Ísafold - 10.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.06.1916, Blaðsíða 2
2 I S A F O L D sagt, þá verður því þó aldrei neitað að hann var eitt af stór- mennum vorra tíma, þótt hann fengi ekki að njóta sín svo sem skyldi. Hann var vitur rnaður og vel mentaður og starfsmaður svo mikill að hann var kallaður sex manna maki. Erí. símfregmr fií Ísajoícfar. Khöfn 7. júní 1916. Yuanshikai foiseti Kíua dauður. Khöfn 9. júní 1916. Kússar haida áfram ógur- legri sókn á hendur Aust- urríkismönnum, segjast hafa tekið 200,000 fanga. Bandamenn hafa iagt hafnbann á Grikkland. ísland fer héðan þann 16 jhní. Vildi »Isafold« ekki taka af mér þessar athugasemdir? I því trausti sendi eg henni þær með ferð, sem nú fellur. Eg sé í sunnanblöðunum síðustu, að menn eru nú farnir að hrófla eitthvað við honum Guðmundi okkar Magnússyni, sem kallar sig Jón Trausta í skáldskapnum. Eg skal engan dóm leggja á það yfirleitt. En mér finst það engin furða, þótt þag- að hafi verið um Jón Trausta, eða öllu heldur ekkert um hann skrifað nema hól, því að hér er það eins og kunnugt er landlægur siður að hrósa öllu leirbulli í hundnu og óbundnu máli, ef íslendingar hafa lagt það af sér; og íslenzk »list« á, að því er virðist, að standa öllu framar í heimi þessum, listamenn- irnir islenzku allir dásamlegir og s. frv. Eg fékk fyrir skömmu í hendur síðasta hefti Eimreiðarinnar (XXII. ár, 2. h.), og af því að eg les ætíð alt, sem í því riti stendur, las eg líka sögu þá eftir Guðm. Magn., sem getið er í yfirskriftinni; hún heitir: »Óboðinn gestur*. Er þar skjótt af að segja, að álit mitt á sögu þessari er í sem fæstum orðum það, að hún hefði átt að heita: Oboðlegur qestur. Eg -er meira en lítið hissa á því, að háskólakennari dr. Valtýr Guð- mundsson skyldi taka sögu þessa í tímarit sitt. Hann hefir að visu viljað hlynna að ýmsu, sem ófull- komið er i skáldskáp, en hér erum annars konar tilbúning að ræða, sem hreina smekkblindni þarf til þess að geta litið við. Má geta sér þess til, að hann hafi ekki viljað neita þess- um höf., sem þó hefir samið eitthvað nýtilegt áður. Sagan er skammir um alþingi Is- lendinga. Satt mun það vera, að því má margt til foráttu finna, og mun okkur búandmönnum ekki sízt þykja svo. En þær aðfinningar verða þá að vera með öðru móti en sam- setningur Jóns Trausta, sem i sjálfu sér er svívirðing. Það er svo að sjá sem höf. vilji fullyrða, að allir al- þingismenn séu ekki einungis fá- bjánar, heldur hreinir og beinir porparar ov qlœpamenn, sem gerðu réttast í að %anga út o% henqja siq — allir saman! Mér skilst, að ef nokfcuð geti óvirt þjóðina og ófrægt í augum útlendra, þá sé það svona »lýsingar« (lýgi-lýsingar), sem í raun réttri alls ekki er nein saga eða skáldsaga, heldur flónslega skrifað óþokkaritsmíð, sem að öllu leyti er langt fyrir neðan alt velsæmi. Það er sem betur fer fádæmi, að nokkur sé svo taktlaus að láta slíkan óþverra drjúpa úr penna sinum; og það er einmitt öllu framar taktleysið, sem einkennir hverja línu í skrifi þessu, samfara einhverju ódæma monti og uppþembingi, enda þótt uppskafn- ingshátturinn og mentunarleysishrok- inn hafi líklega víðar komið fram hjá höf. þessum. En einkum og sér í lagi féll mér þó allur ketill i eld, er eg sá, að pessi maður leyfir sér að skrifa þetta um alþingi. Eg hefi heyrt sagt af skilríkum mönnum, sem hér hafa verið á ferð úr Reykjavík (og eg hefi reyndar sjálfur séð það, er eg hefi verið þar staddur um alþingis- timann), að Guðm. þessi Magnússon (»prentskáld«, sem þeir kölluðu hann) hafi bókstaflega talað skriðið á maq- anum fyrir »háttvirtum alþingismönn- um«. Hann hafi nú fyrst og fremst aldrei lint látum, fyr en hann fékk eitthvert »snatu við pinqið. og ekki að tala um að teyna að smeygja sér inn undir hjá löggjöfunum til þess að komast á Jjárlötfin og síðan hækka þar þangað til nú, að haun er með þeim freínstu orðinn á landsjóðsjöt- unni. En hén virðist sannast, að sjaldan launar kálfur ofeldi. Og má þó vera, að eihhverir af þessum mönnum, sem hann er að »þakka fyrir síðastc, hafi verið með í fjár- veitingunni of ótta einum við ef til vill að verða mannskemdir i ein- hverri af sögum hans. En þeir hafa þó ekki sloppið, blessaðir karlarnir. Mér er minnisstæður einn þing- tími fyrir fáum árum, e? eg átti leið í höfuðstaðinn. Eg kom þá uppá »pallana« með kunningja mínum, sem var fróður um margt og hafði áður verið þingskrifari. Eg man altaf eftir því, að hann sýndi mér Guðm. Magnússon niðri í þingsaln- um, þar sem skáldið svo að segja flaðraði upp um þingmennina, þá helztu, að mér sýndist, og annað veifið spígsporaði um gólfið i pin%- salnum, rétt eins og hann ætti allan þann sal, um leið og hann var að gjóta augunum upp til okkar á pall- ana svo sem til þess að athuga, hvort við virkilega tœkjum ekki ejtir konum! Hann var þá, minnir mig kunningi minn segja, vörður eða eitthvað þess háttar á lestrarsal al- þingis, svo að tignin var ekki lítil. Hann sagði mér lika, förunautur minn, að Guðm. M. hefði áður fengið eitthvað að gera við skrifstof- una, en ekki hefði hann reynst not- hæfur þar; hefði helzt falast eftir því að mega bera inn skjöl til þing- manna, meðan fundur stóð yfir, og hefðu menn skilið það svo, að hann gerði það, til þess að hann fengi að sýna si% þar. Er nú þessi maður kallaðtir til þess að gera ósvinnar árásir á þing- heim? Eða ætti þingmönnum okkar þyki byrja að þegja við slíku? Eða á hver aulabárður og ölmusuþegi nú að vera bær um, þótt mörgu sé ábótavant, að úthrópa okkur mcð þvættingi, sem þá ekki svo mikið sem nær því að geta heitið skáld- skapur? Eg býst ekki við því að sækja þingmálafundi á þessu sumri, og er það af ýmsum ástæðum, en ef eg rækist þangað, mundi eg skora á þingmannsefni að gefa því ekki at- kvæði sitt, að slík skáld sem þessi séu alin á landssjóði. Mín skoðun er blátt áfram, að taka eifl af Guðm. Magnússyni styrk þann, sem honum hefir verið veittur-sem »skáldastyrk- ur« ; og ef eg man rétt, þá ræður nú eins miklu um það stjórnarráðið eins og alþingi, síðan styrkfúlgan var ákveðin í einu lagi. Eða á lands- stjórnin ekki að gæta sóma þings og þjóðar? Og hefir stjórnarráðið ekki lika veitt þessum manni (eins og svo mörgum) einhverja atvinnu á skrifstofu? En það er víst bezt að slá botn- inn í þetta raus mitt, sem fáir lik- lega lesa. Og eg er hálfvegis að vona, að þessi Eimr.-»skáldskapurc Jóns Trausta hafi nú þegarverið at- hugaður og víttur af mér færari mönnum í blöðunum okkar, þegar þessi grein kemur fram á sjónar- sviíið. Ef svo verður ekki, þá er henni ekki ofaukið. Því að þetta má ekki liggja i þagnargildi. í mai mán. 19x6. Sveitakarl. Erl. simfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 7. júní. I»jóöverjar hafa tekið Douaumont aftur. Enofremur hafa þeir náð nokkrum liluta Houdro- mont. Rússar sækja töluvert fram í Galiciu. Yan-Shi-Kai látinn, Bretar hafa lýst því yflr, að þeir munu framvegis ekki snerta íslenzkan bréf- apóst. írska þrætan á enda kljáð. írar tá sitt eigið þing, að undanteknum Ulstermönnum. Khöfn. 9. júnt 1916. f»jóðverjar hafa tekið Vaux-vígið. I»eir viður- kenna nú, að þeir hafl auk áður talinna skipa mist bryndrekann Lutzow og beitiskipið Rostock í sjó- orustunni hjá Jótlandi. Rússar hafa tekið Lutzk. Alisherjarverkfall í Nor- egi. Fyrst voru verkfalls- menn 80 J>ús., en seinna bættust við 30 þúsundir. (Rostock var lítið beitiskip af sömu stærð og Karlsruhe, rúmlega 4 þús. smál.). Pistill írá Höfðaströnd. Sé miðað við þessa skýringu, þá má hiklaust viðurkenna það, að minst hafi enn verið notað hér hjá oss af orku þeirri, er hin örláta náttúra leggur oss upp í hendurnar, svo að segja við hvert fótmál. En hins má þó geta, að svipað hefir mönnum farið hér eins og víðar. Þeim hefir skilist, að notagildi orkunnar vex með félagslífinu, og þvi hafa verið stofnsett hér ýms félög, sem hafa viljað leitast við að glæða áhuga á og efla allar þær framfarir, er sýni- legt þykir, að haldkvæmar megi verða í framtiðinni. Skal eg sérstakl. nefna málfunda- félag, sem starfað hefir hér síðan 1901, þó aldrei hafi það verið mann- margt, — flest um 2o félagar. — Þó hefir það rætt ýms þarfamál og sumum komið í framkvæmd. Skal eg geta örfárra hinna helztu. Hvert fyrst skuli. þá talið, læt eg sjálfur ósagt, en býst hins vegar við, að flestum öðrum yrði helzt fyrir að nefna símaálmuna frá Vatnsleysu til Siglufjarðar. Þ^kir hæpið mjög, að hún hefði komið fyrst um sinn þessa leiðina, ef harðfylgi einstakra manna og peningaframlög hefðu eigi skapað málinu liðsinni og nokkurn árlegan peningastyrk hjá hreppsfélög- um þeim, er símans njóta sérstaklega. Þá má telja fræðslumálin og helztú umbætur á því sviði, t. d. smíði á vel vönduðu skólahúsi o. fl. Þá var tíðrætt um efnahag hrepps- búa og helztu ráð til bóta. í sam- bandi við þær umræður má gera ráð fyrir, að sparisjóðshugmyndin hafi fengið byr undir báða vængi. Eigi komst hatjn þó á fyr en fyrir rúmu ári síðan, en virðist þó ætla að verða þarfasta stofnun hér, eins og alstað- ar annarsstaðar. Þá hafa samgöngur eigi verið látn- ar afskiftalnusar og árangur hafst nokkur þegar í stað. Margt mætti telja enn, er horft hefir bæði til nytsemdar og skemt- unar, en verð að láta þetta nægja. Get þó líklega ekki látið vera að minnasr á sönginn, því aðra betri andlega vakningu er sjaldnast um að gera hér á rökkurlandi menning- arinnar. Hepnin sú, að söngstjóranum hefir tekist vel öll meðferð, jafnvel þótt lögin hafi oft verið erfið, t. d. »Söng- fuglarnir«, ’Oldungnum hnignar«, »Frón oss heyrðuc (Hör os Svea), »ísland« eftir Sv. Sveinbjörnsson o. fl., en hins vegar engum úrvals söng- kröftum á að skipa og sitt úr hverii áttinni, og því örðugleikar oft miklir á, að ná fólki saman til æfinga. Veit eg, að slikar ánægjustundir verða tæplega fullþakkaðar söngstjór- anum, Páli Erlendssyni, og söngfólki hans. Sjónleikar hafa eiginlega engir verið sýndir hér síðustu 3 árin. Að vísu var sýndur hér smáleikur (»Nei«) í vetur í sambandi við skemti- samkomu, er stofnað var til af nokkr- um konum til styrktar landsspítala, en slíkt muudi »Leikfélag Hofs- hreppsc hafa talið lítið lífsmark með- an það var og hét. Það hefir nú legið í dái síðustu árin, en rís eflaust úr rotinu, þegar minst varir. Að minsta kosti biði það víst ekki boðanna, ef síldarstöð kæmist hér á fót innan skamms. Þar kváðu peningarnir visir, bæði fyrir vinnu og afurðir, og því eðli- legt, að sumt unga fólkið geri sér glæsilegar framtíðarvonir og eygi í anda ótal eimskip og endurreistar verksmiðjur á rústum gömlu einok- unarkofanna, sem þegar eru farnir að tina tölunni. Eitt húsið, um 300 ára gamalt, roerkasti forngiipurinn hér, var rifið síðastl. sumar. Þótti mörgum landhreinsun aðr. því »óhreint« hafði þótt í þvi alla tíð. Er eg þá kominn á bréfsenda, en hafði þó nær gleymt helzta menn- ingarmarki okkar, sem sé lestrarfélagi. Að vísu er það gamalt orðið, stofnað árið 1882 af Sigmundi sáL. Pálssyni að Ljótsstöðum, þeim hin- um sama, er var einn meðal »Pere- atsc-manna, og því talinn óráðandi öllum bjargráðum þar syðra, enda þótt öðruvisi reyndist, er kom heim í hérað. Að vísu hefir félag þetta sofið vært a stundum, jafnvel verið dauðamörk með þvi, sérstakl. eftir að Sigmund- ur eltist og slepti öllum tökum á þeim félagsskap, en hefir svo lifnað að nýju og rétt úr kútnum. Síðastliðin 10 ár hafa því bæzt mjög nýjar bækur og nýtar, og má nú líklega heita bókauðgasta lestrar- félagið innan sýslu annað en sýslu- bókasafnið. Stendur því jafnvel lítið að baki. Má þarna glögt sjá, hverju góður vilji og samhentur fær áorkað. Höfðaströnd 18. febr. 1916. Einar Golupytur^ Söngur Péturs Jónssonar 4. og 7. þ. íu. Hvað veldur því, að hann Ixppur og hann Skreppur og X-in «g (9-in láta nú engan staf eftir sig sjást? Þeir hafa þó stundum getað stung- ið niður pennanum, blessaðir, þó að um minna hafi verið að ræða en þetta, að al-íslenzkur óperasöngvari; tryllir bæjarbúa svo, að þeir rífast. um aðgöngumiða að söngskemtun hans dag eftir dag í heila viku. En það er svo sem ekki ný bóla þetta, að það sé hæst lofað í blöðunum, sem minst er um vert, en þagað um hitt eða gert lítið úr því. Það er um Pétur Jónsson að segja,. að hann er orðinn einhver sá glæsi- legasti tenórsöngvari, sem eg þekki til. Honum hefir farið ótrúlega framr frá því er hann söng hér fyrir 2 eða 3 áium. Röddin er með af- brigðum öflug, fáguð og prýdd og óvenju bjart yfir henni. Og hann er svo að segja búinn að ná fullum tök- um á henni. Ennþá kann einhverju að1 vera áfátt um veika tóna. Þeir háu og sterku eru blátt áfram aðdáanlegir. Og hann neytir raddarinnar með þeirri gát og þeim fegurðarsmekk, sem fullþroska, listamanni sómir, ofbýður henni aldrei, svo að hún missi feg- urðar eða hreinleiks, Og hann syngur með myndugleik og skör- ungsskap eins og sá »sem valdið hefir«. Viðfangsefnin voru ekki heiglum hent, hvert stórlagið rak annað. Það1 yrði býsna löng runa, ef telja ætti þau lög öll, sem Pétur söng vel og jafnvel ágætlega. Má þar til nefna: sönginn úr *Aida, Tosca, kveðjusöng Lohenqrins, »Die Blumen ariec úr Carmen, »Salig de som uskyldig lide« o. fl. Þá söng og Pétur fáein smálög. Má vera að þeir hafi orðið fýrir von- brigðum, sem meta listfengi og skiln- ing söngvara á viðfangsefnum eftir fettum og brettum og öðrum fífla- látum. Pétur er svo blessunarlega laus við þau. Hver hefir þó dregið hér upp eins skýra og eftirminnilega mynd í söng, eins og hann gerði;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.