlaust fólk yfir 30 ára og bændur 57 hlutir, að meðal- tali á kr. SS-7olU..........3175,00 kr, 4775,00 Þá skiftist hlutafé svo milli karla og kvenna, að á konur komu: I fyrri söfnun 10 hlutir, 3 á kr. 50.00, 7 á kr. 25.00, kr. 325.00. í síðari söfnup 36 hlutir, 1 á kr. 100.00, 7 á kr. 50.00, 28 á kr. 25.00 kr. 1150.00. Við þessar tvær safnanir kemur þannig: A börn innan 15 ára c. 1/i0 og l/8 hl.fj. - búlaust fólk 15 til 30 ára...........- V* — Vb — - búlaust fólk yfir 30 ára og bændur • VlO V8 - konur, eldri og yngri............• Vo — V* — Þess skal loks getið, að í skýrslu minni til sjjórnarinnar i haust, láð- ist mér að geta þess, að auk þessa hlutafjár úr sóknum mínum, hafði eg við tækifæri tint upp hluti í ýms- um nærliggjandisveitum viðfyrrisöfn- unina, er námu samtals kr. 2950,00. Samtals því í 1. söfn. kr. 5525,00 í siðari söfnuninni hef egogfengið,utan sókna minna, kr. 150,00, sem lagt við kr. 477 5, gerir alls í 2. söfn.......— 4925,00 Alls þá safnað til þessa dags.................. . kr. 10450,00 (Niðurl.) 0 Hugleiðingar um þegnskyiduvinnuna o. fl. í septemberblaði >Freys« 1915 er ljós og vel rituð grein eftir Einar Helgason um þegnskylduvinnuna frá ýmsum hliðum. Eg er höfundinum þakklátur fyrir grein þessa, þvi hún er í samræmi við mína skoðun og sennilega margra annara. Þegnskylduvinnan, eins og margt fleira, hefir sina galla og einnig sína kosti, og hugmyndin er góð, ef henni hefði verið beint i rétta átt. Þó mikið hafi verið rætt og ritað um þegnskylduvinnuna, þá hygg eg, að málið sé ekki enn nógu vel und- irbúið til þess að afhenda þjóðinni það, ekki sizt við næstu kosningar, sem verða svo gerbreyttar frá því, sem verið hefir, að því leyti, að mikill hluti þjóðarinnar — þ. e. kvenfólki8 — hefir nú fengið kosn- ingarrétt; og fyrir því, eins og kjós- endum yfir höfuð, þarf málið að verða Ijósara heldur en enn er orðið. E. H. segir í grein sinni, að við íslendingar teljum okkur sæla, að vera lausir við hernaðarskylduna og er það satt. — Eg hefi heyrt gamla menn telja það með helztu gæðum lands vors. En E. H. segir líka, að aðrar þjóðir beri herskylduna með ljúfu geði til að verja ^jálfstæði sitt, og það hygg eg satt sé. , En hvað gerum við íslendingar til að verja sjálfstæði okkar? Rífast við Dani. Og leiðtogar þjóðarinnar telja sér og þjóðinni trú um, að ef við losnum undan afskiftum þeirra, þá séum við sjálfstæð þjóð og þurfum ekki að kvíða. Nei, það er annað, sem þjáir okk- ur meira en danska stjórnin gerir nú. Eg neita því ekki, að Danir hafa þjáð okkur, en sú tíð er nú liðin sem betur fer. En gömlu land- plágurnar: eldur 0% hajís, standa vig- búnar og geta ráðist á hólmann okk- ar þegar minst varir. Er eigi þörf á að lýsa þeim hörmungum, sem eldur og hafís hafa leitt yfir þjóð- ina. Það vrði oflangt mál í stuttri blaðagrein. En saga lands vors ætti að vera ðllum ljós, sem komnir eru til vits og ára, og ekki stður svarta hliðin en sú bjarta, því til þess eru vond dæmi, að menn geti varast þau síðar. En hvernig eigum við að fara að þvi, að geta staðist árásir þessara skæðu óvina ? Þetta er spurning, sem hver heimilisfaðir jafnan ætti að hafa i huga. Ekki treysti eg mér að. gefa þjóðinni betra ráð, en að visa henni til hinna ágætu ritgerða Torfa heitins í Ólafsdal; og ef við þá stígum feti Iengra og ættum árs- forða fyrirliggjandi fyrir menn og skepnur, þá mætti segja, að við stæð- um vígbúnir og efnalega sjálfstæðir. Og andlega sjálfstæðir ættum við lika að verða innan skamms, því svo er sagt, að allir skólar séu fullir; og auk þess streymir fólkið til Reykjavikur, vafalaust til að nærast af þeirri vizkulind, sem þar er ó- tæmandi. Jæja. Það var þegnskylduvinnan frá ýmsum hliðum, sem eg vildi hafa gert að umtalséfni. — Það er spá mín, að okkar yngri kynslóð þyki þegnskylduvinnan — ef hún kemst á — þvingandi lög. Reynsl- an hefir sýnt, að þjóðinni er Ijúfara að vinna fyrir sig og sina afkom- endur. Það sýnir sig bezt á því, hvað sami bóndinn gerir meiri jarða- ifetur eftir það að hann hefir fengið eignarrétt á býli sínu, heldur en áð- ur, þó hann hefði lífstíðarábúð. Mér dettur nú í hug, að þegn- skylduvinnan geti vel verið þannig, að hver vinni fyrir sig og sína af- komendur og hefði meira að segja stvrk af almannafé. Eg hugsa mér þegnskylduvinnuna þannig : Allir búsettir menn i land- inu séu skyldir til að rækta einhvern blett, pg ættu að eiga heimtingu á að fá hann, ef þeir geta ekki fengið blett á annan hátt með góðu móti fyrir lítið verð, meðan nóg er til af óræktuðu landi. Þessir blettir séu svo þeirra fullkomin eign, sem rækta þá. En sé hætt að halda þessum blettum í rækt svo árum skifti, hafi þeir hinir sömu fyrirgert eignarrétti sínum. Þessir afmældu reitir séu minst sem svarar 2 túndagsláttur, en lágmarkið á því, sem koma skuli í rækt árlega, séu 25 Q faðmar; það mun fæstum ofætlun að vinna eða láta vinna, þó að brjóta þurfi óræktað land. Eg vil gera ráð fyrir, að landsjóður bæri að nokkru girð- ingarkostnaðinn, ef um stór svæði væri að ræða*og fátækir kaupstaðar- búar ættu i hlut. Þetta nýmæli mun ýmsum kaup- staðarmönnum þykja öfgar einar og vera óframkvæmanlegt. Þeir mundu spyrja: Hvar ættu t. d. Reykjavik- urbúar að fá land til að rækta, sem nægði öllum þeim fjölda? Mér er nú ekki kunnugt, hve margir heimr ilisfeður eru nú í Reykjavík, en þeir munu vist vera margir. En margar vallardagsláttur er líka alt svæðið inn að Elliðaám og suður á Digranes- háls og niður hjá Kópavogi að Skild- inganesmelum meðtöldum; og ef þetta nægði ekki, þá er Mosfells- sveitin. Mig furðar, að Reykjavik- urbúar skuli ekki vera búnir að leggja þá sveit undir sig og reka þar svo búskap i félagi i stórum stil. Þó túnræktin sé nú í nokkurri framför, þá miðar henni of hægt, eða með öðrum orðum: Það eru of fáir, sem stunda hana, og sama er að segja um garðræktina. Það er ískyggilegt, hvað fólkið er nú orðið sólgið i að flytja á kaupstaða- mölina. Það litur svo út, sem það sé að sneiða hjá þvi að þurfa að rækta jörðina. Þetta get eg ekki talið framför. Margir af þeim, sem þyrpast í kaupstaðina, verða ánnara handbend', öreigalýður, sem varla hefir til næsta máls. Haldi þessu ifram, er ekki gott að sjá hvar við lendir. Nei, þetta má ekki svo til ganga; við verðum að hefjast handa. Við verðum að taka saman höndum og fara að rækta jörðina. Við erum búnir að raena þennan hólma í meira en þúsund ár og er mál komið að við förum að græða sárin. Þegar eg man fyrst eftir mér, heyrði eg nefnda tómthúsmenn. Þetta tét illa eyrum. Eg sp'urði þá í einfeldni: Geta mennirnir lifað í tómu húsi? Var mér þá sagt, að þeir lifðu á sjónum, en ættu enga skepnu. Þetta hélt eg að mundi vera aumt lif, því þá þekti eg ekki sjávarmannalífið; en síðan hefi eg hvergi séð jafn mikla fátækt og jafn vesælan kost og hjá rnörgum tómt- húsmönnum við sjóinn. En siðustu áratugi er mér ekki kunnugt um hagi tómthúsmanna kringum Faxa- flóa. Það er sennilega orðið breytt til bóta síðan togara-veiðin íslenzka byrjaði. Það er stór-myndarlegt framfaraspor, að taka upp þá veiði- aðferð, og mér finst, að við séum að sinu leyti betri sjómenn og lengra komnir i þeirri atvinnugrein en land- búnaðinum. Þetta er arfur frá for- feðrum okkar. Við erum af víkinga- ættum ogi eiginlegra að ræna en rækta I fornsögum okkar er um íjölda marga svo sagt: Hann var í vik- ingu hinn fyrri hluta æfi sinnar, en þá aldur færðist yfir hann, sat hann að búi sínu með mikilli rausn. — Þetta gæti staðið orðrétt í sögu frá okkar timum. Togaiarnir eru víkingarnir — þá þeir herji á ríki Ægis. Og hvað skyldi svo vera á móti þvi, að þeir ættu bú og ræktuðu jörðina, þó> þeir væru sjóvíkingar fyrri hiuta æfi sinnar, og sætu svo að búi sinu á efri árum með mikilli rausn? Eg hugsa mér nú, að eg sjái tvo togara- víkinga einn góðan veðurdag vera að þurka töðu sinn á hverjum bletti,.. sem þeir ættu óg ræktaðir hefðu verið fyrir þeirra peninga, en auð- vitað með annara höndum. Við lát- um þá heita A. og B. og talast þeir við á þessa leið: A. : Hvernig fellur þér þessi vinna?' B. : Eg er nú orðinn stirður við' flest og ekki sizt við þessa vinnur sem eg hefi aldrei gert fyr. A. : En hvað heldurðu nú um arðinn af blettinum þínum ? B. : Og minstu ekki á það. Eg held að það verði fremur rýr eftir- tekjan, en bletturinn er orðinn mér dýr. Mér hefði vcrið betra að eiga þær krónur í sparisjóði. A. : Á, heldurðu það? Alítur þú'. ekki, að bletturinn þinn renti sig. eins vel og peningar í sparisjóði? B. : Jú, það kann að vera, en það er fljótlegra að gripa til þeirra,, ef manni dytti í hug t. d. að fara dl Ameríku. A. : Þú þarft ekki að vera hrædd- ur um, að þér verði ekki peningar úr blettinum þínum. Það munu verða nógir listhafendur. Það getur farið eins með ræktuðu blettina hérna i kringum Reykjavík, eins og goð-- orðin áður, ef ekki eru reistar skorð- ur við. En til Ameriku ferðu ekki að fara á gamals aldri. Þú getur eins dáið hér úr því Ægir hefir lof- að þér að lifa fram á þennan dag. B. : Já, oft hefi eg komist í hann krappann um dagana og sízt dottið í hug, að fyrir mér mundi liggja að rækta jörðina á gamals aldri. A.: Fyrst við höfum nú, kunn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.